Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 23
DV.LAUGARDAGUR30. MARS1985.
23
menningu, sínu tungumáli og sjálfs-
ákvörðunarrétti sínum. Þá styöjum
við.”
íslendingar meðal vina
„En hvað Island varðar þá höfum
viö líka sterka möguleika á menning-
arsviðinu, og svo efnahagslega og við-
skiptalega. Og við komumst ekki hjá
því að ræða miklu meira um það í
framtíðinni. Islendingar eru meðal
vina okkar. Það hef ég alltaf sagt.
Þetta er góður vinur sem við höfum
hér. Hvað sem Danmörku líður finnst
mér að við verðum að byggja upp sam-
starfið. Það getur orðið báðum aðilum
til mikils góös.
Þetta gerist þegar við erum komnir
alveg út úr Evrópubandalaginu og eft-
ir að Grænland hefur yfirtekið meira
af umsvifum ríkisins á Grænlandi.”
Skiljum hvor annan
„Við getum líka talað um hvalveið-
ar! Eg varíveislumeðKristjániLofts-
syni í gærkvöldi. Þar borðuðum við
hval. Eg er alveg sammála því sem
hann sagöi, að þó ég væri sósíaliskur
forsætisráðherra á Grænlandi og hann
góöur kapítalisti á Islandi, þá skipti
„Óvinurinn er hins
vegar Greenpeace
og sjálfskipaðir trú-
boðar umhverfis-
verndarsinna."
þaö engu máli. Við skildum hvor ann-
an. Viö getum vel unniö saman í hval-
veiðimálum. Þetta var virkilega gott
kvöld. Viö stöndum saman í þessu
máli, Grænlendingar, Færeyingar og
Islendingar. Ovinurinn er hins vegar
Greenpeace og sjálfskipaðir trúboöar
umhverf isvemdarsinna.
Við getum hlustað á Alþjóða hval-
veiöiráðið og sérfræðinga, en ekki á
trúboöa Greenpeace-samtakanna.”
Kannski vantrúaður prestur
Nú hefur hinn nýi fáni Grænlend-
inga verið harðlega gagnrýndur.
Margir sakna krossins.
„Já, það ætti líka kannski að vera
krossfáni. Kannski getum við fundið
tákn fyrir Norðurlönd, sem þarf ekki
endilega að vera kross. Danski fáninn,
sem er jú sá eisti — frá 1219 — átti að
hafa komið niöur af himnum og í fram-
haldi af því hafa allir Norðurlandafán-
amir verið með krossi. Á þetta trúi ég
ekki. Eg er prestur. En ég er kannski
vantrúaður prestur þegar málið snýst
um þjóðfána. Eg var formaður fána-
nefndar í fimm ár. Ég hef litið á fleiri
en500tillögur.
Ein tillagan var mjög góð. Það var
kona frá Danmörku sem sendi fallega
„Ég er prestur. En ég
er kannski vantrúað-
ur prestur þegar mál-
ið snýst um þjóð-
fána."
mynd af fána með krossi. Hún sagðist
hafa séð í draumi að fáninn heföi birst
yfir Grænlandi og maður að nafni
Motzfeldt heföi tekið á móti honum!
Þetta trúi ég heldur ekki á.
Mér finnst þessi fáni fallegur. Við
notum fánaliti Danmerkur tii aö minna
á sambandið við Danmörku. Og þetta
tákn sólarinnar á fyllsta rétt á sér, því
sólin er jú hinn lífgefandi kraftur sem
við þökkum guði fyrir að hafa gefið
okkur svo við getum lifað hér á norður-
slóðum. Viö erum að þakka skapara
okkar fyrir að hafa gefið okkur sólina.
Eg gleymi því heldur aldrei að þegar
ég var í háskóla þá sagði prófessor
einn að krossinn væri ekki sigurtákn,
heldur tákn dómsins. Dómsins yfir
okkur öllum. Þess vegna ættum við að
vara okkur á að lyfta ekki krossinum
yfir öðru fólki, heldur hafa hann innra
meðokkursjálfum.
En grænlenski fáninn, hann er fáni
gleðinnar.”
Gagnkvæm tilfinningatengsl
Hefur þér fundist að Islendingar líti
Grænlendinga sem eins konar litla
bróður?
i „Nei, ég held að það sé þveröfugt.
Eg held að þaö séu gagnkvæmTilfinn-
ingatengsl á milli. Ég hef þekkt marga
íslenska stjómmálamenn og hef ekki
fengið þessa tilf inningu.
Ég þekkti Gunnar Thoroddsen, Olaf
Jóhannesson, Hjálmar Olafsson. Slíka
menn þekkti ég og hef haft mikið sam-
band við. Svo hef ég staðið í vinnu við
ýmis verkefni með Islendingum. Sem
prestur hef ég einnig kynnst Islending-
um. Mjög góður vinur minn er biskup-
inn fyrrverandi, Sigurbjöm Einars-
son, sem hefur heimsótt mig og konu
mina í Grænlandi. Og við höfum heim-
sótt hann og f jölskyldu hans hér.”
Er ekki líka nauðsynlegt að gera
mönnum auöveldara fyrir að ferðast á
milli Islands og Grænlands?
„Það munum við gera. Og nú ætla ég
að fá ættingja minn, Jósef Motzfeldt,
sem er samgönguráðherra okkar, til
aö koma til Islands til aö tala um þá
möguleika. Hann kemur sennilega í
kringum 20. apríl. Hann kemur meö
sendinefnd frá Gröniandsflyv, sem er
flugfélagið okkará Grænlandi.”
Prestur innst inni
Þú ert bæði prestur og stjórnmála-
maður. Hvort embættið er þér mikil-
vægara?
„Innst inni hef ég alltaf verið prest-
ur. Eg er eini presturinn á landsþing-
inu. Stjórnmálamenn verða að semja
og fara milliveginn. Við getum ekki
verið með alhæf ingar.
Það er margt sem maður vildi gera
en það er ekki hægt að gera allt. Við
getum ekki ráðið varnarmálum okkar.
Eg held að Grænland sé í annarri stöðu
en Island. Við erum nær Ameríku
En þó eru bæði löndin á milli Evrópu
og Ameríku og við verðum að læra þrjú
Maður finnur bæði
heimska Dani og
heimska Grænlend-
inga. Einnig heimska
ísiendinga."
tungumál: okkar eigið, ensku og
dönsku.”
Heimska
Nú heyrir maður fólk stundum
segja aö best hefði verið að Danir
heföu látið Grænlendinga alveg í friði.
Þá væru þeir enn ánægöir selveiði-
menn, í stað þess að þurfa að ganga i
gegnum öll vandamál hins vestræna
heims, svo sem áfengisbölið og glæpa-
vandamál.
, ,Maður finnur bæði heimska Dani og
heimska Grænlendinga. Einnig
heimska Islendinga. Þetta eru auðvit-
aö vitlausar skoðanir. Ég held ekki að
áfengisvandamálið sé meira vanda-
mál á Grænlandi en í öðrum norrænum
löndum. Mér finnst heldur ekki að
stjórnin eigi að vera bamapía fólksins
í iandinu. Einstaklingurinn verður aö
takmarka sig sjálfur. Þróunarvanda-
málið er vandamál sem við þurfum að
ráða fram úr. Við erum þróunarland.
Þróunin hófst ekki fyrr en um 1973.
Við höfum hafið okkar þróun svipað
og Islendingar hófu sina. Faðir minn
var selveiðimaður. Við átum þann sel
sem hann veiddi. Því fylg jumst við ein-
mitt mjög náið með Islandi.
-ÞóG
„Fadir minn var sel-
veiðimaður. Við át-
um þann sel sem
hann veiddi."