Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Page 1
Niðurstöður Kjaradóms liggja fyrir:
MfDA LKA UPHÆKKUN
NALÆGT14 PRÓSENT
sem er fjarri upphaflegum kröfum félaga
Meöalkauphækkun í Bandalagi há-
skólamanna hjá ríkinu verður um 14
prósent samkvæmt niðurstöðum
Kjaradóms.Kauphækkanir eru mjög
breytilegar eftir félögum. Sum félög
fá yfir 20 prósent og önnur ekki nema
8 prósent. Þessar niöurstöður eru
nokkuð fjarri upphaflegum kröfum
aðildarfélaganna. Kröfur þeirra
voru á bilinu 60 til 80 prósent.
I gærkveldi var lokið viö að kveða
upp dóma í Kjaradómi. I dag verða
niðurstöður afhentar félögunum.
Benedikt Blöndal, formaður dóms-
ins, neitaði að gefa upplýsingar um
niðurstöður fyrr en því starfi yrði
lokið. Formlegar niðurstööur liggja
því ekki fyrir fyrr en seinna í dag.
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um DV verður meöaltalshækkun um
14 prósent. Kauphækkun kennara
mun ekki liggja langt frá meðaltals-
hækkuninni. Dýralæknar og hjúkrun-
arfræðingar fá mestu hækkunina,
arkitektar eru með lægstu hækkun-
ina.
Búist er við mikilli óánægju aðild-
arfélaga BHMR með þessar niður-
stöður. Samkvæmt upplýsingum DV
var ekki farið inn á þá braut að.
hækka dagvinnutekjur eins og krafa
félaganna var. Bréf Steingríms um
að dagvinnutekjur ættu að vera þær
sömu hjá BHMR og öðrum viröist
ekki hafa haft þau áhrif sem forráða-
menn BHMR ætluðu.
Formenn samninganefnda ríkisins
og BHMR voru ekki tilbúnir í morg-
un til að tjá sig um niðurstöður
Kjaradóms. Enda höfðu þeir ekki
fengið niðurstöðumar í hendur.
APH
MIÐSTJORN FRAMSOKNAR ER ANÆGD
Verðum að
fá verkfalls-
rétt
„Ekki ein einasta rödd um st jórnarslit nú,” segir Steingnmur
„Fundurinn var tiltölulega ánægður þfi einkum með það sem nú er á rödd um stjórnarslit nú,” sagði
með það sem ríkisstjómin hefur gert. döfinni. Það heyrðist ekki ein einasta Steingrimur Hermannsson forsætis-
Áhyggjufullir forystumonn Framsóknarflokksins, ef marka má myndina. Steingrimur formaflur og
Halldór varaformaflur i þungum þönkum. DV-mynd: KAE.
ráðherra eftir miðstjórnarfund
Framsóknarflokksins um helgina.
Hann var endurkjörinn f ormaður.
„Þaö var lögð þung áhersla á að nú
yrðu hendur látnar standa fram úr
ermum varðandi ýmis aðkallandi
verkefni. I landbúnaðarmálum, hús-
næðismálum, varðandi endurskoðun
menntakerfisins og utanríkis-
þjónustunnar, svo ég nefni dæmi. Við
viljum til dæmis að utanrikisviöskipti
verði færð undir utanríkisþjónustuna.
Þá voru menn sammála um að enn
væru ekki aðstæður til þess aö hafa
vexti svo frjálsa, sem annars er stefnt
aö. Mestar umræður urðu svo um
framtíðina, kjarasamninga i haust,
færar leiðir til þess aö lyfta launum
þeirra sem lægstir eru, með hag-
rasðingu og fleiri aðgerðum, og um
nýsköpun i atvinnulífinu, meðal
annars frumkvæði þróunarfélagsins,
sem nú er í deiglunni.”
Steingrímur sagði að engra
breytinga væri aö vænta af hálfu síns
flokks varðandi skipan ríkis-
stjórnarinnar. „Eg lýsti þeirri skoðun
minni, að tækist ekki samræða á vinnu-
maricaðnum og ef stefndi I nýja koll-
steypu hlyti rfkisstjórnin að grípa til
sinna ráöa og endurskoöa stöðu sína.
Það voru að vísu ekki allir á því að
svona yfirlýsingar ætti að gefa nú.”
-HERB.
— segir Kristján
Thorlacius
„Þessar niðurstöður opin-
bera þaö, að Kjaradómur er
gagnslaust verkfæri. Nú er ljóst
að kennarar verða að fara að
leita nýrra leiða til að fá kjara-
bætur. Ég sé ekki annað en.við
verðum að fá verkfallsrétt,”
sagði Kristján Thorlacius, for-
maður HlK, í morgun um niður-
stöður Kjaradóms ef rétt væri aö
kauphækkanir til kennara væru
ekki nema 14 prósent.
„Þetta er auðvitað langt undir
þvi sem kennarar hafa gert sér
vonir um og einnig langt frá því
sem sanngjarnt er,” sagöi
Kristján. -APH.
Rolftilbúinn
með sjónvarps-
stöð
— sjá baksíðu
Bóman bjargaði
bílstjóranum
— sjá bls. 2
HURÐ RÁNAR OPNUÐ
AF MANNAVOLDUM
„Það er spuming, sem er ósvaraö,
hvort við þurfum að breyta niður-
stöðunum. Um það er ekkert hægt að
segja á þessu stigi,” sagöi Sveinn
Björnsson, varaformaður flugslysa-
nefndar, í morgun.
Búist er við aö rannsókn á hurð
þyrlunnar TF-RÁN taki nokkra
mánuði. Hurðin verður að öllum
líkindum send til Bandaríkjanna í
mjög nákvæma rannsókn.
Hurðin hefur veriö talin mikilvæg-
asta gagniö í að upplýsa tildrög þess
að þyrlan fórst með f jórum mönnum
í Jökulfjörðum þann 8. nóvember
1983. Tilgáta flugslysanefndar var sú
að líklegasta orsök slyssins væri sú
aðhurðin hefði skyndilega opnast og
sveiflast upp í þyrilblöðin.
Rækjubátur fékk huröina í
vörpuna síðastliðinn föstudag og var
húnflutt tUReykjavfkurumkvöldið.
Um helgina hefur tíminn verið
notaður til að verja hurðina gegn
tæringu.
Töluverð rifa er á hurðinni. Að
öðru leyti er hún mjög hellleg. Sveinn
Björnsson sagði ekki hægt að skýra
rifuna á þessu stigi.
Það hefur einnig vakið athygli að
hurðin var í opinni og ólæstri stöðu.
„Hurðin hefur verið opnuð af manna-
völdum,” sagði Sveinn Bjömsson.
-KMU.
Hurflln af TF-RÁN. Handföngin aýna afl búlfl var afl taka hurfllna úr lós
og opna hana. Rlfan ar fyrlr ofan handföngin. DV-mynd: Páll, Isafirðl.