Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Page 2
2 DV. MÁNUDAGUR 22. APRIL1985. Starfsmenn Borgarverks vinna við að ná vörubifreiðinni upp úr fjöruborðinu. DV-mynd Sigurjón Gunnarsson. Steindórsmáliö svonefnda heldur enn áfram. Síöastliöiö laugardags- kvöld reyndu nokkrir leigubílstjörar á fólksbílum aö króa af sendibílana frá Sendibílum hf. Við Snorrabraut var reynt að stöðva sendibíl fyrrihluta kvöldsins og lögreglan kom og skakkaöi leikinn. Síöar um kvöldiö stöðvuöu leigubílstjórar einn bíl frá Sendibílum hf. á Stekkjarbakka í Breiöholti og að sögn Guömundar As- mundssonar, framkvæmdastjóra Sendibíla hf., lauk þeim átökum meö því aö lögreglan hirti lyklana af tveimur fólksbílum. Minni háttar á- rekstrar í sama dúr áttu sér staö víöar í bænum þetta kvöld. „Þaö er á kristaltæru aö þetta er ólögleg valdníðsla. Þeir loka götum og stofna öryggi borgaranna í hættu. Okkar menn reyna bara aö halda rónni hvaö sem gerist. Aögeröimar byrja yfirleitt um sjö og standa þar til við hættum að keyra á kvöldin — um hálf- tólf. Venjulegt fólk er forviða yfir þessu og stéttin fær á sig siæmt orö fyrir vikið. Þaö eru yfirleitt sömu mennimir sem standa i þessu ennþá og það er slæmt til þess að vita aö öll stéttin skuli þurfa aö gjalda þessa.'tbaj. Frá „bófahasamum" við Stakkjarbakka A laugardagskvöldið. Búið að króa af bilinn frá Sendibilum hf. og lögraglan á laiðinni. DV-mynd S. „Bófahasar” leigubflstjóra Vörubíll með gröf u valt: Kranabóma barg bflstjóranum Frá Sigurjóni Gannarssyni, frétta- ritara DV i Borgamesi: Vömbifreið fór út af viö Brúartorg í Borgamesi á laugardag. Fór hún tæpar tvær veltur uns hún stöövaöist rétt við sjávarmál og mátti þvi litlu munaaðverrfæri. Svo háttar til aö þegar komiö er yfir Borgarfjarðarbrú og haldiö norður veröur aö taka sveig fram hjá Shell- olíustöðinni við Brúartorg áður en komið er aö gatnamótum inn í Borg- ames. Ekki er vitað um tildrög slyssins en þaö er þó mál manna aö beygja þessi sé ansi lúmsk og hætt sé viö aö margir fari of hratt í hana. Þegar slysið varð var úrhellisrigning og skyggni því ekki gott. Vörubifreið þessi var meö traktorsgröfu aftan á pallinum og kann slíkur flutningur einnig aö hafa hjálpaötil. Ökumaöur var einn í bifreiöinni og slasaðist hann litillega en bifreiöin er nánast ef ekki alveg ónýt. Svo er einnig um traktorsgröfuna sem er stór- skemmd. Að sögn fróöra manna er talið aö kranabóma rétt aftan við stýrishúsiö hafi bjargaö ökumanni frá þvi að stór- slasast því bóman varö til þess aö stýrishúsið lagöist ekki saman yfir manninn. Þegar myndin er tekin er búiö aö rétta bílinn viö og unniö að því aö ná honum upp á veginn. Viö þaö verk var notuð beltagrafa frá Borgarverki. SAMIÐ Á VESTFJÖRÐUM r — aðeins Isf irðingar eftir Frá Reyni Traustasyni, fréttaritara DV Flateyri: Fulltrúar frá Alþýðusambandi Vest- fjaröa og Otvegsmannafélagi Vest- fjaröa mættu til samningafundar sem haldinn var á Flateyri á laugardag. Fundurinn hófstkl. 15.30. Samkomulag var síðan undirskrifað um kl. 22 meö fýrirvara um samþykki félaga. Fundir hafa verið boðaöir í einstökum félögum þar sem afstaða veröur tekin til á- f ramhaldandi verkfalls. Verkfall hefur verið á Þingeyri og Flateyri. Samkomulagiö er mjög í sama dúr og samningurinn sem geröur var á Patreksfiröi. Aðild aö Flateyrarsamn- ingnum eiga félög á Flateyri, Þingeyri, Suðureyri, Súöavík og Bolungarvík. Is- firöingar eru utan við þetta og eru enn í verkfalli. Siguröur Þorsteinsson, sem situr í samninganefnd Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri, kvaðst tiltölulega ánægöur með þennan samning, en stærsta atriðið var aö hans mati það nýmæli að sjómenn fái nú inn í fyrsta sinn starfsaldur metinn til launa. Sjómaður sem starfaö hefur í tvö ár fær nú 2% hækkun og eftir fjögur ár, þar af síöasta ár hjá sömu útgerö, 3,5%. Eftir fimm ár, þar af tvö síðustu hjá sömu útgerö, 6%. Þessar greiðslur koma til utan hlutaskipta. Kaup- trygging hækkar um 39,1% frá 1. mars og aörir kaupgjaldsliðir um 17,4%. Hafnarfri á togurum lengist í þaö aö vera aldrei styttra en 30 klukku- stundir. Einnig er það nýtt að ef skip er ekki sjóklárt þegar aö brottför kemur lengist hafnarfrí sjálfkrafa um f jórar klukkustundir. Hvað varðar beitingamenn er óbreytt aö þeir beita átta bala en fá í stað þess uppgert vikulega sem var mánaöarlega áöur. Upp úr samningaviöræðum á Isa- firði slitnaði vegna þess að Isfirðingar vildu minnka viö hvern beitingamann úr átta bölum í sjö. Það féllust útvegs- menn ekki á og slitu fundi. Siguröur Þorsteinsson kvaðst óánægöur með frumhlaup Isfiröinga sem hann nefndi svo og sagöi þá ekki hafa kært sig um samráð eöa samstarf viö önnur félög á Vestfjörðum. Stefán Dan Oskarsson, einn af samningamönnum Sjómannafélags Is- firðinga, sagði að erfitt væri aö ná samstööu meö öðrum félögum á Vest- f jörðum vegna þess aö Sjómannafélag Isfiröinga væri eina sjómannafélagið. önnur félög væru blönduö félög og færi landverkafólk aö stórum hluta með samningamál sjómanna. Stefán kvaöst ánægöur meö Flateyrar- samnninginn að ööru leyti en því sem aö beitingamönnunum snýr. Hann var bjartsýnn á að samkomulag þetta liðkaöi fyrir samkomulagi á Isaf irði. Samninganefnd sjómanna á Isafirði bíður nú eftir fundarboöi frá útvegs- mönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.