Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Blaðsíða 3
DV. MANUDAGUR 22. APRÍL1985.
RallaðílOár:
Bræðumir unnu
afmælisrallið
r
— Jón og Omar hafa unnið 18 rallkeppnir af 39
sem haldnar haf a verið hérlendis
Bræðurnir Jón og Omar Ragnars-
synir sigruöu í afmælisraili Bifreiöa-
íþróttaklúbbs Reykjavíkur um
helgina. Af 39 rallkeppnum á Islandi
hafa þeir bræður sigrað í 18 skipti.
Frábær og einstakur árangur.
Með afmælisrallinu var verið að
halda upp á að búið er að ralla á
Islandí í 10 ár. Það var árið 1975 sem
fyrsta rallið var haldið. Síðan þá eru
þau örðin 39 talsins.
Þeir bræður Jón og Omar óku á
Toyota Corolla. Þeir sem urðu í öðru
sæti óku einnig slíkri bifreið; það voru
þeir Birgir Bragason og Gestur
Friðjónsson. Asgeir Sigurðsson og
Pétur Júlíusson urðu í þriðja sæti.
Afmælisralliö var alls 360 kíló-
metrar, þar af voru sérleiðir um 90
kilómetrar. Þeir Jón og Omar fengu 57
mínútur og 36 sekúndur í refsistig.
Birgir og Gestur 59 mínútur og 29
sekúndur, og Ásgeir og Pétur 60 mín.
og 29 sekúndur.
Fjórir sveitarstjómarmenn 09 fjármálaráðtierra vW undirrttun samnlngs
um innheimtufyrirkomulag opinbarra gjalda.
Draumurínn rnttist. Michaal Raynis átti sár þann draum að fð afl keppa i
ralii. Mefl hjálp DV og Hafsteins Aðalsteinssonar heppnaðist það.
DV-myndir Ólafur Guðmundsson.
Rallið hófst klukkan 18.00 á föstudag.
Ræst var frá bensínstöö Skeljungs í
öskjuhlíðinni. Skeljungur styrkti þetta
rall, gaf verðlaunin, veglega bikara.
Rallinu lauk klukkan 17.00 á laugar-
dag þar sem það hófst, á bensínstöð
Skeljungs. Þrír heltust úr lestinni,
þannig að af 18 sem byrjuðu luku 15
keppni.
Þeirra á meðal var Michael Reynis,
pilturinn sem keppti vegna drauma-
dálks DV, Láttu drauminn rætast.
Michael var aöstoðarökumaöur Haf-
steins Aðalsteinssonar. Þeir voru
lengst af í þriðja sæti en fyrir síðustu
sérleiöina fór alternatorinn í bíl þeirra
og þeir höfnuðu því í 13. sæti.
Á meðal þeirra sem ekki luku keppni
voru þekktir rallökumenn eins og
Halldór Ulfarsson og Hjörleifur
HUmarsson og Bjarmi Sigurgarðars-
son og Birgir Viðar Halldórsson, allir
álitnir sigurstranglegir fyrirfram.
-JGH.
Hagræðing
við skatta-
innheimtu
Frá 1. júlí nk. munu gjaldendur i
Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellssveit
og Bessastaðahreppi geta snúið sér til
skrifstofu viðkomandi sveitarfélags
með greiöslur beinna skatta.
Nýlega undirritaði Albert Guð-
mundsson fjármálaráöherra samning
fyrir hönd ríkissjóðs við forsvarsmenn
fjögurra áðurnefndra sveitarstjóma
þar sem sveitarfélögunum var falin
innheimta opinberra gjalda. Sameigin-
legt innheimtufyrirkomulag mun leiöa
til sparnaðar fyrir aUa aðila, ríki,
sveitarfélög og einstaklinga. Ríkis-
sjóður greiðir viökomandi sveitarfé-
lagi ákveðna upphæð fyrir hvern gjald-
anda.
I þessum samningi er ríkisvaldinu
tryggður möguleiki á eftirUti og ttilut-
unarréttur. -ÞG
NThættirað
koma út á
mánudögum
I stuttri orðsendingu til lesenda á
forsíöu NT síöastUðinn laugardag seg-
ir að ákveöið hafi verið að feUa fyrst
um sinn niður útgáfu blaðsins á mánu-
dögum. Þar er einnig tekið fram að
unnið sé að könnun á ýmsum þáttum i
rekstri fyrirtækisins og þá í athugun
hvemig gera má útgáfu NT hagkvæm-
ari en tryggja jafnframt fuUa þjónustu
við kaupendur blaösins.
Á venjulegri íslensku þýðir „könnun
á ýmsum þáttum í rekstri” sennUega
aö blaðiö eigi í fjárhagserfiðleikum.
Með þessu skrefi kemur NT út fimm
daga vikunnar eins og Alþýðublaðið og
Þjóðviljinn en Morgunblaðið og DV
hafa sex útgáfudaga á viku. Askriftar-
g jald er þaö sama að öUum blöðunum.
baj
Hat Panda 46 '82.
1985
1929
AMC Concord 79
Lada Sport '81
LÍTIÐ BROT AF ÞEIM BÍLUM ER VIÐ HÖFUM Á BOÐSTÓLUM. ATHUGIÐ AÐ
STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTURINN GILDIR EINNIG FYRIR GREIÐSLUR ER GREIÐAST UPP
Á 1 MÁNUÐI.OPIÐ 1-5 Á LAUGARDÖGUM.
Tökum einnig 3—5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf á
Stór-Reykjavíkursvæðinu fyrir öllu andvirðinu.
EGILL
VILHJÁLMSSON HF.
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202
EV-salurinn
APRIL-TILBOÐ EV
NOTAÐIR BÍLAR
ÁN ÚTBORGUNAR
EV KJÖR
Við lánum í 3, 6, 9
eða
jafnvel 12 mán.
Hat Uno ES '84.
Mazda 2000 GLX 1983
Við bjóðum 20% staðgreiðsluafslátt
A NOTUÐUM BÍLUM