Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Síða 5
DV. MANUDAGUR 22. APRtL 1985. 5 Fákur' SKILUM LANDINU GRÓNU „Af okkar hálfu hefur aldrei annað | komiö fram en að við skiljum við landið f ullgróið að f jórðungsmóti sunn- lenskra hestamanna loknu,” sagði öm Ingólfsson, framkvæmdastjóri Hesta- mannafélagsins Fáks, er DV ræddi við hann. „Viö höfum lagt mikinn kostnað í að græða nærliggjandi land upp, höfum dreift grasfræi og boriö á landið. I samvinnu viö skógræktina höfum við gróðursett plöntur og grætt upp gróðurlausa mela. ” Örn sagöi aö ákvörðunin um að hefja framkvæmdimar heföi ekki veriö tekin með glöðu geði því félagið væri ekki fjársterkur aöili, en félagið hefði leitað logandi ljósi að stað fyrir bílastæöi félagsins eftir að ákvörðunin um að halda mótið hefði verið tekin. „Eins og ég sagði áður hefur aldrei verið ætlunin að eyða gróðri og það mun ekki koma til greina að við göngum frá þessu sem svörtu flagi enda má segja að ekki sé í anda hesta- mannafélags að eyðileggja gróður- land,” sagði Örn að lokum. -ÁE. Umferðarmiðstöðin: Matsnefnd reiknar út raunvirðið — niðurstaða ínæstu viku „Fjármálaráðuneytið er nú í sam- ráði við okkur að láta kanna raunvirði hússins og mér hefur verið sagt að niðurstöður matsins liggi fyrir í næstu viku,” sagðiÖlafurSteinarValdimars- son, ráðuneytisstjóri samgönguráðu- neytisins, í gær um sölu Umferðarmið- stöðvarinnar. Sem kunnugt er bauð hópur sér- leyfishafa í Umferðarmiðstöðina skömmu eftir áramót. Ekki hefur feng- ist uppgefið hve tilboðiö var hátt en rætt hefur verið um töluna 15 milljónir króna. Félag hópferðaleyfishafa hefur einnig lýst áhuga á að bjóöa í húsið veröi það selt. „Þaö hefur ennþá engin ákvörðun verið tekin um að bjóöa hús- ið út til sölu,” sagöi Olafur Steinar. -JGH Helgarró á sælueyju Helgin var með rólegra móti um allt land að sögn laganna varða — eða eins og einn þeirra orðaði þaö: „Bara hefðbundið ölæði og venjuleg slags- mál.” Flestir töldu góða veðriö eiga sinn þátt í friðsemi landans — sólin seiddi fram það skásta í hverjum og einum. „AUt í sómanum,” sagði annar við- mælandi hressilega og bætti við: „Kannski ekki þannig að við gætum bara farið heim. Það var þetta venju- lega og eðUlega nudd í sambandi við ölvunarstúss, engin stórslys og nánast aUt meö kyrrum kjörum.” baj. Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík. ARGUSCO „Indiana Jones” — hattarnir fyrir dömur og herra fara sigurför um heiminn — fást nú í fyrsta sinn hér á landi hjá okkur. M.B. húfurnar Allir nýjustu tískulitirnir HATTABUÐIN FRAKKASTÍG 13 Matelot-húfan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.