Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Síða 6
DV. MANUDAGUR 22. APRIL1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur VAR KRISTUR MED LÍKÞORN? í einni sagna Nýja testamentisins segir frá fótaþvotti freisarans og var hann há- tíðlega framkvœmdur af Maríu Magdaienu sem notaði í lokin hin ýmsú smyrsl. Þetta olli nokkrum óróa meðal aðdáenda meistarans og ekki batnaði það þegar hann siðar tók sig til og fór sjálfur að þvo og smyrja fætur annarra. Hvort María og Kristur höfðu einhver réttindi i greinlnni er varasamt að fullyrða en víst er að allt frá þeirra tíma og fram á okkar daga hefur mannskepnunni verið míkils virði að liða vel í fótunum, svo kannski var Kristur með likþorn. Fótamein geta verið sérdeilis kvalafull og stundum er erfitt að ráða á þeim mikla bót. Fyrir skömmu heyrðum við af því að hægt væri að iækna vandamál eins og inngrónar negiur með sérstakri spöng. Viö heimsóttum fótasérfræðinginn Hönnu Kristínu Pétursdóttur til að fyigjast með framkvæmdum. Fyrst þarf að mæla fyrir stærð spangarinnar og það vark þarf að vanda því allt vsrður að passa mjög nákvæmlega. Þaö reyndist ekki auðvelt aö finna fórnarlamb í fótaaögerö á DV ritstjóminni þótt það heföi veriö upp- haflega hugmyndin. Fljótlega kom í ljós sérdeilis gott heilsufar DV manna í þessu tilliti þrátt fyrir upp- lýsingar sérfræöinga um tíðni slíkra sjúkdóma og þá einkum meöal karl- manna sem íþróttir stunda — þeir eru margir einmitt talsvert sport- lega sinnaðir héma. En þá var að fá einhvem utan úr bæ og fyrir valinu varð kona um sex- tugt, sem hefur lengi átt viö líkþom og inngrónar neglur að stríöa ásamt ýmsum öörum fótameinum. Fyrst reyndi hún að halda þessu niöri sjálf en síöar varö nauðsynlegt aö heim- sækja snyrtistofurnar til þess aö fá fótsnyrtingu reglulega. Þaö hefur þó veriö mjög sársaukafullt sem gera þurfti til aö fá einhverja bót og því var hún ekki laus viö kvíöa þegar við lögðum af stað — líkt og feröinni væri heitið til tannlæknis. Fullyrðingar um aö aðgerðin væri sársaukaiaus voru teknar með miklum fyrirvara. Fyrst var hafist handa við aö festa spönginga á inngróna nögl á stórutá. Þaö er gert til þess að þvinga nöglina upp og aflétta spennunni i tánni. Siðan sr klippt við merkinguna. Þ6 er að koma spönginni fyrir A sinum stað og mikillar varkárni er þörf við verkið svo allt sitji sem róttast. Næst er að steypa varnarhjúp yfir svo yfirborðið verði heilt og spöngin dragi ekki til í sokkum eða falli illa við skófatnað. Hanna Kristin leggur siðustu hönd smyrslum. Líkþornin fjarlægð með sérstökum raf magnsbor. Borinn minnir sterklega 6 nafna sina A tannlæknastofunum en aö sögn fórnarlambsins er þessi algerlega sArsaukalaus. Skrifborð fótaaðgerðamannsins — sjAlfum forstjóranum þvi að þetta kveðjugjöf frá danska skólanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.