Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Síða 12
12
DV. MANUDAGUR 22. APRIL1985.
MFR
Aðalfundur Málarafélags Reykja-
víkur verður haldinn í Lágmúla 5
mánudaginn 29. apríl 1985, kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. önnurmál.
Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin.
Notaðar trésmíöavélar
til sölu
Vegna breytinga í rekstri eru eftirtaldar notaðar trésmíða-
vélar fyrirtækisins til sölu:
Rennibekkur Fræsari (Jonsereds)
Bandsög (jukksög) Borvél — WalkerTurner
Bandsög (J. Withelud) Hulsuborvél
Bandsög (Oliver) Yta—Holz Ker
Hjólsög (Frommia) Geirungshnífur
Hjólsög (Oliver) Blikkþvinga
Kúttari Handhefilbekkur
Vélhefill - afréttari Slípivél — Walker Turner
Vélhefill — Domag Slípivél f. trésagarblöð
Þykktarhefill (Robinson) Slípivél f. tennur úr fræsara
Nánari upplýsingar veitir Þórður Guðlaugsson í síma 91-
20680.
/ LANDSSMIÐJAN HF.
Sérverslun með hemlahluti
OÍStilling
Skeifunní 11 Símar 31340 og 82740 mm
,lodu - b -
í>að er ekkert gamanmál ef hemlabúnaður
bílsins svíkur þegar á reynir.
Gegn slíkri skelfingu, er aðeins ein vörn:
Láta yfirfara hemlakerfi bílsins reglulega,
svo það sé ávallt í fullkomnu lagi.
Hjá okkur fást original hemlahlutir
í allar tegundir bifreiða á ótrúlega lágu verði.
Menning Menning Menning
Magnea S. Hallmundsdóttir I Listasmiðju Glits.
DV-mynd KAE.
ANDUT í LEIR
— rætt við Magneu S. Hallmundsdóttur í tilefni
af sýningu í Listamiðstöðinni
„Þessi sýning snýst mikiö um
manninn; skilyrði mannsins til aö
lifa,” sagði Magnea S. Hallmunds-
dóttir sem nú heldur aðra einkasýn-
ingu sína í Listamiðstöðinni við
Hafnarstræti. A sýningunni eru verk
úr leir sem Magnea hefur unnið á síö-
asta ári í Listasmiðju Glits.
„Þessi aöstaða í Listasmiðjunni
kemur sér mjög vel,” sagði
Magnea, „sérstaklega fyrir þá sem
ekki hafa aöra aöstöðu til aö vinna.
Þannig er oft ástatt um þá sem eru
nýkomnir frá námi og eru aö koma
undir sig fótunum. Eg er búin að
vinna hér í Gliti í 15 ár. Síöasta áriö
hef ég unnið hálfan daginn, fyrir há-
degi, fyrir fyrirtækið en síðdegis hef
ég verið í Listasmiðjunni.
Eg tel að kjörin, sem boðið er upp á
í Listasmiðjunni, séu mjög góð. Glit
leggur til efni og brennslu en við hug-
myndir og vinnu. Afrakstrinum er
síöan skipt til helminga. Við erum
þrjú sem höfum notið þessarar
aðstöðu til þessa. A undan mér voru
þau Ragnar Kjartansson og Ragn-
hildur Stefánsdóttir héma. Einnig
hafa þeir Hringur Jóhannesson og
Gunnar örn Gunnarsson unnið hér
ogsýnt.”
Þú leggur út í myndlistarnám þeg-
ar þú ert orðin fullorðin. Hvað kom
til?
„Þegar ég var ung sótti ég nám-
skeið í myndlist. Það var síðan ekki
fyrr en áriö 1982 að ég lauk prófi úr
myndmótunardeild Myndlista- og
handíðaskólans. Ymissa hluta vegna
hafði ég ekki aðstöðu til að fara í
samfellt skólanám fyrr en nú fyrir
fáum árum að ég settist í Myndiista-
og handíðaskólann.
Þegar ég var lítil ætlaði ég að
verða málari og hef alltaf málað
með. Þegar höggmyndadeildin var
stofnuð stóðst ég ekki mátið. Eg hef
alltaf haft gaman af að móta. Annars
hef ég komið víða við og m.a. farið á
námskeið í tréskurði. Það hjálpar
við mótunina.”
Myndir þínar eru meira í ætt við
höggmyndir en það sem venjulega er
átt við með leirlist.
„Það er svo margt sem talið er til
höggmynda en er þaö ekki strangt
tekiö. Nú er sjaldgæft aö menn
höggvi í stein. Eg hjó myndir þegar
ég var í skólanum og hef hug á að
halda því áfram.
A fyrri sýningu minni voru skóla-
verk af ýmsu tagi. Þessa sýningu tel
ég vera miklu ákveðnari. Það er ekki
hægt annað en að hugsa um það sem
er að gerast í kringum mann. Sumir
hafa of mikið en aðrir of h'tið. Eins og
sést á sýningunni hef ég gaman af að
skoða andlit og móta þau. Sýningin
snýst þannig mikið um manninn en
þó ekki eingöngu. Hvað hugsar fólk
þegar það sér hungrað fólk eöa það
sem býr við ofgnótt? Það er hægt að
nota myndhst til að vekja til um-
hugsunar um ýmislegt.
-GK.
FREMSTIKOR FINNA
Finnsk -sænski háskólakvennakór-
inn Lyran frá Helsinki mun halda
þrenna tónleika hér á landi í vikunni.
Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld í
Félagsstofnun stúdenta kl 20.30. Á
morgun verður kórinn á ferð um
Borgarfjörðinn og syngur í Lyng-
brekku kl 21.00. Að lokum syngur kór-
inn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Islands í Háskólabíói laugardaginn 27.
apríl.
A efnisskrá kórsins eru gömul og ný
finnsk sönglög og stærri verk. Þá er
einnig að finna íslensk þjóðlög í útsetn-
ingu Jóns Ásgeirssonar. Auk þessara
verka flytur kórinn verk eftir gamla
meistara á borð við Schubert og
Brahms.
Háskólakvennakórinn Lyran var
stofnaður árið 1946. Hann hefur unnið
til margvíslegra viðurkenninga bæði í
Finnlandi og erlendis. Kórinn syngur
reglulega með útvarpshljómsveitinni í
Helsinki og með sinfóníuhljómsveit
Helsinkiborgar í uppfærslu stærri
verka. Lyran hefur farið í fjölda tón-
leikaferöa um Evrópu en þetta er í
fyrsta skipti sem hann sækir Is-
lendinga heim. Með í ferðinni er píanó-
leikarinn Gustav Djupsjöbacka, einn
fremsti undirleikari Finna. Stjórnandi
kórsins síðan árið 1972 hefur veriö
Lena von Bondsdorff.
EITT
UÓD
AÐ
LOKUM
Niðurlag ritdóms Arnar Olafssonar
um bók Sigurlaugs Ehassonar sl.
mánudag féh niður í prentun. Rit-
dómnum átti að lj úka svona:
burstaklippt
hús og þakskeggjuð
vídeóstónd rnáta
neonbragó ljósanna
vió pernód síóan
norguninn
s
t
a
u
r blindur
rr.eó hjólsagar
moröíngjum úr
t imburinannas tétt