Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Qupperneq 15
DV. MÁNUDAGUR 22. APRIL1985. Draumaverksmiðja á hausnum Moldviðri og loddaraf ár hefur ríkt á markaðstorgi íslenskra stjómmála í vetur, undirboð og yfirboð, stæling- ar, hugmyndaþjófnaður og hug- sjónabrask. „Fyrst Amunda tókst þaö hlýtur okkur að takast það” er fjórflokkaviðhorfið þessa stundina. Gömlu hugsjónabraskaramir átta sig ekki á því að draumaverksmiðj- an er farin á hausinn. öll framleiðsla hennar, hversu góð og frumleg sem hún er, verður að martröð í meðför- um meingallaðs stjómkerfis. Gæði og gagnsemi þeirra hugmynda sem lagðar eru til grundvallar í íslenskri stjómsýslu breyta engu um árangur hennar. Meöaltals-næringargildi þeirrar kássu sem kerfishakkavélin skilar er sífellt við nauöþurftamörk- in, hvemig sem árar. Reynslan sýnir að tilgangslaust er að skipta um f ólk. Ætli f jórflokkamir að rétta drauma- verksmiðjuna við þá verða þeir að snúa sér að orsökinni, kerfinu. Það verður að hafa á því endaskipti en til þess eru þeir sem eiga allt sitt undir óbreyttu ástandi ekki líklegir. Bandalag jafnaðarmanna hefur það fyrst og síðast á stefnuskrá sinni; að hafa endaskipti á kerfinu. ÁhersluBJ I landinu býr ein þjóð en ekki átta, landiö á að vera eitt kjördæmi og vægi atkvæða allra landsmanna á að vera jafnt. Þingmönnum á að fækka og fleiri en 40 ættu þeir alls ekki að vera. Framkvæmdavaldið, rikis- stjórnin, á að bera ábyrgð gagn- vart kjósendum. Fyrirtækjabraski Alþingis á að ljúka. Seðlabankinn á að vera eina opinbera stjórntækið á peninga utan fjárlög. Bankarekstur á vegum rikisins á annars aö leggja niður. Með þvi aö banna alþingis- mönnum í stjómarskrá og með lög- um að eyða peningum fólks í alls kyns vitleysu skapast jákvæðar for- KRISTÓFER MÁR KRISTINSSON FORMAÐUR LANDSNEFNDAR BANDALAGS JAFNAÐARMANNA „Þingmönnum á að fœkka og fleiri an 40 sattu þeir alls ekki að vera." £ „Aflétta verður þeirri fásinnu að hagsmunir fyrirtækja og vinnu- seljenda séu andstæðir, vinnustaðurinn á að vera grunneining í kjara- samningum.” sendur til góðra verka í lagasetningu sem tekur mið af þörfum lands- manna allra. Jafnræði þegnanna og réttur til sjálfsvirðingar yrðu megin- viðfangsefni Alþingis sem bannað yrði að braska. Skynsamlegt er að senda „Reykjavíkurvaldið” svo- nefnda aftur út í kjördæmin, heim á Súgandafjörð og Neskaupstað t.d. Kjördæmapotarar og fýrirgreiðslu- kóngar munp öðlast nýjan vettvang í heimastjórnum héraðanna. Aflétta verður þeirri fásinnu að hagsmunir fyrirtækja og vinnuseljenda séu and- stasðir, vinnustaöurinn á að vera grunneining í kjarasamningum. Auðhringafasismann verður að upp- ræta með löggjöf. Martröðinni léttir ekki fyrr en þjóðin óttar sig á því að draumafa- brikkan er fallit og verður það meðan stjómkerfinu er ekki breytt í i átt til árangursríkari vinnubragða. Kristóf er Már Kristinsson. OFURMENNI í OPIN- BERRIÞJÓNUSTU Veist þú um opinberan starfs- mann sem hefur næga peninga handa á milli? Ef svo er getur skýr- ingin naumast verið sú að hann hafi svo góð laun fyrir lögboðinn vinnu- tíma. Það hafa einungis fáeinir tugir æðstu embættismanna. Enathugum aðra möguleika 1. Hann gæti unniö raunverulega yfirvinnu og fengið hana greidda. Fáum tekst þó að hækka launin verulega á þann hátt. A mörgum stofnunum ríkisins hefur rikt yfirvinnubann fyrir óbreytta starfsmenn í mörg ár. 2. Hann gæti verið hátt settur og fengið greidda yfirvinnu sem launauppbót, þ.e. 20—30 yfir- vinnustundir á mánuði án þess að þurfa endilega að vinna þær. Kjaraskerðingar síðustu ára hafa bitnaö hvað harðast á opin- berum starfsmönnum. Það leiddi til atgervisflótta og hafa nokkrar stofnanir reynt að sporna gegn honum með því að semja við starfsfólkiö um launauppbót í þessu formi. 3. Hann gæti unnið aukastörf í frí- timanum á kvöldin, um helgar eða í sumarfríinu. Með harðfylgi og vanrækslu fjölskyldulífs tekst mörgum að drýgja tekjurnar á þennan hátt. 4. Hann gæti haft láunuð aukastörf í vlnnutima og verið þannig á tvöföldu kaupi. Hann gæti unnið fyrir aðrar stofnanir, fyrirtæki eða einstaklinga, t.d. setið í laun- uðum nefndum, kennt stunda- kennslu, verið ráðgjafi eða setið í ýmsum stjórnum og ráðum. 5. Hann gæti haft fleiri en eina stöðu hjá hinu opinbera ef hann er hátt settur. Ráðherrarnir gefa þar fordæmi, flestir gegna þeir bæði stöðu þingmanns og ráð- herra og þiggja laim fyrir hvort tveggja, auk annars smálegra. 6. Hann gæti rekið elgið fyrirtæki, jafnvel aö hluta til í vinnutíman- um. Það er gífurleg freisting fyrir blanka opinbera starfs- menn að stofna eigið fyrirtæki. Þeir geta alla vega lækkað skatt- ana til muna. Ef fyrirtækið geng- ur vei margfaldast tekjurnar. 7. Hann gæti haft ýmiss konar fríð- indi, svo sem bílastyrk, riflega greiddan ferðakostnað, fritt hús- næði, síma eða orku svo ekki sé talað um prósentur af innheimtu. Einungis gæðingar njóta slíkra friðinda í umtalsverðum mæli, sbr. bílastyrk bankastjóra og tollfríðindi glæsivagna ráðherr- anna. 8. Hann gæti fengið „gjafir” frá ýmsum fyrirtækjum, einkum ef hann er nógu hátt settur til að taka ákvarðanir um innkaup, út- boð og annað slíkt. Jón og séra Jón Hafi kunningi þinn, ríkisstarfs- maðurinn, verulega miklu úr að spila hlýtur hann að vera nokkuð hátt settur og hafa aukatekjur af mörgum ofannefndum gerðum. Tekjur samkvæmt liðum 5,6 og 7 eru hvað drýgstar. Dagvinnulaunin eru líkast til smópeningar miðað við aukatekjurnar jafnvel þótt viðkom- andi sé ofarlega í launastiganum. Jafnvel þó að þú vitir um ein- hverja ríka starfsmenn ríkis eða bæjar máttu ekki gleyma því að meirihluti starfsmanna hins opin- bera hefur lág dagvinnulaun og litlar eða jafnvel engar aukatekjur. Þeir sem eru neðst í launastiganum hafa að jafnaði minnstar aukatekjur. I þeim hópi eru flestar konumar og meðal þeirra margar einstæðar mæður. Erþetta kerfið okkar? Þér kann að finnast þetta nöturleg lýsing á launakerfi „samtakanna okkar”, ríkisins og bæjarfélaganna. Eigum við þau ekki sameiginlega, fjármögnum þau með sköttum okkar og kjósum stjómir á 4 óra fresti? Jú, þannig er það reyndar á yfir- borðinu. Undir niðri ríkir annað og voldugra valdakerfi, auðvaldið. Eg lýsti því í annarri grein nýlega hvemig líta má á ríkiö sem líkams- part auðvaldsins, þessa gráðuga krabba sem nærist á misrétti og teygir klær sínar yfir allt mannlíf á okkartímum. A hinum frjálsa markaði ríkir gífurlegt launamisrétti, enginn veit hversu mikið því tekjur gæðinganna eru leyndarmál. Þeir falla ekki í neina launaflokka. Ríkið verður að vera í takt við þetta launamisrétti. Þaö gengur t.d. ekki aö sjálfur bankastjóri Seðlabankans beri minna úr býtum en forstjórar Grundartangaverksmiðjunnar eða Hampiðjunnar, stéttarbræður hans. Það hijáir hins vegar rikisgæðingana að laun þeirra eru opinberar tölur sem erfitt er að fela. Það kæmi illa út á pappír ef allar tekjur hvers banka- stjóra eða ráðherra yrðu dregnar saman í eina tölu. Þetta flókna og ruglingslega iaunakerfi er líkast til þáttur í feluleik foringjanna. Ofurmenni eða aumingjar? Mér sýnist að starfsmenn ríkis og bæja þurfi annaðhvort að vera ofur- menni eöa siölaus vesalmenni til að komast vel af. Mér liður illa í þessu kerfi. Eg er nefnilega svo aumur að mér veitir ekki af allri minni starfsorku til að skila sómasamlega átta stunda vinnudegi að staðaldri. Eg geri þá ráð fyrir að fjölskyldan sé ekki van- rækt alveg og að tómstundir og ein- hvers konar menningarstörf utan vinnutíma sé lífsnauösynleg og sjálfsögð mannréttindi. Eg trúi því ekki aö ég sé eini auminginn í þjónustu hins opinbera. Þeim sem eru samviskusamir og vilja vinna störf sín af alúð er gróf- lega misboðið. Þeir fó ekki að helga sig starfi sínu en neyðast til að snapa yfirvinnu hér og aukavinnu þar. Margir flýja störf sem þeir hafa menntun og reynslu i. Á þennan hátt er margur góöur starfsmaður eyði- lagður og aldrei í jafnríkum mæli og nú. Launakerfi kennara er sérstakur kapituli. Það virkar í stuttu máli þannig að þeir sem vinna best fá minnst og þeir sem vinna verst fá mest! Þeir sem rækja starf sitt vel og þróa það fyrirgera eina mögu- leika kennarans til að fá mannsæm- andi tekj ur: nefnilega að vinna auka- störf. Þeir sem rækja starfið illa, rétt Þorvaldur örn Árnason LfFFRÆOINGUR, STARFAR HJÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU. skreppa inn í kennslustofurnar til að afplána kennsluskylduna og halda heimavinnu í lágmarki, eiga starfs- orku aflögu til að vinna aukastörf í umtalsverðum mæli og næla sér þannig í lífvænleg laun. Eins og þér sáið... Ríkið og stóru bæjarfélögin upp- skera rýra vinnu hjá þeim sem eru á kafi í yfirvinnu og aukastörfum, hvort sem þau eru unnin í vinnutima eða utan hans. Opinberir starfsmenn eru engin ofurmenni upp til hópa. Þreyttir og skuldum vafnir auka- vinnuþrælar hljóta að skila minni og óvandaðri vinnu en óþreytt og af- slappað fólk. Fríöindin og auka- greiðslurnar kosta lika sitt. Skyldi það kosta ríkið meira að greiða dag- vinnulaun sem hægt er að llfa sæmi- lega af og gera um leið þá kröfu til allra starfsmanna að þeir verji starfskröftunum til þeirrar vinnu sem þelr eru ráðnir í? Þorvaldur örn Ámason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.