Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Síða 16
16
Spurningin
Fannst þér réttmætt af ÍSÍ
að dæma Jón Pál í tveggja
ára keppnisbann?
Magnús Magnússon kennari: Þaö fer
eftir bví hvort hann er innan ISI eöa
ekki. Þaöveröur aöfáúrþví skoriö.
Jan Janssen yfirverkstjóri: Eg þekki
ekki til málavaxta og get ekki dæmt
um þaö.
S-W'
Ágústa Kettier húsmóðir: Nei, mér
finnst þetta ómaklegt gagnvart
honum.
Inga Ölafsdóttir starfsstúlka: Mér
finnst þetta óréttlátt gagnvart Jóni
Páli.
Ágústa Káradóttir húsmóðir: Bæði og.
Mér fannst ekki rétt af honum aö mæta
ekki í lyfjaprófið.
Einar Bjami Guðmundsson nemi: Já,
annars hef ég ekki kynnt mér máliö
nægilega vel.
DV. MANUDAGUR 22. APRlL 1985.
4
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
ERU ÍSLENDINGAR
kynþAttahatarar?
Guðjón skrifar:
Eru Islendingar kynþáttahat-
arar? Já, vissulega. Staðreyndin er
bara sú aö við eigum ekki viö vanda-
mál annarra kynþátta aö etja. Eg er
sannfæröur um aö ef hingað ætti aö
flytja tvö þúsund blökkumenn þá
kæmi okkar rétta eöli í ljós.
Eg nefni þetta vegna þeirra um-
ræðna sem hafa átt sér staö um
stefnu stjómvalda í Suöur-Afríku að
undanförnu. Islendingar hafa dæmt
eins og reyndar aörar vestrænar
þjóðir en sá dómur hefur ekki veriö
byggður á þekkingu eða sanngirni.
Aöstæöurnar í Suöur-Afríku eru langt
frá því aö vera auðveldar viöfangs.
Hvítu mennirnir eru að vernda for-
réttindi sín en þaö er fleira sem
spilar þarna inn í. Blökkumennirnir
eru ekki ein heild heldur ósamstæður
hópur fjölda ættflokka sem tala mis-
munandi tungumál og eru hver
öðrum óvinveittir. I landinu búa auk
þessa Indverjar, Pakistanar, gyöing-
ar og óteljandi afbrigöi kynblend-
inga. Ef kosningar yrðu í landinu og
hver íbúi fengi eins atkvæðis rétt þá
mundi stærsti ættbálkur blökku-
mannanna bera sigur úr býtum. Öll
önnur þjóðabrot yröu minnihluta-
hópar sem ættu við ramman reip aö
draga. Líklegt er að blóðsúthellingar
og valdabarátta einkenndi þjóölífið
upp frá því. Jafnrétti íbúa i Suður-
Afríku veröur ekki komiö á fyrir-
varalaust. Væntanlega verður að
skipta þessu landi í fjölmörg sjálfs-
stjórnarsvæði þar sem hver ættbálk-
ur, trúarhópur og þjóöarbrot getur
ráðiö sínum málum. Reynslan hefur
sýnt aö samfélagi er best borgiö
þegar þegnarnir eru ein heild en ekki
fjöldi ólíkra hópa.
Eg tel aö fólk ætti að athuga sinn
gang betur áður en þaö sest í dóm-
arasætið. Þaö verður að kynna sér
málavexti og setja sig í spor þess
ákæröa.
„Reynslan hefur sýnt að samfélagi er best borgið ef þegnamir eru ein
heild," segir Guðjón.
GUMAN MA EKKI
BERA LÆGRIHLUT
Gamali áhugamaður um glímu
skrifar:
Fyrir stuttu bárust fréttir af úr-
slitum úr sveitaglímu Glimusam-
bandsins. Einungis tvær sveitir kepptu
þar og bar sú þingeyska sigurorð af
sveit Knattspyrnufélags Reykjavíkur.
Þaö er af sem áöur var. I minu ung-
dæmi þóttist enginn maöur meö mönn-
um nema hann kynni skil á algengustu
glímubrögöum. Nú er svo komiö aö
þessi raunverulega þjóöaríþrótt er aö
deyja út.
Vissulega er það fleira sem grípur
athygli unglinga nú en í upphafi aldar-
innar. Hins vegar er frítími fólks núna
ólíkt meiri. Núverandi stjórn Glímu-
sambandsins virðist til stórræöa. Hún
gefur út vandað og gott tímarit um
glímuna og hefur ýtt undir glimuiökun
í leikfimitímum skólabarna. En betur
má ef duga skal.
Aö minu mati er enginn maöur með
mönnum nema hann kunni aö glima.
Islensk glima á aö vera okkur jafn-
nákomin og íslensk tunga. Fari svo aö
glíman hverfi þá er líkt komið fyrir
okkur og ef viö mæltum upp á engilsax-
neska tungu.
„Íslensk glíma ó að vera okkur jafnnókomin og íslensk tunga," segir bréf-
ritari.
Af hverju hafa
erlendir f orréttindi?
Landmaöur skrifar:
Eg átti þess kost aö sjá reglugerö
nr. 482/1985 um tollfrjálsan farangur
ferðamanna og farmanna við komu frá
útlöndum. Þar segir meöal annars:
„Feröamönnum búsettum erlendis er
Góðir
útvarpsþættir
Hlustandi úr austurbænum hringdi:
Mig langar til að koma á framfæri
sérstöku þakklæti til Sigríðar Ingvars-
dóttur stjórnmálafræðings fyrir þætt-
ina Glefsur úr íslenskri stjórnmála-
sögu. Þættirnir hafa veriö mér til mik-
illar ánægju. Þeir eru fluttir á svo
meitluðu og góðu máli aö hrein unun er
aö hlýða á þá. Eg vildi aö útvarpið
flytti meira af slíkum þáttum. Það
væri vel þegið af mörgum hlustendum.
heimilt aö hafa með sér, án greiðslu aö-
flutningsgjalda, íverufatnaö, sængur-
föt, viðlegubúnaö og annan ferðabún-
aö, þar með talin matvæli og aörar
vistir til eigin nota á f erðalaginu.”
I sömu reglugerö, 5. grein, er
bannaður innflutningur á t.d. ósoönu
kjötmeti og kjötvörum, svo sem þurrk-
uöu kjötmeti, ósoönu reyktu svina-
kjöti, beikoni,svínahryggjum,reyktum
ósoönum pylsum, ósoönum fuglum og
fuglainnyflum, ferskum eða frosnum.
Reglugerð þessi er dagsett 19.
desember 1984 og undirskrifuð af
Albert Guömundssyni og Bimi
Hafsteinssyni.
Mér leikur forvitni á aö vita af
hverju erlendum ferðamönnum er
leyft aö koma með ósoðið kjöt og kjöt-
meti inn í landið meðan íslenskum far-
mönnum og öörum sjómönnum er
þetta meinað. Halda mætti að stjórn-
völd teldu meiri sýkingarhættu vera ef
Útlenskir „bakpokaplebbar" ó
vappi I Reykjavík.
Islendingar meðhöndla þessi matvæli
en ef útlendingar eiga í hlut. Ut-
lendingar sem koma hingað til lands
fara jafnan beint á vit íslenskrar nátt-
úru og í beitilönd búfjár okkar.
Helst vaknar hjá manni sá grunur
aö reglugerð þessi sé bara til að
vemda hagsmuni þeirra sem fram-
leiöa kjúklinga, svínakjöt og önnur
matvæli.
Þróinn Bertelsson rithöfundur.
Tröllasaga
góð barnabók
Móðir hringdi:
Eg má til meö að lýsa ánægju minni
yfir verðlaununum sem Þráinn
Bertelsson fékk fyrir bamabók sína,
Tröllasögu. Eg las þessa bók fýrir
dóttur mína og höfðum viö báöar
ómælda ánægju af henni. Myndskreyt-
ingarnar eru líka einstakt meistara-
verk. Eg hvet alla foreldra til aö kynna
sérþessabók!
U2á
listahátíð
Jóa skrifar:
Mig langar til þess að taka undir
grein sem birtist í blaðinu þriöju-
daginn 9. april sl. Þar skora tveir U2
aödáendur á sjónvarpið að sýna hina
frábæru tónleika U2, Under a bloodred
sky, live at the Red Rocks. Eg vil
eir.dregið hvetja sjónvarpiö til aö sýna
þessa tónleika og einnig skora ég á
starfsmenn rásar 2 aö leika meira af
tónlist eins og U2, Big Country o.fl.
flytja. Sérstökum þökkum vil ég koma
á framfæri til Skúla Helgasonar og
Snorra Más Skúlasonar fyrir greinina
sem birtist í nýjasta tímariti Smells
eftir þá, en hún var mjög góð. U2 á
stóran og sívaxandi aödáendahóp á Is-
landi sem vildi gjarnan fá hina frá-
bæru hljómsveit hingað til iands. Því
skora ég aö lokum á aöstandendur
listahátíðar aö reyna aö fá U2 til lands-
ins fyrir næstu listahátíð.