Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Page 18
18
DV. MANUDAGUR 22. APRIL1985.
ÁLPÖNNUR STEYPTAR
Á EYRARBAKKA í HAUST
,,Það verður vonandi í haust sem viö
getum byrjað aö framleiða álpönnum-
ar,” sagði önundur Ásgeirsson,
stjómarformaður Alpan hf., sem vinn-
ur að því að koma á fót álsteypu á
Eyrarbakka.
„Það hefur gengið tuegt að koma
þessu upp hér. Sjóðakerfið á Islandi er
mjög hægvirkt,” sagði önundur.
Alpan keypti í fyrra álpönnuverk-
smiðju nálægt Arósum í Danmörku. Sú
verksmiöja framleiöir 125 til 150
þúsund pönnur á ári.
Áætlað er aö verksmiöjan á Eyrar-
bakka steypi 250 til 300 þúsund pönnur
úr áli frá ISAL í Straumsvík. önundur
sagði að búið væri að panta vélar. Þær
kæmu til landsins í ágústmánuði.
Starfsmenn verða um 25 talsins.
Hluthafar í Alpan eru um 70 talsins.
Danskir aöilar eiga um tíu prósent.
Stærsti hluthafinn er fyrirtækiö
Einarshöfn á Eyrarbakka. Það leggur
til húsnæði sem áður var notað til fisk-
verkunar.
Álpönnunum verður komið á
markað í samvinnu við aðila í Dan-
mörku. Samningar hafa þegar verið
gerðir um sölu á miklu magni til
Vestur-Þýskalands.
-KMU.
Önundur Ásgeirsson,
stjómarformaður Alpan hf.
meö Jjölda stórra vinninga
MIÐI ER MOGULEIKI
___HAPPDRÆTTI_________
Dvedarheimilis aldraöra sjómanna
Tónlistarfnmerki
koma út fyrir
Evrópudaginn
Tvö ný frímerki koma út föstu-
daginn 3. maí næstkomandi, tveimur
dögum fyrir dag Evrópu. Þetta eru
Evrópufrimerki, tileinkuð tónlistarári
Evrópu.
Frímerkin teiknaði Þröstur
Magnússon. Annað þeirra, að verðgildi
650 aurar, sýnir konu leika á langspil.
Hitt frímerkið, að verðgildi 750 aurar,
sýnir karlmann leika á íslenska fiðlu.
A frímerkjunum er einnig hið opinbera
merki tónlistarársins.
Langspil er þjóðlegt hljóðfæri sem
notað var á Islandi um alllangt skeið til
undirleiks með söng. Þess er fyrst
getið I heimildum frá því um 1700. Það
var notaö fram yf ir síðustu aldamót.
Hljóðfæri af þessari gerð eru kunn
viða í Evrópu undir ýmsum nöfnum.
Hér á Islandi var leikaðferðin frá-
brugðin því sem annars staðar þekkist.
Hér var ávallt leikið á langspilið með
boga.
Islenska fiðlan er alþýöuhljóðfæri
sem notað var hér á landi fram á 19.
öld. Sennilega hefur hún einkum verið
höfð til undirleiks við söng. Fiðlan er
einföld aö gerð, nánast opinn, aflangur
kassi á hvolfi, því að ekki er á henni
botn. A fiðluna var leikið með boga og
var aðferðin sérkennileg, eins og frí-
merkið sýnir.
Uppruni íslensku fiðlunnar er óljós.
En hin sérkennilega leikaðferð hefur
gefið tilefni til hugleiðinga um hugsan-
legan skylduleika við erlend hljóð-
færi,svo sem strokhörpu í austanverðri
Skandinaviu, crwth á Bretlandseyjum
að ógleymdri steinmynd í dómkirkj-
unni í Þrándheimi er sýnir mann leika
á eins konar strokhörpu á svipaðan
hátt og leikið var á íslensku fiðluna.
1
ÍSLAND
EUROPA
CEFT
1750