Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Page 20
20
DV. MANUDAGUR 22. APRIL1985.
Mikið úrval
vinnupalla
úti sem inni.
Leiga — sala.
FOSRHÁI Sl 27 - SlMI 687160
3
BIIAUICA
REYKJAVÍK:
AKUREYRI:
BORGARNES:
VÍÐIGERÐI V-HÚN.:
BLÖNDUÓS:
SAUÐÁRKRÓKUR:
SIGLUFJÖRÐUR:
HÚSAVÍK:
EGILSTAÐIR:
VOPNAFJÖRÐUR:
SEYÐISFJÖRÐUR:
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR:
HÖFN HORNAFIRÐI:
91-31815/686915
96-21715/23515
93-7618
95-1591
95-4350/4568
95-5884/5969
96-71498
96-41940/41594
97-1550
97-3145/3121
97-2312/2204
97-5366/5166
97-8303
interRent
KRAFTBLAKKIR
ÚTGERÐARMENN
Höfum á l»gmr 400 kg kraftbUkkir nwö mina mOa
tvaggja spora hjóii. Gott varfl og göOk gr*ið»lu*kil
Atlas hf
Borgartuni 24, símt 26755
KAR
'/4 lltri Kr. |3 80
1 litri Kr.52^“
MÍTOrIsÍI
KJOTMIÐSTÖÐIN
Laugalæk 2. Sími 686511.
Stórmót sumarsins
Landssamband hestamanna hefur
sent frá sér skrá um hestamót sumars-
ins. Erfiöaraveröurmeðhverjuárinu
sem líöur að koma saman slíkri skrá
því aö hestamannafélögunum f jölgar,
svo og aukamótum. Hestamannafélög
i Landssambandi hestamanna eru 46
og öll með mót nema Félag tamninga-
manna.
Helstu mót sumarsins verða á suð-
vesturhominu að þessu sinni og eru
þessi auk félagsmóta.
Fjórðungsmót sunnlenskra
hestamanna í Víðidal í Heykja-
vík 27,—30. júní, Islandsmót í hesta-
íþróttum á Gaddstaðaflötum við
Rangá 15.—16. júní, hvítasunnukapp-
reiðar Fáks 24.-27. maí, sýning Stóð-
hestastöðvar Búnaðarfélags Islands 1.
júní, héraðssýning Eyfirðinga o. fl. á
Melgeröismelum 7.-8. júní, Suður-
landsmót í hestaíþróttum á Selfossi
8.-9. júní, héraðssýning Skagfirðinga
á Vindheimamelum 14,—15. júní, hér-
aðssýning Húnvetninga 21.—22. júní,
Evrópumótsúrtaka Víðivöllum
Reykjavík 5.-6. júlí, DV-mót í hesta-
iþróttum 20,—21. júlí, hestamót Skag-
firðinga á Vindheimamelum 3.-4.
ágúst, Evrópumót í hestaíþróttum í Al-
ingsás í Svíþjóð 16,—18. ágúst og deild-
armót norðlenskra íþróttadeilda á Dal-
vík 20.-21. júlí.
Vegna þessara erfiðleika við að raða
niður mótum á helgar sumarsins hafa
komið upp margar hugmyndir um úr-
bætur. Mönnum hefur dottið í hug að
einungis séu skráð meiriháttar mót,
svo sem fjórðungsmót og önnur stór-
mót, en að félögin ráði sjálf hvenær
þau halda mót sín. Einnig hefur komið
upp sú hugmynd að hvert félag hafi
lokað félagsmót, þannig að hægt sé að
halda nokkur mót sömu helgamar.
Einnig aö félög taki sig saman um aö
halda lokuö félagsmót. E.J.
J6n Amason A Hrafni, einni helstu skrautfjöður þeirra i Dreyra.
DV-mynd Ej.
Hestadagar á Akranesi
Hestamannafélagið Dreyri á Akra-
nesi og nágrenni heldur hestadaga á
íþróttavöllum Akraness dagana 4.-5.
maí næstkomandi. Mót þetta er haldið
til aö kynna íslenska hestinn en einnig
til að efla félagsstarf hestamanna á
Akranesi.
Nokkrir brottfluttir Dreyrafélagar,
þeir Agúst Oddsson, Jóhann Þorsteins-
son, Miðsitju (Jói vakri), og Albert
Jónsson munu koma og sýna hesta-
mennsku. Einnig verður hópsýning
allra félaga í Dreyra, sýning unglinga
og fullorðinna auk skeiðkeppni. Hesta-
dagar hefjast klukkan 14.00 báða dag-
ana en sýningaratriði munu verða eins
og standa yfir i tæplega 3 tima. Einnig
verður sögusýning félagsins í myndum
I félagsheimilinu Rein. Þar verða einn-
ig skemmtiatriði og kaffiveitingar og
eru allir velkomnir þangað. Innisýn-
ingin hefst klukkan 18.00 á laugardeg-
inum og verður ekki endurtekin.
Dreyrafélagar vonast eftir miklum
fjölda áhorfenda því áhugi á hesta-
mennsku á Akranesi er mikill.
E.J.
Tóbaksgjöld
og
fiskeldi
Frumvarp um launakjör banka-
st jóra og ráðherra hefur verið lagt
fram í efri deild Alþingis. Þrir
þingmenn Alþýðubandalagsins,
Skúli Alexandersson, Ragnar Am-
alds og Helgi Seljan, eru flutnings-
menn.
Þetta frumvarp er flutt í fram-
haldi af umræðu um bílafríðindi
bankastjóra undanfama daga.
Frumvarpið gerir ráð fyrir því
að Kjaradómur ákveði framvegis
öll kjör bankastjóra í stað banka-
ráðanna eins og nú er.
Áfengisvarslun
„I samræmi við fyrirheit í stefnu-
yfirlýsingu ríkisstjómarinnar um
að draga úr rfkisumsvifum þar
sem þess er kostur og vegna
breyttra aðstæðna er með frum-
varpi þessu lagt til að einkaréttur
ríkisins til sölu á tóbaki og eldspýt-
um verði afnuminn.”
A þessa leið segir í nýju frum-
varpi tU laga um verslun rfkisins
með áfengi sem fjármálaráðherra,
Albert Guðmundsson, hefur mælt
fyrir í efri deild Alþingis. Aður hef-
ur eínkaréttur ríkisins á innflutn-
ingi og heildsölu á tóbaki og eld-
spýtum verið réttlættur með að
hann aflaði ríkissjóði aukinna
tekna. Þau sjónarmið eiga ekki við
lengur.
Tóbaksgjöld
Við afnám einkaréttar ríkisins á
innflutningi og dreifingu á tóbaki
minnka tekjur rfkissjóðs. Því hefur
samhliða áöumefndu frumvarpi
um afnám einkaréttarins á tóbaks-
sölu annað frumvarp verið lagt
fram, einnig af fjármálaráðherra.
Verði það frumvarp samþykkt
verða tekin upp tvö ný gjöld sem
lögö verða á tóbak. Tóbaksgjald og
vörugjald skal samkvæmt frum-
varpinu leggja á allt innflutt tóbak
svo og innlenda tóbaksframleiöslu.
Á það er bent í athugasemdum
frumvarpsins, báðum frum-
vörpunum til stuðnings, að óviðeig-
andi sé, í ljósi þess hve skaðsemi
tóbaksneyslu sé talin ótvíræð, að
ríkið standi að tóbaksverslun.
Fiskeldismál
Stefán Valgeirsson, Olafur Þ.
Þórðarson og Stefán Guðmunds-
son, þrir framsóknarmenn, hafa
lagt fram tillögu til þingsályktunar
um stefnumótun í fiskeldismálum
og um rannsóknir og tilraunir á
möguleikum á fiskeldi. Þar segja
þeir þremenningamir að Alþingi
eigi aö fela ríkisstjóminni að skipa
fimm manna nefnd alþingismanna
til að gera tillögur um stefnumótun
í fiskeidismálum. Nefndin skal
leggja höfuðáherslu á að leita
svara við því hvort fiskeldi geti
orðið að umtalsverðri framleiðslu-
grein fyrir strjálbýliö í landinu í
stað þess samdráttar sem á sér nú
stað í heöbundnum búgreinum.
Erfðalög
Frumvarp til laga um breytingu
á erfðalögum hefur verið lagt fram
frá allsherjamefnd. Þetta frum-
varp er breytt frá upprunalegu
frumvarpi sem Guðrún Helgadóttir
var fyrsti flutningsmaður að á síð-
asta þingi.
I allsherjamefnd náðist ekki
samkomulag um frumvarp Guð-
rúnar en hún á sæti i allsherjar-
nefnd neðri deildar sem haföi frum-
varpiö til umfjöllunar. Guðrún og
Guömundur Einarsson, sem var
meöflutningsmaður, samþykktu
flutning þessa frumvarps þó það sé
frábrugðið því fyrra. Nýja frum-
varpið telja þau skref í rétta átt.
-ÞG.