Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Page 22
DV. MANUDAGUR 22. APRIL1985.
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
Werder stendur nú best
að vígi í Bundesligunni
Siggi Gunn —14 miirk.
Siggi Gunn
bjargaði
Corona
— skoraði 14 mörk í
Madrid á laugardag
Landsliösmaöurinn Sigurður
Gunnarsson var heidur betur í
ham þegar Corona sigraði Caja í
Madrid 26—25 á laugardag í fall-
baráttunni í 1. deild í haudboit-
auum á Spáni. Við sigurinn er
Corona úr faiihættu og getur
þakkað það Sigurði, sem skoraöi
14 mörk í leiknum þö hann væri
lengstum tekinn úr umferð. Þrjú
markanna voru úr vítaköstum.
Sigurður kemur heim í æfingar
landsiiðsins í júní en allar líkur
eru á að hann leiki með Corona á
Kanaríeyjum einnig næsta
leiktímabil. Vafi er hins vegar á
hvort sænski landsliðsmark-
vörðurinn Ciaes Hellgren verður
áfram hjá liðinu. -hsím.
Dregið í
bikarnum
Á iaugardag var dregið í und-
anúrslit bikarkeppni HSÍ í hand-
knattleiknum en undanúrsiita-
ieikirnir verða á miðvikudags-
kvöld. Dregið var í sjónvarpssal í
beinni útsendingu og þaö var for-
maður HSÍ, Jón Hjaltalín
Magnússon, sem dró út nöfnin.
Fyrst kom upp Valur B—
Víkingur en þessi lið léku í gær og
komst Víkingur í undanúrslitin.
Síöan kom upp nafn FH, þá Vals
og síðast Stjörnunnar. Það verða
því Víkingur og Valur sem leika í
öðrum leiknum, sem verður í
Seljaskóla á miðvikudagskvöld. 1
hinum leika FH og Stjarnan í
Hafnarfirði, einnig á
miðvikudag. -hsím.
— eftir tap Bayern Miinchen í Hamborg.
Lárus átti mjög góðan leik með Uerdingen
Frá Atla Hilmarssyni, fréttamanni DV
í Þýskalandi:
„Við vorum án efa betra liðið en þaö
er ekki hægt að sigra í slíkum leik þeg-
ar tækifærin eru ekki nýtt,” sagði Udo
Lattek, þjálfari Bayern Miinchen, eftir
að lið hans tapaði fyrir Hamburger
SV í Hamborg á laugardag, 2—1. A
sama tíma sigraöi Werder Bremen í
Boehum, 1—3, og hefur nú betri
möguleika en Bayern til að hljóta
þýska meistaratitilinn. Að vísu er
Bayern einu stigi á undan en hefur
leikið einum leik meira.
Þó leikmenn Bayern hafi ekki nýtt
færi sin voru það þó fyrst og fremst
mistök belgíska landsliðsmark-
varðarins Jean-Marie Pfaff sem færðu
Hamborgarliðinu sigur. Það var
belgíski miövörðurinn hjá Hamborg,
Gerard Plessers, sem náöi forustu í
leiknum á fjórðu minútu þegar hann
skoraði af 18 metra færi — spyma sem
Pfaff hefði átt að verja. Pfaff urðu
aftur á mistök á 15. min. þegar
Skotinn Mark McGhee skoraði.
Fyrsta mark Skotans fyrir Hamborg í
marga mánuði en hann hefur ekki
veriö fastamaður í Hamborgarliðinu.
Bayem sótti mjög í síöari hálf leik og
á 50. mín. tókst miðherjanum Roland
Wohlfarth að minnka muninn. En þó
leikurinn færi að mestu fram á vallar-
helmingi Hamborgar-liðsins tókst
Bayern ekkiaðjafna.
Lárus mjög góður
A sama tíma sigraöi Werder Bremen
örugglega í Bochum þó svo heimaliðið
næði forustu á þriðju mínútu meö
marki hins unga Frank Benatelli.
Bremen-liöið var þó heppið þegar það
jafnaöi — Walter Oswald sendi
Rudi Völler skoraði sitt tuttugasta mark á leiktímabilinu.
knöttinn í eigið mark ó 25. mín. Tólf
mín. síðar náði Rudi Völler forustu
þegar hann skoraði tuttugasta mark
sitt á leiktímabilinu. Hann er marka-
hæstur í Bundesligunni. I síðari hálf-
leik skoraði fyrirliði Werder, Benno
Möhlmann.
Borussia Mönchengladbach, liðiö í
þriðja sæti, mátti þakka fyrir jafntefli
gegn Uerdingen á heimavelli. Lárus
Guömundsson lék allan leikinn með
Uerdingen og átti mjög góðan leik.
Fékk þrjá í einkunn. Hann var felldur
innan vítateigs en ekkert dæmt —
dæmigerður heimadómari en þar
átti Lárus að fá víti. Þá fékk hann tvö
sæmileg færi í leiknum sem honum
tókst ekki að nýta. I heild var leikurinn
lélegur og ekkert mark skorað.
Urslit í leikj unum u rðu þessi:
Leverkusen-Bielefeld 1-1
Bochum-Werder Bremen 1-3
Gladbach-Uerdingen 0-0
Frankfurt-Stuttgart 2-0
Hamburger-Bayem 2-1
Kaiserlautern-Dortmund 5-0
Karlsruhe-Braunschweig 4-1
Schalke-Köln 2-3
Diisseldorf-Mannheim 1-1
Diisseldorf, sem í fyrsta skipti var
undir stjórn nýja þjálfarans, Dieter
Brei, tókst ekki að ná sigri gegn
Mannheim. Það gæti orðið erfitt fyrir
Diisseldorf að missa slíkt stig í fallbar-
áttunni. Leikurinn var heldur
leiðinlegur í fyrri hálfleik. Mannheim
lék stífan vamarleik og Diisseldorf átti
ekkert svar við því. Fékk enginn færi.
Strax í byrjun síöari hálfleiks náði
Diisseldorf forustu þegar Rudi Bomm-
er skoraði úr vítaspymu sem dæmd
var á Tsionanis. Þá loks fór Mannheim
að sækja og tókst að jafna átta
mínútunj, síðar með marki Tsionanis.
Hann skallaöi knöttinn í mark. Atli
Eðvaldsson lék allan leikinn með
■ «>->
Lárus Guðmundsson átti mjög góðan
leik með Uerdingen.
Diisseldorf. Lék þokkalega og fékk
fimm í einkunn. Með þessu jafntefli
setti Mannheim nýtt met í
Bundesligunni. Áttundi jafnteflisleikur
liðsins í röð.
Köln vann þýðingarmikinn sigur á
Schalke á útiveUi. Schalke náði forustu
með marki Tauger eftir hornspymu.
AUofs jafnaði eftir vamarmistök
SchaUte en á 61. mín. komst Schalke
aftur yfir. Þá skoraði Hartman en
hann lék áöur með Köln. Þeir Litt-
barski og AUofs tryggðu svo sigur Köln
þegar þeir skoruöu með tveggja mín.
miUibUi.
Staðan er nú þannig:
Bayern 28 16 7 5 64-36 39
Bremen 27 15 8 4 72—41 38
Gladbach 27 13 7 7 64-38 33
Hamborg 26 12 8 6 48-37 32
Köln 27 14 3 10 52-46 31
Uerdingen 27 11 7 9 47—41 29
Bochum 27 10 9 8 44-40 29
Mannheim 27 9 11 7 36-39 29
Stuttgart 28 12 4 12 69-49 28
Frankfurt 28 9 9 10 53-56 27
Leverkusen 28 8 10 10 42-41 26
Schalke 27 10 6 11 51-54 26
Kaiserslautem 25 8 9 8 35-43 25
Dortmund 27 10 3 14 39-53 23
DUsseldorf 27 6 8 13 43-58 20
Bielefeld 28 4 12 12 33-54 20
Karlsruhe 27 4 9 14 38-70 17
Braunschweig 27 7 2 18 31-65 16
Markvörður Stuttgart, Roeleder,
átti slæman dag gegn Frankfurt. Fékk
á sig tvö klaufamörk.
-hsím.
Gömlu Valsararnir
sprungu undir lokin
— og Víkingur sigraði 26:20 íbikarkeppninni íhandknattleik.
Valur hafði yfir 11:8 í hálfleik
Gömlu kapparnir í B-Iiöi Vals
sprungu heldur betur í lokin gegn bUí-
armeisturum Víkings í 8-Iiða úrslitum
bikarkeppni HSt í gær. Eftir að hafa
haft forustu lengi vel datt botninn al-
veg úr leik þeirra lokaminúturnar.
Vikingar skoruðu þá grimmt, sjö mörk
í einu, og sigruðu með sex marka mun
26—20 eftir að staöan hafði verið 11—8
fyrirValíhálfleik.
Valsmenn með Öla H., Hemma
Gunn, Stebba Gunnars og Jón Breið-
fjörö markvörö sem bestu menn léku
rólegan, yfirvegaðan handbolta, lengi
vel. Tóku Þorberg Aðalsteinsson og
Viggó Sigurðsson úr umferð og
„göngubolti” þeirra gafst lengi vel auk
þess sem dómgæslan var þeim mjög
hagstæð, svo ekki sé meira sagt, eink-
um hjjá KristjániEmi. Enlengi lifir í
gömlum glæðum og það var oft gaman
aö sjá til Valsliösins þó aukakílóin hjá
mörgum væru nokkuðmörg. En þaðer
handbolti í þessum strákum.
Víkingar voru daufir lengi vel, áhug-
inn takmarkaður eins og svo oft í leikj-
ENN BROTNAR
PALLIBJÖRGVINS
Handknattleiksmaöurinn Páll
Björgvinsson í KR bætti enn einu bein-
brotinu í safn sitt á fimmtudagskvöldið
síðasta þegar KR lék gegn FH. Það var
skammt til leiksloka þegar Páll fingur-
brotnaði. Ekki höfum við nákvæma
tölu á beinbrotum Páls en varla cr það
bein í iikama hans sem ekki hefur
brotnað.
-SK.
um aö undanfömu. Eftir aö staðan var
11—8 í hálfleik breyttist þaö lítiö fram-
an af síðari hálfleiknum. Síðan fóru
Víkingar að minnka muninn. Jöfnuðu í
15—15. Komust síðan í 16—15 en Valur
svaraði meö tveimur mörkum. Enn
var Valur yfir, 19—18, þegar nokkrar
mínútur voru eftir. Þá sagði þreytan til
sín hjá þeim „gömlu” — oft gefið beint
á Víkinga, sem bmnuðu upp og skor-
uðu.
Mörk Víkings skomðu Steinar 6,
Hilmai'5, GuðmundurGuömundsson4,
Þorbergur 4, Karl 3, Einar 2, Siggeir 1
og Viggó 1.
Mörk Vals skoruðu Oli H. 7, Hemmi
Gunn 4/3, Hörður Hilmarsson 3, Stef-
án 3, Bjarni Jónsson 1, Ágúst Ög-
mundsson 1 og Gunnsteinn Skúlason 1.
Valsmenn fengu fimm vítaköst í
leiknum, Kristján Sigmundsson varði
tvö frá Hemma í síðari hálfleik, en Vík-
ingur eitt vítakast. Fimm sinnum var
Víkingum vikið af velli, einum Vals-
manni, tvívegis.
hsím.
Ölafur H. Jónsson skoraði flest mörk í
gær, eða sjö fyrir B-lið Vals.