Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Síða 40
40
Andlát
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Pólshús-
um, lést 19. þ.m. á St. Jósefsspítala,
Hafnafirði.
Kristin Þorvaldsdóttir, hússtjórnar-
kennari, Seljavegi 27, verður jarðsung-
in frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 23.
aprílkl. 13.30.
Þorgrímur G. Guðjónsson, Rofabæ 29,
veröur jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 23. apríl kl. 13.30.
Erlingur Guðmundsson frá Melum,
Austurströnd 8 Seltjamarnesi, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 23. apríl kl. 15.
Oliver Steinn Jóhannesson verður
jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði þriðjudaginn 23. apríl kl.
13.30.
Tilkynningar
Frá Rannsóknastofnun
uppeldismála
Þriðjudaginn 23. apríl flytur Þórólfur Þór-
lindsson prófessor erindi um jöfn tækifæri til
náms í gamla Kennaraskólahúsinu viö Lauf-
ásveg kl. 16.30.
1 fyrirlestrinum veröur fjallaö um mismun-
andi hugmyndir um jafnrétti til náms. Einnig
veröa kynntar niðurstöður íslenskra rann-
sókna á þessu sviði.
öllum er heimill aðgangur.
Meðferð á borholudælum
Námskeið 6.-7. júní.
Námskeið fyrir starfsmenn hitaveitna verður
haldið í Reykjavík ef næg þátttaka fæst.
Námskeiðið verður bæði bóklegt og verklegt
undir stjórn Áma Gunnarssonar yfirverk-
fræðings Hitaveitu Reykjavíkur.
Þátttaka tilkynnist skrifstofu SIH (91-16811)
eigi síðar en 1. maí. Þátttökugjald kr. 3.000.
Sambandísl. Hitaveitna.
ÁLBARKAR
þvermál 80-250 mm
Leilið upptýsinga:
'B BREIÐFJÖRÐ
BUKKSMMDJA-STgYPUMðT-VBBCISmAlt
SICTÚNI 7 - 121 REYKJAVlK - SlMI 29022
______
Blómaskreytingar
við öll tækifæri
OPIÐ ALLA DAGA
m ~W/M mr TIL KL. 22:o
3-1 «
tANGHOLTSVEGf 89 - SÍIWII 34111^
shipmate:^
RS 2000
Vídeo-Kortaritari
Hagstætt verð
og greiðsluskilmálar
W A. A. A. A. A. A. A. Á
Friðrik A. Jónsson h.f.
Skipholti 7, Reykjavík,
Simar 14135 — 14340.
Kvennadeild SVFÍ ■ Reykja-
vík
heldur 55 ára afmælisfund þriðjudaginn
23.apr£l 1985 i Lækjarhvammi, Hótel Sögu, og
hefst með borðhaldi kl.19.30. Skemmtiatriöi,
glæsilegt happdrætti. Mætið stundvíslega.
Stjómin.
Afmæli Hvítabandskvenna
Hvitabandskonur halda upp á 90 ára afmæli
félagsins á sumardaginn fyrsta, fimmtudag-
inn 25.april, kl.15, að Armúla 40. Boðsgestir
ero beðnir að athuga dagsetninguna.
Stjómin.
Fálag makalausra
Munið kynningarfundinn með húsnæðissam-
vinnufélaginu Búseta að Mjölnisholti 14
mánudagskvöldið, 22.apríl, kl.20.30.
Stofnfundur samtakanna
Lífsvon
Laugardaginn 13. apríl sl. var stofnfundur
samtakanna Lífsvon. Samtökin hyggjast
styðja verðandi foreldra og jafnframt berjast
fyrir lífsrétti ófæddra bama.
I stefnuskrá segir:
Lifsvon er samtök einstaklinga óháö trúar-
og stjómmálastefnum — sem telja sér skylt
að standa vörð um lífsrétt ófæddra bama.
Markmið samtakanna eru:
1) að veita konum eða foreldrum, sem
þurfa á hjálp að haida vegna bamsburöar,
allan þann siðferðis- og félagslega stuðning
sem samtökin geta boðiö.
2) að beita sér fyrir því að Alþingi setji lög
til verndar ófæddum börnum og að ný grein
verði tekin upp i stjóraarskrána, er kveði á
um rétt hinna ófæddu til lífs allt frá getnaði.
Á fundinum var stefnuskrá undirbúnings-
nefndar samþykkt og gengið frá lögum sam-
takanna.
Formaður Lífsvonar var kosin Hulda Jens-
dóttir forstöðukona. Aðrir í stjóm:
varaformaður Pétur Gunnlaugsson lög-
fræðingur; ritari Jón Valur Jensson cand.
theol., gjaldkeri Tryggvi Helgason flug-
maður, blaðafulltrúi sr. Sólveig Lára
Guðmundsdóttir. Til vara: Ingibjörg Guðna-
dóttir, húsmóðir og skrifstofustúlka, Gunnar
Þorsteinsson forstööumaður, sr. Þorbergur
Kristjánsson.
Allir sem aðhyllast stefnuskrá félagsins
geta oröið félagar. Umsóknar þar um má
senda í pósthólf 5003 — 125 Reykjavik merkt
Lífsvon.
Málfreyja í heimsókn
Edna Shapman, varaforseti V. svæðis
Alþjóðasamtaka málfreyja ITC, verður hér á
landi dagana 22.-24. aprO 1985 að heimsækja
íslenskar málfreyjur. Edna Chapman er á
leið heim til sín af stjómarfundi ITC sem
haldinn er þessa dagana í Kaliforníu, en hún
kom einnig við hér á landi á leið sinni á
fundinn. Edna Chapman er frá Bretlands-
eyjum og hefur starfað sem málfreyja í 10 ár.
Islenskum málfreyjum er þessi heimsókn
kærkomin en þann 1. ágúst nk. verður brotíð
blað í sögu samtakanna hér á landi þegar
stofnað verður formlegt landssamband, sem
er þriðja stig innan samtakanna. Málfreyjur
munu halda sitt fyrsta landsþing dagana 7.-9.
júní nk. að Hótel Loftleiðum í Reykjavík.
Islenskar málfreyjur halda fræðslufund 23.
þ.m. að Hótel Hofi við Rauðarárstíg í Reykja-
vík í tilefni af komu varaforseta V. svæðis, frú
Ednu Chapman.
Hljómleikar í
Neskirkju
„HAF I DROPA” nefnast hljómleikar sem
varða haldnir í Neskirkju miðvikudagskvöld-
ið 24. apríl klukkan 20.30 Tónleikamir hafa
yfirskriftina „Eitt mannlegt samfélag, kær-
leikur, skilningur, umburðarlyndi”. Á
tónleikunum verður flutt trúartónlist frá
ólíkum menningarsamfélögum. Flutt verður
frumsamin íslensk trúartónlist eftir Berg-
jjóm Ámadóttur og Jónas Þóri, erlendur jógi
syngur ásamt litlum sönghóp indverska
trúartónlist á sanskrít og fiutt verða verk eftir
J.S. Bach í nýjum búningi. A milli tónlistar-
atriða verða íesin stutt stef úr ýmsum helgi-
ritum mannkyns tengd yfirskrift tónleik-
anna, einnig verða lesin upp ljóð Sigvalda
Hjálmarssonar. Umsjón með lestrinum hefur
Tryggvi Hansen.
Umsjón með tónlistarflutningi hefur Jónas
Þórir en ásamt honum spila þeir Graham
Smith, Bjami Sveinbjömsson og Stefán
Jökulsson.
Aðfangseyrir er krónur 100 og hefjast tón-
leikamir eins og fyrr var getið klukkan 20.30
miðvikudagskvöldið 24. april. Forsala að-
göngumiða í Fáikanum og Istóni.
Stofnfundur Stoðar
Fimmtudaginn 11. april 1985 var félagið
STOÐ stofnað að Hótel Borg. Tilgangur
félagsins er m.a. eins og segir í lögum þess:
að styðja við bakið á fólki sem vill lifa vímu-
efnalausu lífi, sinna félagsþörf þess og hjálpa
til við að byggja upp heilbrigð áhugamál og
jákvættlífemi.
Undirbúningshópur fyrir stofnun félagsins
lagði fyrir fundinn drög að lögum og tillögu
um fyrstu stjóm félagsins, skipuð þannig:
Rakarastofan Klapparstíg
x Sími 12725
v Hárgreiðslustofan Klapparstíg
Tímapantanir
13010
DV. MANUDAGUR 22. APRIL1985.
Um helgina Um helgina
Mark Hughes með
kolólöglegt mark
Leikur United og Liverpool í
íþróttaþætti sjónvarps á laugardag
var hápunktur helgarinnar í ríkis-
tjölmiðlunum. Til þjónustu reiðu-
búinn í gærkvöldi kom númer tvö.
Flautum þá til leiks Liverpool og
United á Miklubrautinni í Manchest-
er. Sem sönnum Liverpúlara þóttu
mér úrslitin döpur. Ég gat ekki
annað séð en Huges hafi verið rang-
stæður er hann skoraöi sigurmark
United.
Hvað um það, Hughes þessi er
afbragðsleikmaöur, stórkostlegur
senter. Allt öðruvísi senter en Staple-
ton og miklu betri. Kóngurinn er þó
auövitað, Robson.
Það er einstakur leikmaður. Og
markið hans á laugardag stórkost-
legt. Með því besta sem maður sér.
Einleikur á flautu frá miðju, hristi
alla af sér og svo skot- og mark auð-
vitað.
Hér á ritstjóminni eiga United og
Liverpool flesta aðdáendur, Arsenal
á tvo og Tottenham siðan einn. Og
ekki vantaði lætin í Unitedmönnum
hér eftir fyrir leik Liverpool og
Manchester í bikarnum. Stöðugt
talaö um einhverja Liverpool-
heppni.
1 sannleika sagt verður maður
bara að viðurkenna að Liverpool er
ekki eins sterkt lið og undanfarin ár,
ekki sami heimsklassinn yfir liöinu.
Eg hef þó trú á að þeir vinni Evrópu-
bikarinn.
Þá er það til þjónustu reiðubúinn.
Ekta breskur þáttur og enda hrein-
asta afbragð. Allir leikaramir em í
fremsta flokki, þó enginn eins góður
og sá í aðalhlutverkinu, John
Duttine. Sannarlega góð sunnudags-
kvöld f ramundan.
Ekki er ástæða til að hafa þetta
lengra. Ég þarf að ræða við vinnu-
félagana um árshátíö DV á laugar-
dagskvöldið. Menn þurfa að bera
saman bækur sínar.
Jón G. Hauksson.
Kristinn T. Haraldsson formaour, steua
Sigurðardóttir ritari, Sævar Pálsson gjald-
keri og tveir meðstjórnendur þau Elín
Garðarsdóttir og Sigurgeir Baldursson. Voru
báðar tillögur, lög og stjóm, samþykkt ein-
róma á þessum fjölménna stofnfundi sem
taldi yfir 300 fundargesti.
I fundarlok tók hið nýstofnaða félag við
frjálsum fjárframlögum af örlátum fundar-
gestum. Fyrsti almenni félagsfundurinn
verður haldinn 2. maí (nánar augl. síöar) á
hann eru þeir rúml. 200 félagar, og að sjálf-
sögðu allir aðrir, hvattir til að mæta. Stjórnin
er nú þegar tekin til starfa og vinnur m.a. stíft
að húsnæðis- og fjáröflunarmálum.
Málverkasýning í Café
Gestur og Alþýðu-
bankanum
Nú standa yfir tvær sýningar á mál-
verkum Þorláks Kristinssonar.
önnur er í veitingahúsinu Café Gestur
Laugavegi 28 en hin í húsakynnum
Alþýðubankans beint á móti Gestinum
við Laugaveg. Segja má að þarna sé
um eina, tvískipta sýningu að ræða og
er það í fyrsta sinn sem Lauga-
vegurinn liggur í gegnum myndlistar-
sýningu.
Þorlákur lauk námi i Handíöa- og
myndlistarskólanum áríö 1983 en hélt
sama ár til Vestur-Berlínar þar sem
hann vinnur aö list sinni. Hann hefur
90 ára
veröur á þriðjudaginn kemur, 23. apríl,
frú Sigrún Jónsdóttir frá Hvamms-
tanga. Hún ætlar aö taka á móti gest-
um á heimili sonar síns og tengda-
dóttur í Grundarlandi 19 hér í Reykja-
vík á afmælisdaginn milli kl. 16 og 19.
Eiginmaður Sigrúnar var Björn G.
Björnsson.
áður sýnt á Akureyri, í Vestur-Berlín,
á Sauöárkróki og í Reykjavík.
Kynning á myndlistaskólanum i
Reykjavik
Kynning á starfi Myndlistaskólans í
Reykjavík hefur staðið yfir seinni
hluta vetrar. Nemendur við skólann
eru nú rúmlega 300 talsins í 22. deild-
um. Deildir hafa verið kynntar nem-
endum og gestum á göngum skólans að
Tryggvagötu 15.
Sýning á verkum nemenda úr
barna- og unglingadeildum veröur
laugardag og sunnudag 20. og 21. apríl.
Sýningin er opin frá kl. 14—18 báöa
dagana.
Nemendur í bama- og unglinga-
deildum eru um 100 talsins á aldrinum
6—16ára.
Námstefna um þekkingar-
og aðferðafræði
félagsvísinda
verður haldih laugardaginn 20. apríl
nk. og hefst kl. 13.30. i Hugvísindahúsi,
stofu 201. Frummælendur: Mikael M.
Karlsson, Vilhjálmur Ámason, Amór
Hannibalsson og Þórólfur Þórlindsson.
Allir velkomnir, leikir sem lærðir.
Kaffistofan verður opin á meðan nám-
stefnan stendur yfir.
Syngjandi fjölskyldur
í Garðabæ
Bel Canto kórinn
Bel Canto kórinn í Garðabæ heldur tón-
leika í Langholtskirkju sunnudaginn
21. apríl nk. Tónleikarnir hefjast kl.
4.00.
Skólakór Garðabæjar syngur einnig
nokkur lög á tónleikunum.
Bel Canto kórinn var stofhaður haustið
1981. Stofnfélagar vom unglingar sem
áður höföu sungið i Skólakór Garða-
bæjar og foreldrar nokkurra þeirra. I
dag eru í kórnum 35 félagar, unglingar
og foreldrar þeirra eins og fyrr segir.
Stjórnandi Bel Canto kórsins og Skóla-
kórs Garðabæjar er Guðfinna Dóra
Olafsdóttir, tónmenntakennari.
A tónleikunum í Langholtskirkju
verður sungin kirkjuleg tónlist
eingöngu, íslensk og erlend, allt frá 15.
öld til dagsins í dag. Meðal þess sem
sungið verður er Modetta eftir Bach,
Lobet den Herm, alle Heiden og Messa
eftir Gunnar Reyni Sveinsson við er-
indi úr Passíusálmunum.
Organleikari verður Gústaf Jóhannes-
son.
Flautuleikarí Kolbeinn Bjarnason.
Áætlun Akraborgar
Frá Akranesi
Kl. 8.30*
Kl. 11.30
Kl. 14.30
Kl. 17.30
Frá Reykjavík
Kl. 10.00*
Kl. 13.00
Kl. 26.00
Kl. 19.00
Kvöldferðir 20.30 og 22.00.
Á sunnudögum í apríl, maí, september og
október.
A föstudögum og sunnudögum í júní, júlí og
ágúst.
* Þessar ferðir falla niður á sunnudögum
mánuðina, nóvember, desember, janúar og
febrúar.
Ferðablað DV
á miðvikudag
Ferðablað DV fylgir blaöinu á
miðvikudag. I því er sagt frá helstu
utanlandsferðum sem í boði eru hjá
ferðaskrifstofunum í sumar. Auk þess
eru viðtöl við fólk sem hefur ferðast
mikið. Má þar nefna viðtal við þrjár
ungar stúlkur sem ferðuðust um Asíu í
átta mánuði á síðasta ári. Einnig er í
blaðinu getið um nokkrar ferðir sem í
boði eru hjá dönsku ferðaskrif-
stofunum Spies og Tjæreborg. Blaðið
er 32 síður að stærð og fylgir verð með
öllumferðunum.
-ELA.
Heigarkálfur
Allt efni sem á að koma í helgar-
kálfinum „Hvað er á seyði um
heigina” sem kemur út á föstudaginn,
þarf að hafa borist ritstjóm DV í
síðasta lagi fyrir hádegi á morgun,
þriðjudag, þar sem ekkert verður
unnið við blaðið á fimmtudaginn
kemur — sumardaginn fyrsta.
!
BELLA
Það hlýtur að hafa verið meira en
fjórðungur úr kílói í súkku-
laðiöskjunni sem Vemer gaf mér,
ég hef þyngst um heilt kíló.