Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Qupperneq 43
DV. MANUDAGUR 22. APRIL1985.
43
Nú geta menn
lærtaögera
v«ð drusluna
Námskeiö fyrir almenning í viðhaldi
bíla hafa verið haldin í vetur af fyrir-
tækinu Leiðsögn sf. Þar gefst fólki
kostur á gagnlegri þjálfun sem ætla
má að sparað geti jafnvel stórfé í við-
gerðakostnað.
Konum og körlum er kennt hvernig
bregðast megi viö bili bíllinn og hvern-
ig koma megi í veg fyrir bilanir með
réttri meðferð bílsins.
Næsta námskeiö hefst 22. apríl næst-
komandi. Námskeiðsgjald er 2.900
krónur. Námskeiðiö er fimm kvöld,
alls sextán kennslustundir, frá
mánudegi til fimmtudags.
Kennslan skiptist að jöfnu í bóklegt
og verklegt. I verklegu kennsluna, sem
fer fram á bifreiðaverkstæði, geta
nemendur komiö meö eigin bifreið.
Skráð er í sima 79233 milli klukkan
16.30 og 18.30. Þar fást einnig nánari
upplýsingar. —KMU.
Fyrirtækifl Leiðsögn býður fólki að læra að gera sjálft við bílinn.
Frá skrykkdanskeppninni sem fór fram á hóraðsvöku Rangæinga f Hvoli.
Vel heppnuð héraðsvaka
Héraðsvaka Rangæinga var haldin í
bk mars og þótti takast mjög vel sem
endranær. Var þá mikið um að vera og
viö allra hæfi. Héraðsvakan er orðin
mikil menningarhátíð í sýslunni. Þó
kam fram aö áhugi manna á sumum
atriöum var dræmur. Skemmtun Leik-
félags Rangæinga var ilia sótt af
heimamönnum, en mun betur af
aökomufóiki.
Af dagskráratriöum má nefna
útvarpsguðsþjónustu sem fór fram i
Hábæ, fjöltefli við Hannes Olafsson og
unglingaskemmtun sem fór fram í
Hvoli. Var þar efnt til mikillar skrykk-
danskeppni. Bjami Þorvaldsson fór
þar með sigur af hólmi.
Ilið árvissa íþróttamót var haldið
að Laugalandi, i Njálsbúð og á Hellu.
Alls voru 270 þátttakendur á mótunum.
I héraösbókasafni Rangæinga var opn-
uð sýning á verkum sex rangæskra
myndlistarmanna. Skemmtuninni var
slitið i Njálsbúö laugardaginn 30. mars
með því að hljómsveitin Staccato lék
fyrir dansi.
-AE.
Davíð SchevingThorsteinsson:
„Svartnætti mið■
alda afturhalds"
Ályktun VSÍ beinir til samgönguráðherra
að nema leigubílalög úr gildi
Aðalfundur VSI í síðustu viku sam-
þykkti ályktun þess efnis að beina því
til samgönguráöherra að hann beitti
sér fýrir því aö úrelt lög um leigubif-
reiðir verði þegar felld úr gildi og skor-
ar jafnframt á Alþingi að fylgja eftir-
leiðis þeirri stefnu sem því er mörkuð í
69. grein stjómarskrár lýðveldisins,
sem mælir fyrir um að atvinnufrelsi
skuli ríkja á Islandi.
Astæðan fyrir þessari ályktun er aö
þeir atburðir gerðust 10. apríl sl. að
kveðinn var upp dómur í sakamáli 482
frá 1984 í sakadómi Húsavíkur. Þá
voru tveir forsvarsmenn Skipaaf-
greiðslu Húsavíkur hf., Ámi Grétar
Gunnarsson og Hannes Höskuldsson,
dæmdir sekir fyrir þá yfirsjón eina að
starfrækja skipaafgreiðslufyrirtæki,
en það taldi sakadómur varða við lög
frá 1970 um leigubifreiðir, með þvi að
vörubifreiðir fyrirtækisins voru not-
aðar við akstur milli skips og vöru-
geymslu á hafnarsvæðinu.
Olafur Þorsteinsson, einn af
flutningsmönnum þessarar ályktunar,
sagði að þeir Ami Grétar og Hannes
hefðu þama veriö að standa við hluta
af samningi viö Kísiliðjuna. Dómari í
málinu heföi dæmt menn sem stunduðu
frjálsan atvinnurekstur og sett þá í
átthagafjötra.
Þegar ályktunin var borin upp, sagði
Davíð Scheving Thorsteinsson, f undar-
stjóri aðalfundarins, að þetta mál væri
hreint furðulegt, eða „svartnætti mið-
alda afturhalds”, og hann bætti við að
þessi dómur yfir þeim Ama Grétari og
Hannesi væri ekki í anda nýsköpunar-
umræðnanna. —SOS
Fyrir tröppurnar, verönama og svalirnar.
Utihandrið úr oregontré
Notið sumaríð
og fullgeriö húseignina með
oregonpine handridum frá Árfelli.
Handriöin eru með innbyggðum
raflögnum og lituð eftir yðar eigin vali.
Komum og mælum
Gerum verðtilboð
Ármúla 20.
Simar 84630
og 84635.
SANDALAR - SUMARSKOR
Litur: rauður/svartur.
Stæröir: 36—41.
Verð kr. 1.590,-
Litur: blár/grár.
Stærðir: 36—40.
Verð kr. 1.589,-
Úrval af skóm
á alla fjölskylduna
Litur: svartur/hvítur.
Stærðir: 28—40.
Verð frá kr. 695,-
Litur: blár/hvitur.
Stærðir: 35—41.
Verð kr. 1.095,-
Litur: rauður.
Stærðir: 36—41.
Verð kr. 1.789,-
Ný og endurbœtt verslun.
Skó-
verslun
IUII.
Kopoyogs
Hamrolborg O - Sími 41754R^ —