Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Side 48
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og rfreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
efla vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað í DV, greifl-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Vifl tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst, óháð dagblað
MÁNUDAGUR 22. APRÍL1985.
Grænland:
Tveirmenn
fórust er
Fokker
nauðlenti
— vélin millilenti
íReykjavík
Tveir menn fórust og þrír slösuðust
alvarlega þegar Fokker flugvél nauð-
lenti á vesturströnd Grænlands á
laugardagskvöldið. Vélin var að koma
frá Yemen, Austurlöndum nær, og á
leið til Nicaragua. Hún millilenti á
Reykjavíkurflugvelli á laugardag og
fór héðan í loftið um klukkan f imm.
Astæöan fyrir nauðlendingunni var
vélarbilun. Fimm menn voru í vél-
inni, Bandaríkjamaður, Indverji,Fil-
ippseyingur og tveir Jórdanir. Vélin
var í eigu samgönguráðuneytisins í
Nicaragua.
Hún kom hingað frá Skotlandi um
klukkan fjögur á laugardag og fór í
loftið rúmri klukkustund síðar,
kl.17.21. Flugmaðurinn leitaði aðstoö-
ar hér vegna galla í aukaeldsneytis-
tönkum um borð í vélinni.
Klukkustund eftir að vélin fór í loftið
héðan barst skeyti frá flugmanninum
um að allt væri í lagi um borð, engin
vandræði lengur vegna aukaelds-
neytistankanna.
Það var svo klukkan 21.10 á laugar-
dagskvöld sem vélarbilun mun hafa
komið upp í vélinni og sá flugmaðurinn
enga leið aöra en nauðlenda. Skall
vélin á jökulinn um 80 kilómetra frá
Syðri-Straumfirði.
Vélin fannst svo í dögun á sunnu-
dagsmorgun, eftir leit bandarískra
herþyrlna og dönsku lögreglunnar.
Hún hafði lent á flugvellinum í Syðri-
Straumfirði á laugardagskvöldið og
tekiðeldsneyti.
—jgh.
0K0N
BLOMAABURÐUR
FRÁ
HOLLENSKU
BLÓMAÞJÓÐINNL
LOKI
TV-Rolf œtti að verða
í regnbogalitunum —
| eða hvað?
Rolf Johansen hyggst
reisa sjónvarpsstöð
—verður stöð án stúdíós, segir Rolf
Rolf Johansen ætlar að reisa sjón-
varpsstöð verði slíkt gefið frjálst. Ot-
sendingar munu eingöngu sjást á
suðvesturhominu. Hefjast þær í há-
deginu og eiga að standa fram á nótt.
Dagskráin mun einungis byggja á
auglýsingum og skemmtiefni.
„Þetta verður stöð án stúdíós. Það
mun einn maður vinna við hana,
starf hans felst mest i því að skipta
um kassettur,” sagði Rolf f gær.
Hann er ekki einn í þessu fy rirtæki,
með honum er Jón Ragnarsson, for-
stjóri Regnbogans. Þeir eiga fyrir-
tækið ísmann sf. sem flutt hefur inn
myndbönd. Er það meðal annars
með Falcon Crest þættina.
„Eg held aö fólk átti sig ekki á
hvað þaö er í rauninni lítið verk að
setja upp eina svona stöð. Sú stöð
sem við erum með í huga kostar lik-
legast í kringum þrjár til fjórar
milljónir. Þetta er ákaflega lítið
verk,”sagðiRolf.
Ef af verður munu útsendingar
eingöngu sjást á suðvesturiiorninu.
„Það veröur mikill léttleiki yfir dag-
skránni, engin pólitik eða þess hátt-
ar. Stööinni er ætlað að stytta fólki
stundir, koma því i gott skap.”
Þeir Rolf og Jón Ragnarsson sendu
inn umsókn fyrir stöðina í mennta-
málaráðuneytiö siðastliðið haust.
Fæst leyfi? Hefjast sendingar? Fari
svo mun dagskrá stöðvarinnar hefj-
ast í hádeginu og standa fram á nótt,
til klukkan eitt eða tvö.
-JGH
Jökulfell, hið nýja skip Sambandsins, kom til Hafnar I Homafirfli f gærmorgun. Á móti skipinu tóku ýmsir
forsvarsmann skipadeildar SÍS auk frammómanna á Höfn. DV-mynd Ragnar Imsland.
SAMBAND
Féll af
hestbaki
Það slys átti sér stað við Norðlinga-
braut fyrir ofan Rauðavatn í gær-
kvöldi, að 20 ára stúlka f éll af hestbaki.
Stúlkan liggur á Borgarspítalanum —
höfuökúpubrotin.
Fellt á Þingeyri
Samkomulag það sem náðist í sjó- sjö voru því fylgjandi og einn seðill
mannadeilunni á Vestfjöröum í var auöur. Samkomulagiö var sam-
fyrrakvöld var fellt á Þingeyri í gær- þykkt í atkvæðagreiðslu á Flateyri í
kvöldi. Átta felldu samkomulagið, gær.
— sjá nánarábls.2
Geir Hallgrímsson:
ástæðulaust
að krefjast
svara
Geir Hallgrímsson utanríkis-
ráðherra segir að ríkisstjórnin muni
ekki krefjast svara frá Bandaríkja-
mönnum um hvort kjarnavopn séu í
þeim bandarísku skipum sem koma í
höfn á Islandi.
„Það er ástæðulaust. Við höfum
þegar samkomulag að þessu leyti,”
sagði Geir í viðtali við DV.
„Við göngum bara út frá því að
Bandaríkin virði það sem við höfum
sagt að þessu leyti og sömuleiöis liggur
það fyrir í yfirlýsingu ieiðtoga Atlants-
hafsbandalagsins frá 1957 að kjam-
orkuvopn verði ekki flutt til einhvers
Atlantshafsbandalagsríkjanna án
samþykkis yfirvalda þess ríkis.”
Geir sagði einnig að Bandaríkja-
menn hefðu ekki haft samband við sig
vegna yfirlýsingar sinnar á Alþingi um
að skip með kjarnavopn væru óvel-
komin inn fyrir lögsögu Islands og þeir
heföu ekki beöið um skýringar á um-
mælumhans.
Aðspurður hvort þetta þýddi að
hann bæri meira traust til Banda-
ríkjamanna en Ný-Sjálendingar
svaraði Geir: ,,Þú verður að spyrja
Ný-Sjálendinga að því.”
-ÞÖG.
P Kjarnavopnaskip:
VIUA ÍSLENDING AR AF-
DRATTARLAUS SVÖR?
„Ekkert nýtt” í yf irlýsingu Geirs, segir aðstoðarutanríkisráðherra í viðtali við DV
spuröur hvort þeir hefðu engar
athugasemdir að gera af þessu til-
efni, sagði ráðherrann: „Okkur
skilst að ekkert nýtt felist í yfiriýs-
ingu islenska utanríkisráðherrans,
heldur sé aðeins verið að ítreka
stefnu sem gilt hafi í mörg ár.”
Samkvæmt upplýsingum sem DV
hefur aflað sér munu ekki uppi ráða-
gerðir um komur bandariskra skipa
til Islands í nánustu f ramtíð.
Oskar Magnússon, DV, Washington:
„Já, þaö er munur á stefnu Nýsjá-
lendinga og annarra þjóða um komu
herskipa með kjarnorkuvopn til
ha&ia í þessum löndum," svaraöi
Bernard Kalb, aðstoöarutanrikisráð-
herra Bandaríkjanna, spumingu
blaöamanns DV á blaðamannafundi
siöastiiöinn föstudag. Bernard Kalb
sagði að munurinn fælist í þvi að
aðeins Ný-Sjálendingar hafa krafist
þess að Bandaríkjamenn víki frá
þeirri stefnu sinni að neita hvorki né
játa hvort kjamorkuvopn væru
innanborðs.
Ný-Sjálendingar vilja skýr svör um,
þetta efni og segjast ekki munu sætta
sig við „hvorki já eöa nei”. Þá er þvi
ósvarað hvort Islendingar muni yfir-
leitt gera fyrirspurn um vopnabúnað
skipanna og hver viðbrögð Islend-
inga verða ef ekki f ást skýr svör.
Bernard Kaib sagöi aö Banda-
ríkjamenn væru vel meðvitaðir um
sérstaka stefnu ýmissa þjóða að
þessu leyti. Blaðamaður DV spuröi
þá hvort það að vera meðvitaður
þýddi að þeir myndu virða eöa hlíta
slikum stefnum. Ráðherrann svaraði
með þvi aö vltna í fyrri svör sín:
„hvorkijánénei.”
Spumingum um hvort Bandaríkja-
menn myndu mótmæla yfirlýsingu
Geirs Hailgrímssonar svaraði
Bernard Kalb neitandi. Og að-