Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Blaðsíða 30
30 DV. MIÐVKUDAGUR 8. MAl 1985. Opinbert uppboð Að beiöni lögreglunnar i Kópavogi veröa lausafjármunir, aöallega reið- hjól, sem eru i vörslu lögreglunnar og ekki hefur veriö vitjaö, seldir á opinberu uppboöi sem haldiö veröur aö Hamraborg 3, kjallara, noröan viö hús, föstudaginn 10. maí nk. og hefst það kl. 17.00. Greiösla við hamarshögg. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Menntamálaráðuneytið auglýsir hér með lausar til umsóknar námsstjórastöður á grunnskólastigi í: Stærðfrœði, heil staða, laus strax, íslensku, heil staða, laus 1. sept. samfólagsgreinum, heil staða, laus 1. sept. Áskilin eru kennsluréttindi og kennslureynsla svo og fagleg og kennslufræðileg þekking á viðkomandi sviði. Umsóknarfrestur er til 27. maí 1985. Umsóknum sé skilað til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 4, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 26866 eða 25000. ITT Toekni um allan lieim B * ■ ITT Ideal Color 3304, -fjárfesting í gæöum á stórlækkuöu veröi. Vegna sérsamninga viö ITT verksmiðjurnar í Vestur Þýskalandi, hefur okkur tekist aö fá takmarkað magn af 20" litasjónvörpum á stórlækkuðu verði. ITT Verð á 20" ITT litsjónvarpi Kr. 28.700,- Sambærileg tæki fást ekki ódýrari ITT er fjárfesting í gæðum. SKIPHOLTI 7 • SIMAR 20080 & 26800 Menning Menning Menning Fuglinn flýgur fjadralaus N«m*ndal«lkhúslð: Fugl —m flaug á snúru Hðfundur: Nlna BJðrk Amadóttlr. Laikstjóri: Hallmar 8lgurðsson. Lalkmynd og búnlngar: Qrstar Reynlsson. Lýslng: Gretar Raynlsson og Ólafur öm Thoroddsan. Leiksndur: 4 bskkur Lslklistarskóla islands, Alda Amardóttlr, Barðl Quðmundsson, Einar Jón Brism, Jakob Þór Elnarsson, Kolbrún Ema Pétursdóttlr, Rósa Quðný Pórsdóttlr, Þrðstur Lsó Gunnarsson og Þór Tulinlus. Mikiö lifandi skelfing er nútima- maöurinn oröinn gráðugur i eiturlyf og brennivin og svo er hann svo stressaður aö smálasleiki í krakkanum setur allt hans líf úr skoröum. Og takið eftir að oröiö krakki er notað i eintölu þvi þaö er ekki bara í Kina sem aliir eiga aö vera einbimi heldur líka í okkar heimshluta þar sem fólk má yfir- valdanna vegna eignast böm eins og það lystir. Svona er myndin sem dregin er upp í leikriti Ninu Bjarkar Amadóttur um ástina, Fugl sem flaug á snúm, sem sýnt er í Nemendaleikhúsinu, lokastykki 4. bekkjar. Og þessi mynd er ekki bara ljót. Hún er lika sönn. Er ástin komin i gröfina? Sannleikur sýningarinnar felst ekki bara í gullfallegum, ljóörænum textanum sem Nina bjó leikhúsinu i hendur heldur einnig framsetningu leikstjórans, Hallmars Sigurös- sonar, og túlkun ungu leikar- anna sem nú em aö yfirgefa hreiðrið eftir fjögurra ára nám. Alls em þeir átta talsins og Nina skrifaði leikritiö að þeirra beiðni með ákveöna leikendur í huga fyrir hlutverkin sem alls teljast fjórtán. Leikaramir, að tveim undanskildum, fara meö tvö hlutverk og era gjaman ýmist for- eldri eöa bam. Þessum tengslum persónanna er víxlað haganlega svo að dæmið sem þær setja upp fyrir á- horfandann fái víðari skírskotun. Þannig er ástfangin stúlka í skáp á næsta augnabliki orðin drykkjusjúk móöir sem vanrækir og vorkennir syninum sem skömmu síöar er orðinn harðstjóri á uppdubbuöu heimili, niðurlægir eiginkonuna í fínu stofunum og klessir soninn undir sífelldum væntingum framasjúks föður. Hún öskrafli og lamdi úr mér heilsuna, en ég elska Guflrifli og ég ar sæl. Lffslistamaflurinn, Isikinn af Barfla Guðmundssyni, og Einar Jón Briem i hlutvarki geðlæknisins. Ungur maður með rós er fyrstur til að mæla í sýningunni, leikinn af Þór Tulinius sem með ljóshærðum þokka túlkar þessa tálmynd ást- arinnar svo áhorfandinn, sá góði maður, hlýtur að kannast við kauða og hefur jafnvel séð hann í nöktum dansi. Stúlkan í skápnum er fyrst til Leiklist SolveigK. Jónsdóttir aö nálgast manninn með rósina, og það er raunar ekki fyrr en eftir þau kynni sem hún hverfur á vit skápsins, þvi ástarsorgin er þung sem blý. Og ástin leiðir sorgina og örvinglunina við hlið sér allt leikritið út í gegn, svo seinast verður að vona aö ekki verði mokað ofaná ungan mann með rós, þar sem hann liggur á moldarbeði mitt í grárri, hellulagðri sviðsmynd Gretars Reynissonar. Og ef til vill býr vonar- glæta í skápnum því stúlkan er eina persónan sem á skilningsrfka móöur sem leyfir henni aö vaxa villt og er til í aö færa henni næringu inn i skelina. Kolbrún Ema Pétursdóttir leikur stúlkuna i skápnum, dökk og kraft- mikil og ekki siður sannfærandi þeg- ar hún bregöur sér í gervi þeirrar drykkjusjúku móöur sem aldrei hefur megnað að gera syni sínum stærri greiða en að reka hann á dyr. Spekingurinn gætir fuglanna Litróf persónanna i Fugl sem flaug á snúru er breitt en þau sem næst komast þvi sem daglega er kaliað normalt em ungu hjónin Jakob og Alda, leikin af Jakobi Þór Einarssyni og öldu Amardóttur. Þau em að kaupa ibúð, auðvitað, og eiga bamunga sem þvælist fyrir þeim á leiklistarbraut hennar og einhvers konar framabraut hans í óskil- greindu fyrirtsriti þar sem menn ganga með bindi um hálsinn og bít- ast af grimmd um stöðuhækkanir. Leikur öldu er hófstilltur enda er hún í hlutverki þess sterka en Jakob verður um leið ótrúlega brothættur í gervi nafna síns þó að 4 ytra borðinu sé hann stöðluö ímynd karl- mennisins. Rósa Guðný Þórsdóttir leikur listakonur, málarann, móður Baröa og pianóleikarann sem lætur eigin- manninn Þröst kúga sig. Rósa túlkar ástríkið og undirgefnina trúverðug- lega og hún hefur áberandi fallega framsögn. Sonurinn Baröi breytist úr viðkvæmum dreng í lífslistamann sem lætur kerfið ekki kúga sig heldur kemur meö krók á móti bragði og hann heldur loforö sitt um að passa fuglana og hlúir aö Guðriöi sinni sem best hann kann. Barði Guðmundsson kemst snilldarvel frá hlutverki sínu sem bamslegur taóiskur spekingur. Þröstur Leó Gunnarsson hefur á hendi hlutverk bams sem má reyna allt hið versta af foreldrum sínum og vandar konu sinni siðan lítt kveðjumar, niðurbrotinn fugl, fjaðralaus og vængjalaus. Þresti verður furðu mikið úr vandasömu hlutverki og sama máli gegnir um Einar Jón Briem sem leikur möppu- manninn, geðlækninn sem í einhvers konar akademískri deyfð horfir á leikinn æsast allt í kringum sig. Fugl sem flaug á snúru er einlæg sýning og hún er líka lærdómsrík og fáguö. Er hægt að biðja um miklu meira í einni og sömu leikhúsferð- inni? Húrra krakkar! — SKJ. Hifl nýja hugvfaindahúa Héakóla ialanda var vigt á laugardaglnn. Var þvf gefifl nafnlfl Oddl, eftir akólaaatri Sæmundar fróða. DV-mynd GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.