Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Blaðsíða 1
Frjálst, óháð dagblað DAGBLAÐIЗVÍSIR 103. TBL. - 75. og 11. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ1985. rJ,*6'K*l ■ll«#llll|j|tll IKII ICSIIUgl UIIIIIIIUb Samningar við Banda- Orkustofnun hefur verið heimilað að gera samning við Bandaríkja- menn um þyngdarmælingar á islensku landgrunni. Er hér um að ræða verkefni upp á 1,4 milljónir ís- lenskra króna. Var ákvörðun um þetta tekin á rikisstjórnarfundi í gær. Eins og sagt var frá i DV í gær óskaði landmælingadeild bandaríska hersins eftir því fyrir tveimur mánuðum aö fá að gera þessar Þjóðverjarnir farnir utan Þjóðverjunum, sem synjað var um landvistarleyfi í gær vegna gruns um að þeir hefðu í hyggju að ræna fálka- hreiður hér á landi, héldu utan til Lúxemborgar á áttunda tímanum í morgun. „Þetta eru bestu „fangar” sem hingaö hafa komið. Það heyröist ekki í þeim í nótt. Þeir sváfu eins og börn og virtust hafa góða samvisku,” sagði lögregluþjónn á lögreglustöðinni á Keflavíkurflugvelli þar sem Þjóðverjamir gistu í nótt sinn í hvorum fangaklefanum. Mennimir eru frá Vestur-Þýska- landi og heita Wolfgang Weller, 29 ára, og Michel Leonhard Sutera, 24 ára. Þeir mótmæltu kröftuglega synjuninni um landvistarleyfi en voru þó mjög kurteisir að sögn lögreglumannanna. Þeir sogðust hafa komiö hingað til lands sem ferðamenn og skildu hvorki upp né niður í þessum móttökum. Þeir báðu um að fá að hafa samband við sendiráð V-Þýskalands, sem þeir og gerðu, en þaðan komu engin viðbrögð. Einnig báðu þeir um aö hafa samband við ættingja sína í Þýskalandi, en slíkt er ekki leyft undir þessum kringum- stæðum. Það var um klukkan 17 í gær sem þeir komu til landsins og þá strax færðir á lögreglustöðina á Keflavíkur- flugvelli og settir sinn í hvom fanga- klefann. Þar var þeim borinn matur, sem þeir borðuðu með góðri lyst. -KÞ/-JGH Hatton-Rockallsvæðið: Tilkall ís- lendinga væntanlegt Danir gáfu yfirlýsingu í gær um til- kall til hluta af Hatton-Rockall-svæð- inu. Auk Dana, sem setja fram þessar kröfur fyrir hönd Færeyinga, gera Irar og Bretar kröfur til yfirráða á svæðinu. Að sögn Geirs Hallgrímssonar utan- ríkisráðherra er gott samstarf á milli Dana og Islendinga í málinu, þessi krafa beinist ekki gegn hagsmunum okkar. Á næstu dögum mun ráðherra gefa út yfirlýsingu með kröfum Islendinga um tilkall til yfirráða á hluta af Hatton-Rockall-svæðinu. -ÞG mæiingar á landgrunninu nú i sumar. Er hér um að ræða mælingar á þyngdarsviði jarðar í sambandi við gervitungl og annað þaö sem er á ferð um himingeiminn. Munu Banda- rikjamenn ætla aö borga brúsann, en Orkustofnun mun sjé um verkið i heild. „Þetta er afar forvitnilegt að okkar mati,” sagði Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra í samtali við DV. „Mælingar þessar þykja okkur mjög merkilegar vegna jarðhitarannsókna hér á landi.” .JF’yrir okkur hefur þetta mikla þýöingu. Það hefur orðið samdráttur hér hjá okkur en með þessu skapast mikil vinna fyrir okkar fólk,” sagöi Gunnlaugur Jónsson hjá Orku- sto&iun. „Við munum eignast öll gögn sem munu safnast vegna þess- ara rannsókna sem hafa mikla þýðingu fyrir rannsóknir í jarðfræði, jarðeðlisfræði og jarðhita. Þá munu Bandaríkjamenn setja upp mjög fullkominn hugbúnað hér á stofnun- inni, sem við munum eignast. Einnig gæti þetta leitt til frekari samvtnnu viö Bandarikjamenn í framtíðinni.” Hann sagði að samningurinn væri langt á veg kominn en eftir ætti að semja viö fyrirtækið International Technology um leigu á tækjum en Is- lendingurinn Sighvatur Pétursson er þar aðstoðarforstjóri, svo og við ís- lenskaaðilaumleiguáþyrlum. .rþ. Tveir menn é etolnum bfl fóru út af skammt fró baanum Stardal f morgun. Bfllinn er ónýtur og þurfti aö lyfta honum upp é krana. Mennlrnir voru béöir fluttir é alysadeild Borgarspftalans þar sem gert var að sérum þelrra. Bflnum stélu félagamlr f Reykjavfk en eigandinn hafði skiliö eftir lyklana f honum. DV-mynd S Látvisvarviö árekstri flug- vélaenengin skýrslagerð -sjábls.4 Grafarvogur ekki lánshæfur samkvæmt nýjumhús- næðisreglum — sjá bls. 2 Danirtelja Rockall tilFæreyja — sjá bls. 6 FramReykja■ víkurmeistari — sjá íþróttir bls. 20-21 Lokstríðsins i'Evrópufýrir 40árum -sjábls. 18-19 KEA grunað um aðseljainn- fluttarkartöflur — sjá bls. 21 sjá nánarábls.6 ff SVARH KASSINN KOMINN í ÞINGIÐ „Gæti gjörbreytt umferðarmálum landsmanna á stuttum tíma,” segir framkvæmdastjóri Umf erðarráðs ff Umferöarráð lagði til við Alþingi í síðustu viku að í nýjum umferðarlög- um verði ákvæði sem heimili dóms- málaráðherra að setja reglur um „svartan kassa" í vélknúnum öku- tækjum. „Eg held að þetta væri kannski það aláhrifaríkasta sem hægt væri að gera til að draga úr umferöarslys- um,” sagði Oli H. Þóröarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs. „Páll Theodórsson kynnti þessa hugmynd á fundi hjá okkur fyrir ári. Þetta vakti mikla athygli. Ég er mjög hlynntur þessu,” sagöi Oli. I greinargerð Umferðarráðs til allsherjarnefndar efri deildar Al- þingis, sem hefur frumvarp til nýrra umferðarlaga til skoðunar, er „svarti kassinn” nefndur „ökuriti, sem skráir hraðaferil”. Umferöarráð ákvað á fundi 26. mars síðastliðinn að gera tillögu um ökuritann. Fyrir fundinum lá grein- argerð Ola H. Þórðarsonar. Þar sagði meðal annars: „Að mati tæknimenntaðra manna er ekkert því til fyrirstööu aö fram- leiða ökurita (samanber svarta kass- ann i flugvélum) er skrái nákvæm- lega á hvaða hraða ökutækinu hafði veriö ekið áður en til dæmis lögregla stöðvar ökumann þess eða viðkom- andi hefur lent í árekstri. ökuriti sem hér um ræöir gæti skipt sköpum sem sönnunargagn fy r- ir lögreglu til dæmis við framan- greindaraðstæður. Hér er um ódýr tæki að ræða en gagnsemi slík að almenn notkun þeirra gæti gjörbreytt umferðarmál- um landsmanna á stuttum tíma.” -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.