Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Blaðsíða 13
DV. MIÐVKUDAGUR 8. MAI1985. 13 Kjallarinn A landsfundi Bandalags jafnaðar- manna í nóvember 1983 var sam- þykkt tillaga þess efnis, að taka skyldi upp fylkjaskipulag á Islandi. Þessi stefna var síðan ítrekuö á landsfundi Bandalagsins í febrúar 1985. FYLKI Brjótum upp miðstýringuna Mikilvægasta verkefni íslenskra stjómmála í dag er að brjóta upp áratuga gamalt stjórnkerfi mið- stýringar og hagsmunavörslu. Þrátt fyrir einhverja mestu verðmæta- sköpun á Vesturlöndum eru Islendingar í lægstu sætunum þegar kemur að kaupmætti venjulegra launa. Skýringanna er að leita í stjórnarháttum, sem eyðileggja og sóa afrakstrí af vinnu landsmanna og auðlindum fremur en að byggja upp og bæta. Þetta stjómarfar virðir niðurstöður kosninga að vettugi, kallar enga til ábyrgðar á mistökum sinum og snýst um það eitt að verja hagsmuni stærstu valdaklíkanna í samfélaginu. Þetta stjómarfar hlustar aldrei á fólk, drepur sjálfs- bjargarviðleitni þess og fyrirlítur frumkvæði þess. I stað þess að byggja upp aðstæður sem hlúa að og hvetja til sjálfs- bjargar, er efnahagslífi stjórnað með aimennum stórvirkum ráðstöf unum sem taka ekkert tillit til raunvemlegrar afkomu fólks og fyrirtækja. Þar má nefna kjara- samninga, fiskverössamninga, bú- vöruverðsákvörðun og gengis- skráningu, sem em líflausar reikni- tölur úr meöaltalsmaskínum ríkis- stofnananna en koma hvergi nærri kviku þjóðlífsins. Meö þessum aögerðum hefur fólk verið svipt völdum yfir lífi sínu og afkomu. „Alþingismann telja miðstýringuna festa sig i sassi. Það gagnast pólitiskum hagsmunum þairra að stœkka fjárveitingahlutverk þingsins og fnra aukið forræði til stofnana og sjóða rikisvaldslns." miöstýringarinnar augljósarí og af- leiðingamar skelfilegri en þegar litið er til sambands hinna dreifðu byggða landsins við valdastofnanir miðstýringarinnar. Smákóngar Alþingis, stórfurstar bankakerfisins og aðrir handhafar miðstjómar- valdsins hafa gert heimafólk að bónbjargarmönnum. Hvorki smáum málum né stórum er hægt að hreyfa án þess að fara betlijeiðina suður. Þar verða menn að láta sér lynda að hlýða á úrskurði embættismanna sem enga ábyrgð bera á verkum sínum og enga þekkingu hafa á verk- efnum. Bönkum á heimaslóö er fjar- stýrt úr aðalstöðvunum. Utibússtjór- arnir eru valdalausir og peninga- lausir og eru í rauninni aðeins sæmilega launaðir mkkarar, sem beina aflafé heimafólks í aðal- bankana í Reykjavflt. Innheimtu- kerfi ríkisstofnana og stórfyrirtækja svo sem tryggingafélaga verka á sama hátt, þaö er að safna saman fjármunum landsmanna og senda þá suður. Þetta umhverfi frelsisskerðingar og valdaráns er síðan paradis fyrir- greiöslufurstanna. Fólki er meinað að ganga upprétt og taka eðlilegan afrakstur verka sinna og hugvits, en <er neytt til að krjúpa við borð fá- mennisstjómarinnar og þiggja molana sem þar af detta. Alþingismenn telja miðstýringuna festa sig í sessi. Það gagnast póli- tískum hagsmunum þeirra aö stækka fjárveitingahlutverk þingsins og færa aukið forræði til stofnana og sjóða ríkisvaldsins. Með áhrifum á fjárveitingar í þinginu og setu í stjómum stofnana og sjóða fá þeir völd, sem kjósendur þeirra verða síðan að sækja til þeirra. Kjósum fylkisst jórnir Við skulum koma valdi.nu heim með því að skipta landinu niður í fylki. Þessi fylki verða að fá sjálf- stæða tekjustofna og þau eiga að taka vald til að láta vilja íbúanna birtast bæði í framkvæmdum og þjónustu. Það á að kjósa til fylkisstjóma í opnum, lýðræöislegum kosningum þar sem allir heimamenn hafa kjör- gengi og jafnan kosningarétt. Þar setja menn fram stefnu í heima- stjórnarpólitík og kjósa um hana. Þannig verður til frjó og lifandi umræða í návigi við verkefnin. Sjálfsstjórn héraða er stærsta verkefni íslenskra st jórnmála. Guðmundur Eiuarssson. Hrindum valdaráninu Valdaræningjar stjórnmála- og efnahagslifs okkar eru víða. Þeir eru á Alþingi, í ríkisstjóm, í stjórnmála- flokkum, verkalýðshreyfingu, samtökum vinnuveitenda, stjómar- ráði og fjármálastofnunum svo dæmi séu nefnd. Milli allra þessara stofnana liggja leyndir og ljósir þræðir peningalegra og stjórnmála- forystuklíkunum. Hrista verður upp í einokunarbælum sölusamtaka og olíuverslunar. Banka- og peninga- stofnanir þurfa að losna undan skóhælum fjórflokkanna og fara að sinna fólki og fyrirtækjum án tillits til pólitískra hagsmuna. Fólk verður að ná völdum. Kref jumst sjálfsstjórnar Oviða em tilhneigingar a „Övíða eru tilhneigingar miðstýr- ^ ingarinnar augljósari og afleiðing- amar skelfilegri en þegar litið er til sambands hinna dreifðu byggða lands- ins við valdastofnanir miðstýringar- rnnar. GUÐMUNDUR EINARSSON, ALÞINGISMADUR í BANDALAGI JAFNAÐARMANNA legra hagsmuna. A Islandi ríkir því fámenn stétt miðstýringarpostula. Fólk verður nú að rísa gegn þessum úreltu stjómarháttum. Bændur verða að krefjast breytinga á starfsemi samtaka sinna. SlS auðhringinn verður að brjóta upp. Launafólk verður að ná völdum í verkalýðshreyfingunni og steypa Landi vor glaöbeittur kom eitt sinn til Grimsby að slá sér far heim með togara. Var þaö auðsótt og þegar slegið upp mikilli veislu til fagnaðar „týnda sauðnum”. Sá hafði lotið að helstu menntabrunnum breska heimsveldisins og þóttist nú aldeilis fær í flestan sjó. Var næstum alveg sama uppá hverju skipverjar brydd- uðu í samræðum við hann. Hann hafði alltaf einhverja aðra skoðun á málinu. Vitnaði óspart i hina eða þessa kennisetninguna, sem hann hafði á hraðbergi, eða einhvem kennimanninn. Sama hvað sagt var við hann, þá svaraði hann jafnan: Má ég ekki bjóða þér þessa kenning- una eða hina kenninguna, má ég ekki bjóða þér hinn kennima nninn. Á meöan þessu fór fram öslaði sævarjór upp Norðursjóinn og gerði krappa norðanátt á móti. Gengu nú skipverjar til hvílu og var landanum vísað til kojs frammí. Fékk hann efri koju, en háseti lá i neðri kojunni og las í bók. Braut söguhetja vor föt sín snyrtilega saman eins og gert er i landi lordanna og vel pússaöa blank- skóna setti hann fyrir framan svefn- stæðiðogfóraðsofa. Bumbult Skipti nú engum togum, hinn orð- snjalli þrætubókarjálkur varð sjó- veikur og þeysti upp spýju mikilli sem hafnaði hvergi annarstaöar en ofaní öðrum gljáfægðum blankskó hans fyrir framan kojuna. Við at- burði þessa leit hásetinn í neðri koj- unni upp frá lestrinum, reis upp við dogg og spurði upp í efri kojuna: „Má ekki bjóöa þér hlnn skóinn ? ” Mér dettur þetta atvik stundum í hug þegar ég sé meðhöndlun annarra flokka á málefnum Alþýöuflokksins. Allt vita þeir betur. Impri Alþýðu- flokkurinn á góðum málum eru þau umsvifalaust kæfð í hávaða þrætu- bókarinnar og þess vandlega gætt að stöðva hin fjölmörgu góðu þingmál flokksins. Næstum ekkert þeirra nær framaðganga. Sé aftur á móti litið á verk þessara flokka í þau fimmtán ár, sem þeir hafa stjómað landinu án Alþýðu- HINN SKÓRINN Kjallarinn GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON HAGFRÆÐINGUR flokksins, þá blasir við innanum því- lík stjómunarleg spýja, að þjóðinni hlýtur að vera orðið flökurt á að horfa og reyna. Hvers konar þ jóðarsátt? Rætt er um þjóðarsátt, ekki vantar það. Þetta er auðvitað grundvallar- mál Alþýðuflokksins sem og jafnað- armanna út um allan heim. Megin- þráðurinn í jafnaðarstefnunni er ein- mitt aö aðilar þjóðfélagsins vinni saman í sátt og samlyndi og leysi sín mál án átaka, í frjálsum samningum og bræðralagi. Hvemig birtist þá þjóðarsáttin hjá sumum öðrum flokkum. Jú, menn em hýrudregnir af því aö þeir dirfast að ræða það að fara í verkfall, — sem þeir eiga samt rétt til samkvæmt lögum. Samnings- rétturinn er að hluta til tekinn af þeim og sjö milljarðar króna milli- færðir frá launafólki á síðasta ári með einu pennastriki um leið og öðr- um aöilum þjóðfélagsins em færðar stórar fjárfúlgur. Þjóöarsátt í lagi eðahittþóheldur. Gífurlegt fjármagn er miUifært úr atvinnuUfinu í krafti póUtísks valds, sem styðst við hörmulegt misrétti í kjördæmaskiptingu landsins, og af- hent pólitiskum gæðingum í gælu- verkefni sem skilar þjóðinni engu öðru en auknum skuldum. Útlendingarnir græða Menn velta sér uppúr útlendinga- hatri í einhverri tUfinningaorgíu þjóðernisofstækis á mögulegum við- skiptaaöUum þjóðarinnar. Siðan ganga sendibréfin á mUU og aularnir ætla að innheimta hver hjá öörum þá mUljarða króna sem þjóðarbúið hef- ur tapað af tUtækinu. Eins og þeir séu borgunarmenn fyrir þvi. Á með- an brosa útlendingarnir í kampinn, enda stórgræða þeir á öllu saman og passa sig vandlega að halda að sér hendinni með öll frekari viöskipti. Enda vita þeir uppá hár, að við er- um komin í vandræði með allt saman og neyðumst síðan tU að semja af okkur U1 þess aö hafa þó eitthvað uppí kostnað. Island er eitt besta land í veröld- inni. Smjör drýpur af hverju strái, gullkista sjávarins við strendurnar, gnægð orku í faUvötnunum og jarð- hita og Islendingar sjálfir með best menntuðu þjóðum veraldar og gjörvulegir svo af ber. Sex milljarðar í vexti Samt spáir Þjóðhagsstofnun á þessu ári um sex miUjarða mun á vergri landsframleiðslu og þjóðar- framleiöslu, þeirri síðamefndu í óhag. Mismunurinn er nánast vextir, sem við hin gjörvulega þjóð ætlum að greiða erlendum fjármagnseigend- um af öUum þeim lánum sem við höf- um tekið undanfarin ár. Spyrji svo hver fyrir sig. Hefur öUu þessu fjár- magni veriö ráðstafað þjóðinni í hag? Nokkur dæmi. Krafla ásamt heiUi vatnsaflsvirkj- un of mikið án þess að rafmagnið sé selt, byggðaUnur, sem ráðherra kaU- ar drasl, haUir og minnismerki og mislukkuð skipakaup. Þetta eru nokkrir viðmiðunarpunktar í arð- semiútreikningunum. Á ÖU þessi mál hefur Alþýðuflokk- urinn bent og barist gegn óráðsíunni. Þegar þjóðin flykkist svo til hans í skoöanakönnunum, þá er svarið bara hjá hinum flokkunum: Þetta er bara bóla, formaðurinn bara sjarmör og þingmennirnir alltof gáf- aðir. Er nema von að manni detti í hug þrætubókarhrossið og blank- skórnir i Norðursjónum? Skuldugasta þjóð veraldar Skuldugasta þjóð veraldar eru Brasiliumenn. Þeir skulda 98 mUlj- arða doUara en eru 130 miUjónir tals- ins, sem sagt um 750$ á mann. Mexí- kanar eru um 75 miUjónir talsins og skulda um 50 miUjaröa dollara eða tæpa 700$ á mann. Islendingar skulda aftur á móti yfir fimm þúsund dollara á mann, mörgum sinnum skuldugri en skuldugustu þjóðir ver- aldarinnar. ÞrætubókarUstin kann þó svar viö þessu. Þetta eru nefnilega van- þróaðar þjóðir mörgum sinnum fá- tækari en við og greiðslugeta þeirra lítil sem engin á við okkar. Þrætu- bókin svarar því hins vegar bara ekki hvert stefndi hjá okkur, ef ekki væri gripiö í taumana. Og fyrir sitt leyti svarar þjóöin í skoöanakönnun- um, því hún treystir ekki orðið Kröfluflokkunum. Þeir sem ældu í skóinn sinn verða að hugsa málið uppá nýtt. Þeir sem höfðu rétt fyrir sér njóta trausts, það sýna skoðana- kannanimar. Þjóðin flykkist tU Al- þýðuflokksins. Herrar f jármagnsins heimta sitt v, Sex mUljarðar króna í vexti úr ís- lensku hagkerfi er mikö blóðtaka, þegar fjárfestingin hefur verið Ula grunduð eða Ula staöiö að viðskipt- um yfirleitt. SkeUurinn kemur í gengisfaUi, aukinni dýrtíð og lágum launum. Herrar fjármagnsins heimta sitt og víkingaþjóðin í norðri verður einfaldlega að borga. En sá er reginmunur á skuld hennar og lán- um skuldugustu þjóða veraldar, aö hún skiptir engu máli alþjóðlega og leiðtogar og seðlabankastjórar munu ekki gera sér ferð á hendur til þess að ræða vandamál hennar eða afleið- ingar hruns íslensks efnahags á ver- aldargengið. Þar er nefnUega ekkert samband á mUU. Þjóðir verða ríkar í útlöndum, hvað sem skeður uppá Is- landi. Við verðum bara að borga skuldimar og lækka launin tU þess að þeim mun meira sé afgangs handa f jármagnseigendunum í útlöndum. Bjart yfir íslandi En öllum þeim, sem ofbýður þrætubók ævintýramennskunnar, öllum þeim fjölmörgu launþegum sem kUgjar við fagurgala mistaka- mannanna og öUum þeim heiöarlegu framtaksmönnum, sem drepnir em í dróma skuldaklafans, hversu mjög sem þeir vilja bæta þjóðarhag, með heilbrigðum rekstri og arðsömum framkvæmdum, — þeim sendir Al- þýðuflokkurinn kveðjur sínar og þakkir fyrir sivaxandi stuöning. Það verður bjart yfir Islandi, þegar allt það fylgi veitir Alþýðuflokknum brautargengi í stjóm landsins okkar. Guðlaugur Tryggvi Karlsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.