Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Blaðsíða 11
DV. MÍÐVIKUDAGUR 8. MAl 1985. 11 „Bréfið kemur mér á óvart” — segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASI „Ég skil ekki í hverju ágreiningur okkar á milli er fólginn. Þess vegna kemur bréf þeirra mér á óvart og ég átta mig ekki á á hvaða forsendum þaö er byggt,” segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, um bréfiö sem húsnæðishópurinn hefur sent til miðstjómar Alþýðusambandsins. Bréfs þessa var getið í DV í gær. Asmundur hefur áður bent á að frumvarpið um greiðslujöfnun hafi ýmsa ágalla. Kaupmáttarviðmiðun- in í frumvarpinu er ekki eins og ASI hafði kosið. Miða hefði átt við kaup- taxta en ekki sambland af töxtum og atvinnutekjum. Þá er einnig ósvarað hvernig aðrar lánastofnanir muni bregðast við frumvarpinu og hvort þær eigi eftir að taka upp greiðslu- jöfnun. Einnig telur ASI það vera galla að sá hópur sem á eftir að njóta góðs af greiðslujöfnun lána er ekki nægilega vel skilgreindur í frum- varpinu. Asmundur segir að ASI leggi einn- ig áherslu á það að f jármagn til Hús- næðisstofnunar verði aukið. Það sé grundvöllurinn fyrir því aö þessi lausn eigi eftir að ganga og aðrar úr- bætur kunna að verða gerðar. „I þessu bréfi húsnæðishópsins er ekkert sem við höfum ekki verið með í okkar viðræðum,” segir Asmundur og ítrekar að hann líti ekki svo á að viðræöum ASI og stjórnvalda sé lok- ið. Hann segir að ekki hafi verið vilji af hálfu stjórnvalda til að fara skattalækkunarleiðina í ár. Þeim umræðum hef ur þó ekki verið lokið. I bréfinu kemur m.a. fram að rík- isstjómin hafi tekið vel í það að greiða til baka það misgengi sem skapast hefur miUi kaupgetu og láns- kjara. „Það eru töluvert önnur við- horf en komið hafa fram í viðræðum við okkur,” segir Asmundur. „En efnislega sýnist mér hópurinn vera að taka á sömu atriðum og við höfum veriðað nefna. Mér þykir því undarlegt að þeir skuli senda þetta bréf til okkar en ekki stjórnvalda. Því það eru stjórn- völd sem hafa staðið gegn því að meira kæmi fram og málsins vegna brýnt að halda áfram að þrýsta á stjómvöld. Því fer fjarri að viðræð- um okkar viöstjómvöld sé lokið.” Asmundur segir einnig að enn sé ekki búið að semja um lækkun vaxta, sem ASI hefur lagt mikla áherslu á í viðræðum við stjórnvöld. Breyting á vöxtum getur að hans mati haft mikla þýðingu fyrir skuldum vafna húsbyggjendur. APH Eski- fjarðartog- ararnir með 1.844 tonn Aflabrögð Eskifjarðartogaranna Hólmatinds SU 220 og Hólmaness SU 1 frá áramótum til aprílloka hefur verið samtals 1.844 tonn. Hólmanes hefur veitt 869,6 tonn á 93 úthaldsdögum. Brúttó aflaverömæti er 13,2 milljónir og er hásetahlutur með orlofi 204.611 kr. Hólmatindur hefur veitt 974,4 tonn á 100 úthaldsdögum. Brúttóverðmæti er kr. 15.464.802 og hásetahlutur með or- lofikr. 231.500. Regína, Eskifirði. Blómaskreytingar við öll tækifæri JNOWCAP kœliskápur semer rúmgóbur ogódýr mtekurlítib pláss ÁDUR KR. 9.750,- Vega kæliskáparnir fásl i þremur slæröum: Vega 150 I., Vega 160 I. JNOWCAP og Vega 280 I. <>.» Ur« Mil Vega 150 ; 150 IH. 85. Br. 58. ). 60 ! já Vega 100 IGO,M 121. Hr. 56. ). 60 |á Vega 280 280’H. 143, Br. 57. 3. 60 J |á Skipholt 7 Símar Rvik. 91-26800 91-20080 HAGKAUP GEHGUR í LIÐ MEÐ Í5LEH5HUM IÐHAÐI Það er góð stemmning á Í5LEN5KUM DCKjUM í MAGÞAUP: VÖmKYNMIKjAR - TÍ5KU5Ýhlh(jm - 5KEMMTIAmiÐI NÚ Efí BOLT/NN HJÁ ÞÉfí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.