Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Qupperneq 12
12 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaflurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvaemdastjóriog útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON. : Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjðrar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SlMI 684011. Auglýsingar: SlDUMULA 33. SlMI 27022. ( Afgreiðsla,áskríftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SlMI 27022. Sími ritstjórnar: 68ÓÓ11. Setning, unjbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SlÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 1». Áskriftarverð á mánuöi 330 kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað35kr. _________________ Þörfnumst ratsjárstöövanna Alþýöubandalagsmenn kölluðu yfir sig samþykkt Alþingis á byggingu ratsjárstöðva. Þeir grófu sína gröf. Að frumkvæði alþýðubandalagsmanna báru Stein- grímur J. Sigfússon, Alþýðubandalagi, og Kolbrún Jóns- dóttir, Bandalagi jafnaöarmanna, fram tillögu gegn rat- sjárstöðvunum. Þar sagði: „Alþingi ályktar að fallið skuli frá öllum hugmyndum um að heimila að reisa nýjar hemaðarratsjárstöðvar á íslandi og felur ríkisstjóminni aö synja öllum óskum, sem kunna að berast um leyfi til að reisa slík mannvirki á íslenskri grund.” Haraldur ölafsson, Framsóknarflokki, bar fram tillögu um, aö þessari tillögu skyldi vísað til ríkisstjómarinnar. Tillaga Haralds var felld með 43 atkvæðum gegn 13, en 4 voru fjarstaddir. Með því að fella tillögu Haralds lýsti Alþingi vilja sínum til þess, að tillaga Steingríms og Kolbrúnar mætti koma til atkvæða, svo að þingheimur gæti lýst áliti sínu, fellt þá tillögu einnig. Tillaga Steingríms og Kolbrúnar var síðan felld með 42 atkvæðum gegn aðeins 15, tveir voru f jarstaddir og einn greiddi ekki atkvæði. Með tillögunni voru einungis alþýðubandalagsmenn og kvennalistakonur auk framsóknarmannanna Ingvars Gíslasonar, Guðmundar Bjamasonar og Páls Péturssonar. Þingmenn Bandalags jafnaðarmanna greiddu atkvæði gegn tillögunni utan flutningsmaöurinn, Kolbrún. ; Að sjálfsögðu þýðir þetta, að Alþingi hefur lagt blessun sína yfir byggingu ratsjárstöövanna. Aumlegt er yfirklór alþýðubandalagsmanna um, að það felist ekki í niður- stöðunni. Skýlaust er, að Alþingi felldi tillögu um aö falla frá hugmyndum um byggingu ratsjárstöðvanna. Flutningsmenn tillögunnar geröu því skóna í greinar- gerö, að bygging ratsjárstöðvanna væri „hlekkur í keðju, sem leitt getur til vaxandi spennu og ófriðlegs ástands umhverfis landið og á nálægum svæðum”. Alþingi hefur hafnað þessu. Flutningsmenn sögðu: „. . . að ný hernaðarmannvirki og aukin umsvif annars stórveldisins hér geti kallað á mótleiki af hálfu hins og þannig koll af kolli”. Alþingi hefur hafnað þessari kenningu. Mikill meirihluti þing- manna telur, að „aukin hemaðarumsvif” felist ekki í því að reistar séu fyrirhugaðar ratsjárstöðvar. Alþýðubandalagsmenn höföu gert sér vonir um að spilla stjómarsamstarfinu meö þessari tillögusmíð. Vitað var, aö einhverjir framsóknarmenn eru andvígir rat- sjárstöðvunum. Jafnvel höfðu fjölmiölar fullyrt, þótt rangt reyndist, að meirihluti framsóknarmanna væri andvígur ratsjárstöðvunum. Skoðanakönnun DV sýndi, að mjótt var á munum fylgismanna og andstæðinga ratsjárstöðvanna meðal landsmanna. Þaö stafar vafalaust af því, að rat- sjárstöðvamar hafa ekki verið nægilega kynntar. Þingheimur hefur tekið af skarið. Hann hefur í fyrsta lagi hafnað tillögu, sem það fólst í, að þingið þyrfti ekki aö taka afstöðu til meginmálsins. Þingheimur hefur í öðm lagi beinlínis og skýrt fellt tillögu um að hverfa frá áformum um þessar ratsjárstöðvar. Sú túlkun er því rétt, að Alþingi hefur samþykkt ratsjárstöðvamar. Þeir Islendingar, sem skoða málið grannt, munu sjá, að loka þurfti „ratsjárgati” í flugi yfir Island. Sovétmenn hafa getað komizt framhjá- eftirliti ratsjánna nú. Slíkt skapar einkum hættu, af því að Rússar fljúga án þess að tilkynna sig, utan við lög og reglur, og geta því valdið stórslysum í fluginu. Haukur Helgason. DV. MIÐVIKUDAGUR 8. MAl 1985. mb. '■ 4 í * ■ Mý * 1 mWnr -r-Jkr V „Þann 27. april maattuat harir Sovétrikjanna og Bandarikjanna vlð Elbu I Þýskalandl, og aðfaranótt 8. mai undlrrituðu ÞJóðvarJar akllyrðisiausa uppgjðf sina. Margra ára martrðð var létt af Evrópu." Á tímamótum Þann 27. apríl 1945 mættust herir Sovétrikjanna og Bandarikjanna við Elbu i Þýskalandi, og aðfaranótt 8. maí undirrituðu Þjóöverjar skil- yrðislausa uppgjöf sína. Margra ára martröð var létt af Evrípu. I móti hermannanna viö Elbu þóttust margir sjá tákn um sáttagerð austurs og vesturs og eygöu end- anlegan frið i álfunni eöa jafnvel heími öllum. Allir vonuöust til að þessar þjóöir, sem höföu háð baráttu gegn hinni verstu villimennsku sem heimurinn kunni þá frá að greina, gætu komið sér saman um að skapa þjóðum heims friðvænlega veröld og samvinna þeirra á stríðstímunum yrði grundvöllur að samvinnu á friðartimum. Reyndin varð þó önnur. Svo sem kunnugt er hafði sú ósk blundað í brjóstum margra kapítalista og iðju- hölda í hinum vestræna heimi allt frá upphafi styrjaldarinnar, að hægt yrði aö beina herjum Hitlers austur á bóginn og láta Þýskaland nasismans og Sovétríkin eyðileggja hvort annað, eöa láta „rakkann Nasa og rakkann Bol rífa hvor annan á hol”, eins og Douglas Reed hafði eftir breskum stjómmálamanni í bók sinni, Hrunadans heimsveldanna, sem hann skrifaði eftir dvöl sina i Þýskalandi rétt fyrir síöari heims- styrjöldina. Ekki voru vígvélar styrjald- arinnar fyrr þagnaðar en upphófst æðisgenginn áróður gegn Sovét- rfkjunum, sú hervæðing hugarfars- ins, sem áður hafði ríkt gegn Þjóðverjum og öllu sem þýskt var beindist nú gegn Sovétríkjunum. I hernumdu löndunum hafði á stríðsárunum starfaö andspymu- hreyfing, misjafnlega öflug en all- staöar virk að einhverju marki. I forustu þessara hreyfinga voru alltaf kommúnistar, og í stríðslokin bjuggust margir við að eftir styr jöldina yrði E vrópa að meira eða minna leyti rauö. Svo sem kunnugt er tók alþýðan völdin í austurhluta álfunnar, og hét það á máli vest- rænna ríkja „útþenslustefna Rússa”. Minna var talaö um hitt, aö i Grikklandi var þróunin á sama veg, þar leit einnig út fyrir að alþýðan my ndi taka völdin, en þar var f relsis- hreyfingu hennar drekkt í blóði. Breskur her var sendur inn í landið til að „skakka leikinn” eins og þá var sagt, og frelsissveitimar voru yfir- bugaðar og forusta þeirra ýmist drepin eða sett í fangabúðir. Margir róttækir ásökuöu Sovétríkin fyrir að koma ekki alþýðu Grikklands til hjálpar, en þá hefði sjálfsagt verið komið þaö ástand sem afturhalds- postularnir á Vesturlöndum óskuöu sér, það er að segja „ástæða” til að fara með her á hendur Sovétrfkjun- um, eða varpa á þau kjamorku- sprengju. En hvað varð af stríðsglæpamönn- unum? Svo sem kunnugt er voru stríðsglæpamenn Þjóðverja leiddir fyrir dómstólinn í Numberg. En ekki kom nema lítill hluti þeirra til skila, það var eins og jörðin hefði gleypt Kjallarinn MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR STARFSMAÐUR SOVÉSKU FRÉTTASTOFUNNAR APN A fSLAN.DI. þá. Orðrómur var á kreiki um að Bandaríkin hefðu tekið við þeim og veitt þeim skjól. ýmist í Banda- ríkjunum sjálfum eða í ýmsum einræöisrfkjum Suöur- og Mið- Ameríku. Að vísu var vitað að Roose- velt og Truman höfðu lagt blátt bann við innflutningi slíkra manna þangað, svo ekki þótti þetta trúlegt, og sá sem hefði látiö sér slíkt um munn fara á síðari árum hefði áreiðanlega verið talinn „útsendari Moskvu”. En 13. júní 1982 birtist loksins i íslenskum fjölmiðli, Tímanum, fróðleg grein eftir Illuga Jökulsson. Hann segir frá ungum lögfræðingi frá Boston, John Loftus að nafni, sem komiö hafði fram í bandaríska sjónvarpinu og skýrt frá þessum innflutningi á glæpamönnum eftir síðari heimsstyrjöldina en lög- fræðingurinn var forseti nefndar, sem Carter, þáverandi forseti Bandaríkjanna, hafði stofnað á vegum dómsmálaráðuneytisins til að kanna hvað hæft væri í þessum orðrómi. Svo sem kunnugt er sto&iaði leyni- þjónusta Bandaríkjanna útvarps- stöðvamar Free Europe og Liberty eftir stríðiö. Hlutverk þeirra var tvíþætt, annarsvegar að útmála dýrð vestursins fyrir þeim sem fyrir aust- an bjuggu, hinsvegar aö hervæða hugarfar Vesturlanda gegn Sovét- rikjunum og öðrum sósíalískum ríkjum. Til þessara starfa voru stríösglæpamennirnir kjömir. Skýrslur þær er Illugi vitnar i fjalla þó ekki um þýska glæpamenn, heldur hvítrússneska, sem unniö höfðu með Þjóðverjum og ekki verið neinir eftirbátar þeirra í útrýming- arstarfseminni. Illugi segir orðrétt eftir Loftusi: „Okkar menn náðu i alla nasistastjómina í Hvíta Rúss- landi: forsetann, varaforsetann, ráðherrana, fylkisstjórana, borgar- stjórana og lögreglustjórana. Þeir eru nú allir búsettir í Bandarfkjun- um”. Einn þessara manna, Vilis Hazner hafði verið leiddur fyrir rétt um þetta leyti, og yfirmenn hans í CIA þurft að segja honum upp störfum um stundarsakir, til mála- mynda, en endurréðu hann strax aftur. Þetta vom mennirnir sem notaðir voru til að hervæða hugarfar Vesturlanda gegn Sovétríkjunum og kommúnistum yfirleitt. Þetta vom mennimir sem reyndu af fremsta megni aö fá þegna hinna sósíalísku ríkja til að „hoppa af” og kjósa hið vestræna „frelsi”. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart þó Banda- ríkjaforseti Ieggi leið sína til Bitburg til að leggja blómsveig á leiði nas- istaforingjanna, það getur vart talist annað en eðlileg þróun. I þessu sambandi er og vert að minnast þess, að fyrir nokkm birtist bandarisk skýrsla um hvemig bregðast ætti við eftir stríðið ef „kommúnistar” hér á Islandi sigruðu í kosningum, það átti að stöðva þá þróun með hervaldi. Nú, þegar við minnumst þess að 40 ár era liðin frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar er efalaust mörgum sú spurning ofarlega í huga, hvert framhaldiö verðL Mun Reagan Bandarikjaforseta og bandarískum hergagnaframleiðendum takast að leiða helför kjarnoikunnar og „stjömustríðsins” yfir heiminn, eöa tekst friðar- og sáttaöflum heimsins að bera sigur úr býtum? Það er áreiðanlega ósk allra heiðvirðra manna hvar í heimi sem þeir búa. Þaö er ósk okkar allra á þessum tímamótum en þá veröum viö líka aö þekkja okkar vitunartíma og leggja öll hönd á plóginn til að svo megi verða. Maria Þorsteinsdóttlr. A „Svo sem kunnugt er hafði sú ósk blundað í brjóstum margra kapítalista og iðjuhölda í hinum vest- ræna heimi allt frá upphafi styrjaldarinnar, að hægt yrði að beina herjum Hitlers austur á bóginn og láta Þýskaland nasismans og Sovétríkin eyðileggja hvort annað.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.