Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Side 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNI1985.
„Hæ, hó,
það er kominn
17. júnf’
—blöörur, ýlur, rellur, lúörar, fánar, sól,
ræöur og rígning var allt á sínum stað
Já, allt var þetta á sínum vísa staö í
gær er þjóöin kom saman, skemmti sér
og fagnaöi fullveldisdeginum.
I Reykjavík safnaöist fólk saman í
miöbænum í þokkalegu veðri. Það var
hætt að rigna, eftir vætusamt hádegi.
Og ekki bar á ööru en pabbar, mömm-
ur og börn á háhesti nytu dagsins.
„Hér hefur verið einstakt veður,
sannkölluö hitamolla, glampandi sól
og blankalogn,” sagöi lögreglumaöur
á Isafirði í gær. Hefðbundin hátíðahöld
og meðal annars bragðað á karamell-
um sem dreift var úr flugvél.
Á Akureyri var einnig hitamolla í
gær, hitinn fór upp í rúmlega 16
gráður. Hátíðahöldin fóru fram á
íþróttavellinum. Það var svo gamla
góða Ráðhústorgið í gærkvöldi.
„Guðriður var afhjúpuð í grenjandi
rigningu,” sagði lögreglumaður í Vest-
mannaeyjum í gær. Þar átti hann auð-
vitað við höggmyndina af Guðríði
Símonardóttur, öðru nafni Tyrkja-
Guddu.
Það var Sigurbjörn Einarsson
Blöðrur, ýlur, lúðrar, fánar, rellur,
álblöðrur, ræður, skrúðgöngur, rign-
ing, sól, pylsur, hattar, og auðvitað
....Það er kominn 17. júní. ”
* 'MM"'
Selfossi skemmtu menn sór við
og í sundlauginni. Bankastarfsmenn
syntu til dæmis eftir peningum í
lauginni. Við sjáum hór Stefán
Garðarsson, bankastjóra Iðnaðar-
bankans, en hann krækti sór i 118
krónur.
Skrúðgöngur eru nauðsynlegur hluti 17. júní hótíðahalda.
DV-myndir GVA, JBH og EJ
biskup sem afhjúpaði styttuna af Guð- Sem sé, hátíðlegur lýðveldisdagur,
ríðl Þrátt fyrir úrhellið var margt þar sem landinn var bæði sólar- og
manna samankomið. En hátiðahöldin i rigningarmegin í tilverunni.
Eyjumvoruþómestinnandyra. -JGH
Hamingjusöm þjóð í hótiðarskapi þar sem smáfólkið lót sig ekki muna um að „lyfta sór upp" 6 háhest. Alls 12 þúsund manns I miðbænum i gær.
Færeyjan
íslendingur
rekinn úr landi
Frá Eðvarð T. Jónssynl, fréttaritara
DVíFæreyjum:
Færeysk yfirvöld vísuðu
íslenskum ríkisborgara úr landi i síö-
ustu viku og er það í annað skiptið
sem þessum manni er vísað úr landi í
Færeyjum.
Maðurinn komst fyrst i tæri við
færeysku lögregluna áriö 1981 þegar
hann var ákæröur fyrir að hafa stolið
úr einkahúsi, stungið af frá hótel-
reikningi, og svikiö út miða með
skipi til Danmerkur. Hann var fund-
inn sekur, dæmdur í 60 daga fangelsi
og jafnframt visað úr landi.
I síðustu viku kom maðurinn síðan
aftur til Færeyja sem háseti um borð
í færeyskum fiskibáti. Lögreglan tók
á móti honum strax við komuna og
daginn eftir fékk hann áminningu frá
dómara fyrir að hafa brotiö gegn
brottvísuninni frá 1981 en hún gildir í
fimm ár. Maöurinn var síðan sendur
heim til Islands með færeysku ferj-
unniNorrænu. EA
Norræn
íþróttaráðstefna
Gervigras
efstábaugi
Yfirgripsmikii rannsókn Norö-
manna á 17 mismunandi efnum í
gervigrasvelli var það sem mesta at-
hygli vakti á nýafstaöinni norrænni
ráðstefnu um byggingu og rekstur
íþróttamannvirkja sem lauk í gær,
föstudag.
Ráðstefna' þessi fór fram á
Laugarvatni og var hún liður í reglu-
bundnu samstarfi norrænna ráðu-
neyta, sveitarstjórna og íþróttasam-
banda á þessu sviðl Sóttu ráö-
stefnuna 18 fulltrúar alls staðar af
Norðurlöndum.
Fyrmefndri rannsókn Norðmanna
er ekki aö fullu lokið. Þ6 töldu þeir aö
reynsla af þeim efnum á gervigras-
veHi, sem sandur er borinn á, væri
mjög slæm og ekki sé ráðlegt aö
leggja gerviefni beint á eldri malar-
velli. Athygli hefur vakið að Þjóö-
verjar gera nú tilraunir í MUnchen
með að leggja gerviefiii á malarveUi
en þó meö þvi að leggja fyrst sér-
stakt undirlag úr gúmmíi.
önnur helstu umræðuefni ráðstefn-
unnar voru nýting iþróttamann-
virkja, raki í gólfum íþróttahúsa,
nýting varma frá kælivatni véla í
skautahöllum, skráning íþrótta-
mannvirkja, endurbætur á sundhöll-
um, upphitaöir íþróttavellir og
samanburður á gerð mismunandi
íþróttahúsa. -KÞ
Fiskiðjan Freyja á
Suðureyri
Enginn vill
framkvæmda-
stjórastólinn
Enn hefur enginn framkvæmda-
stjóri verið ráðinn að Fiskiðjunni
Freyju á Suðureyri samkvæmt upp-
lýsingumDV.
Eins og kunnugt er á fyrirtækíð i
miklum rekstrarörðugleikum og
skuidar milljónir. Fyrir skömmu var
haldinn aðalfundur Freyju þar sem
þrír stjómarmenn af fimm gáfu ekki
kost á sér til endurkjörs vegna
óánægju og samstarfsörðugleika inn-
byrðís og við aöra stjómarmenn svo
og aðaleiganda fyrirtækisins sem er
Sambandiö. Þá hefur núverandi
framkvæmdastjóri, Bjami Elíasson,
einnig sagt upp störfum af sömu
ástæðum.
Ekki mun Ijóst hvenær Bjami
hættir en hann mun viija hætta sem
fyrst. Leitaö hefur verið logandi
ljósi að eftirmanni hans en enginn
hefurfundist.
-KÞ