Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 26
26 DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNI1985. fótboltaskómir fyrir gras. St, —46. Verðkr. 990-2.190,- Fyrir möl. Stærðir: 32— 46» Verð kr. 990-1.990,- Fyrir gervigras. Stærðir: 5-10 1/2. Verð kr. 1.990,- w ® nsíuno ® SPORTVORUVERSLUN Háaleitisbraut 68 Austurver Simi 8-42-40 • (Jr lelk KR og Vikings á laugardag. íþróttir íþróttir „Fó ri iað reyna kýli ingar ef ti rVí kingsn narl lið” — sagði Gordon Lee, þjálfari KR, sem var ekki að öllu leyti sáttur við sína menn þrátt fyrir sigur á Víkingi, 2:1 „Ég er mjög ánægður með leik minna manna í fyrri hálfleik og framan af þelm seinni. Hins vegar var ég mjög óánægður með það hvemig lelkmennimlr bmgðust við Víkings- marklnu, þeir hættu að spila en fóm þess í stað að reyna kýlingar,” sagði Gordon Lee, þjálfari KR, eftir að liðið hafði sigrað Viking á KR-velllnum á laugardaglnn, 2—1. Leikurinn var fyrsti vinningssigur KR-liðsins ef undanskilinn er „Jóns- leikurínn” gegn Þrótti sem tapaðist á kæm. Þrír leikir KR-inga af fimm hafa endað með jafntefU en þeir hafa verið óopinberir meistarar í jafhteflum und- anfarin ár. Víkingsliðið hefur ekki borið sitt barr eftir meistaraárin 1981 og ’82 og Uðiö stendur nú mjög höUum fæti. Sigur í fyrsta leik en tap í f jórum síöustu. KR var mun sterkari aðilinn framan af en tókst þó ekki að gera meira en eitt ógdt mark. Ágúst Már Jónsson tók þá horn og WiUum Þórsson og ögmundur Kristinsson áttust við, WUlum stjakaði við ögmundi og inn fór boltinn. Gunnar Gíslason og Július Guðmundsson voru síðan báðir nálægt því að skora en hálfleikurinn var án gildra marica. I seinni hálfleiknum komust Víking- ar meira inn í leikinn og voru nálægt því að ná forystunni eftir fimm minútna leik. Þórður Marelsson fékk upplagt færi á markteig en skotið var laust og Stefán Jóhannsson átti ekki í miklum erfiöleikum með að ver ja. Það var á 19. mínútu að vesturbæingarnir náðu forystunni. Aukaspyrna frá hægri kanti sem Hálfdán örlygsson tók, hann sendi boltann inn í mark- teiginn þar sem Jósteinn Einarsson var einn og óvaldaður og átti ekki í erfiðleikum meö að skalla í markið framhjá sofandi Víkingum. Fimm mínútum seinna bættu KR-ingar við öðru marki. Sæbjöm Guðmundsson náði þá boltanum eftir slæm mistök eins leikmanns Víkinga og brunaði inn í vítateiginn þar sem hann skaut föstu skoti framhjá ögmundi Víkingsmark- manni og í markið, 2—0. Víkingar sóttu í sig veðrið eftir markið og náðu að skora tíu mínútum fyrir leikslok. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Þórður Marelsson léku boltanum þá saman á hægri kantinum, Þórður gaf sendingu inn í vítateiginn þar sem Andri Marteinsson sneri laglega á KR- vörnina og sendi boltann fram hjá Stefáni Jóhannssyni, markverði KR. Nokkur spenna komst í leikinn en Víkingarnir náðu ekki að skapa sér nein umtalsverð færi j)ann tíma sem eftir lifði. KR-ingar hins vegar eitt. Ás- björn Björnsson átti skalla í stöng. Gunnar Gíslason, Sæbjörn Guðmundsson og Hálfdán örlygsson stóðu allir mjög vel í þessum leik. Þeir Gunnar og Hálfdán léku sem bakverðir en tóku báöir mikinn þátt í sóknar- leiknum og sköpuöu þá hvað eftir annaðmikla hættu. Hjá Víking var Andri Marteinsson frískur en hefur þó oft leikið betur. Jóhann Holton og Einar Einarsson geröu góða hluti er þeir komu inn á sem varamenn. Þá virðist sem framherjarnir Amundi og Atli séu ekki nógu fundvísir á mark andstæöinganna. Hafa aðeins gert eitt mark í fimm leikjum. Lið KR: Stefán Jóhannsson, Gunnar Gíslason, Hálfdán örlygsson, Hannes Jóhannesson, Jósteinn Einarsson, Willum Þórsson, Ágúst Már Jónsson (Jakob Pétursson), Ásbjörn Björns- son, Björn Rafnsson, Sæbjöm Guðmundsson. Július Guðmundsson (JónG.Bjamason). Dómari var Friðjón Eðvarðsson. Maður leiksins: Gunnar Gíslason. -Fros. RENNDU VÐ EÐA HAFÐU SAMBAND Hér hefði FÚAVÖRN komið að gagni. Hjá JL-Byggingavörum eru til allar tegundir af fúavarnarefnum (Woodex, Pinotex, Solignum og Arcitectural). Fáið ráðleggingar afgreiðslumanna okkar á vali á bestu efnunum og hvernig best er að verjast fúaskemmdum. Við minnum á 5-20% afslátt á málningu. FTl BYGGIMG flVÖRBR MÁLNINGARVÖRUDEILD, HRINGBRAUT 120.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.