Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JÚNt 1985. Spurningin Ert þú fylgjandi þjóðarat- kvæðagreiðslu um bjórinn? Guömundur Ingvarsson múrari: „Aö sjálfsögðu er ég fylgjandi þjóöarat- kvæðagreiöslu umbjórinn.” Þorgeir Sæberg kjötiðnaöarmaöur: „Já, ég vil endilega þjóðaratkvæöa- greiðslu um bjórinn.” Hrafnhildur Grimsdóttir skrifstofu- kona: „Já, alveg eindregiö. Eg vil endilega fá þessa þjóðaratkvæöa- greiöslu.” Guömundur B. Bergmann, á eftirlaun- um: „Mér finnst þaö sjálfsagt mál. En það er ekki þar meö sagt að ég sé fylgj- andi bjórnum.” Sigrún Edda Hrlngsdóttir húsmóðir: „Já og það sem fyrst. Þaö er rétt aö fá úr þessu skoriö á þennan hátt.” Sigurlaug Elmarsdóttir, starfar i apóteki: Já, alveg endilega. Þaö er nauðsynlegt aö leysa þetta mál á jafn- réttisgrundvelli.” Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Eru stúlkur sam taka þótt i fegurðarsamkeppni eins og hrútar sem dregnir eru upp á svið? Minnimáttarkennd og grípasýningar J.P.G. hringdi: I gærkvöldi horföi ég á umræðu- þátt um feguröarsamkeppni og mér er alveg hulin ráðgáta hvers vegna fólk er að æsa sig út af þessu. Talaö var um aö keppni sem þessi ali á minnimáttarkennd og sé gripa- sýning. Hvað þá með vaxtarræktar- keppni, hvað er hún? Hvaö minni- máttarkenndina varðar, er þá ekki alstaöar' alið á henni í þjóðfélaginu? Hefur það ekki alltaf verið gert og þá á viðurkenndan hátt, t.d. meö prófum? Er ekki veriö aö sigta út þá sem eru best fallnir til að læra ? Hvað með hina sem ekki geta lært? Það er alltaf verið að skapa fyrir- myndir á öllum sviðum. Það hefur alltaf verið gert en við ráðum auð- vitað sjálf hvort við nennum eða viljum eltast við þær. Satt að segja þá held ég aö það þurfi ekki neina fegurðarsamkeppni til að skapa minnimáttarkennd hjá fólki. Við höfum hana öll einhvem tima út af hinum ólikustu hlutum. Við vitum aö allir hafa sinar sterku og veiku hliðar og við höfum meira aö segja möguleika til að þroska og efla þessa þætti. Sem betur fer erum við ekki öll eins, hvorki að andlegu né líkamlegu at- gervi. Bílar framleiða bráðum bensín Mjóleggur skrlfar: Ég las í DV um sparaksturskeppni sem blaðið hélt í samvinnu við Bif- reiðaíþróttaklúbb Reykjavíkur. Það var ánægjulegt aö s já hve hægt er að fá sparsama bíla nú orðið og manni finnst alls ekki f jarlægt að þeir fari bráðum að framleiða bensín þessir vagnar. Það sem manni þótti hins vegar miður var hve fá bifreiðaumboð sendu bíla til keppni, einungis 6 af 15, ef ég man þetta rétt. Það er slæmt að ekki skuli vera hægt að fá samanburð á öllum bílategundum sem eru til sölu hér á landi. Brófritari er ónægður með það hvað sumir bilar eyða litlu bensini Stöndum vörð um fálkana Búmaður hringdl: Fjölmiðlar hafa flutt að undan- förnu fréttir af fálkaþjófum, fálka- morðingjum og fuglaníðingum. Mikið er ástandið nú slæmt. Erlendir bófar stela óáreittir fálkaeggjum og fálka- ungum og hafa ráð með að foröa sér og þýfinu úr landi. Svo eru það þessir Húsvíkingar sem hafa skotiö fálka sér til skemmtunar og ætluöu síöan aö stoppaþáupp. Mér finnst að Islendingar sem koma nálægt þessum glæpum séu ekki þess, verðir að kallast Islendingar. Það á að vera þjóðernisleg skylda okkar allra aö standa vörð um íslenska fálkastofn- inn og koma I veg fyrir að honum sé unnið tjón. Eg hvet alla til að hafa gát á fálkahreiðrum viti fólk af þeim i ná- grennisínu. Fólkar hafa mikið varið i fróttum að undanförnu og mönnum stendur akki ó sama um þennan merka stofn rónfugla. Skammarlegt ástand Garðar S veinsson hringdl: Ég er smábátaeigandi og fyrir nokkrum dögum ætlaöi ég að kaupa gúmmíbjörgunarbát. Eg komst þá að þvi að það er auðveldara að kaupa sér myndbandstæki og flesta hluti aðra en gúmmíbjörgunarbáta. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk þarf maður að greiða þetta helming og upp í 3/4 hluta kaup- verðsins út, en verð eins gúmmí- björgunarbáts er á bilinu 40 til 60 þúsund. Eins og flestum mun kunnugt er hægt að borga 10 þúsund krónur út þegar maður er að kaupa sér sjónvarp og síðan afganginn á nokkrum mánuðum. Auk þessa komst ég að því að fyrirtækin áttu í fæstum tilfellum báta á lager. Maður þarf að bíða í nokkrar vikur eftir þeim. Mér finnst þetta skjóta skökku við, það er skömm að þessu. Astandiö i þessum málum knýr menn til aö róa án björgunarbáta; þeir hafa ekki efni á að tryggja eigíð öryggi. Gallað veggspjald H.Æ. hringdi: Fyrir nokkru pantaöi ég mér veggspjald ineð mynd af Duran Duran frá bókaverslun I Reykjavík.t Eg bý úti á landi og þegar ég fékk veggspjaldið, þá var þaö rifið. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort bókabúðir sendi viljandi svona gölluð veggspjöld út á land. Það er óneitanlega erfiðara fyrir okkur sem þarbúumaðkvarta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.