Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 8
HREINT LOFT Loftrœstðcerfi, stór og smé, fyrlr reykherbergi, kafftetofur, vinnuaaH, ekfiiúa o.fl. Ennfremur fremieiðum við: sprautunarklefa fyrir bflasprautun, sprautunarskápa fyrir smærri hluti, t.d. húsgögn, huröir og fl. LDvmaKvetí Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogi - Simar: 44040-44100 Stórkostleg nýjung Nú þarf aldrei að bóna aftur MASTER GLAZE lakkvernd Fyrír bíla og hvaða farartæki sem er MASTER GLAZE vemdar gegn: A. Ryði B. Salti C. Sterkri sól D. Frosti E. Steinkasti MASTER GLAZE gefur djúpa og fallega áferð sem heldur fletinum gljáandi í 12 - 18 mánuði. Með MASTER GLAZE lakkvemd þarftu aldrei að bóna aftur. MASTER GLAZE er steinefni sem slípað er ofan í lakkið. Pantið tíllia. MASTER GLAZE safnar ekki í sig ryki, sýnir ekki fingraför, fitubletti eða vatnsbletti. MASTER GLAZE gefur bílnum varanlega vemd. Ryóvarnarskálinn Sigtúni 5 - Sími 19400 i POWERFAB 360 grafa nú til afgreiðslu strax belGo sf Síðumúla 37, R. S. 687390 - 84363. DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNI1985. jórdönsku farþegaþotu ALTA flugfélagsins er flugræningjar sprengdu upp á Beirútflugvelli. EKKERT VITAÐ UM GÍSLANA — Amalmenn segjast hafa flutt þá á leynistað í Beirút, aðrir telja þá enn veraíTWA-vélinni Amal-skæruliöahreyfing sliíta- múslima segist enn halda gíslunum úr TWA vélinni í Beirút en ekki í vélinni sjálfri. Þeir hafi fariö meö þá á leyni- legan stað til að koma í veg fyrir erlenda björgunaraðgerð. Bandaríski flotinn hefur, að sögn, mikinn viðbúnað undan ströndum Líbanon. Þar er meðal annarra skipa flugmóðurskipið Nimitz, um borð er sérþjáifuö vikingasveit. Yfirmaður Amal-hreyfingarinnar, dómsmálaráðherra Líbanon, Nabih Berri, sagði í gær að hann hefði séð til þess að gíslamir y rðu fluttir úr vélinni. Hann hefði géfið flugræningjunum lof- orð um aö láta gíslana ekki lausa nema Israel léti að kröfum þeirra og slepptu lausum 700 föngum shíta sem þeir haida. Hann sagðist einnig hafa lofaö því að gíslunum yrði ekkert mein gert. Aðeins eru um 30 gíslar eftir. Upp- haflega voru þeir 153 farþegar auk áhafnar. Vélinni var rænt þegar hún var á leiö f rá Aþenu til Rómar. Berri sagði að ef Israelar létu ekki undan kröfum flugræningjanna myndi hann láta flugræningjana aftur fá gísl- ana. Sjónvarpíham Bandarísku sjónvarps- stöðvarnar hafa sent heri sjón- varpsmanna á vettvang til að fylgjast með gíslamálinu í Beirút. Fréttamenn og tæknimenn hafa þotið í leiguvélum til Miðaustur- landa. ökumenn bruna með mynd- bönd frá Beirút til Damaskus, þaöan sem hægt er að senda myndir til Lundúna í gegnum gervihnött. Sjónvarpsstöðvarnar hafa leigt símaiínur sem eru opnar allan sólarhringinn. Um leið og eitthvað gerist í Beirút er sagt frá því í Bandaríkjunum. Vilja sniðganga Aþenuflugvöll Samtök flugfarþega víða um heim lögðu á fundi sínum í gær á það áherslu að farþegar i millilandaflugi notuöu ekki flugvöllinn í Aþenu og þrjá aðra flugvelli vegna skorts á öryggisgæslu ogtíðraflugrána. Hans Krakauer, varaforseti alþjóðasamtaka flugfarþega, IAPA, sagöi að meira en hundrað þúsund félagsmönnum í 170 löndum hefði verið ráðlagt að nota ekki flugvöllinn við Aþenu vegna „óviðunandi skorts á öryggisráðstöfunum” og tíðra flug- rána undanfarið en flugvöllurinn í Aþenu var sem kunnugt er brottfarar- staður þeirra flugræningja er rændu flugvél bandaríska flugfélagsins TWA og halda nú gíslum í Beirút. Flugmenn hafa löngum bent á slæ- lega öryggisvörslu á Aþenuflugvelli með tilliti til flugrána. Samtök breskra atvinnuflugmanna sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem lagt er til að bannað verði allt farþega- flug til Aþenu þar til bætt verði stór- lega úr öryggiseftirliti á flugvellinum. Alþjóðasamtök flugmanna, IFAPA, hafa að undanförnu þrýst á ríkis- stjómir að beita sér fyrir auknu öryggiseftirliti á alþjóðaflugvöllum þannig að í eitt skipti fyrir öll takist að koma í veg fyrir flugrán í framtíðinni. Bandaríska skutlan: Með hnöttfyrirPLO 18. ferð bandarísku geimskutl- unnar Discovery gengur samkvæmt áætlun. Geimskutlunni var skotiðá loft frá Canaveralhöfða í Florida i gær. I áhöfninni eru m.a. prins frá Saudi Arabíu, franskur flugmaður auk fimm Bandaríkjamanna. Mikiö ber á erlendmn tæknibúnaöi i frakt geim- skutlunnar. Fullkomnum mexi- könskum gervihnetti var komið á spor- baug um jörðu i nótt og gekk vel að koma honum úr lest skutlunnar. Mun gervihnötturinn koma til með valda byltingu í öllum f jarskiptum Modkana og fylgdust þarlendar sjónvarps- stöðvar með mikilli athygli með því þegar gervihnettinum var komið á sporbraut. I dag er ætlunin að koma fyrir full- komnum gervihnetti, ARABSAT, sem 21 arabariki auk frdsissamtaka Palest- ínu eiga og er megintilgangur hans bætt fjarskipta- og símakerfi fyrir botni Miðjarðarhafs. AbduLAzis, saudi- aratáski prinsinn um borð, kemur í dag til með að fylgjast sérstaklega með því þegar arabíski gervihnötturinn verður losaður frá geimskutlunni enda sér- stakur fulltrúi þeirra arabaríkja sem standa að gervihnettinum. Israelar hafa sagt að þár muni ihuga að láta fangana 700 lausa komi beiðni um það frá Bandaríkjunum. Banda- ríkjastjórn segist hins vegar ekki munu láta undan flugræningjunum. Flugræningjarnir vilja einnig að tveir ákærðir morðingjar á Spáni verði látnir lausir. Stjórn Spánar sagði upp- haflega að slíkt kæmi ekki til greina en hefur nú sagt að sú ákvörðun kunni aö breytast. Mikil óvissa ríkir um hvort glslarnir hafa raunverulega verið fluttir úr vél- inni. Enginn í Beirút virðist hafa séð það og fréttamenn komast ekki nálægt flugvellinum. Maðurinn sem var skotinn til bana og hent út úr vélinni á laugardag var bandarískur sjóhermaður, 23 ára gamall. Shítarsemja við Palestínumenn Mikilvægt skref til friðar í Líbanon var stigið í nótt er líbanskir shítar í Amal-hreyfing- unni og samtök palestinumanna, svonefnd Þjóðfylking, sem höfuð- stöðvar hefur í Sýrlandi, komu sér saman um friðarskilmála til að enda 27 daga blóðuga bardaga fylk- ingannaíBeirút. Samningaumleitanir hafa staðið í marga daga og var um tíma mjög svo tvísýnt um að samningar næð- ust. Samningurinn var undirrit- aður í Damaskus í Sýrlandi í nótt og gerir ráð fyrir að herir viðkom- andi aðila dragi sig i hlé á róstu- svæðunum auk þess sem skorað er á sveitir í libanska hemum að halda sig frá þeim flóttamanna- búðum þar sem barist hefur verið undanfarinn mánuð. ÓsættiíOttawa Sex vikna ráðstefnu þeirra rikja er undirrituðu mannréttindasátt- málann í Helsinki lauk með alls- herjarósætti um helgina í Ottawa er austantjaldsríki lögðust gegn til- lögu vestantjaldsrikja um að hitt- ast reglulega. Þrátt fyrir fáar sam- þykktir á ráðstef nunni í Kanada og mikinn ágreining eru stjómar- erindrekar almennt sammála um að aðeins það aö hittast, tíu árum eftir að Helsinkisáttmáiinn var undirritaður, hafi verið töluverður árangur. Umsjón: ÞórirGuðmundsson og Hannes Heimissonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.