Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNI1985. KENNARAR Neytendur Neytendur Neytendur Þrjá kennara vantar að Héraðsskólanum í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Meðal kennslugreina eru enska, danska og íslenska. Gott og ódýrt húsnæði í boði. Upplýsingar í símum 94-4841 og 94-4840. Héraðsskólinn Reykjanasi. 3ja skúffa furukommóða, kr. 2.708,- 4ra skúffa furukommóða, kr. 3.098,- 5 skúffa furukommóða. kr. 3.729,- 6 skúffa furukommóða, kr. 4.338,- 8 skúffafurukommóða. kr. 3.855,- EFNI: fura, tekk og hvítt. BREIDD: 80 cm, dýpt 40 cm, hæð 56—101 cm. SUíffiRHIÍSffi Háteigsvegi 20 - Sími 12811 FLESTIR HAFA AÐEINS TVÆR HENDUR . . . HF-10 PT er takkasími meötíu númera minni fyrir skífu- eða tónval. Tækiö er með innbyggðum hljóðnema sem hægt er að tala í án þess að lyfta símtólinu og styrkleikastilli fyrir hátalara og símtól Hægt er að læsa fyrir hringingu út, þannig að aðeins er mögulegt að svara. Verð kr. 6.900.- Tækið er samþykkt af Pósti og Síma OOECinn ct l\l II )-ll iu _</ Síðumúla 4, 2. hæð. Opið virka daga 09:00-18:00. Laugardaga 10:00-12:00. Sendum í póstkröfu. - Sími 91-687870 f Þrfr af ofnaverkfrreðingunum sem unnu afl nýju málningunni eru þama mefl tveimur framkvœmdastjór- um fyrirtœkisins. F.v. Jón Bjarnason, Óskar Maríusson, Ásta Guflmundsdóttir, Valdimar Bergstað og Stefán Gufljohnsen. Bylting í utanhússmálningu: Vatnsheld málning sem hleypir í gegnum sig raka Málning hf. kynnir STEINVARA 2000 sem er ný íslensk uppf inning Steinvari 2000 er ný tegund af utan- hússmálningu sem Málning hf. hefur framleitt og sett á markaö. Þessi málning er árangur af rann- sóknum sem fram hafa farið á rann- sóknarstofu Málningar hf. Hún sam- einar þá tvo eiginleika sem nauðsynlegir eru í fullkominni utan- hússmálningu en hefur ekki verið talið hægt aö sameina áöur: Vatnsheldni og hleypir jafnframt í gegnum sig raka í loftkenndu ástandi. Málningin stenst lemjandi regn i sjö vindstigum, þ.e. hún hleypir ekki regn- inu í gegnum sig en veggurinn getur andað eftir sem áöur. Steinvarinn gæti því ráðið úrslitum í vöm steinsteyptra mannvirkja hér á landi. „Vatn er afgerandi þáttur steypu- skemmda hér á landi, hvort sem um er aö ræða alkalískemmdir, frostþiðu- skemmdir, karbónatiseringu eða skemmdlr af súru regni,” sagði Oskar Maríusson, tæknilegur framkvæmda- stjóri Málningar hf., er hann kynnti nýju málninguna fyrir blaðamönnum. Nýjasta undrifl i mólningarheimin- um, STEINVARI 2000. DV-myndir Bj. Bj. „Við hér á Islandi erum tiu árum á undan öðrum þjóðum i rannsóknum á t.d. alkalískemmdum á steinsteypu. i Það var fyrst hér á landi sem vart varð við slíkar skemmdir í mannvirkjum sem voru ofanjarðar. Erlendis var þetta einungis þekkt í mannvirkjum sem voru undir vatni eins og í sund- laugum, stíflum o.s.frv. Nýja málningin getur stöðvað alkalí- skemmdir. Hún getur ekki „læknað” húsið en komið í veg fyrir slíkar skemmdir i framtíðinni. Málning hf. hefur þegar tryggt sér einkaleyfi á þessari málningu í Dan- mörifu. „Þegar sótt er um einkaleyfi verður viðkomandi framleiðsla að fara í gegn- um svokallaða nýnæmisrannsókn. Að- eins 3% þeirra sem sækja um einka- leyfið fá það. En steinvarinn okkar flaug í gegn,” sagði Oskar. Þessi nýja málning er um 2,4 sinnum dýrari í innkaupi en hefðbundin máln- ing. Erfitt er þó að verðleggja slíka málningu ef hún kemur í veg fyrir að regnvatn skemmi húsið þegar fram líöa stundir. Nú þegar hafa margar byggingar á vegum Reykjavíkurborgar verið mál- aðar meö þessari málningu og einnig hafa verið seldir tugir og þúsundir lítra á almennum markaði. Málning hf. er með nokkur hús í mæl- ingu á hæfileikum steinvarans en tal- ið er að þurrka megi útveggi húss á einum til þremur árum eftir því hve blautur veggurinner. Steinvarinn bætist við þá f ramleiðslu sem Málning hf. hefur verið með hing- aðtfl. „Við höfum áfram heföbundin máln- ingarefni fyrir heilbrigð hús þar sem úrkoma er ekki eins mikil, t.d. á suðvestur-homi landsins,” sagði Oskar. Þeir sem unnu að uppfinningu stein- varans eru Oskar Maríusson, efna- verkfræðingur og tæknilegur fram- kvæmdastjóri, Jón Bjarnason, efna- verkfræðingur og yfirmaður rann- Óskar Mariusson sýnir viðstöddum steinstayptan stein sam nýja móln- ingin hefur verifl prófufl ó. sóknarstofunnar, Gísli Guðmundsson efnaverkfræðingur, framleiðslustjóri, Asta Guðmundsdóttir efnaverkfræð- ingur og Sigrún Hrafnsdóttir rannsóknarmaður. Hjá Málningu hf. í Kópavogi vinna 45—50 manns. Sex manns vinna á rannsóknarstofunni og þar af eru þrir efnaverkfræðingar. Er það einstakt hjá ekki stærra fyrirtæki aö hafa svo vel búna rannsóknarstofu. Mikillar ná- kvæmni er gætt viö framleiöslu allrar málningar hjá Málningu hf. Starfs- menn fá í hendur sérstaka uwjskrift sem kvitta veröur fyrir á rannsóknar- stofunni. Sérhver máiningarbianda er merkt með númeri. Ef eitthvað kemur upp, er á augabragði hægt að sjá hvemig hvert númer var blandað. „Við bindum miklar vonir við þessa nýju málningartegund. Hún er hvorki meira né minna en bylting i málun steinsteyptra mannvirkja. Þar sem hún hefiir verið kynnt erlendis hefur hún vakið mikla athygli í fagheiminum og við höfum þegar fengið samstarfs- aðila í Danmöricu,” sagði Oskar Mariusson. Nýja málningin er með mattri áferð ogframleiddítíustaðallitum. A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.