Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNl 1985.' Útgáfuféiag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. ’ Stiórnarformaður og útgáfustjórr: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNJSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SlÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684411. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 684411. . Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. , Áskriftarverö á mánuöi 360 kr. Verð ■ lausasölu 35 kr. HelgarblaöéOkr. , Hagstæðir samningar Skjótt skipast veöur í lofti. Verkamannasambandið ákvaö að óska eftir viðræðum um skammtímasamninga. Bjartsýni tók við af vonleysi um samninga í sumar. Aðil- ar vinnumarkaðarins létu hendur standa fram úr ermum og sömdu nú um helgina. Þeir kjarasamningar eiga að vera hagstæðir launþeg- um. Forystumenn Alþýðusambandsins gera sér vonir um, að með þeim náist að nýju sá kaupmáttur, sem fékkst haustið 1983. Kaupmáttur mundi vaxa um þrjú prósent frá því, sem nú er. Ennfremur verður að hafa í huga, að kaupmátturinn var að óbreyttu á niðurleið og hefði orðið 3—4 prósentum lægri í haust en nú er, hefði ekki verið samið. Því vinnst mikið. Skynsamari verkalýðsforingjar reyndust, þegar á hólminn kom, yfirsterkari þeim, sem fyrir hvern mun vildu fara í bardaga næsta haust en ekki semja nú. Öneitanlega stefndi í, að bardagamennirnir hefðu bet- ur, þegar ekki reyndist vera samningsgrundvöllur og upp úr slitnaði aðfaranótt síðastliðins fimmtudags. En betur fór. Vissulega verður ábyrgðin ríkisstjórnarinnar á því, að sá kaupmáttur náist, sem er aö stefnt með þessum samn- ingum. Það er óhjákvæmilegt. Atvinnurekendur geta að sjálf- sögðu ekki ráðið þeim stærðum í efnahagslífinu, sem valda því, hvort kaupmáttur reynist verða sá, sem menn nú gera ráð fyrir. Ætlast verður til þess, að ríkisstjórnin annist sinn hluta. Ekki aðeins launþegar, heldur þjóðin í heild, á að hagnast á því, að samningar hafa verið gerðir. Að óbreyttu stefndi í átök í haust. Þá voru miklar líkur til, að sama vitleysan gerðist og síðastliðið haust, samið yrði um kauphækkanir, sem þjóðarbúið stæði ekki undir. Þá heföu að nýju fylgt í kjolfarið gengislækkanir og óða- verðbólga. Þetta var víti til að varast. Forsætisráðherra hafði sagt, að ríkisstjórnin mundi ekki sitja eftir aðra kollsteypu, líka þeirri, sem varð síðastliðið haust. Nú hefur að nýju tekizt að koma verðbólgunni niður á skaplegt stig. Ríkisstjórnin sér fylgi sitt vaxa samkvæmt skoðana- könnunum. Fylgið vex ekki vegna afreka ríkisstjórnar- innar heldur vegna þess, að lögn hefur komið á eftir storminum. Því ætti að vera mikið kappsmál ráðherra að einbeita aðgerðum að því, að vonir samningamannanna bregðist ekki. Samningarnir nú eru til góðs. En mestu skiptir, að svig- rúmið, sem skapast, verði notað til að styrkja efnahags- lífið frekar. Það má ekki verða, að samningarnir eyðileggist í verð- bólgu. Þá gæti enn svo farið, að bardaganum, sem sumir vildu fá næsta haust, hafi einungis verið frestað til næstu áramóta. Vinnuveitendasambandið hafði óvenjulegt frumkvæði í þessum samningum. Það bauð fram kauphækkun, áður en samningar voru útrunnir. Sem betur fer sáu hinir skynsamari verkalýðsforingj- ar, aö það var einnig hagur launþeganna. Því hafa þessir merku samningar orðið. Haukur Helgason. NOKKRUM SPURNINGUM SVARAÐ „En er fólkið sem skemmtir sér i Hollywood (en það veldur því að Óla Laufdal grœðist fé) eitthvað verra en hitt, sem lœtur greiða niður fyrir sig miðana í Þjóðleikhúsið?" ^ „Réttlát er sú tekjuskipting sem leiðir af vali allra einstaklinganna — af því hvernig þeir hafa notað ráð- stöfunarrétt sinn á eigin fjármunum.” — seinni hluti (Hannes heldur hér áfram aö svara spurningum Vilborgar Davíðs- dóttur, Isafirði, en fyrri hluti greinarinnar var birtur síðastliðinn föstudag.) Efnalitlu fólki hjálpað Þriðja spuming Vilborgar er svohljóðandi: „Er það ekki á geð- þóttavaldi þeirra er betur mega sín í þjóðfélaginu hvort rétta eigi efnalitla fólkinu hjálparhönd eður ei? Er það ekki afar æskilegt að slíkt sé gert svo unnt sé að nýta krafta sem flestra í þjóöfélaginu við að þróa það og auka velferð þess?” Svar mitt við þessari spumingu er í þremur liðum. Fyrst er það, að þeir eru mjög fáir á Islandi og með öörum bjargálna þjóðum, sem geta ekki séð sjálfum sér farborða af eigin ramm- leik. Þeim, sem það geta, er satt að segja vorkunnarlaust að hjálpa sér sjálfum. Aðrir þurfa ekki að rétta þeim neina hjálparhönd og gera að nauðsynjalausu úr þeim ómaga. Menn mega mín vegna vera latir og duglausir, en þeir eiga að vera það á eigin kostnað, ekki annarra. Reyna ekki allir góðir foreldrar að hvetja bömin sín til þess að standa á eigin fótum? I annan stað em þeir til, sem geta af einhverjum ástæöum ekki hjálpaö sér sjálfir. Mér finnst sjálfsagt, að þeim sé hjálþað, þótt æskilegra sé, að menn geri það ótilneyddir með líknarfélögum sínum heldur en að ríkið taki það að sér. Þetta á ekki að gera til þess að „nýta krafta” lítil- magnans eins og Vilborg segir, enda er auðvitað ekki um neina slíka krafta að ræða, heldur á að gera þetta í nafni náungakærleikans, sem Kristur boðaöi okkur forðum með dæmisögunni um miskunnsama Samverjann. Síöan er það aö lokum, að í vel- ferðarriki okkar daga hafa tekjutil- færslur því miður ekki verið til þess fólks, sem þarf þeirra með. Þær hafa verið til bænda, sem geta framleitt næstum því óháð þvi, hvort kaup- endur fást að framleiðslu þeirra, til útgerðarmanna, sem haldiö er á floti með ódýrum lánum, og síðast en ekki síst til fólksins, sem skrifar í blöð eins og Vilborg Davíðsdóttir — því að ýmsar þarfir þess fólks eru greiddar af ríkinu, en ekki af því sjálfu, svo sem skólanám og allt það umstang, er kennt er við „menningu”. Þessar tekjutilfærslur hafa verið til þess fólks, sem getur skipulagt sig til sóknar í stjórnmálabaráttunni og látiö í sér heyra í f jölmiðlum. Raddir annarra hafa drukknað í hávaðanum frá þessu fólki. Hvað er réttlát tekjuskipting? Síðasta spuming Vilborgar er á þessa leið: „Gætum við fáfróðir vinstri menn fengið greinargóða út- skýringu á því hvað er „réttlát tekju- skipting” að mati frjáls- hyggjunnar?” Þessari spurningu er auðsvarað og henni hefur í rauninni þegar verið svarað í þessari grein og hinni fyrri. Réttlát er sú tekjuskipting, sem leiðir af vali alira einstaklinganna — af því, hvernig þeir hafa notað ráð- stöfunarrétt sinn á eigin fjármunum. Við kunnum að kvarta yfir þessu vali einstaklinganna en við erum með því aðeins að nöldra yfir því, að aðrir velja ekki eins og við viljum að þeir geri. Mér kann að þykja hart, að fleiri kaupi bók Guðrúnar Helga- dóttur en bók mína. Og okkur kann sumum að þykja blóðugt, að einhver ómerkilegur dægurlagasöngvari hafi miklu hærri tekjur en heimspeki- kennari i háskóla. Við verðum þó að sætta okkur við slíkan tekjumun, ef hann má Kjallarinn HANNES H. GISSURARSON CAND. MAG. Ótímabærar athugasemdir rekja til þess, að miklu fleiri menn eru tilbúnir til að kaupa þjónustu dægurlagasöngvarans en heimspeki- kennarans. Fólkið, sem sækir hljóm- leika söngvarans í Laugardalshöll- inni, hefur þrátt fýrir allt sama ráð- stöfunarrétt á eigin fjármunum og hitt, sem sækir fyrirlestra heim- spekingsinsí Lögbergi. Eg er hræddur um, að undir andúð Vilborgar Davíðsdóttur og annarra samhyggjumanna á þeirri tekju- skiptingu, sem er afleiðing af vali einstaklinganna, blundi hroki þeirra, sem telji sig vita betur en venjulegt fólk, hvað því sé fyrir bestu. En er fólkiö, sem skemmtir sér í Holly- wood (en það veldur því, að Ola Laufdal græðist fé), eitthvað verra en hitt, sem lætur greiða niður fyrir sig miðana í Þjóðleikhúsið? Stundum grunar mig reyndar, aö undir þessari andúö blundi önnur hvöt og öllu lítilmótlegri — hrein og bein öfund í garð sumra þeirra, sem gengið hefur sæmilega að veita öörum þjónustu á markaðnum og gratt fyrir vikið, Ragnars í Smára fyrir að selja smjörlíki, Guðrúnar Helgadóttur fyrir að selja skemmti- legar barnabækur, Ingólfs í Utsýn fyrir að selja ódýrt sólskin, Péturs Björassonar í Vífilfelli og Davíðs Scheving-Thorsteinssonar fyrir að selja ljúffenga svaladrykki — og óteljandi annarra ágætra manna með sköpunarmátt, hugvit og verks- vit. Hannes H. Gissurarson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.