Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 42
42 DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNI1985. Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tfðarandinn Tíðarandinn Tfðai Allir spenna bogann jafnhátt —fatlaðir sem ófatlaðír Þaö er kannski einkennandi fyrir íþróttagreinina aö æfingasalurinn er hálffalinn í kjallara Hátúns lOa. Bog- fimi er ekki útbreidd íþrótt hér á landi. Þaö var Iþróttafélag fatlaöra sem fyrst tók þessa íþróttagrein upp á arma sína og nokkrir einstaklingar í félaginu fóru aö æfa 1974. Fæstir urðu iðkendur 2 en á síöustu árum hafa æ fleiri byrjað að æfa þessa skemmtilegu íþrótt. Nú stunda yfir 30 manns bog- fimi á vegum Iþróttafélags fatlaöra, þar af er helmingurinn ófatlaö fólk. w Húsmóðir, bifvéla- virki, smiður Aöstööuleysi stóð lengi vel bogfim- inni fyrir þrifum. Það hefur hins vegar breyst til betri vegar því 24. jan. sL var tekin í notkun æfingaaöstaöa í Hátúni lOa. Þar geta bogmenn skotiö aö marki óáreittir. Sú sem sér um að kenna nýliðum undirstöðuatriðin er Elísabet Vil- hjálmsson. Hún varö sem kunnugt er í ööru sæti á Noröurlandamóti fatlaðra í bogfimi sem haldiö var fyrir skömmu. „Ég vil ekki láta kalla mig þjálfara. Eg er fyrst og fremst leiðbeinandi vegna þess aö ég keppi líka sjálf. En ég er nú hætt í bili a.m.k. Ég setti mér þaö markmið að vinna til verðlauna á Noröuriandamótinu og þaö tókst. Ætli ég láti þaö ekki gott heita. Hópurinn sem æfir hér er mjög blandaður. Hér er alls konar fólk, hús- móðir, bifvélavirki, smiður og tannlæknanemi. Húsmóöirin er reynd- ar eina konan hér á landi sem æfir bog- fimi, auk mín. En þaö munu víst fleiri konur ætla sér aö byrja í þessu. Þetta er ekkert frekar íþrótt fyrir karla en konur.” Sagan bak við bogann — Hvenær byrjaðir þú að æfa bog- fimi? „Ég fékk nasasjón af þessu veturinn 1977—78. En fljótlega eftir þaö slas- aðist ég og hélt þá aö ég yrði að gefa allt upp á bátinn. En ég náöi mér aö nokkru leyti og gat byrjaö aö æfa aftur 1980. Sama ár vann ég gull í keppni og þaö gaf mér byr undir báöa vængi. Samhliða æfingunum fór ég aö lesa mér til um bogann. Boginn á sér langa sögu enda hefur hann fylgt manninum í mörg þúsund ár. Nýlega fundust t.d. 50.000 ára gamlir örvaroddar sem sanna að forfeður okkar voru vel kunnugir boganum. Þaö var svo 1981 sem ég fer út til Þýskalands á námskeið í bogfimi. Ég lærði mikið þarna úti og hef síðustu ár verið aö vinna úr þessum fróðleik ásamt þeim sem æfa hér. Þaö sem ég legg mesta áherslu á viö „Ertu orðinn vitlaus, Gunnar," kallaði Elísabet þegar Ijósmyndarinn settist á hækjur sór fyrir framan bog- mennina og bjóst til þess að taka þessa mynd. En þeir Þröstur, Bjöm og Helgi eru vanar skyttur og þeim varð ekki skotaskuld úr þvi að hafa bogana spennta meðan Ijósmyndarinn smellti af. DV-myndir GVA. byrjendur er aö þeir læri réttu hand- tökin áður en þeir skjóta af alvöru- boga. Þaö er aftur á móti oft erfitt þvi menn eru óþolinmóðir. En ég hef notað þá aðferð aö láta byrjendur spenna létt rafmagnsrör. Þaö er mun auðveldara fyrir þá og ekki síst mig. Ég á miklu auðveldara með að segja þeim til. Þessa aðferö fann ég upp sjálf en þaö hafa víst fleiri uppgötvað hana,” segir Elisabet og hlær. Handalaus bogmaður En hvers vegna hefur bogfimi náö jafnlitilli útbreiöslu hér á landi og raun ber vitni? Þessi spuming var lögö fyrir viöstadda. „Þaö fer ekki á miili mála aö aöstöðuleysið hefur þar haft sitt aö segja. Það er til fjöldinn allur af bogum í landinu. Samkvæmt skránni hjá Utilífi eru þeir um 300. En hvar er allt þetta fólk?” Og einn bætti við: „Þaö vantar frumkvæði. Það vantar að einhverjir taki sig saman og kynni þessa íþrótt fyrir fólki. Hvaö aðstöðuna varðar þá hefur þessi aðstaöa okkar hér bætt mikið úr skák.” Elísabet hafði þetta að segja: „Ég er bjartsýn á að bogfimin nái fótfestu hér á landi, svo framarlega sem okkur er ekki haldið niðri af borgaryfirvöldum. Okkur stendur til boða núna allstórt svæði uppi á Ártúnshöfða en það stendur á borginni að samþykkja það. Bogfimi er skemmtileg íþrótt sem allir geta stundað, burtséð frá því hvort viðkomandi er fatlaður eða ófatl- aður.” Og eftir að hafa séð mynd uppi á vegg af sænskum handalausum dreng sem er að skjóta af boga, er ljóst að bogfimi er íþróttagrein þar sem allir sitja við sama borð. Markmiðið er að skjóta ör í mark. Hvernig það er gert skiptir minna máli. -ÞJV. Bogfimiklúbburinn ,,Aðstöðuleysi hefur alltaf staöiö bogmönnum hérlendis fyrir þrifum. Við tókum þvi nokkrir höndum saman 15. mars sl. og leigðum þetta húsnæði hér á Smiðjuveginum. Jafnframt höfum við stofnað félagsskap áhuga- manna um bogfimi sem hefur það að markmiði að hef ja íþróttina til vegs og virðingar hérlendis.” Svo farast Gunnari Páli, einum aðstandenda bog- fimiklúbbsins, orð um þennan ný- stofnaða félagsskap. „Bogfimi er íþrótt sem allir geta stundað. Það er því skrýtið hversu lítilli útbreiðslu hún hefur náð á Is- landi.” — Hvað eruð þið margir í bogfimi- klúbbnum? „Við erum ca 25 sem æfum hér reglulega, þetta 2-3 í viku. Það er hins vegar langt frá því að aöstaðan sé full- nýtt. Okkur vantar því tilfinnanlega fólk í klúbbinn til að nýta aðstöðuna og ekki síst til að styrkja bogfimina sem íþróttagrein. Við hjálpum byrjendum aö komast af stað, lánum þeim boga og kennum undirstöðuatriðin. Það er sem sagt allt til reiðu. Okkur vantar bara fólkið.” „Fólk þarf að uppgötva bogfimina” „Það er til mikið af bogum á Is- landi, sérstaklega úti á landsbyggð- inni. Það er alveg nauðsynlegt að koma einhverri reglu á þetta og kenna mönnum að fara með boga. Þá er hægt að fara að keppa í þessu fyrir alvöru. Iþróttafélag fatlaðra hefur sýnt þeím mönnum sem staðið hafa í þessu á undanfömum árum mikinn skilning. Við höfum fengið að æfa með þeim og 'taka þátt i mótum á þeirra vegum. En Nokkrir félagar i bogfimiklúbbnum mefl boga sina. DV-myndir S það vantar að geta haldiö keppni oftar.” Hvar stöndum við Islendingar í bog- fimi miöaö við aðrar þjóðir? „Viö erum vitaskuld töluvert á eftir, ekki síst vegna þess að við æfum ekki að skjóta af 25 metra færi eins og gert er á mótum erlendis. Þó höfum við náð ágætum árangri í bogfimi fatlaðra. En ég er viss um að með æfingu og eflingu íþróttarinnar tekst okkur aö standa jafnfætis erlendum þjóðum í framtið- inni. Spuming er bara hvort fólk gerir sér grein fyrir hversu skemmtileg og fjölbreytt íþrótt bogfimin er,” sagði Gunnar PáU, einn af félögum hins ís- lenska bogfimiklúbbs. -ÞJV. Arnar Freyr (t.h.) sést hór losa örvar sinar úr skotskífunni. Þær gaymir hann í sérstöku hylki sem haft er um mittifl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.