Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Qupperneq 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNI1985.
3
Lok aðalfundar
Sambands fslenskra
samvinnufélaga:
Guðjónforstjóri
ogkonaístjóm
Undir bk aðalfundar SlS ó föstu-
daginn vartilkynntaðGuðjónB. Olafs-
son hefði fallist á að taka við starfi for-
stjóra Sambandsins. Hann tekur form-
lega við 1. janúar 1987. Þá var Val-
gerður Sverrisdóttir á Lómatjöm í
Eyjafirði kosin fyrst kvenna í stjóm
SIS. Tvær konur náðu kjöri í vara-
stjóm.
Aðalfundurinn samþykkti ályktun
um að SIS hefði forgöngu um viðræð-
ur milli samvinnuhreyfingarinnar,
verkalýðshreyfingarinnar, samtaka
bænda og fleiri um samstarf á sviði
fjölmiðlunar. A fundinum var talsvert
rætt um nauðsyn þess að styrkj a stöðu
samvinnuhreyfingarinnar í almennri
umræðu.
HERB
Guðmar Guðjónsson, formaður Framsóknarfélags Árnessýslu:
ÞÖRF Á NYJU STJÓRN-
MALAAFLIMEÐAL BÆNDA
„Frá sjónarmiði bænda er frum-
varpið algjörlega óverjandi, enda
finnur þú engan bónda sem er
ánægður með það,” sagði Guðmar
Guðjónsson, kartöflubóndi á Stóra-
Hofi í Gnúpverjahreppi, í gær um
framleiösluráðsfrumvarpið.
Guðmar er formaður framsóknar-
félaganna í Ámessýslu. Á fundi á
Flúðum, á fimmtudagskvöld, sem
kartöflubændur víðs vegar af Suður-
landi sóttu, lét Guðmar mjög tii sin
taka.
„Það em kartöflubændur, rófu-
bændur og gróðurhúsabændur sem
em langmest á móti frumvarpinu,”
sagöi Guömar.
„Akvæðið um að bændur megi
selja beint í verslanir er algjörlega
ótækt, það er aðeins verið að etja
bændum saman í harðvítugt
markaðsstríð og um enga fram-
leiðslustjórnun verður að ræða í
þessum búgreinum.
Það vita líka allir að bændur hafa
ekki óskað eftir þessu frumvarpi,
enda tryggir það hag bænda ekki á
neinnhátt.”
Guömar sagði að ef frumvarpið
yrði samþykkt óbreytt yrði staða
bænda svona svipuð og verkamanna
þar sem kauptaxtar hefðu verið
afnumdir. „Verkamennirnir verða
þá að semja við atvinnurekendur
beint.”
— Nú erað þlð bændur óénægðir
með frumvarpið og fleiri hafa sýnt
óánægju sína með það eins og
Neytendasamtökin. — Hvers vegna
telur þú að Sjálfstæðisflokkurinn
leggi svona mikla áherslu á fram-
varpið?
„Því er fljótsvarað, það er ekkert
annað en vald kaupmanna sem knýr
á, þeir vilja hirða bæði smásölu-
álagninguna og heildsöluálagning-
una. Nú á að ákveða verðið í búöar-
dyrumkaupmanna.”
— Nú hefur heyrst að menn hafi
verið að ræða um nýjan flokk, Dreif-
býlisflokk, verði frumvarpið sam-
þykkt?
„Hvoragur flokkanna mun standa
heill á eftir verði frumvarpið sam-
þykkt og menn ræða það því sín á
milli að hér sé um lokauppgjör þétt-
býlisins gagnvart dreifbýlinu að
ræða.
— Ætlar þú að standa fyrir stofn-
un nýs flokks, Dreif býlisflokksins?
„Nei, það ætla ég ekki að gera, en
hitt sýnist ljóst að það virðist þörf á
nýju sameiginlegu stjórnmálaafli á
meðalbænda.” -JGH
Jeppinn sem valt í Svínahrauni. DV-mynd: S.
TVÖ BANASLYS
Tvö banaslys urðu í umferðinni um
helgina, annað í Svínadal i Dalasýslu,
hitt í Svínahrauni í Arnessýslu.
I Svínadal óku tvær bifreiðir af
Mazda-gerð framan á hvora aðra
skammt frá svonefndum Jónsvaðli um
klukkan 23 á laugardagskvöld. Far-
þegi í öðrum bilnum lést samstundis.
Hann hét Hallgrímur Sæmundsson og
bjó á Tungu í Hörðudalshreppi í Dala-
sýslu. Hallgrímur var 16 ára gamall.
ökumenn bifreiðanna siösuðust einnig
mikið. Þeir voru fluttir strax um nótt-
ina með þyrlu frá Varnarliðinu í Kefla-
vfk á slysadeild Borgarspitaians í
Reykjavík. Með þeim fóru einnig kona
og lítið bam er hlotið höfðu skrámur og
mar. Tveir farþegar, sem voru í bíln-
um með Hallgrími, sluppu lítið meidd-
ir.
Þá lést einn maður og tveir
slösuðust lífshættulega er Range
Rover jeppi valt aðfaranótt sunnudags
í brekkunni fyrir ofan Litlu kaffi-
stofuna í Svínahrauni. I bíinum voru
einnig tveir aðrir farþegar, hlutu þeir
lítil meiðsi.
EA
FYRSTU TÖLUR ÚR
NOKKRUM VEIÐIÁM
Veiðin er að komast á fulla ferð og
veiðimenn hafa bæði misst laxa og
fengið. Um helgina hófst veiði í nokkr-
um ám og höfðum við samband við
veiðihúsin í gærdag. „Það komu 3 lax-
ar á land, sá stærati var 11 punda, og
veiddust þeir neðarlega í ánni,” sagði
Brynjólfur Markússon, leigjandi
Vatnsdaisár. „Það sást töluvert af laxi
en þetta fer rólega af stað en veður er
mjög gott og menn n jóta þess.”
„Það var eitthvað af fiski að ganga í
morgun og veiöst hafa 19 laxar og hann
er 14,5 punda, sá stærsti. Maðkurinn
hefur gefið best en þó hafa menn fengið
5 laxa á flugu,” sagði Olafur veiði-
vörður í veiðihúsinu við Laxá í Leirár-
sveit. „Þetta er allt í lagi en það vantar
tilfinnanlega rigningu. Veitt er á 5
stangireins oger.”
Víðidalsáin gaf 4 laxa og er sá
stærsti 10 punda. Eitthvað sást af laxi í
ánni. Miðfjarðaráin var opnuð seinni-
partinn í gær og höfðu sést iaxar í
Kistunum og Hlíðarfossi í Vesturánni.
Kannski hafa þeir fengið lax í Mið-
firðinumígær?
Sæmilegt start var í Langá á Mýr-
um og veiddust 8 laxar fyrsta daginn,
þar af 5 laxar á neðsta svæðinu á
Breiðunni og hafa veiðimenn séð tölu-
vert af laxi í ánni. Hann er 10 punda, sá
stærsti, og vora komnir 15 laxar á
hádegi í gær. G.Bender.
Laxé i Kjós hefur gefió 50 laxa og
hefur lax veiflst um alla ó; fyrsti lax-
inn kom úr Þórufossi um helgina. Á
myndinni heldur Sigurflur Sigur-
jónsson ó stærsta iaxinum úr Laxó í
Kjós f sumar, 17 punda fiski, veidd-
um ó maflk. DV-mynd G. Bender.
Ekki allt á hreinu í Laugardalslaugunum:
Hreinsikerfið lamað
„Síumar í hreinsikerfinu eru orðnar
16 ára gamlar og tími til kominn að
endumýja þær. Gallinn er bara sá að
fyrirtækið sem ætlaöi að gera það
brann til grunna,” sagði Ragnar Stein-
grímsson, sundlaugarstjóri í Laugar-
dalnum.
Síumar í hreinsikerfinu I Laugar-
dalslaugunum eru úr næloni og eftir 16
ára notkun er svo komið að nælon-
dúkurinn er farinn að rifna. „Það sest
kísill á þetta, hann harönar og þá er
hætta á aö dúkurinn rifni,” sagði
Ragnar. „Yfirvöld hafa þó eftirlit með
vatninu i lauginni og við yrðum stopp-
aöir af ef vatniö værí ekki nógu
hreint.”
Sundlaugarvatnið í Laugardalnum
fer sex sinnum á sólarhring í gegnum
hreinsikerfið og þar með síumar. Þar
sem síumar era rifnar hreinsast vatn-
ið að sjálfsögðu ekkert og streymir því
jafnskítugt út í laugina og það var
fyrir. -eir.
Grindavík:
Grýttu lögreglustöðina
Hópur ungiinga í Grindavík grýtti
lögreglustööina á staönum siöastliöið
laugardagskvöid eftir aö félagi þeirra
hafði verið færður í gæslu fyrir ölvun.
Brotnuðu rúöur í bæjarskrifstofunni á
hæðinni fyrir ofan og útihurð stöðvar-
innar skemmdist talsvert, en eftir að
kallað hafði veriö á liðsauka frá lög-
reglunni í Keflavík tókst að yfirbuga
óeiröaseggina og komst þá á friður.
Fengu fimm úr hópi unglinganna að
gista fangageymslur lögreglunnar um
nóttina.
EA
Færeyskir alkóhólistar
í meðferð á íslandi:
Frábærárangur
Frá Eðvarð Jónssyni, Færeyjum:
Fjörutíu færeyskir alkóhólistar
hafa farið í meðferð fyrir áfengis-
sjúklinga á heimilinu Von í
Reykjavík. Arangurinn er framúr-
skarandi, að því er færeysk blöö
greina frá í síðustu viku.
Nú er kominn biðlisti hjá SAR í
Þórshöfn eftir að komast í meðferð
til Islands. SAR eru samtök í
Færeyjum samsvarandi SAA á
Islandi. Þau voru stofnuð fyrr á
þessu ári, að tilhlutan forystumanna
Vonar í Reykjavík. Hefur framtak
Islendinganna vakið mikia athygli i
Færeyjum þar sem áfengissýki er
mjög alvarlegt vandamál eins og
víðar á Norðurlöndum. Alkóhól-
istarnir hafa átt i fá hús aö venda
með vandamál sin og litill skilningur
hefur verið á þörfumþeirra.
Færeyska sjúkratryggingin
greiðir allan kostnað viðr ferðir og
dvöl þeirra sem fara til Islands. Er
heildarkostnaður um 23.000 krónur
danskar fyrir hvern mann.
Á árunum 1965 til 1975 var FIAT í forystu í framleiöslu á litlum
bílum til almenningsnota. FIAT bílar hlutu titilinn ,,bíll ársins í
Evrópu" þrisvar sinnum á sex árum. Nú er FIAT aftur kominn
í forystusœtiö meö framleiöslu FIAT UNO, sem kjörinn hefurver-
iö bíll ársins 1984. Óhemjufé, tíma og fyrirhöfn var eytt í undir-
búning og hönnun áöur en framleiösla hófst á þessum frá-
bœra bíl. FIAT verksmiöjurnar lögöu 700 milljónir dollara í
þetta verkefni og hafa augljóslega variö því fé skynsamlega
því útkoman, sjálfur UNO bíllinn, er einstaklega vel hannaöur
og er af sérfrœöingum talinn vera e.t.v. besti smábíll sem
nokkru sinni hefur veriö smíöaöur (' 'possibly the best small car
ever made").
i
EGILL
VJLHJÁLMSSON HF.
Smidjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202.