Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR18. TONl 1985. Kjarasamningur VSÍ og ASÍ: Skammtímasamningur með 12-15% hækkun málef ni f iskvinnsluf ólks í Flestir launþegar innan Alþýöu- sambandsins fá 12,4-15,1% launa- hækkun í kjölfar samninganna sem ASI og Vinnuveitendasambandiö skrifuðu undir á laugardag. Samningurinn gildir til áramóta og er því skammtímasamningur. Auk ákvæða um launahækkanir er ákveöiö að setja á stofn nefnd sem fjalla mun um málefni fiskvinnslufólks á samn- ingstímanum. Forsætisráðherra hefur jafnframt lýst því yfir aö hann muni beita sér fyrir málefnum þess innan ríkisstjórnarinnar. Launafólk, sem er í lægri flokkum en þeim tuttugasta og fimmta, fær hlutfallslega meiri hækkun en aörir. Launþegar á lágmarkslaunum fá íviö meiri hækkun en aðrir því að þeir fá 16,8% á samningstímanum. Ef litið er á dagatal kauphækkana samkvæmt samningunum þá fá laun- þegar á lágmarkslaunum 9% hækkun viö undirritun. Þeirsem eru á launum skv. 25. launaflokki og fyrir neöan fá 7,5% og þeir sem eru fyrir ofan 5% við gildistöku. Fyrsta ágúst fá allir félagar ASI 2,4% og hinn fyrsta „salt” október fá allir 4,5% hækkun. Alþýöusambandið og Vinnu- veitendasambandiö kveðjast gera samningana í trausti þess aö verð hækki ekki umfram ákveðið mark. Til- greint er að vísitala framfærslu- kostnaðar megi ekki fara yfir 144 stig 1. ágúst, 149 stig 1. október og 154 stig l.desember. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar í málefnum fiskvinnslufólks ná ekki fram aö ganga en komiö er á fót nefnd sem fjalla skal um málefni fiskvinnslu- fólks. Skal hún stefna aö því að Fulltrúar ASÍ undirrita nýju samningana. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, stýrir pennanum. DV-myndir S. atvinnuöryggi þess aukist og að vinnsla sjávarafla verði eins samfelld ogauðiðer. Forsætisráðherra gaf út yfiriýsingu á laugardag í því skyni að liðka fyrir samningum. Lofar hann að beita sér fyrir því að markmið samkomulagsins varðandi fiskvinnslufólk nái fram að ganga, m.a. með tilstyrk atvinnuleys- istryggingasjóðs. Samningur VSI og ASI er fram- lenging gildandi kjarasamninga. Hann nær ekki til sjómannasambands Ls- lands. ás „Leggurskyldurá herðar stjórnarinnar” — segir Þorsteinn Pálsson „Eg tel aö tvennt skipti mestu máli í þessum samningum. Annars vegar að tekist hefur að koma í veg fyrir þá kjaraskerðingu sem fyrir- sjáanleg var yfir sumarmánuðina og hins vegar að komið var í veg fyrir þó kollsteypu sem hætta var á með haustinu,” sagði Þorsteinn Pálsson, formaöur Sjálfstæðisflokksins. „Vinnufriður hefur verið tryggður til áramóta og ég vona aö samn- ingamir geti verið grundvöllur að samningi til lengri tíma. Hitt er svo annað mál að kauphækkanimar auka heldur verðbólguhraöann og leggja skyldur á herðar stjómvalda sérstak- lega varðandi útgjöld rikissjóða og takmarkanirá erlendum lántökum.” líkur, og meiningarlaus með öllu.” Aðspurður um hvort samningur VSI og ASI gæti orðið fyrirmynd að samn- ingi milli BSRB og ríkisins sagði Þor- steinn”. Ég skal ekki segja um þaö. Það er að sumu leyti ólíkt mál vegna innbyrðis samanburðar einstakra starfshópa, en hann gæti verið að ein- hverju leyti til viðmiðunar.” Þorsteinn Pálsson vildi ekki tjá sig um ummæli f jármálaráðherra þess efnis að samn- ingamir væra í prósentum talið ekki miklu lægri en þeir sem gerðir vora í fyrra og „röskuðu efnahagslífi þjóðar- innar”. ás „Gildi þessa samnings fer mest eftir því hvernig tekst að tryggja kaup- máttinn. Eg tel aö þaö sé enn mikil- vægara en kauphækkunin sem slík, enda held ég að við væram verr staddir meö 40-50% kauphækkun,” sagði Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasambands Islands. — Ýmsir halda því fram að málefni f iskvinnslufólks hafi verið „svæfð”. „Þeir sem segja það hafa ekki skoðaö málið. Við höfðum fengiö þvert nei f rá viösemjendum okkar í því máli. Við áttum um það að velja að fresta samningum til haustsins og verða vitni aö hrapi kaupmáttarins eöa semja núna. Við fengum fram að málefni „Betur staddir en með 50% hækkun” segir Karl Steinar Guðnason fiskvinnslufólks verða skoöuð í nefnd og talin upp fimm atriði sem athuguð verða. Forsætisráðherra hefur einnig lýst því yfir að hann muni beita sér fyrir málefnum þess. Málefni fisk- vinnslufólks eru flóknari en svo aö þau verði rædd á einni nóttu. Við viljum vinna vel að þeim málum og því var þetta betri kosturinn sem valinn var. Við erum ekki að slá af heldur sækjum við stíft fram. — Þið alþýðuflokksmenn, sérstak- lega þú og Karvel, beittuö ykkur fyrir því að viðræður yrðu teknar upp aftur og samið strax en Guðmundur J. Guðmundsson og fylgismenn hans voru þ vi andsnúnir. „Við börðumst fyrir þessu, ég innan stjómar Verkamannasambandsins og Karvel í stjórn ASI. Eg lagði fram til- lögu um að taka upp viðræður aftur og stýrði fast á það. Það er rétt að það varð ágreiningur en mitt sjónarmið varð ofaná.” — Margir telja að ef samningamál hefðu rataö í blindgötu heföi stjórnin veikst og jafnvel komið til kosninga þar sem flokkur þinn hefði staðið sterkt að vígi. Var það ekki freistandi? „Nei, við erum ekki á svo lágu plani, við berum hag umbjóðenda okkar fyrir brjósti,” sagði KarlSteinar. ás „Koma til álita í viðræðum við BSRB” segir Albert Guðmundsson, fiármálaráðherra — Má túlka þetta svo að ríkis- stjómin styrkist í sessi? „Kjarasamningar út af fyrir sig ráða ekki þar um, heldur málefnalegt samkomulag stjórnarflokkanna.” — Formaður Alþýöuflokksins tekur í sama streng en bætir við að líf stjómarinnar ráöist af því hversu lengi þið sjálfstæðismenn viljið vera „bandingjar” Framsóknar. „Þetta er einfaldur slagari, honum „Eg hef aðeins heyrt um þessa samninga í fjölmiðlum og get því lítið sagt annað en það að samningamir í fyrra vora taldir raska efnahagslífi þjóöarinnar og í prósentum virðast hækkanimar ekki mikið lægri,” sagði Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra. „Mér skilst á forystumönnunum, forsætisráðherra og formanni Sjálf- stæðisflokksins, að þeir bjargi lífi þjóöarinnar.” — Má túlka samningana á þann hátt að þeir styrki stjómina? „Ríkisstjórnin hefur veriö sterk frá fyrstu tíð. Eg met þaö af skoðana- könnunum og samtölum við fjölmargt fólk.” — Talað var um að ef samningavið- ræður færa í hnút gæti stefnt i kosn- ingar i haust? „Það er alltaf verið að tala um kosn- ingar. Þaö eru alltaf menn sem vilja kosningar, hasar og læti — og ekki aöeins í þessari ríkisstjóm. Stjómin er styrk og hún er enn að styrkjast, það sýna skoðanakannanir.” — Koma þessir samningar til greina sem fyrirmynd að samningi milli rikis- ins og BSRB? „Þessir samningar era gerðir á almennum markaöi og koma sterklega til álita við aöra samningsgerð. Það er ekki hægt að komast hjá því. Þetta er komið inn í almenna umræðu.” ás I dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Jakinn er fúll út í kjarabætur Nú era þeir búnlr að semja. Vlrð- ast flestlr vera harla kátir með þau málalok með einni undantekningu þó. Guðmundur J. Guðmundsson er fúll. Sem ekki er nema von. Aumlngja jakinn var svinbeygður og niðurlægður og var búinn að lofa flokknum sínum, Alþýðubandalaginu, að sjá tU þess að engir samningar tækjust. Með endurnýjuðum kjara- samnlngum fram tU næstu áramóta er búið að afstýra holskeflunni sem ríkisstjómin óttaðist og hreinsa gragguga vatnið sem Alþýðubanda- lagið ætlaði að fiska i. Er nú fyrir- sjáanlegt að ríkisstjórain mun sigla á lygnum sjó það sem eftir er þessa árs og kommarair og jakinn hafa ekkl annað að gera en taka í nefið og horfa aðgerðalausir upp á áfram- haldandi fylgistap. Vinnuveitendasambandið kom heldur betur aftan að verkalýðs- hreyfingunni þegar þeir lögðu fram tUboð um riflegar kauphækkanir löngu áður en samningar ráku þá tU þess. Þetta tUboð kom verkalýðs- forystunnl gjörsamlega í opna skjöldu og í rauninnl ríkti algjör ringulreið i herbúðum þeirra, eink- um þó þeirra verkalýðsforystu- manna sem eru handbendi Alþýðu- bandalagslns i verkalýðsfélögunum. Þeir vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Fyrst sögðu þeir tfiboðið gott og síð- an sögðu þeir að tUboðið væri vont. Fyrst ætluðu þeir að semja, svo ætl- uðu þeir ekki að semja og síðast vUdu þeir aftur semja. Um tima leit út fyrir að verkalýðshreyfingin ætl- aði sér að koma í veg fyrir að laun- þegar fengju þá kauphækkun sem í boðl var og þóttu það nokkur tíðindl þegar sú staða var komin upp að ASI forystan fiæktist fyrir kjarabótum sem vlnnuveitendur buðu fram ótU- neyddir. Venjulega hefur það verið öfugt. Að lokum áttuðu mennirnir sig á þvi, að erfitt gæti reynst að halda völdum í verkalýðshreyfingunni tU langframa ef ekki yrði gengið tU við- ræðna um tUboð vinnuveitenda. Það llti að minnsta kosti Ula út gagnvart fólklnu sem stóð kauphækkunin tU boða. Þess vegna hundskuðust for- kóUarnlr tU viðræðna, staðráðnlr i að fokka upp máUnu og tUboðinu með samningaþófi fram á haustið. Þetta var línan frá Alþýðubandalaginu og Guðmundi 1 J. var att á foraðið. Hann átti að sjá um skitverkið. Hann átti að gæta hagsmuna Alþýðu- bandalagsins með þvi að koma í veg fyrir kjarabæturaar tU launþeganna. Verður það að teljast markverðast við þá samninga, sem nú hafa verið gerðir, að Aiþýðubandalaglnu tókst ekki þetta ætlunarverk sltt. Venjulega hefur það nefnUega tekist fram að þessu. Hlutverk Alþýðu- bandalagsins i islenskri pólitík hefur einkum verið fólgið í þvi að magna upp óánægju i röðum launþega. Ekki tU að ná fram bættum kjöram fyrir fólkið, heldur tU að ná völdum fyrir sjálftsig. TU þess vora refirnir skorair í prógramminu nú. Og aUaböUum hef- ur tekist að lelða nytsömu sakleys- ingjana með sér tU þess skoUaleiks vegna þess að vinnuveitendur hafa yflrleitt verið svo elskulegir og hjálp- samir að nelta öUum kjarabótum. Þeir hafa jafnan reynst hinir gagn- legustu bandamenn fyrir Alþýðu- bandalaglð þegar þurft hefur að benda á sökudólgana og f jandmenn- ina. Einmltt af þessum ástæðum var leikur vinnuveitenda óvæntur í þetta sktptið. Kommarnir stóðu skyndi- lega berskjaldaðir, einir og yfirgefn- ir, með það hlutverk að berjast gegn kjarabótum. Og jafnvel þótt jaklnn hafi gert sitt besta, og þjóðvUjlnn hafi daglega úthúðað tUboðl vinnu- veitenda, var brátt sýnt að sú and- staða var vonlaus. TUboð var „too good to be trae”. Vonandi endist neftóbaklð hjá jakanum og aUaböUunum fram á næsta ár. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.