Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Side 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNI1985.
11
Svanhildur Bjarnadóttir, sem
starfar ð Faranda, stendur þarna A
glænýuppgerðum tröppum gamals
og virðulegs húss Einars Benedikts-
sonar. DV-mynd GVA
Alþýðublaðið ritstjóralaust:
„Skrifa aðeins leiðarana”
— segir Bjarni Pálsson, kennari úr Garðabæ
„Ég er nú ekki ritstjóri blaösins
heldur tók ég að mér að skrifa leið-
ara þess í nokkrar vikur,” sagði
Bjami Pálsson í samtali við DV.
Bjarni hefur skrifað leiöara
Alþýðublaðsins frá siðustu mánaða-
mótum eöa síöan Guömundur Arni
Stefánsson lét af störfum sem rit-
stjóri.
„Eg kem þarna á morgnana og
skrifa leiðarana. Að öðru leyti skipti
ég mér ekki af ritstjóminni, enda hef
ég aldrei nálægt blaðamennsku kom-
ið. Annar blaöamanna blaðsins er
ábyrgðarmaöur þess. Þaðerþvíeng-
inn ritstjóri.á blaðinu til þess að
gera.”
Bjarni er kennari og kennir við
Fjölbrautaskóla Garðabæjar.
Myndirðu taka að þér ritstjóra-
starfið ef það byðist?
„Ég veit það ekki. Það er komin
fulllítil reynsla á þetta. Það er bölv-
að streð að skrifa svona á hverjum
degi en ég kann því ágætlega á
meöan málstaðurinn er góður og
stjómarliðar sjá mér fyrir nægu
efni. En þetta kemur allt í ljós,”
sagði Bjami Pálsson.
-KÞ
Farandi með
ferðir innan-
lands og utan
Ferðaskrifstofan Farandi hefur flutt
um set, hefur komið sér fyrir í nýupp-
gerðu húsi að Vesturgötu 5.
Hús þetta byggði Einar skáld
Benediktsson árið 1896 en það hefur
verið lítið notað í mörg ár. Hús þetta
var kallað Aberdeen.
Ferðaskrifstofan Farandi er rúmL
fjögurra ára gömul. Arlega stendur
Farandi m.a. fyrir skipulögðum hóp-
ferðum til Vínarborgar á tónlistar-
hátíðina þar. Um áramót hefur skrif-
stofan efnt til hópferða til Austurlanda
fjær. Farandi hefur söluumboð fyrir
Fritidsrejser í Kaupmannahöfn og auk
þess gamalgrónar ferðaskrifstofur í
London. Nú hefur Farandi fengið um-
boösmann í Grikklandi. Farandi sér
einnig um móttöku erlendra ferða-
manna og skipuleggur ferðir innan-
lands og annast auk þess skipulagðar
hópferðir Islendinga innanlands.
A.Bj.
Bjórkrá
án bjórs
Fró Ingibjörgu Magnúsdóttur, Húsa-
vík:
Auk fleira fólks búa á Húsavík tveir
ungir, hressir náungar sem ásamt öör-
um störfum hafa séð um rekstur Húsa-
víkurbíós undanfarið. En þeir nenna
fleiru. Þeir sáu það sem allir vissu að i
bæinn vantaði lítinn, notalegan, ódýr-
an veitingastaö þar sem fólk gæti
spjallaö saman yfir kaffibolla eða
léttri máltíö. Og þeir gerðu eitthvað í
málinu.
Síðastliðnar vikur hafa þeir lagt nótt
við dag viö aö innrétta þannig staö i
miöbænum.
Staöinn nefna þeir Bakkann og var
hann opnaður fyrir skömmu. Ungu
mennirnir, sem heita Albert Arnarson
og Leifur Grimsson, spurðust fyrir um
möguleika á þvi að veita létt vín og
bjórlíki á staðnum hjá dómsmálaróðu-
neytinu, þar fengu þeir þau svör að nú
á tímum mætti ekki bera ó borð slíkar
veitingar nema úr stóru eldhúsi frá
lærðum matreiðslumeistara, af lærð-
umþjóni.
Hugmyndin um bjórkrá er því
geymd þó ekki hafi hún gleymst.
Bakkinn verður opinn fró kl 9.30 til
kl. 11.30, þar verða á boðstólum ýmsar
nýjungar, skyndiréttir, samlokur,
kaffi og kökur og áhersla lögð á
fiskrétti.
Verð sem þeir félagar nefna á veit-
ingum er svo ótrúlega lágt að það þori
ég ekki að hafa eftir.
„Við teljum að ef við stöndum okkur
vel ætti reksturinn að geta gengið.
Þetta er ekki sjoppa heldur klassastaö-
ur sem ætti að geta höföaö til fólks og
það gengið að þvi vísu að fá góðar veit-
ingar og þjónustu,” sagöi Leifur.
A Bakkanum eru sæti fyrir 24 gesti
en hægt er að koma tæplega 40 manns
þar fýrir. Hægt verður að fá staöinn
leigðan fyrir einkasamkvæmi.
Trésmiðjan Borg sá um breytingar á
húsnæðinu, Erlendur Salómonsson
hannaði innréttingar en Guðný
Kristjánsdóttir annaðist skreytingar.
-EH
LÍTTU
um leið og þú p
lítur í bæinn
VIÐ
AUSTURSTRÆTIÍO
SIMI 27211
Sumartiskan frá Italiu