Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Qupperneq 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNI1985.
ORGEL KVATT
tslensklr organistar lelka orgelverk Jo-
hanns Sebastlan Bachs, tónlelkar Ragnars
Björnssonar i Dómkirkjunni 101. júni.
Efnlsskrá: Fantasía og Fúga i c-moll (III
nr. 6) Siimforieikir, Fúga og Fantasia (VI
nr. 31 og 32, VII nr. 63,51 og 50), Sónata í G-
dúr (I nr. 6), Sálmforleiklr og Fúgur (VI nr.
21, V nr. 52 og 53 og VI nr. 34), Fantasía og
Fúga I G-moU (II nr. 4).
Orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík
er vísast þaö orgel sem þjóöin hefur
oftast heyrt í, ýmist á hátíðar- og
gleðistundum eöa sorgarstundum og
þá ekki síst meðan enn tíökaöist aö
útvarpa jarðarförum. Þaö hefur
löngum verið hljóöfæri sem þjóöin
hefur litiö upp til og talið helgan grip,
ekki síst á þeim tíma (sem er
ótrúlega skömmu umliöinn) sem
venjuleg stofuharmóníum dugöu Ui
flutnings tónlistarinnar i þorra
kirkna landsins. Hitt er svo annað
mál aö þar réö skynsemin og skal
síst áfellast þá menn sem voru svo
hagsýnir aö rjúka ekki til að planta
misvönduöum pípuorgelum til aö
grotna niöuríkirkjumvíttogbreitt
um landið. En jafnvel helgir gripir
eru ekki eilífir og þrátt fyrir alúölegt
viöhald, aö minnsta kosti hin seinni
ár, er Dómkirkjuorgeliö okkar komiö
aö fótum fram og ákveðiö hefur verið
aðfánýtt.
Það kom í hlut Ragnars Björns-
sonar að kveðja gamla Dómkirkju-
orgeliö og Ragnar setti sér að gera
þaö meö pomp og pragt eins og hans
er vísa. Hann valdi sér verkefni því-
likt að vöxtum (eins og sjá má af
upptalningu aö framan) aö til þess
eins aö komast í gegn og halda út
þarf flytjandinn að vera í góðu
líkamlegu formi. Fyrst þaö — svo
getur hann leyft sér aö hugsa um
Ragnar Björnsson.
Tónlist
Eyjólfur Melsted
listrænu hliöina. Og Ragnar stóöst
raunina — hélt út og átti afgang til
listræns þankagangs. Handa þeim
sem eltast viö smáatriöi og
tittlingaskit skildi Ragnar eftir smá-
slatta af feilnótum og orgeliö svaraöi
heldur ekki í einu og öllu eins og til
var ætlast. En það er heldur ekki eðli
Ragnars að leika upp á öryggi heldur
gefa allt fýrir leikinn og túlkunina.
Best kom þessi þankagangur hans
fram í hinum skýra og heiisteypta
svip sem var yfir tónleikunum öllum.
Þannig kvaddi svipmikill organisti
gamlan vin sinn, hinn helga grip,
með virðingu og reisn.
Ekki get ég skilið viö Dómkirkju-
orgelið án þess aö koma aö sérfag-
legum sjónarmiöum. Umgjörðin um
þaö, pallar eöa svalir kirkjunnar,
gera þaö aö einu af fáum hljóðfærum
sinnar tegundar hér á landi sem
heimila þeim sem búa viö jafnvel
mjög skerta heym aö njóta leiks á
þaö á sinn hátt. Sé setið nærri má
finna bæöi loftsveiflur og titring pall-
anna meö líkamanum öllum í raun-
réttri og óbrenglaðri mynd. Vænti ég
þess aö menn foröist aö skemma
þennan eiginleika og bæti hann
heldur fremur en hitt með því til
dæmis aö f jarlægja teppisrenning og
gera mönnum kleift aö taka burt
sessur á bekkjum þegar nýja orgeliö
veröur upp sett.
SJÓNVÖRP
GOÐ? BETRI?
BEST?
EIGENDUR ITT SJÓNVARPSTÆKJA
ERU EKKI í VAFA.
VIÐ ERUM ÞAÐ EKKI HELDUR.
Skipholti 7' símar 20080 og 26800.
HA(l£lJÆl f
VERÐ!
Viðskiptavinir Heklu.
Vid bendum á hagstætt
verð á vatnsdælum
og bensíndælum.
Komið og gerið góð kaup.
Vatnsdælur í: Verðkr.:
Golf 1100 cm3 —> ’84 .... 890
Galant 1600 ’77 ’82 .. 1.250
Lancer 1600 ’77 ’82 .. 1.250
Range Rover...........2.690
Mini ................ 380
Bensíndælur í: Verðkr.:
VW 1200og 1300 ...... 750
Golf 1100 cm3 ’84 .... 750
Land Rover ........... 890
VIÐURKENND VARA
MEÐ ÁBYRGÐ
SAMA VERÐ
UM LAND ALLT!
0HEKIAHF
Laugavegi 170 -172 Sími 21240