Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Síða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNl 1985.
15
Skreiðarsala og
íslensk viðhorf
til þróunarlanda
„Erfiðasta viðskiptavandamál síð-
ustu tveggja ára hefur verið lokun
skreiðarmarkaðarins í Nígeríu. Arið
1981 var Nígería þriðja stærsta við-
skiptaland Islendinga og keypti þá
13% af heildarútflutningnum”. Arið
1984 nam þetta hlutfall 0,2% af ís-
lenskum útflutningi.
Þessar upplýsingar koma fram í
skýrslu utanríkisráðherra til Al-
þingis. Sölutregða skreiðar til
Nígeríu hefur leitt af sér birgðasöfn-
un. Annar kaupandi hefur ekki fund-
ist og stöðugt bætist við birgöimar i
geymsluhúsunum og dýrmæt mat-
væli liggja undir skemmdum. Stöð-
ugar samningaviðræður hafa staðið
yfir við skreiðarkaupmenn í Nígeríu
án árangurs. Tekjutap þjóðarínnar
vegna 13% samdráttar i heildarút-
flutningnum hefur verið brúaö um
stundarsakir með erlendrí skulda-
söfnun að hluta, en skuldir þjóðar-
innar erlendis nema nú yfir 60% af
þjóðartekjum.
Á sama tíma hrannast upp i land-
inu óseldar landbúnaðarafurðir.
Þeim er einnig safnað saman í
birgðageymslur. Eitthvað tekst að
selja erlendis með æmumtilkostnaði
útflutningsbóta úr ríkissjóði.
Matvælaframleiðsla er lifibrauö
þjóðarinnar. Lífskjör í landinu hafa
að undanfömu versnað þvi stöðugt
verður erfiðara að selja matvæli i
heiminum á verði sem nægir til að
viðhalda islenskum framfærsluþörf-
um. Málum er bjargað i hom tima-
bundiö meö aukinni skuldasöfnun.
Á jöröinni svelta milljónir manna.
Söfnun matvæla i íslenskar birgða-
geymslur er vitnisburður um að or-
sakir hungurs og fátæktar í heimin-
um megi finna á meðal okkar eins og
„Kenningin um að fólksfjölgun i
haiminum só meginorsök hung-
urs og fátæktar, aö jöröin só of
litil og mennirnir of margir sem
hana byggi, getur ekki staðist
gagnvart birgðasöfnun íslenskra
matvœla.'"
þeirra sem hungrar og þjást. Það
hlýtur að vera ábyrgðarhluti að
geyma dýrmæt matvæli í birgða-
geymslum svo árum skiptir svo stór
hluti þeirra liggur undir skemmdum.
Kenningin um að fólksfjölgunin í
heiminum sé meginorsök hungurs og
fátæktar, að jörðin sé of lítil og
mennirnir of margir sem hana
byggi, getur ekki staðist gagnvart
birgðasöfnun íslenskra matvæla. Hin
kenningin . er nærtækari, að nóg sé
framleitt af matvælum í heiminum,
en þau standi þeim einum til boöa er
peningahafa.
ísland—Nígería,
samskipti á
jafnréttisgrundvelli?
I Nigeríu búa um 95 milljónir
manna. Meðal lífaldur er 50 ár. Þjóð-
artekjur á hvern íbúa nema rúmum
þrjátíu þúsund krónum á árí. Til
samanburðar eru íslenskar þjóð-
artekjur á hvern íbúa yfir fjögur
hundruð þúsund krónur á ári. Bama-
dauði er mikill í Nígeríu, en 11%
fæddra bama lifa ekki fyrsta af-
mælisdaginn sinn. Almenn lifskjör i
landinu eru mjög bágborin, atvinnu-
leysi mikið, ólæsi og skortur á al-
mennrí menntun, húsnæðislausir
skipta þúsundum, mjög takmörkuö
heilsugæsla og þægindi á borö við
hreint vatn og rafmagn em al-
menningi nánast ókunnur veruleiki.
GUNNLAUGUR
STEFÁNSSON
GUÐFRÆÐINGUR,
STARFSMAÐUR
HJÁLPARSTOFNUNAR
KIRKJUNNAR
Mælikvarði mannréttinda er annar
og öðmvísi í Nígeríu en á Islandi.
En þegar Nígeríu ber á góma í
íslenskum umræðum þá eru það ekki
ofangreindar staðreyndir, er við höf-
um áhuga á. Aðeins eitt skiptir máli:
Kaupa þeir af okkur skreiðina eða
ekki? Þessi þjóð virðist ekki skipta
okkur máli að öðra leyti. Því er jafn-
vel haldið fram að sölutregða á
skreiðinni til Nígeríu sé tilkomin af
því að íslensku skreiðarseljendurnir
séu svo sparir á mútuboðin.
Það er sjaidnar nefnt að ástæðu
sölutregðunnar megi leita til hins
bágborna ástands, fátæktar og
örbirgðar í landinu, að verðið á
skreiðinni sé of hátt fyrir fátækan al-
menning, að viðskiptin séu einhliöa
en við kaupum því sem næst ekkert
frá Nígeríu og samskipti landanna
engin önnur en einhliöa skreiðarsala.
Náin viðskiptalönd tengjast gjarn-
an vináttutengslum á sviðum félags-
og menningarmála. Stjómmála-
mönnum er tíðförult til útlanda til
þess að treysta slík tengsl og efla við-
skipti. En stjórnmálamenn heim-
sækja ekki Nígeríu né önnur lönd
þriðja heimsins. Svo virðist sem
heimurinn takmarkist við Evrópu og
Bandaríkin í ljósi íslenskrar utan-
ríkisstefnu.
Er fátæktin
einkamál fátækra?
„Við höfum nóg með okkur og okk-
ar vandamál hér heima svo við för-
um nú ekki að hjálpa utanlands áður
en viöhjálpum okkur sjálfum”.
Þessi skoðun heyrist oft. I raun er
sllk fullyrðing ekki svaraverð ef
bornar eru saman lífsaðstæður í
þróunarlöndum og hér á landi.
A.m.k. var þessu áliti ekki haidiö
hátt á lofti er við þáðum hátt á annan
milljarð króna erlendis frá í gjafa-
framlögum til hjálparstarfs hér á
landi vegna gossins í Vestmanna-
eyjum. Þaðan af síður kom einstakl-
ingum og stjómvöldum til hugar að
draga úr neyslu og fjárfestingum í
landinu þó hjálparfé streymdi inn í
landið erlendis frá. Það viröist annar
siöferðismælikvarði gilda um
hjálparstarf í Afriku en á Islandi.
En komumst við af ein og sér án
tengsla við þjóðir þó fátækar séu?
Fátæk þjóð í Nígeríu er góð ef hún
vill kaupa af okkur skreiðina. Það
skiptir okkur miklu máli hvað kaffið,
kakóið, gúmmíið, sykurinn, kornið,
ávextirnir og hveitið kostar, afurðir
sem tilheyra daglegum neysluþörf-
um en koma frá löndum þriöja
heimsins. Það var kærkomið á sínum
tima aö njóta stuðnings margra
þróunarlanda í baráttunni fyrir út-
færslu landhelginnar. Það er ljóst að
sjálfstæð íslensk þjóð getur ekki án
lifandi tengsla viö fjarlægar þjóðir
verið og þrátt fyrir að þær þjóðir séu
fátækar. Fátækt og örbirgð er ekkert
einkamál þjóða þríðja heimsins.
Umframframleiðsla matvæla
hrannast upp í birgðageymslum í
Evrópu og Bandaríkjunum. A meðan
deyr fólk þúsundum saman úr
hungri. Þetta er skelfilegt dæmi um
hvernig bilið á milli ríkra þjóða og
fátækra breikkar. Islenska matvæla-
framleiðslan er skólabókardæmi um
þá efnahagslegu neyð sem hin al-
þjóölega verslun stendur frammi
fyrir. Matvælaframleiöslan á
Vesturlöndum eykst en markaðurinn
ekki að sama skapi þrátt fyrir öra
fólksfjölgun sem margir telja megin-
orsök fátæktar og hungurs í heimin-
um. Söfnun matvæla í íslenskar
birgðageymslur er ekki séríslenskt
vandamál Það er alþjóðlegt á
sama hátt og hungríð i heiminum er
málefni er við berum ábyrgð á ekki
síður en þeir sem líða og þjást af
hungrí og fátækt.
Gunnlaugur Stefánsson.
Óréttlæti í lífeyriss jóðsmálum
„Fólk I fjölmörgum stéttum fordœmir Alþingi fyrir aðgerðaleysi i lif-
eyrissjóðsmálum, en það fordœmir lika forsvarsmenn stéttarfélaga."
Hvernig í ósköpunum stendur á
því að forystumenn þeirra stéttar-
félaga sem ekki hafa mannsæmandi
lífeyrissjóðsréttindi leyfa sér að
steinþegja um það mál nema ef
minnst er á að hækka fjárbindingu í
húsnæðislánakerfið frá þeim ca 100
ófullnægjandi sjóðum sem eru í land-
inu. Þá ætla þeir sem ráðskast með
fé sjóðanna vitlausir að verða en það
heyrist ekkert í sjóðfélögum því þeir
em að bíða og vona að staðið verði
við þau loforö sem flestir stjóm-
málaflokkar hafa gefið um að komið
verði á fót einum lifeyrissjóði fyrir
alla landsmenn. Á mörgum vinnu-
stöðum og víða í þjóðfélaginu er mik-
ið rætt um þessi mál. Fólk í fjöl-
mörgum stéttum fordæmir Alþingi
fyrir aðgerðaleysi í lífeyrissjóðsmál-
um en það fordæmir líka forsvars-
menn stéttarfélaga. Þeim má ekki
líðast að meta meira aö geta réðið í
hvaða peningastofnun fé sjóðanna
er geymt heldur en að hugsa um
brýnustu hagsmunamál sjóó-
félaganna.
Oþolandi misrétti
A síðustu stundu fyrir þingslit síð-
asta kjörtímabils, þegar ekki var
lengur tími til umræðu, samþykktu
þingmenn að starfsmenn stjóm-
málaflokkanna mættu vera í alvöm
lifeyrissjóði, það er lífeyrissjóði
opinberra starfsmanna. Þingmenn
vom líka komnir að því aö kveðjast í
þingsölum þegar þeir samþykktu að
auka lífeyrissjóðsréttindi bænda
GUÐMUNDUR J.
KRISTJÁNSSON
VEGGFÓÐRARAMEISTARI
með greiðslu úr ríkissjóði. Þúsundir
manna hér á landi búa við óþolandi
misrétti í eftirlaunamálum. Það er
fullvist aö þetta fólk mundi vilja láta
gömlu sjóöina i húsnæðissjóðakerfið
og væri lika tilbúið að meta í kjara-
samningum ef einn lífeyrissjóður
y rði stofnaður fy rir alla landsmenn.
Átaks erþörf
Ohætt er að fullyrða að hver sá
stjómmálaflokkur sem tæki sig til og
geröi átak í lífeyrissjóðsmálum
myndi ríkulega njóta þess. Það yrði
stór hópur og mjög þakklátur sem
sæi til þess. Sama gildir um einstaka
þingmenn. Til dæmis núverandi f jár-
málaráðherra sem er einn af fáum
sem virðist hafa áræði og getu til aö
gera stóra hluti. Hinum unga for-
manni stærsta stjómmálaflokksins
má segja það að með réttum tökum í
þessu máli gæti hann lyft sér upp í
formannsstólnum svo um munar.
Þaö þarf áræði og framtakssemi til
að verða stór í hugum fólks.
Frumvarp Guðmundar H.
Garðarssonar
Einn er sá maður sem á þakkir
skildar fyrir virðingarverða tilraun
til að leiðrétta órétt í lífeyrissjóðs-
málum landsmanna, það er Guð-
mundur H. Garðarsson. Fyrir nokkr-
um árum lagði hann fram á Alþingi
frumvarp til laga um lifeyrissjóð
Islands. Því miður bám þingmenn
ekki gæfu til að sinna þvi máli þá.
Kannski verður enn einu sinni, svona
rétt í þinglok, samþykkt eitthvað já-
kvætt varðandi lífeyrissjóðsmál.
Frumvarpið hans Guðmundar um
lífeyrissjóð Islands hlýtur að vera til
ennþá.
Guðmundur J. Krístjánsson.
^ „Öhætt er að fullyrða að hver sá
stjórnmálaflokkur sem tæki sig til
og gerði átak í lífeyrissjóðsmálum
myndi ríkulega njóta þess.”