Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Síða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNI1985.
19
Fegrunarvikan:
Hreinsað
fyrir milljón
„Við erum eins ánægð með
afraksturinn og hægt er að hugsa sér.
Þetta fór fram úr björtustu vonum,
enda var kynningarstarfsemin frá-
bær,” sagði Gerður Steinþórsdóttir,
formaður f egrunarviku Reykjavíkur.
Fegrunarvikan stóð reyndar i níu
daga, en henni lauk í byrjun þessarar
viku.
„Borgarbúar tóku vel við sér og
hreinsunardeildin tók tíu sinnum
meira drasl en hún hefur nokkru sinni
gert í slíkum herferðum. Við gerðum
ráð fyrir að þurfa að hreinsa um 1000
—Hvað kostar svo svona fyrirtæki?
„Mér sýnist það vera í kringum
milljón, en þaö var eins og við
reiknuðum með. Hins vegar hefur ekki
verið endaniega gengið frá upp-
gjörinu.”
— Verður framhald á þessu?
„Já, það verður strax í sumar og við
ætlum í þvi sambandi fyrst aö einbeita
okkur að fyrirtækjum, því eins og allir
vita er ýmislegt eftir enn, þótt vel hafi
gengið,” sagði Gerður Steinþórsdóttir.
-KÞ
tonn. Þau urðu aftur á móti rúm 4
þúsund, þegar upp var staöið, enda var
hreinsað af 800 tóðum,” sagði Gerður.
— Hverju þakkið þið þetta helst?
„Veðrið var ljómandi gott, það er nú
eitt, og svo var öll kynningarstarfsemi
í kringum þetta hreint frábær, en hún
var i höndum Kynningarþjónustunnar.
Fjölmiðlar tóku vel við sér, enda var
umf jöllun og frásagnir i blöðum í allt
12 síður þessa daga fyrir utan auglýs-
ingar.”
Hressir krakkar i Barnakór Þorlákshafnar,
ósamt stjórnandanum, HHmari Emi
Agnarsayni.
Ný kassetta:
Vor Þorlákur
Nýlega kom út kassetta þar sem
Bamakór Þorláksha&iar flytur fjöl-
breytta tónlist með aðstoð ýmissa tón-
listarmanna. Á kassettunni eru 20 lög
sem spanna vitt sviö, allt frá 15. aldar
endurreisnartónlist til nútíma dæguiv
flugu. Stjómandi kórsins er Hilmar
Om Agnarsson, en i kórnum em 33
böm á aldrinum 8—14 ára. Kórinn
hefur starfað í tvö ár og sungið
opinberlega á Suðurlandi.
Hljóðritun kassettunnar fór víða
fram, m.a. i Langholtskirkju, þegar
kórinn tók þátt i bamakóramóti þar í
mars sl Undirleikarar á kassettunni
eru Jónas Ingimundarson, Glúmur
Gylfason, Gísli Helgason, Jóhannes
Helgason, Helgi B. Kristjánsson og
stjórnandi kórsins, Hilmar örn
Agnarsson. SJ
ÚRVAL
EITTHVAÐ
FYRIR ALLA
BÍIMCICA
REYKJAVÍK:
AKUREYRI:
BORGARNES:
VtDIGERÐI V-HÚN.:
BUÖNDUÓS:
SAUDARKRÓKUR:
SIGUUFJÖRÐUR:
HÚSAVÍK:
EGILSTADIR:
VOPNAFJÖRDUR:
SEYÐISFJÖRÐUR:
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR:
HÖFN HORNAFIRÐI:
91-31811/686915
96-21715/23515
93-7618
95-1591
95-4350/4568
95-5884/5969
96-71498
96-41940/41594
97-1550
97-3145/3121
97-2312/2204
97-5366/5166
97-8303
interRent
- Sjálfsögð ódýr öryggisráðstöfun.
Sölustaðir:
Rest apótek, Hjálparsveitir skáta um land allt,
Skátabúðin Snorrabraut og ýmsar sérverslanir.
>| LANDSSAMBAND
OSU HJÁLPARSVEITA SKÁTA