Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Síða 29
DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNI1985.
29
Glorhungruð
á kjúklinga-
stað
Frá Reginu, Selfossl:
Viö hjónin vorum nýlega á ferö í
Reykjavík að útrétta ýmislegt áður en
við förum i sumarbústað okkar á
Ströndum. Við vorum lengur en við
gerðum ráð fyrir og var klukkan orðin
eitt og við orðin sársvöng, sérstaklega
ég, sem þarf svo mikið að borða. Við
vorum stutt frá Candys, Eddufelli 6, í
Breiðholti. Við skruppum þar inn. Þar
var allt mjög þrifalegt, bara flott. Við
gátum bara fengið kjúklinga og ham-
borgara. En við étum ekki kjúkiinga.
Eg bað um eitt læri af kjúkUng. Mér
fannst það svo gott á bragðið að ég bað
um annað í viðbót og svo þriðja og
fjóröa. Svo spurði ég Inga Magnússon
matreiðslumann hvemig hann færi að
því að matreiða svona góða kjúklinga.
Hann sýndi mér það því aö hann
var að setja kjúklinga í einhverja vél
sem blandaði kryddinu saman viö. Síö-
an er kjúklingurinn settur í háþrýsti-
pott. Ég spurði Inga hvort alltaf væri
nóg að gera. Hann sagði að svo væri,
en mest um helgar og alla þá mörgu
fridaga sem væm hér á landi. Þá væri
alveg örtröð. Einnig væri mikið um að
fólk keypti kjúklinga með öllu tilheyr-
andi og borðaði heima hjá sér. I Breið-
holti búa 16—17 þúsund manns. Við
hjónin fórum glöð af staðnum eftir
góða og ódýra máltíð. Við höfum held-
ur ekki smakkað eins góðar franskar
kartöflur áður. Eg spurði Inga hver
ætti þennan flotta skyndibitastað og
sælgætisverslun. Hann heitir Haf-
steinn Alfreðsson, var svarið. Kjúkl-
ingamir þarna voru miklu betri en ég
fæ í veislum fyrir austan en þar eru
þeir alltaf hálfhráir og lítið gimilegir.
Leiðrétting
vegna ritdóms:
LETRIÐ
BREYTTI
UÓÐINU
Ljóð em margslungin. í ritdómi
Arnar Ólafssonar um nýja ljóðabók
Gyrðis Elíassonar, I DV síðasta dag
maímánaðar, kom ekki fram rétt letur I
einu ljóðinu. Þar með brengluðust
tilvitnanir og kafli í dómnum varð
markleysa. Hér á eftir fer kaflinn og
ljóðið, vonandi í réttu samhengi:
,,Athugum nú annað ljóð, þar hcfi
ég skáletrað orð úr yfirborðslegustu
heimsmynd blaðanna (já, þxr eru
jafnan fleiri en ein í sama blaði, eða
heimsmyndin er á fleiri en einni hæð),
en feitletrað orð úr veðurfræði. Gyrðir
beitir hér tvíræðni, alkunna er að felli-
byljir beri kvennanöfn:
P
glerkennd augu lognmolla brennidepill
haustsól á niðurleið (geislasneitt
ozonlag) tvær stúlkur haveacoceandasmile
skilti fjallahringur azúrblár andstuttir
bílar að hraða sér heim (fellibylurinn
diana væntanlegur á leið sinni suðaustur
til buckingham)
mistur sem þéttist
Eitthvað kann að orka tvímælis í
þessum merkingum mínum, en það
skiptir varla miklu. Sama gildir um
túlkanir mfnar, þær geta vcrið um-
deilanlegar, en ég vona að þær veki þá
lesendur til andsvara! Aðalpersónan í
þessu ljóði er nánast ósýnileg, það eru
svo hversdagslegir, miðaldra menn,
sem eru persónugerðir með líkingunni
„andstuttir bílar”, af því að þeir em
alltaf að flýta sér heim til sín, eða þá f
vinnuna, allavega í rútínuna. Og yfir
líf þessa fólks ryðjast auglýsingar og
fréttir af kóngafólki, rétt eins og
veðrið.”
mm
Nýjung í Iðnskólanum í Reykjavík:
OLDUNGADEILD UTSKRIFAR
NEMA í SETNINGU
— eingöngu konur á f yrsta námskeiðinu
„Nú erum við með sama próf og
strákamir frammi,” sagöiFríða Björg
Aðalsteinsdóttir setjari og benti fram í
umbrotssalinn í prentsmiðju Frjálsrar
fjölmiðlunar. Friða lauk nýlega prófi i
setningu og umbroti frá öldungadeild
Iðnskólans í Reykjavík. Með þessu
prófi hefur hún lokið staðfestu rétt-
indanámi og leyfi til að þreyta sveins-
próf.
Það voru 13 nemar á námskeiðinu,
allt konur. Þær höfðu allar unnið i
a.m.k. 6 ár við setningu á innskriftar-
borð eða tölvuskerma. Þetta var fyrsta
námskeið sinnar tegundar á vegum
skólans, en ætlunin er að taka upp
kennslu í prentiðn við öldungadeild
Iðnskólans innan tíðar.
Fríða sagði að hún og Vigdís Osk Sig-
urjónsdóttir, sem einnig starfar hjá
Frjálsri fjölmiðlun, hefðu reynt fyrir
nokkrum árum að fá heimild til að
taka sveinspróf með ráðherraundan-
þágu eftir 10 ára starf, en þá hefði það
ekki gengið. Nú væri þessum áfanga
náð og væru þær vissulega ánægðar
með það. Næsta skref væri að komast i
umbrotið, sem þær tvær stefna hik-
laustað.
Hvað varðar stöðu kvenna innan Fé-
lags bókagerðarmanna sagði Friða að
þær væru enn sem komið er í meiri-
hluta ófaglærðs fólks innan félagsins.
Hún vonaðist þó til aö öldungadeildin
og námskeið sem þetta myndu bæta
þar úr. SJ.
Vigdis Ósk Sigurjónsdóttir og Fríða Björg Aðalsteinsdóttir glaðar á svip við
Ijósaborðið. DV-mynd GVA.
Evrópskan eða japanskan?
Mitsubishi, Suzuki, Daihatsu, Isuzu,
Mazda, Nissan, Honda, Toyota . . .
Þessi nöfn hafa valdið evrópskum
bilaframleiðendum ótal andvökunótt-
um. Hvernigeiga þeirað bregðastvið
stöðugum tækninýjungum og
útsjónarsemi Japananna? Hvernig
geta Evrópumenn haldið sínum hlut,
eða bætt um
'"'WlTV betur?
Eina leiðin til að standast þá
feiknarlega hörðu samkeppni sem
ríkir á bílamarkaðinum er að
framleiða betri bíla en keppinautarnir.
Það vita þeir hjá OPEL.
Höfuðkostir evrópskra bíla eru góð
hönnun, traustur öryggisbúnaður,
mikil ending - auk góðra aksturseigin-
leika. Hér eru evrópskir bílar taldir
standa betur að vígi en aðrir.
Þess vegna hafa þeir hjá OPEL lagt
mikla rækt við þessa þætti. Þeir hafa
einnig gert sér grein fyrir því að eitt
veigamesta svarið við framgangi
japönsku bllanna er að vanda ÖLL stig
framleiðslunnar.
Það hefur skilað sér. OPEL KADETT var
kosinn bíll ársins 1985 af evrópskum
blaðamönnum (og skaut þar mörgum
„japönum" afturfyrir sig) og salan um
allan heim hefur gengið frábærlega.
Svarið við upphafsspurningunni er þvl
ekki evrópskur, heldur OPEL!
BILL ARSINS 1985
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300