Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1985, Qupperneq 43
DV. ÞRIÐJUDAGUR18. JUNI1985.
43
randinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tfðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn
„Vorum stöðugt
að flytja”
„Menn verða að
prófa sjálfir”
Boginn hans Snorra Hrafnkelssonar er engin smásmíði. Hér býr Snorri sig
undir að hitta i miðju skotskH unnar. DV-mynd S
„Eg byrjaði að æfa bogfimi 1980 hjá
lömuðum og fötluðum. Þeir voru með
einu aðstööuna sem stóð bogfimimönn-
um til boða á þessum tíma.” Snorri
Hrafnkelsson er einn þeirra sem æfa
hjá bogfimiklúbbnum á Smiðjuvegin-
um.
„Þrem árum seinna, eða 1983, varð
ég að hætta æfingum þar. Æfingatím-
inn var mjög þröngur, frá hálffjögur til
hálfsjö, og bauð ekki upp á neinn
sveig janleika. Eg gat þetta einfaldlega
ekkivegna vinnu.
Hér í bogfimiklúbbnum gegnir alit
öðru máli. Maður getur komið þegar
maöur vill seinni part dags og verið
fram á k völd. Það hentar mér mun bet-
ur.”
Skemmtileg íþrótt
fyrir alla
„Maður getur verið ákaflega mis-
upplagður á æfingum. Stundum kemur
það fyrir aö maður hittir illa og þá
pakka ég saman og fer heim. En það er
ekki bara íþróttin sem sl£k sem gefur
manni mikið. Það er ekki síst félags-
skapurinn i kringum þetta sem er
skemmtilegur.”
— Hefur þú tekið þátt i mótum?
„Já, ég hef verið þátttakandi i mót-
um sem haldin hafa verið á vegum
fatlaðra og gengiö ágætlega. Eg lít
hins vegar á bogfimina eingöngu sem
tómstundagaman og stefni ekki að því
aögera þetta aðkeppnisíþrótt.”
öðru máli gegnir um Arnar Frey.
„Eg stefni að þvi að ná sem bestum
árangri i bogfimi. Meistaratitill er tak-
markið.
— Hvað hef ur þú æft lengi?
„Eg hef æft nokkuð óreglulega sl. 3—
4 ár. Það er í fyrsta skipti núna sem
maður er farinn að geta æft reglulega.
Þessi aðstaöa hérna hefur gjörbreytt
öllu fyrir okkur bogmenn. Þaö eina
sem vantar núna er betri bogi. Það er
hins vegar ekki hlaupiö að því að
skipta um þvi þá þarf maður aö læra
allt upp á nýtt. Maöur verður að aöiaga
sig boganum,” sagði Amar Freyr. Og
Snorri bætti við: „Eg held að það sé
ástæðulaust fyrir okkur að vera að
segja frá bogfiminni. Menn verða bara
að koma sjálfir og prófa til að sjá
hversu skemmtileg íþrótt þetta er.”
-ÞJV
Guðmundur Pótursson var í sínum fyrsta tima. Hór spennir hann bogann
undir loiðsögn Elisabetar.
„Er fæddur í bog-
mannsmerkinu”
„Eg hef alltaf haft dáiæti á þessari
iþrótt. Þetta er jafnvægiskúnst og ekki
siöur hugræn en líkamleg. Eg er
ánægöur ef ég kynnist heimspeki
bogans.” Guðmundur Pétursson
læknanemi var i sinum fyrsta tíma.
Eins og öllum byrjendum var honum
gert aö hefja æfingar meö plastboga. A
þann hátt tekst byr jendum betur að til-
einka sér réttar hreyfingar, auk þess
sem Elisabet á auðveldara meö aö leið-
beina þeim. En Guðmundur var að
sögn Elísabetar óþolinmóður og vildi
ólmur fá aö skjóta af alvöru boga.
— Getur þú hugsaö þér að fara að
æfa bogfimi?
„Já, ég gæti vel trúað því að ég
myndi koma hér aftur. Bogfimi er
skemmtileg íþrótt.”
„Og ekki síst nauðsynleg fyrir þig,”
skýtur Elísabet inn í. „Þú ert náms-
maður og situr þ.a.l. mikið. Þú hefur
þörf fyrir að stunda íþrótt eins og bog-
fimi, auk þess sem hún þjálfar einbeit-
inguna.”
Guðmundur kinkar kolli til sam-
þykkis. „Það er mikiö til í því.
Reyndar er ég bogmaður, þó að mér
hafi gengið brösuglega í þessum fyrsta
tíma. Eg er nefnilega fæddur bog-
mannsmerkinu.” T
-ÞJV.
„Eg byrjaði að æfa bogfimi 1974
þegar íþróttafélag fatlaöra var
stofnað. Eg er sá eini sem hefur verið
með frá upphafi,” sagði Jón Eiríksson,
aðspurður hvenær hann hefði byrjað
aðstundaíþróttina.
„Það sem hefur háð okkur bogmönn-
um mikið er aðstöðuleysL Það er fyrst
núna sem við erum komnir i viðunandi
aöstööu. Hér áður fyrr vorum við
ýmist í anddyri Laugardalshallarinn-
ar eða í Baldurshaga. Þar var okkur
naumt skammtaður tíim, auk þess
sem við þurftum alltaf að flytja dótið
okkar til fyrir og eftir æfingar. Hérna
getum við gengið beint að öllu.”
—Hefur þú keppt í bogfimi?
„Já, ég hef keppt á Islandsmóti,
Reykjavíkurmóti og svo auðvitaö á
innanfélagsmótum. Einnig hef ég
tvivegis tekið þátt í alþjóðamótum. Eg
keppti fyrst 1981 og gekk þá nokkuð
veL Hins vegar gekk mér ekki eins vel
á Norðurlandamótinu sem fram fór á
dögunum.”
— Ofatlaöir hafa fengið að keppa á
mótum h já ykkur, er það ekki?
„Jú, þeir hafa fengið aö keppa á
Reykjavíkur- og innanfélagsmótum en
í sérstökum flokkL Reglurnar eru í
raun þannig að þeir mega ekki taka
þátt í mótum hjá okkur. Aftur á móti er
okkur heimilt aö keppa á mótum hjá
þeim.”
— Finnst þér æskilegt að fatlaðir
jafnt sem ófatlaöir keppi saman?
„Iþróttagreinin sem slík býður í
rauninni upp á það. Það sitja flestir við
sama borð hvort sem þeir eru fatlaöir
eða ekki. Það hefur verið rætt um að
taka upp sérstakar flokkanir eftir fötl-
un en það hefur ekki enn verið gert,
a.m.k. ekki hér á landL Persónulega
finnst mér slíkt ekki æskilegt.”
— Nú ert þú búinn að stunda bogfini í
rúm 10 ár. Hvað erþað semheillar?
„Eg veit það satt að segja ekki. Þaö
er einfaldlega gaman að þessu. Þetta
er íþrótt sem allir geta stundað og ég
hvet sem flesta til að koma og vera
með.” -ÞJV.
Einbeitingin skin úr andliti Jóns Eirikssonar þar sem hann býr sig undir aö
skjóta. Jón var einn af þeim fyrstu sem hófu afl œfa bogfimi hér é landi,
byrjaði fyrir rúmum 10 érum.
„Fyrirtaks líkamsrækt”
„Eg kynntist bogfiminni í janúar sl.
á Reykjalundi. I mars kom ég hingað
í Hátún 10 og hef síðan æft tvisvar í
viku.” Sigríður Vilhjálmsdóttir er
önnur konan sem æfir bogfimi, hin er
leiðbeinandinn, Elisabet Vilhjálmsson.
„Það er gaman að skjóta. Bogfimin
er líka fyrirtaks likamsrækt, styrkir
bæði axliroghendur.”
— Áttu boga sjálf?
„Nei, að vísu ekki. Það fæst ekki bogi
af þeim styrkleika sem ég þarf hér á
landi. En það rætist vonandi úr því
fljótlega og þá kaupi ég mér örugglega
boga.”
— Ætlar þú aö halda áfram
æfingum?
„Já, alveg örugglega. Þetta er mjög
skemmtileg íþrótt.”
— Og fá kannski fleiri konur í hóp-
inn?
„Já, ég hef verið að hvetja vinkonur
mínar til að koma. Það ætlaði reyndar
ein að koma í þennan tíma en hún
hefur líklega ekki komist núna. Hún
kemur þá bara næst.”
-ÞJV.
Það eru ekki margar konur sem leggja stund é bogfimi á íslandi. Hér sést önnur þeirra, Sigríður Vilhjálms-
dóttir, spenna bogann og búa sig undir að skjóta.