Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Qupperneq 5
DV. MHMKUDAGUR 7. ÁGUST1985. 5 Handknúnu sveitasímunum útrýmt: Síðasti aftengdur um áramót „I sumar á að ljúka jarösíma- framkvæmdum þeim sem þarf til aö sjálfvirkir símar leysi þá síöustu handknúnu af hólmi,” sagöi Bergþór Halldórsson, verkfræðingur hjá Pósti og síma, þegar hann var spuröur hvernig gengi aö útrýma sveitasímum á íslandi. Árið 1981 voru sett lög sem kváðu á um aö öllum sveitum landsins skyldi komiö í sjálfvirkt símasamband viö um- heiminn á 5 árum. Þá voru 3200 sveitasímar í notkun í landinu. „Framkvæmdirnar hafa gengið vel í sumar,” sagöi Bergþór. ,,í vor voru 500 sveitasímar enn í notkun víös- vegar um landiö en samkvæmt áætlunum okkar veröur sá síöasti af- tengdur í kringum næstu áramót.” Bergþór sagði aö mikill þrýst- ingur heföi veriö frá sveitafólki aö þessu yröi breytt. Verkinu lyki nú, ári á undan áætlun. Tilkoma sjálf- virka símans hefði valdið því aö fólk í sveitum hringdi margfalt oftar. Aöspuröur kvaöst hann ekki eiga von á því aö síðasti sveitasíminn færi á safn. „Þessi tæki í sveitum eru yfirleitt ekki svo gömul og mér finnst jafnlíklegt aö síðasta handknúna símatækiö veröi nýlegt. ’' JKH Súrmjólk í hádeginu og seríos á kvöldin — Guðmundur Rúnar Lúðvíksson kominn í málaralistina Hann samdi lagiö Súrmjólk í hádeginu, seríos á kvöldin, skerpir matarlystina sem úrvalskokkur á sjúkrahúsinu í Eyjum, snaggaralegur í ræðulistinni og eyöir sumarfríinu í málaralistinni. Sannur Ustamaöur, Guömundur Rúnar Lúðvíksson, og mikiö fjandi tók hann sig vel út meö trönurnar fyrir ofan bensínstööina í Borgarnesi er viö DV-menn rákumst á hann á dögunum. ,,Eg eyöi sumarfríinu núna meö f jöl- skyldunni í sumarbústaö í Munaöar- nesi,” sagöi Guömundur, önnum kaf- inn meö penslana. „Það þýöir ekkert annaö en taka þetta meö krafti, þaö er upp klukkan sex á morgnana og málað langt fram á kvöld.” Guðmundur er með sýningu í versluninni í Munaöarnesi, 30 myndir eftir hann prýöa veggina. Og ekki er að efa aö Hafnarfjalliö, sem hann var að Villselja aögangaó baggatínslu „Mig dreymir um að geta selt ferða- mönnum aðgang aö því aö tína bagga fyrir stóran pening. Menn skulu ekki hlæja aö því, þaö er til dæmis mun betri hreyfing falin í baggatínslu heldur en æfingum á þrekhjóli,” sagöi Siguröur Ágústsson bóndi þegar blaða- menn DV hittu hann viö hlöðuna á Geitaskarði í Langadal. Sigurður var sölumaður í Reykjavík þar til hann flutti noröur fyrir 10 árum. Og fleira vildi Siguröur selja: „Ég vil selja fólki aögang aö þeim lands- gögnum sem viö nýtum ekki, til dæmis aö gæsa- og rjúpnaskyttiríi. Svo vil ég selja útlendingum aögang aö hreinu lofti og vatni. Þetta vil ég selja dýrt því aö ísland er eina landiö í heiminum sem hefur þetta í ótakmörkuöu magni." Á Geitaskarði hefur veriö rekin feröaþjónusta frá 1970, fyrst í sam- bandi viö Loftleiðir en síðustu fjögur árin í sambandi viö ferðaþjónustu bænda. Á bænum er svefnpláss fyrir 12 manns í einu og er boöiö upp á reiðtúra og gönguferðir fyrir feröamennina. Auk þess er hugsanlegt aö útvega veiöileyfi í laxám í grenndinni. Siguröur sagöi töluveröan fjölda af fólki hafa nýtt sér þjónustuna í sumar. Útlendingar væru í meirihluta en straumur Islendinga væri þó aö aukast. „Þaö er hægt aö lengja feröa- mannatímabiliö,” sagöi hann. „Hingað til hefur þaö miöast viö opnunartíma Edduhótelanna sem aft- ur miöast viö skólatimann en mér finnst vafasamt aö nota þá viðmiðun.” JKH mála þennan dag, fer fljótlega upp á Eykur matarlystina og eyðir sumarfríinu i málaralistinni. Guðmundur Rúnar i Borgarnesi að mála Hafnar vegg. -JGH fjallið. „Það er upp á morgnana og málað langt fram á kvöld." DV-mynd: E.J. BULGARÍA Lúxusdvöl á S va rta haf s st rön d i n n i *«£S§5sT-r Ngcfa ~> Y-n-i'»»>•:»' „Elenite holiday village” er nýr sumardvalarstaður í sólarparadísinni við Svartahafið. Gestir velja á milli dvalar í nýtísku hótelherbergi eða í nýjum og stórglæsi- legum studio íbúðum steinsnar frá ströndinni. Fjöldi úrvals skemmti- og matstaða er í boði, fullkomin íþróttaaðstaða og yndislegt veðurfar. Fararstjóri í þessum ferðum er Guðbrandur Gíslason. Sólarparadísin við Svartahafið Innifalið í fargjaldi er: flug, gisting, fullt fæði, leiðsögn og ferðir til og frá flugvellinum Næsta brottför 10. ágúst. Nánari upplýsingar hjá okkur á skrifstofunni ________ /ikV FERDAmHSVAL TRAVHL AGENCY Lindargata 14 sími: 14480

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.