Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Side 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGUST1985. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og ótgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoóarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SlÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SlMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Áskriftarverð á mánuöi 360 kr. Veró í lausasölu 35 kr. Helgarblaö40kr. GotthjáGeir Stjórnmálamenn víða um lönd eru gjarnan nytsamir sakleysingjar í augum Sovétmanna. Þeir hylma yfir með Kremlverjum, þegar hinir síöarnefndu traöka á mann- réttindum. Þetta er oft af því, að Sovétríkin eru risaveldi, og landsfeður víða um heim vilja heiðra skálkinn, svo að hann skaði þá ekki. Þetta er vissulega eymdarleg af- staða. Það er forkastanlegt af norska utanríkisráðherranum, Svenn Stray, að strika út úr ræðu sinni á ráðstefnu 35 utanríkisráöherra vestan og austan tjalds í Helsinki allt það, sem gat ergt Rússa. Nú eru tíu ár liðin frá undirritun svonefndrar Helsinkisamþykktar um bætta sambúð ríkja. Þessa er minnzt með nýjum fundi í Helsinki. Á þeim fundi vildu flestir tala eins og allt væri gott og gilt, sem skrifað var fyrir tíu árum. Helsinkisamþykktin væri tímamótasamkomulag. Undantekningar frá þessu voru ræður Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra íslands, og George Schulzt, utanríkisráöherra Bandaríkjanna. Þeir sögðu sannleikann um, hvernig Rússar og leppríki þeirra hafa farið með Helsinkisamþykktina. Geir sagöi: „Innrásin í Afganistan var svívirðilegt brot á meginreglu Helsinkisamþykktarinnar. Hún minnti á atburði áranna 1948, 1956 og 1968. . . .Hinir hörmulegu atburðir í Afganistan eru alvarlegasta áfallið fyrir fram- gang Helsinkisamþykktarinnar.” Og Geir sagði ennfremur: „Áframhaldandi brot á mannréttindum og grundvallarfrelsi í nokkrum ríkjum Austur-Evrópu eru einnig mikið áhyggjuefni. Þar ber að nefna útlegö Andrei Sakaroffs og áreitni og ógnanir á hendur samtökum þeim, sem hafa kennt sig viö Helsinki- samþykktina og þeim, sem skrifuðu undir Charta 77 og voguðu sér að mótmæla vanefndum á Helsinkisam- komulaginu.” Norskir fjölmiðlar hafa dregið í efa, að rétt hafi verið hjá Geir aö „hengja bjölluna á köttinn” og tala tæpitungulaust. Geir hefur þó vaxið við þetta. Flestir aðrir utanríkisráöherrar vestan tjalds kusu hlutverk nytsömu sakleysingjanna. Ekki mátti nefna brot Rússa og annarra austantjaldsríkja, sem í raun hafa gert Helsinkisamkomulagið að ómerkilegu pappírsgagni. Miklu veldur ótti viö Rússa, til dæmis vegna viðskipta- hagsmuna. Að sjálfsögðu þýðir ekki annað en tala tæpitungulaust við Rússa. Menn minnast þess, hvernig reynt var að blíðka Hitler á sínum tíma. Mönnum ætti að vera ljóst að það verður ekki sovézkum andófsmönnum að liði, að utanríkis- ráðherrar vestrænna ríkja skríði fyrir Sovétmönnum og sleiki á þeim tærnar. Eigi einhver árangur aö nást í viðskiptum við Sovét- menn, verður hann að vera á grundvelli tæpitungulauss tals og án misskilnings. Allt annað er að leggja blessun sína yfir það, hvernig mannréttindi eru fótum troðin í austantjaldsríkjum þrátt fyrir allar „Helsinki- samþykktir.” Helsinkisamþykktin hefur einungis verið áróðursplagg í höndum Kremlverja og þeir græða í hvert sinn, sem ein- hver vestrænn stjórnmálamaður lætur svo sem þeirri samþykkt sé framfylgt. Geir hefur styrkzt. Hann gerði það, sem jafnvel hægri menn annars staðar á Norðurlöndum þorðu ekki. Haukur Helgason. FJÖLDI SLASAORA GANGANDI MANNA 1982 , SKRÁSETTUR OG A/ETLAÐUR FJÓLDI. skrósettur fjdldl óœtlaftur fjöldl (o) ( a) slys ó íslondi morgfölduö me6 hlutfalli fólksfjölda londonna ALF Óæskilegt met — í fjölda slysa á gangandi vegfarendum Fyrir nokkrum mánuöum athug- aöi ég töflur um fjölda slasaðra í um- feröinni á Noröurlöndunum árin 1980 og 1982. Tölurnar er að finna í „Nord- isk statistisk árbok” 1983 t. 7 og t. 142—146. Áberandi er hve margir fólksbílar eru á Islandi samanboriö viö fólksf jölda. I lok árs 1982 voru um 400 bifreiöar á 1000 íbúa á Islandi en aðeins 352 í Svíþjóö. Fjöldi bifreiða hækkar aö vísu hlutfall slysa en samt er munurinn of mikill ef aöeins er tekið tillit til gangandi vegfarenda. Þegar tölur um slasaöa eru gefnar upp er nauösynlegt að bera saman fólksfjölda. og fann allháa tölu. I athugun á lög- regluskýrslum umferöarslysa á gangandi vegfarendum í Reykjavík árin 1981 og 1982 kom í ljós aö á gang- brautum var ekiö á 8 börn undir 15 ára aldri og 17 fullorðna áriö 1982. A því ári skráöi lögreglan 134 slys á gangandi fólki. Slys á gangbrautum voru því 18,6% allra slikra slysa. Áriö 1981 voru alls 19 slys á gang- brautum, þar af 1DAUÐASLYS. Þar sem tiltölulega fáar gangbrautir eru til er greinilegt aö öryggi er þar lítið! Gangbrautamerkingar hér eru lé- legar. Þær eru sebrastrikaöar eöa voru þaö. Á hverju ári er gert viö ak- Kjallarinn Hlutföll fólksfjöldans á Norðurlöndum 1980 og 1982. Árið island Danmörk Finnland Noregur Sviþjóð EIRÍKAA. 1980 1,0 22,4 20,9 17,9 36,3 FRIÐRIKSDÓTTIR 1982 1,0 21,07 20,5 17,5 35,3 i Viö vitum um skrásettan fjölda slasaðra á Islándi og meö því að margfalda fjölda slasaðra meö hlut- föllum fólksf jölda fáum viö áætlaöan fjölda. Taflan hér fyrir neöan sýnir þennan mun, einnig súluritiö. brautir og gangbrautamerkingarnar hverfa. Á sama hátt er hönnun og staösetning skilta óviðunandi. Þau ættu aö benda vegfarendum — bæði ökumönnum og gangandi — á aö hér sé gangbraut framundan eöa er jafn- HAGFRÆÐINGUR +■ Fjöldi slasaðra, gangandi aðeins, skrásettar tölur og áœtlaðar. Árið 1980 1982 Danmörk Skrás. áœtl. 1887 2956 1691 3211 Finnland Noregur Sviþjóð Skrás. áffitl. Skrás. áœtl. Skrás. áætl. 1344 2750 1518 3034 1651 2363 1642 2590 2099 4791 1929 5224 I stuttu máli; áriö 1982 slösuöust 148 gangandi vegfarendur á Islandi. Sé talan margfölduö meö hlutfalli fólksfjöldans þ.e.a.s. 35,3, er áætlað- ur fjöldi 5224, eða 2,7 sinnum hærri en var skrásettur í Svíþjóö. Áberandi er aö fjöldi slasaðra er aðeins svo hár þegar um gangandi vegfarendur er aö ræða. Munurinn er mjög lítill þegar litið er til ann- arra umferðarslysa. Nauösynlegt cr. að athuga hvað er ööruvísi hér en á hinum Norðurlöndunum: 1. Gangbrautir. Guörún Briem at- hugaöi hve mörg slys verða á gang- brautum, sem ættu þó aö veita gang- andi vegfarendum nokkurt öryggi, vel þar sem skiltiö er. Mörg skilti eru fest svo hátt aö ökumenn geta ekki séö þau nema aö þeir þekki staðinn! Þegar dimmt er í veöri eöa snjókoma sést ekkert. Samkvæmt upplýsingum frá hin- um Norðurlöndunum eru varúöar- skiltin tvöföld og meö lýsingu. Kostn- aðurinn er líklega mun minni en við öryrkjabætur eins manns. ökumenn taka oft ekki eftir aö um gangbraut er aö ræöa og aka jafnvel fram hjá bíl sem hefur stansað til að hleypa gangandi vegfaranda yfir. 2. Slysagildrur hins opinbera.Um- ferðarljósin eru illa stillt. Þegar gangandi maður ætlar yfir breiða götu, svo sem Suöurlandsbraut, og ætlar aö notfæra sér umferðarljósin, er hann oft í vandræöum meö aö komast alla leið, sérstaklega ef hann er gamall eöa fatlaöur. Margir gang- andi vegfarendur eru einmitt úr þeim hópi. Ljósin fylgja umferöinni, þ.e.a.s. langt ljós er fyrir umferð á Suöurlandsbraut, en stutt fyrir hliö- argötur og ekki hægt að komast yfir Suðurlandsbrautina á einu ljósi. Ekki er hægt aö ganga yfir götuna til aö komast aö Tollpóststofunni og Póststofunni viö Ármúla nema aö skjótast á milli bíla. Strætisvagn nr. 11 fer frá Hlemmi og stansar viö hús nr. 30 viö Ármúla, rétt á móti Toll- póststofunni, sem er nr. 29. Þar er engin gangbraut. Maöur veröur aö klifra upp á eyju, grasivaxna aö vísu en illfæra fyrir ýmsa sérstaklega í snjó og klaka aö vetri til. Gangi maö- ur aö enda, þar sem bílar mega skipta um akrein, er engin gang- braut heldur svo þræða veröur á milli bíla. Á leiöinni til baka aö Hlemmi veröur að ganga aftan viö bifreiöar, sem eru aö bakka út af bílastæðum, enda er hönnun bíla- stæöa ekki skynsamleg. Eirika Á. Friðriksdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.