Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Síða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGUST1985.
13
Ótti er virðingar
faðir og móðir”
Það hefur verið dálítið forvitnilegt
að fylgjast með ýmsu því sem birt
hefur verið á síðum dagblaðanna
síðustu vikur. Margir hafa hrokkið
upp af værum velferðarblundi og
brugðist hart við.
Tvær ungar konur vörpuðu óvænt
sprengju á skólakerfið, sem í ára-
raðir hefur verið skothelt byrgi nokk-
urra menningarvita skólarann-
sóknardeildar.
Þegar þessar konur fóru að starfa
hjá kerfinu mun þeim hafa sýnst að
þar mætti ýmislegt betur fara en
hafa varla búist við að fá þar miklu
breytt. Þá er það að þeim hugkvæm-
ist aö stofna einkaskóla og fá til þess
samþykki menntamálaráðherrans,
frú Ragnhildar Helgadóttur, sem var
nægilega víðsýn til að veita þetta leyfi
og skynja að ef til vill var um að
ræða athyglisverða tilraun til að fara
inn á nýjar brautir og brjótast út úr
vanabundnu miðstýrðu kerfi.
Nú mætti ætla að þeir sem trúa á
ágæti þeirrar lögbundnu hefðar sem
gildir í kennsluháttum grunnskólans
hefðu fagnað þessari uppákomu. Hér
fékk kerfið tækifæri til aö sanna gildi
sitt í samkeppni við einkaframtak
tveggja ungra kennara og sam-
starfsmanna þeirra sem hyggjast
fara inn á nýjar brautir að einhverju
leyti. Ef þessi tilraun reynist fálm
eitt verður hún eins og hver önnur
sápukúla sem springur út í tómið og
setur engan svip á samfélagið. En
þetta liggur ekki þannig fyrir. Otti
virðist hafa gripið um sig meðal
ýmissa ljósfælinna svefngengla sem
trúa blint á opinbera forsjá og mið-
stýringu. Hjá mörgum mun þó þetta
áræði jafnframt hafa vakið nokkra
virðingu og sannast þar „Að ótti er
virðingar faðir og móðir ”.
Aö því ég best fæ séö leggja þessar
konur starfsheiður sinn að veði fyrir
því að þeim lánist að byggja upp
marktæka menntastofnun sem gefi
grænt ljós fram á veginn því fólki
sem þar nýtur leiðsagnar. Ég er satt
að segja mjög undrandi hvað þetta
virðist hafa farið illa fyrir brjóstið á
sumum.
Að vísu er mikið af hinum nei-
kvæðu skrifum hálfgert bull blandaö
pólitískum hugarórum. Einhver
kvenkyns kaupsýslumaður hefur
þetta til málanna að leggja:
„Þetta er aðeins byrjunin á ljótum
leik til að brjóta niður skólakerfið,
skapa misrétti og ranglæti í grunn-
skólanum.” Hvílikt dæmalaust bull.
Hvernig getur eitt hundrað nemenda
skóli í Reykjavíkurborg brotið niður
grunnskólakerfið? Ef svo væri þá
stendur það ekki á traustum grunni
og riðar til falls hvort sem er.
Ég, sem reyndur grunnskóla-
kennari, leyfi mér að mótmæla því
sem staðleysu að hinn væntanlegi
Tjarnarskóli hafi nein áhrif í þá átt.
En ef til vill hugkvæmist áhuga-
sömum kennurum við þann skóla
eitthvað sem skólakerfið getur haft
gagn af, þar sem þeir hafa mögu-
leika til að gera ýms frávik að eigin
vild.
„Svíviröilegt gerræöi gegn
menningu og menntakerfi þjóðar-
innar-----Minni almenn menntun,
meiri fátækt, ódýrara og auðsveip-
ara vinnuafl. Og hins vegar gjör-
spillt yfirstétt, sem ríkir í krafti
ranglætis og fávisku. Gramsar í
verðmætum en fær aldrei nóg.”
Ég hlýt að hafa samúð meö
hverjum þeim sem notar íslenskt rit-
mál á jafnruddalegan og óyfirveg-
aðan hátt. Að ég nú ekki tali um öfga-
kenndar fullyrðingar sem þar koma
fram. Mér finnst leiðinlegt að mál-
flutningur verslunarmannsins skuli
vera jafngjörsneiddur menningar-
legu yfirbragði og fram kemur í
grein þeirri er birtist í DV 25. júlí ’85.
Hvert er svo þetta misrétti sem
sífellt er verið að stagast á? Hvert
barn eða unglingur á skyldunáms-
aldri á rétt á því að ríkið greiði kostn-
aö við skólahaldið. Þar eru allir
jafnir að lögum. Skólinn, sem hér um
ræðir, fær greitt í hlutfalli við
nemendaf jölda eins og aðrir skólar á
grunnskólastigi. Ég sé ekki að þar sé
neinum mismunað. Þetta fé er svo
aftur tekiö af þeim sem greiða skatt
til ríkisins, kannski þó ekki í réttu
Kjallarinn
ÞORSTEINN
MATTHÍASSON
FYRRV. SKÓLASTJÓRI
grunnskólans. Og hvers vegna
skyldu foreldrar ekki mega verja fé
sínu til aukinnar menntunar börnum
sínum til handa álíti þeir fé sínu
betur varið þannig en t.d. að standa
undir rekstri bjórlíkisstaða hér og
þar í borginni.
Ég held mig vita það nokkuð gjörla
að þaö verða ekki fyrst og fremst
þeir sem mest fjárráð hafa sem
sækja þennan margumtalaöa skóla
heldur hinir sem finnst grunnskólinn
ekki uppfylla þær kröfur sem þeir
gera til hans en hafa ekki ráð á að
kaupa dýra aukakennslu tO að koma
krökkunum áleiðis. Það fer ekki eftir
efnahag fólks hvert viöhorf þess er
til menntunar eða menningarstarf-
semi yfirleitt.
Það hefur lengi verið skoðun min
að á seinni árum hafi kennsluhættir
grunnskólans breyst til hins lakara
og að þar ríki óeðlilegt misrétti. Þeir
hafa færst í það horf aö miða við
Q „Ótti virðist hafa gripið um sig
meðal ljósfælinna svefngengla
sem trúa blint á opinbera forsjá og
miðstýringu.”
hlutfalli við not hvers eins af skólun-
um.
Nemendur Tjarnarskóla verða þar
að auki að greiða skólagjald til að
standa undir ýmsum þeim út-
gjöldum sem hinn almenni grunn-
skóli fær frá samfélaginu.
Misrétti — Eigum viö ekki að
athuga það dálítið nánar. Ég er vel
kunnugur störfum grunnskólans og
þar eins og á öðrum sviðum sam-
félagsins er misjafnlega vel aö verki
staöið. I alltof mörgum tilfellum er
ástandið þannig að á níu ára skóla-
ferli hefur nemandinn sáralítið lært,
er illa læs og naumast sendibréfsfær.
Það er vitað mál að margir þeir sem
fjárráð hafa telja sig neydda til að
kaupa aukakennslu og aðstoð utan
þarfir meðalmennskunnar og þeirra
sem þar eru fyrir neðan. Hinir, sem
hafa getu til að komast lengra
áleiðis, mega oft þola þaö aö vera
vanræktir. Þessu var á annan og
betri veg fariö meðan nemendum
var skipað í deildir eftir námshæfni.
Þá var síður hætta á því aö seinfærir
nemendur beygðust af minnimáttar-
kennd sem oft grípur þá sem standa
andspænis of jarli sínum og ætlað er
sama hlutverk. Einnig kann svo að
fara að greindur og námfús nemandi
verði kærulaus og latur ef hann
veröur þess var að hægagangur er
auöveldasta leiðin til að vera hlut-
gengur í skólanum.
Mér sýnist óþarfi fyrir samfélagið
aö skelfast yfir þessum væntanlega
Tjarnarskóla. Hann getur tvímæla-
laust orðið til nokkurra bóta og
hreyfiafl í menntakerfinu ef vel tekst
til, en rennur vafalaust út í tómið
bregðist hann vonum þeirra sem til
hans leita. Misrétti getur hann
naumast orsakaö. Þar verða allir að
greiða skólagjald. En misgengi
hins heföbundna grunnskóla veldur
því að þar greiða þeir einir kennslu-
gjald sem ekki sætta sig við meðal-
mennskuþófið.
Það má kannski segja að skóli sem
krefur um skólagjald á skyldunáms-
stigi veiti þeim sem það greiöa auk-
inn íhlutunarrétt um starfsárangur.
En þó þaö geti stundum verið miður
þægilegt fyrir kennara að hafa sam-
skipti við mjög kröfuharða og af-
skiptasama foreldra, sem auðvitað
eru ekki alltaf sanngjarnir fremur en
annað fólk, þá held ég að tómlæti
þeirra sem skólans eiga aö njóta sé
mun verra.
Það er oft á orði haft að grunn-
skólinn geti ekki sinnt hlutverki sínu
sökum fjárskorts. Sjálfsagt er það í
sumum tilfellum rétt og þá helst að
vel starfhæft fólk er of illa launað.
En í sumum tilfellum sýnist mér að
það fé sem veitt er til menntamála sé
ekki rétt notað. Ég álít t.d. að þessi
endalausa tilraunaútgáfa námsbóka
hafi í alltof mörgum tilfellum verið
sóun á fé. Mér er kunnugt að sumar
þessar bækur hafa ýmist einu sinni
eða aldrei verið notaðar, aðeins orðið
hillufyllir í skólunum.
Það er ekki alltaf námsbókin sem
skiptir mestu máli, fremur sá sem
skýrir efni hennar fyrir nemendum.
Ég held að íslenskan okkar væri
ekkert verri í dag þó málfræðibækur
Björns Guðfinnssonar og Skúla
Benediktssonar hefðu verið lagöar til
grundvallar við kennslu í grunn-
skólum. Það hefði sparað mikinn
pappír og vinnu. Þó ég segi þetta er
ég ekki þar með að leggja neinn dóm
á annarra verk heldur aðeins að
átelja það aö kostuð sé útgáfa
margra bóka um sama efni.
Tjarnarskólinn verður veruleiki og
ef vel til tekst um langa framtíð og
fleiri munu á eftir koma. Hinn al-
menni grunnskóli er og verður líka
veruleiki sem þjóðinni ber að styöja
og efla, einkum meö því að laða að
honum starfslið sem vill og getur
staðið þannig að verki að enginn
nemandi verði þar utangarðs. Hann
fær nú ef til vill ofurlítið örara
blóðstreymi við alla þessa umræðu.
Hófsöm skoðanaskipti um málefni
samfélagsins eru af hinu góða. En
telji fólk sig þurfa að beita stór-
yrðum og persónulegum skætingi er
annað tveggja, málstaöurinn slæmur
ellegar flytjandinn vanhæfur.
Þorsteinn Matthíasson.
Af hverju friðarbúðir?
I ár eru liöin 40 ár frá því er banda-
ríski herinn varpaði kjarnorku-
sprengjum á japönsku borgirnar
Hirosíma og Nagasaki með hörmu-
legum afleiðingum. 150 þúsund
fórust þegar í stað og jafnmargir
létust úr geislaveiki og brunasárum
næstu mánuði á eftir. Árum og ára-
tugum síðar dó fólk af síðbúnum af-
leiðingum sprengjanna. I dag eru um
það bil 400 þúsund manns á lífi, sem
búsettir voru í borgunum tveim
þegar sprengjurnar féllu. Flestir
þeirra bera menjar eða eiga við sjúk-
dóma að stríða af völdum árásanna.
Japanir og friðarsinnar um heim
allan munu minnast þessara atburða
dagana 6. til 9. ágúst með ýmsum
hætti og mótmæla um leið sívaxandi
kjarnorkuvígbúnaði stórveldanna.
En af hverju að gagnrýna kjarn-
orkuvopn, sem risaveldin í austri og
vestri segja ýmist vera „til varnar
sósíalismanum eða vestrænni menn-
ingu og lýðræði”, allt eftir því hvort
hlut á að máli? Jú, svonefndar
varnir með kjarnorkuvopnum eru
ögrun við okkar eigin tilveru og
siðlaus aðferð í baráttu gegn óvini.
Engin siðræn, trúarleg eða menning-
arleg rök geta réttlætt þessi gjör-
eyðingar- og sjálfseyðingarvopn.
Hvernig í ósköpunum á að réttlæta
Kjallarinn
Atli Gíslason
LÖGFRÆÐINGUR
í REYKJAVÍK
þau fyrir börnunum okkar? Hvaða
lífsvon eiga þau? Það er full ástæða
til að efast um að þau muni erfa
landið.
, Sem stendur er framtíðin vægast
sagt dökk. Stórveldin og bandamenn
þeirra keppast við að hlaöa upp
kjamorkuvopnum og er ekkert til
sparað aö gera þau sem öflugust.
Það setur til að mynda að mér magn-
aðan hroll þegar ég hugsa til víg-
búnaðarumsvifa bandaríska hersins
og Nato á íslandi á líðandi stund. Hér
er veriö að byggja olíugeyma, olíu-
lagnir, olíuhöfn, flugbrautir, stjórn-
stöð, kjarnorkuheld flugskýli og rat-
sjárstöðvar svo eitthvað sé nefnt.
Auk þess á að staðsetja hér 18 F-15
orrustuþotur. Þessi hernaðar-
uppbygging kostar hvorki meira né
minna en rúma 40 milljarða. Þá er
ótalinn rekstrarkostnaður, vænt-
anlegar íbúðabyggingar fyrir her-
Q „Og utanríkisráöherra virðist hafa
það sem eitt meginverkefni sitt að
sárbæna bandarísk stjórnvöld um að
sjá aumur á Eimskip og Hafskip.”
„Stórveldin og bandamenn þeirra
keppast við að hlaða upp kjarn-
orkuvopnum og er ekkert til
sparað að gera þau sem
öflugust."
menn, nýr vopnabúnaðar og margt
fleira.
Svo er nú komið, að öll íslensk at-
vinnustarfsemi á Suðurnesjum,
sjávarútvegur o.fl., er að leggjast af
eða lepur dauðann úr skel. Á sama
tíma blómstra hermangsfyrirtækin.
Það er til dæmis nöturlegt aö hugsa
til þess, að hæstu skattgreiðendur á
Islandi skuli starfa viö hernaðarupp-
bygginguna. Jafnvel íslensku skipa-
félögin segjast eiga erfitt uppdráttar
þar sem flutningar til hersins eru úr
sögunni. Og utanríkisráðherra
virðist hafa það sem eitt meginverk-
efni sitt að sárbæna bandarísk
stjórnvöld um aö sjá aumur á Eim-
skip og Hafskip.
Er það þetta sem íslensk stjórn-
völd kalla „að styðja sérhverja
viðleitni til afvopnunar”? Af hverju
beita þau sér ekki fyrir því, að víg-
búnaðarfjármunirnir verði heldur
notaðir í baráttunni gegn hungri og
sjúkdómum í heiminum? Hafa ráða-
menn þjóðarinnar engar áhyggjur af
sjálfstæði okkar þegar dansinn
kringum gullkálfinn er stiginn svo
hart. Er þeim ekki ljóst, að her-
stöðinni er ætlað lykilhlutverk sem
stjórnstöð í sókn og vörn meö kjarn-
orkuvopnum?
Þaö er ekki mikil ástæða til bjart-
sýni um framtíðina. Eg á mér þó
von. Hún er sú, aö meirihluti þjóöar-
innar taki afstöðu gegn kjarnorkuvá
og hernaöarhyggju. Noti hvert
tækifæri til að sýna andúð sína á víg-
búnaðarbrölti. Sterkt almenningsálit
virðist vera þaö eina sem stjórn-
málamenn skilja. 1 þessum efnum
eigum við samleið með milljónum
friðarsinna um víða veröld. Þessa
andstöðu gegn kjarnorkuvopnum
geta friðarsinnar meðal annars sýnt
með þátttöku í aðgerðum sem
(tengjast 40 ára minningu hörmung-
anna í Hirosíma og Nagasaki.
Atli Gíslason.