Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Síða 8
8
DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985.
LOPI LOPI
Þriggja þráða plötulopi, 10 sauðalitir, að auki rauðir og
bláir litir. Sendum í póstkröfu um landið.
Ullarvinnslan Lopi sf.,
Súðarvogi 4,
104 Reykjavík,
sími 30581.
Norrænir verkef nastyrkir
til æskulýðsmála
Norræna æskulýðsnefndin hefur ákveðið að veita tak-
markaða styrki til svæðisbundins og staðbundins sam-
starfs meðal æskufólks á Norðurlöndum.
Styrkir verða veittir til
— staðbundinna æskulýðsverkefna,
— samstarfs á ákveðnu svæði (einkum á vestursvæðinu,
ísland, Færeyjar og Grænland) og á Norðurkollu-
svæðinu (Nordkalotten),
— æskulýðsstarfsemi sem ekki hefur getað notið þeirra
styrkja sem boðnir hafa verið til þess af norrænu
nefndinni.
Æskulýðsfélög eða hópar í einstökum bæjar- eða sveitar-
félögum, sem hafa hug á norrænu samstarfi, geta sótt
um styrkina.
Umsóknum skal fylgja stutt lýsing á samstarfinu ásamt
fjárhagsáætlun um verkefnið. Einnig skal tekiðfram hvort
samstarfið sé styrkt af öðrum aðilum. Engin sérstök um-
sóknareyðublöð eru um styrki þessa.
Umsóknarfrestur um þessa styrki rennur út 1. október
nk. og skulu umsóknir sendast beint til:
Nordisk Ungdomskomité
Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde
Snaregade 10
DK-1205 Köbenhavn K.
Reykjavík, 3. september 1985.
Seljum í dag
Saab 900 GLS árg. 1982,
5 dyra, sjálfsk., rauður,
ekinn 43 þús. km. Verð
430 þús. Skipti möguleg á
ódýrari.
Saab 900 GL, 5 dyra, árg.
1982,
grár, ekinn 50 þús. km.
Verð 420 þús. Skipti á
ódýrari bil möguleg.
Saab 900 GLE, 4 dyra,
beinskiptur, árg. 1982,
Ijósblár, sóllúga, ekinn 40
þús. km. Verð 480 þús.
Saab 99 GL, 2 dyra, árg.
1982,
grár, ekinn 32 þús. km.
Verð 360 þús.
OPIÐ LAUGARDAGA
KL. 13-17
TÖGGURHR
UMBOÐ FYRIR SAAB OG SEAT
BÍLDSHÖFÐA16, SlMAR 81530-83104
Hver á Titanic?
Afstýrir
klofningi
í bili
Deilur um eignaréttinn þótt björgunarvonir séu sáralitlar
I uppsiglingu eru málaferli út af því
hver sé réttur eigandi flaksins af
Titanic sem fannst á dögunum, 73
árum eftir aö skipiö fórst og meö því
1513manns.
Á meðan enginn vissi hvar flakið lá á
hafsbotni hefur spurningin aldrei
vaknaö um eignarréttinn en þeir sem
fundu skipiö, og eins eftirlifendur úr
þessu frægasta sjóslysi sögunnar, vilja
að flakið veröi leyst friöhelgt sem graf-
reitur. Aðrir vilja ná flakinu upp og
bjarga úr því verðmætum. — Þaö
hefur jafnan legiö orö á því aö meö
Titanic hafi sokkiö ógrynni gulls og
eöalsteina.
Tryggingafélagið, sem tryggöi
Titanic, telur sig eiga flakiö.
Björgunarúlfar telja aö sá hljóti aö
eiga fund sem finnur.
Þetta kunna aö veröa deilur um
keisarans skegg því aö flakið liggur á
4.400 metra dýpi og hefðbundin köfun
ræður ekki viö slíkt dýpi.
Neðansjávarmyndatökur (fjar-
stýröar) gefa til kynna aö flakið sé
nokkuð heillegt. Lauslegt dót úr því,
sem dreiít er umhverfis flakið, viröist
sömuleiöis heillegt eins og rúm og
vínflöskur og fleira.
Afstýrt hefur verið í bili klofningnum
innan bresku verkalýöshreyfingarinn-
ar út af ríkisstyrkjunum til einstakra
félaga.
Trades Union Congress (TUC, sem
er einskonar ASI Breta og hefur innan
sinna vébanda 10 milljónir meölima
verkalýösfélaga) kunngerði í gær aö
náöst heföi málamiðlun. Osagt var
samt í hverju hún hefði veriö fólgin.
AUEW, næststærsta verkalýösfélag
Breta, haföi neitað aö veröa viö fyrir-
mælum TUC um aö afþakka ríkis-
styrkinn sem ætlaöur er til að standa
undir kostnaði af því aö atkvæöa-
greiöslur um leiðtoga félaganna eöa
verkfallsheimildir séu haföar leynileg-
ar. — TUC hafði hótað aö reka félagið
úr landssamtökunum.
Stööugar viðræður voru í gær milli
forkólfa verkalýösfélaganna og hefur
brottvísun AUEW úr landssamtökun-
um veriö frestað þar til efnt hefur ver-
iö til atkvæðagreiðslu innan félagsins.
I atkvæöagreiðslu í febrúar í vetur
haföi veriö samþykkt meö atkvæða-
hlutfallinu 12—1 aö þiggja ríkisstyrk-
inn fyrir AUEW, en hann nemur 1,2
milljón sterlingspunda (meðlimir eru
umeinmilljón).
Fleiri fámennari stéttarfélög eins og
rafvirkjar ætluðu aö fylgja AUEW út
úr TUC, ef á heföi reynt.
4€
Þetta mikla fley iiggur nú á hafs-
botninum suður af Nýfundnalandi.
Nú er spurningin: hver á skipið?
Verkalýðshreyfingin
í Bretlandi:
Útlönd Útlönd Útlönd
Fjórar sprengjur
á einu bretti
Hryðjuverkaöflin f Frakklandi færast í aukana
Fjórar sprengjur sprungu í París í
nótt. Hryðjuverkasamtökin Action
Directe segjast bera ábyrgöina á
þeim. Sprengjunum var beint gegn
fyrirtækjum sem talin eru eiga
viðskipti viö Suöur-Af ríku.
Sprengjurnar sprungu allar í
kringum klukkan tvö í nótt. Þær
sprungu viö skrifstofur Renault bíla-
framleiöslufyrirtækisins, Pechiney,
ríkisrekna málmfyrirtækisins, Spie
Batignolles byggingafyrirtækisins og
viö skrifstofur kolainnflutnings-
fyrirtækis.
Talsmaöur lögreglu sagöi að tveir
menn heföu særst lítillega vegna gler-
brota sem flugu í allar áttir. Skaði á
byggingum væri mikill.
I skriflegri tilkynningu til fréttastofu
sagöi Action Directe: „Þaö er í
frönskum ráðuneytum sem
blökkumenn suöur-afríska fátækra-
hverfa hefja dauðagöngu sína.”
Umsjón:
Þórir Guðmundsson
og Hannes Heimisson
Blóðug mótmæli gegn yfir
völdum bera árangur
— en kröf ugöngur halda áfram í Guatemala
Lögregla í Guatemala skaut tára-
gasi aö hundruðum kröfumanna sem
héldu fundi gegn stjórnvöldum þrátt
fyrir að þau heföu aflýst fyrirhuguðum
hækkunum á fargjöldum strætisvagna.
Mótmælendur köstuöu grjóti í hinum
ýmsu hverfum Guatemala-borgar í
gærkvöldi en hermenn héldu þeim frá
þjóðhöllinni.
Þjóöhöföingi landsins, Oscar Mejia
Victores, sagði á blaðamannafundi
stuttu áöur aö stjórnin heföi ákveöið að
veita strætisvagnafyrirtækjum og
langflutningabílum mánaöarlegar
niðurgreiöslur til að hægt væri aö
halda fargjöldum í sama fari og áður.
Hækkunin sem stjómin haföi áöur til-
kynnt nam 50 prósentum.
Þetta er í annað sinn sem stjórnvöld
í Guatemala láta undan vegna
óánægju landsmanna með niöur-
skurði stjórnarinnar. Stjórnin hefur
verið að reyna aö minnka skuldir þjóö-
arbúsins.
Þrátt fyrir undanlátssemi stjórn-
valda kröföust mótmælendur þess í
gær aö Meija Victores segöi tafarlaust
af sér.
Samkvæmt skýrslum yfirvalda hafa
tveir látist og 23 særst í óeirðunum sem
hafa staðið í viku. Lögregla og her hafa
handtekið 550 manns.
Borgaraleg stjórn á að taka viö í
Guatemala snemma á næsta ári.