Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Side 13
DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985.
13
MISSKIUN HÚSNÆÐISMÁL
Stofnunum og valdhöfum þessa
lands virðist ganga erfiðlega að
skilja fólkið sem í landinu býr og
kemur það einkum og sér í lagi
fram í því hvernig tekið hefur
verið á húsnæðis- og lánamálum
þjóðarinnar undanfarin misseri
ogár.
Skilningssljóir þegnar
Þegar fólkinu í landinu finnst
ranglátt að lán sem það hefur
tekið í íslenskri mynt til öflunar
eigin húsnæðis sé mun óhag-
stæðara heldur en ef það hefði
tekið lán í einhverjum Evrópu-
gjaldmiðli þá hrista ráðamenn-
irnir höfuðið yfir skilningsleysi
þjóðarinnar sinnar og bera ekki
einu sinni við að skýra út málið
fyrir svona skilningslausu liði.
En það kann vel að vera að ein-
hver kauphallarsérfræðingur
verði fenginn til að skýra út fyrir
almenningi hvers vegna íslenska
krónan er svona miklu meira
virði heldur en allir hinir gjald-
miðlamir þegar þarf að sjá af
krónunum til lántakenda á Is-
landi.
Húsnæðisstofnun
ríkisins
Húsnæðisstofnun ríkisins aug-
lýsir hina stórkostlegu lausn sem
greiðslujöfnunin á að vera og
tilkynnir að menn skuli koma
betlandi hendi til að njótaávaxt-
anna af rausnarlegu tilboði yfir-
valdsins og undrast um leið að
ekki skuli fleiri vilja njóta þess-
ara einstöku kjara. Ef stjóm-
málamenn skilja ekki þá vís-
bendingu sem felst í þessum dómi
almennings á lögunum um
greiðslujöfnunina þá fer nú að
vera vafamál hvort þessir háu
herrar álíta þjóðina misskilja sig
en ekki að þeir misskilji þjóðina.
Hún er táknræn, auglýsingin,
sem birtist frá Húsnæðisstofnun
ríkisins þessa dagana, þar sem
tilkynnt er að þeir sem skulda
samkvæmt lánskjaravísitölu
skuli greiða dráttarvexti hálfum
mánuði fyrr heldur en þeir sem
eiga skuldir samkvæmt bygging-
arvísitölu. Hún er táknræn fyrir
það að stofnunin reiknar ekki
með viðbrögðum frá því fólki sem
lifað hefur við lánskjaravísitölu
því skilningur þess á réttu og
röngu hlýtur að vera orðinn
brenglaður eftir lánskjaravísi-
töluuppeldið. Reyndar er þetta í
dúr og moll við það þegar stofn-
unin bauð fólki að greiða lánin
hraðar upp heldur en um var
samið þegar fólki fannst ofgreitt
og sýnir þetta ljóslega hve mikill
og gagnkvæmur skilningur er á
milli fólksins og ráðamanna.
Næsta rökrétta skref Hús-
næðisstofnunar yrði því senni-
lega að koma vanskilalánum til
lögfræðinga fyrr en verið hefur
svo fleiri löglærðir rukkarar geti
framfleytt sér á að ná síðustu
aurunum af fólki sem samkvæmt
lánskjaralögum skuldar meira
enþvíber.
Hvertfara peningarnir?
Það er minnkandi eftirspurn
eftir fjármagni til húsnæðis-
kaupa hjá lífeyrissjóðum og hús-
næðismálastofnun og dregin er
sú ályktun að unga fólkið treysti
sér ekki út í húsnæðiskaup miðað
við núgildandi lögmál húsnæðis-
markaðarins. Þetta gerist þegar
sá flokkur er við völd í landinu
sem hefur það á stefnuskrá sinni
að öllum skuli vera gert kleift að
eignast þak yfir höfuðið og það
án hjálpar verkamannabústaða-
kerfisins.
Stundum undrast ég hvert þeir
fjármunir fara sem hefðu annars
farið til húsnæðiskaupa. Senni-
legt er að stór hluti þessara pen-
inga fari til hinna mörgu
skemmtistaða sem nú hafa risið
undanfarið út um allt land og er
þar ef til vill komin skýring á
fjölda staðanna. Að álykta þann-
ig virðist mér rökrétt því eitt-
hvað verður fólk að gera við tíma
sinn og peninga sem ekki treystir
sér til að stofna heimili og/eða
STURLA ÞENGILSSON
koma sér upp eigin húsnæði
vegna okurlögmála húsnæðis-
markaðarins. Þetta er ef til vill
bara mitt skilningsleysi, auðvit-
að er þetta eitt skref í þá átt að
skapa ný atvinnutækifæri í
landinu.
Hvaö er framundan?
Þó ungt fólk sé ekki sérlega
ginnkeypt fyrir því að beygja sig
undir það ok sem öflun eigin
húsnæðis er í dag og noti tímann
frekar til skemmtana, þá kemur
að því að það verður að leysa
húsnæðisvandræði þessa fólks
einhvern tíma. Mér líst þannig á
framtíðina í þessum málum að
fleiri og fleiri muni leita til
verkamannabústaðakerfisins og
hugsanlega e.k. búseturéttar-
kerfis ef ekkert verður að gert.
Heiðarlegast finnst mér að
stjórnmála- og ráðamennimir
viðurkenni það í orði sem þeir
hafa viðurkennt á borði, að ekki
eigi að vera möguleiki fyrir al-
mennan launamann á íslandi að
koma sér þaki yfir höfuðið. Þá
væri sá misskilningur úr sög-
unni.
Lausnin?
Ekki veit ég hvort ráðamanna-
stéttin kemst í betra samband við
þjóðina í framtíðinni og skilur
þarfir og óskir hennar. Það er ef
til vill nær að vænta þess að
þjóðin þroskist og læri að fara
eftir því sem forsvarsmennimir
segja að sé henni fyrir bestu, eða
var það þannig sem lýðræðið var
hugsað í upphafi?
Sturla Þengilsson
KERFISFRÆÐINGUR
„Heiðarlegast finnst mór að stjórnmála- og ráðamennirnir viður-
kenni það í orði sem þeir hafa viðurkennt á borði, að ekki eigi að
vera möguleiki fyrir almennan launamann á fslandi að koma sór þaki
yf ir höfuðið. Þá væri sá misskilningur úr sögunni."
GÖFUGT MANNÚÐAR-
STARF TEIGABÚ ANNA
Jæja, þá erum við búin að fá borg-
arstjóradóm um hvar menn með
skítug sakavottorð mega ekki búa.
Og þá er bara eftir að fá borgar-
stjóradóm um hvar menn með skít-
ug sakavottorð mega búa. - Og þá
vitum við það eftirleiðis, takk.
Aö friöa samviskuna
Það er nú annars dæmigert fyrir
smáborgarana hér uppi á íslandi,
sem vinna gífurleg mannúðarstörf
hvenær sem tækifæri gefast, til
dæmis með kaupum á einum happ-
drættismiða á ári, eða með því að
gefa 100 krónur í Lionssöfnunina,
eða þá bara með því að hjóla á hjól-
reiðadaginn, að þegar einhver
raunveruleg mannúðarhjálp
stendur þeim nærri er ekki mögu-
leiki að hreyfa við steintröllunum.
Hellamir þeirra gætu lækkað í
verði við það. Vissuð þið það?
„Þú bara VERÐUR að
skrifa undir, Sigga mfn!”
„Já, bara um milljón hver íbúð
eftir alveg pottþéttum fasteigna-
sala. En þið megið samt ekki hafa
það eftir mér. Skrifaðu bara strax
héma undir listann, Sigga mín, til
að forða okkur frá því að fá þessi
hræðilegu óargadýr hingað í hverf-
ið okkar. Það er ekki bara það að
gamalmennin hérna í hverfinu
verða barin og rænd heldur geta
blessuð saklausu börnin héma í
hverfinu aldrei farið út að leika sér
framar! Þeim yrði ömgglega mis-
þyrmt samstundis. - Og svo verðum
við hérna, heiðarlegu borgaramir
(???), bara alveg eignalaus á eftir.
Ibúðirnar hérna snarlækka í verði
um leið og þetta pakk flytur hingað
í fallega hverfið okkar. - Við bara
verðum að standa saman í þessu
hræðilega máli, skilurðu það,
Sigríður!”
Formáli svipaður þessum var
hafður yfir illa tömdum íbúum
Teigahverfisins sem vom ekki alveg
sammála því að flæma félagasam-
tökin Vemd úr hverfinu. En sam-
tökin höfðu fyrirhugað að koma upp
heimilislegu og mannúðlegu sam-
býli fyrir skjólstæðinga sína að
Laugateigi 19. Þá sem lent hafa
einhvem tímann á lífsleiðinni í
kasti við lögin okkar eða misstigið
sig á refilstigum fíkniefnavanda-
mála samfélagsins okkar.
Hverra vandamál -
efekki okkar?
Þegar ég segi okkar þá á ég við
það að öll eru þessi vandamál auð-
vitað komin frá okkur. Og engum
öðrum. Ég vil aðeins minna efa-
semdamenn á það að ekkert fíkni-
efnavandamál var til á Vesturlönd-
um fyrr en við, eða fulltrúar okkar
menningar, nú og fyrr, komu með
þennan ófögnuð hingað og fóm að
ota þessu að öðm og yngra fólki.
Eða halda sumir að menn séu fæddir
með fíkniefnavandamálið eins og
hverja aðra lömun? Og ekki kom
þetta ástand heldur með rigning-
unni eða rokinu eins og stundum
virðist mega skilja á digurbarkaleg-
um íslendingum. Nei, ekki aldeilis.
Fáir hafa reyndar nokkum tím-
ann leitt að því getum að eitthvað
alvarlegt geti verið að hér í þessu
glæsilega velferðarsamfélagi okkar.
Það sem Mogganum finnst mest
nauðsyn á að skera enn frekar niður
nær fnunskógarlögmálunum. Við
erum reyndar alveg búin að ná því
stigi í húsnæðismálunum, svo nú er
bara að taka til annars staðar næst.
- En í dag er það: „Burt með þennan
afbrotalýð. Burt frá mér. Burt úr
hverfinu mínu! Hann verður bara
að fara eitthvað annað. Ég get ekki
haft hann nálægt mér! ’ ’.
Og hvar á þá
„pakkið”að búa?
Nú og ef við svo framlengjum
þetta aðeins í margföldunartöflunni
þá getur þetta fólk, sem er í umsjá
Vemdar, ekki verið í neinu hverfi í
Reykjavík né annars staðar á
landinu. Þá eru líklega bara Hvera-
vellirnir eftir, eða er það ekki? Það
er að segja ef vesalings veðurat-
hugunarfólkið getur haft „pakkið”
hjásér?
Ég veit vel að þessi umræða er
kannski hlægileg. En svona blasir
vandamálið við mér ef ég nota ein-
falda skynsemi í framrásar-útreikn-
ingum. Eða hvar getur þetta fólk
verið annars staðar úr því að borg-
arstjórinn er búinn að lýsa því yfir
að þessir vistmenn Vemdar séu ekki
þolandi á meðal venjulegra (???)
borgara? Greinilega hvergi nálægt
fólki.
Pílatusarganga
Verndar framundan
Og auðvitað hlýðir frú Jóna Gróa
Sigurðardóttir, formaður Verndar
og borgarstjórnarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, yfirboðara sínum
í þessu efni sem öðrum og Iætur
Vemdina selja húsið á Laugateign-
um ef þess verður nokkur kostur.
En þar hafa samtökin einmitt verið
að gera upp og innrétta hús samtak-
anna síðastliðið hálft ár, fyrir þessa
annars mjög svo göfugu starfsemi
sína. Það er engin hætta á öðm. -
Og þó það kosti að félagasamtökin
fari á veraldlegt flakk næstu öldina,
á meðan Reykvíkingar kjósa yfir sig
Davíða í löngum röðum, þá verður
bara að hafa það. Menn breyta nú
ekki þjóðfélaginu á einum degi.
Þó að yfir stöðum Vemdar hér í
borginni hafi fram að þessu aldrei
verið kvartað um yfirgang af ná-
grönnum þeirra, og þó að á hysteríu-
fund íbúanna hér um daginn, þegar
Davíð lofaði hreingerningum hið
fyrsta, hafi komið maður, sem búið
hefur í næsta húsi við annað heimili
Vemdar á Ránargötunni, gagngert
til þess að segja frá nágranna-
reynslu sinni af Vernd, sem sé því
að hann hafi varla vitað af starf-
seminni í næsta húsi við sig, þá kom
Kjallarinn
MAGNÚS H.
SKARPHÉÐINSSON
FYRRV. VAGNSTJÓRI SVR
allt fyrir ekki. Borgarstjórinn lofaði
að kaupa pakkið í burtu með allt
þess hafurtask, frá litla fallega sæta
Teigahverfinu með htlu sætu íbú-
unum, í litlu sætu húsunum. Bara
burt! - Bara eitthvað. - Það er nefni-
lega ekki hægt að skíta út svona
mörg smáborgaraleg atkvæði. Því,
eins og þið munið, þá em kosningar
á næsta ári. Og þá munu Davíðamir
stígauppogsegja:
„Munið - X-D - heldur
borginni hreinni”.
„Sjáið þið, Reykvíkingar, hvemig
borgin hefur verið rekin af okkur
sjálfstæðismönnum. Og ef þið
kjósið okkur þá munum við áfram
kappkosta að halda borginni okk-
ar eins hreinni og fallegri og okk-
ur hefur tekist hingað til. Þess
vegna er það X-D í næstu kosning-
um, og skítapakkið verður allt á
burt framvegis sem hingað til!”
Og þá höfum við það. - En gaman
verður að fá að sjá hvaða Reykvík-
ingar, að mati borgarstjórans, verða
nógu góðir til að hýsa svona starf-
semi í hverfinu sínu. - Þá byrjar
líklega sami söngurinn þar: „Ekki
ég,” sagði öndin. „Og ekki ég,” sagði
kýrin. Og. . .
Magnús H. Skarphéðinsson.
a „Ogþóþaðkostiaðfélagasamtökin
^ fari á veraldlegt flakk næstu öld-
ina, á meðan Reykvíkingar kjósa yfir
sig Davíða í löngum röðum, þá verður
bara að hafa það.”