Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Side 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Stundarðu einhverja heilsu- rækt? Linda Björk: Ég syndi þegar gott er veður. Svo fer ég líka í sólbað. Kristinn Ottósson: Nei, ekki reglulega. Eg hef stundum leikið mér í frjálsum íþróttum. Vestarr Lúðvíksson: Já, ég reyni að synda svona 2—3svar í viku. Mér líður illa ef ég næ því ekki. Stundum fer ég oftar. Guðbjörg Olafsdóttir: Nei, en ég hef verið í leikfimi. Mér finnst full ástæða til að stunda heilsurækt af einhverju tæi. Nauðsynlegt. Eg er alltaf á leið- inni. Valgerður Morthens: Já og nei. Eg stundaöi tækjaleikfimi í vetur sem leiö en ákvað að taka mér pásu i sumar. Eg ætla aö halda áfram í haust í Heilsu- sporti á Selfossi. Helga Halldórsdóttir: Eg fer nú bara í ljós. Þó stundum í sund. Ég nenni ekki að fara reglulega. Maöur er alltaf að vinna og hefur svo lítinn tíma fyrir heilsurækt. • Lesandi telur kaupmenn hafa einhverja andúð á kreditkortum. Meiri háttar lag Þrjár stelpur skrifa: Okkur finnst lagið Ung og rík alveg meiri háttar og erum vissar um að margir eru sammála okkur. Ef þessar snobbhænur geta alls ekki hiustað á lagið því slökkva þær ekki bara á út- varpinu? Einfaldara getur það ekki veriö. P.S. Okkur langar líka til aö styöja þann sem skrifaði í blaðið 27. ágúst sl. og lagði til að sjónvarpað yrði efni fyrir unglinga á fimmtudagskvöldum í tilefni af ári æskunnar. Bönnuðlög verða vin- sælli Bidda skrifar: Eg vil lýsa furöu minni á bréfi sem Eva skrifaði til lesendasíðu DV þann 20. ágúst sl. Hvers vegna í ósköpunum á aö banna Ung og rík? Hvað er unniö með því? Fylgist Eva kannski svo lítið með tónlist að hún viti ekki að bönnuð lög seljast mjög vel og verða oft geysi- vinsæl. Textinn er að vísu bæði þunnur og klúöurslegur en síðast þegar ég vissi þá var málfrelsi í landi voru. Ef hann misbýður siðgæðisvitund þinni, Eva, er tíl sáraeinfalt ráð viö því: Slökktu bara á útvarpinu þegar P.S. og Co hefja upp raust sína. Annað bréf í sama blaöi vakti einnig reiði mína. Þar var bréf frá 8989-1361 og fjallar um „þroska”. Ég get ekki lesið mikinn þroska út úr bréfi þessu. Það er með allan smekk, hka tón- listarsmekk, að hann þróast og breyt- ist með árunum. Það er ekki hægt að skipta einum né neinum að þroskast. Visa-notandi skrifar: Frá upphafi hafa kaupmenn haft einhverja andúð á kreditkortum sem eru gild og gjaldgeng um allan heim og koma sér einkar vel fyrir hinn al- menna viðskiptavin verslana og þjón- ustufyrirtækja. Eru kaupmenn á íslandi í einhverri sérstakri mótmælabaráttu gegn þessu hentuga formi á viðskiptum? Maður gæti haldiö að kaupmenn hér á landi hefðu fengið sæmilegar kjarabætur við myntbreytinguna á sínum tíma þegar vöruverð breyttist á einni nóttu öllum almenningi í óhag. Það er önnur saga, en aldrei of gömul til þess að hún sé endursögð. En kreditkortin hafa sannarlega hjálpaö fólki í þeim frumskógi sem hér er til staðar í verslun og viöskiptum. Það er t.d. mjög hentugt að geta notað þessi krítarkort þegar fólk fer í verslunarferðir jafnt hér heima sem erlendis og lái það hver sem efni hefur á. Og nú þykjast kaupmenn ætla að fara að taka upp nýja háttu í viðskipt- um. Þeir tala um aö bjóða þeim við- skiptavinum sem staðgreiða vöruna ein þrjú prósent í afslátt. — Þetta kvað eiga að vega upp gegn þeim sem hafa krítarkort og geta þannig fengið greiðslufrest! Sannleikurinn er sá að krítarkortin eru það verðmæt fyrir fólk að þrjú prósent eru nánast einskis virði. Ef kaupmenn eru orðnir svona að- þrengdir vegna lítillar álagningar og kannski þjáðir vegna þess aö vera eins konar innheimtumenn fyrir rikissjóð þá verða þeir aö bjóöa heldur meira en 3% við staðgreiðslu vara. Ég myndi ætla að sá afsláttur þyrfti að vera á bil- inu 10—15, ef ekki 20%, til þess að það borgaði sig að greiða vörur „kontant” fremur en að nota greiðslukortin. Hitt gætu kaupmenn farið fram á viö hiö opinbera að fá þóknun fyrir inn- heimtu sína af söluskatti fyrir ríkis- sjóö. — Og þaö væri ósköp eðlileg krafa af þeirra hálfu. — Fá ekki aörir inn- heimtumenn ríkissjóðs umbun fyrir störf sín? En að ætla aö bjóða 3% þeim við- skiptamönnum sem greiða út í hönd í staö þess að nota krítarkort, það er hreinlega hlægilegt. Við Islendingar verðum að sætta okkur við þá viðskiptahætti sem tíðk- ast hjá nálægum og f jarlægum þjóðum sem hafa tekið krítarkortum sem sjálf- sögðum þægindum í viðskiptum nútím- ans. poHf0ál septembertilboði Opið fyrir bæði kynin alla virka daga frá kl. 8.00 — 23.00. Laugardaga kl. 9.00 —20.00. Sunnudaga kl. 13.00—20.00. Bjóðum upp á sól, vatnsnudd og sauna í notalegu og hreinlegu umhverfi. 1 tími kr. 100,00 10 tímarkr. 750,00 20 tímar kr. 1250,00 30 tímar kr. 1650,00 Vatnsnudd og sauna innifalið. Spurningin ^ SÓLBAÐSSTOFAN 5ÖLVER BRAUTARHOLTI 4 SÍMI 2 22 24.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.