Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Side 32
DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985. ! Nanna Guðmundsdóttir frá Hóli í Stöðvarfirði lést 28. ágúst sl. Hún var fædd að Þinganesi í Nesjum í Horna- firði. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Sigurðardóttir frá Vík í Lóni og Guð- mundur Jónsson frá Hoffelli. Eigin- maður hennar var Stefán Carlsson, kaupmaður á Stöðvarfirði. Útför hennar veröur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 16.30. Þorbjörg Guðlaugsdóttir Wíum lést 23. ágúst sl. Hún fæddist á Eskifiröi 7. maí 1909. Foreldrar hennar voru hjónin Málhildur Þorkelsdóttir og Guðlaugur Eyjólfsson. Þorbjörg stundaði nám í Samvinnuskólanum í tvö ár en að námi loknu stundaöi hún verslunarstörf. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Páll H. Wíum. Þeim hjónum varð fimm -> barna auðið og eru fjögur á lífi. Utför Þorbjargar verður gerö frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 13.30. Brynjólfur Guðmundsson vélstjóri, Móabarði 2 Hafnarfirði, veröur jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. september kl. 13.30. Jón Hjartarson frá Sæbergi, V-Húna- vatnssýslu, sem lést laugardaginn 31. ágúst, verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu föstudaginn 6. september kl. 10.30. Kristin Sigurðardóttir, Freyjugötu 30, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. september kl. 15. Erla Eyjólfsdóttir, Hraunbæ 174, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 3. ^ september. Margrét Stefánsdóttir lést miðviku- daginn 4. september. Þórarinn Ág. Flygenring er látinn. Valdimar Finnbogason, Ásenda 13, lést miðvikudaginn 4. september. Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir, Miðvangi 93, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. septemberkl. 10.30. Stefania Eðvarðsdóttir, Miklubraut 5 Reykjavík, er lést 29. ágúst sl., verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstu- daginn 6. september kl. 13.30. Þórheiður Jóhannsdóttir, Lönguhliö 21 Reykjavík, sem lést 30. ágúst sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. september kl. 10.30. Siglingar Áætlun Akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30 Kl. 11.30 Kl. 14.30 Kl. 17.30 Frá Reykjavík Kl. 10.00 Kl. 13.00 Kl. 16.00 Kl. 19.00 Afmæli 60 ára er í dag, 5. september, Björgvin Magnússon vélstjóri, Fremristekk 13 Breiöholtshverfi. Hann hefur unnið við vélgæslustörf á landi og til sjós. Eigin- kona hans er Áslaug Birna Einarsdótt- ir frá Neðri-Hundadal. 70 ára er í dag, 5. september, Guðjón Theódórsson, Hitaveitutorgi 1 Reykja- vík. Hann er aö heiman í dag. 80 ára er í dag, 5. september, frú Ásta Guðjónsdóttir Eyjahrauni 1 Vestmannaeyjum. Eiginmaður hennar var Valtýr Brandsson sem lést árið 1976. Þeim varð 13 bama auðið. Ásta tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Dverghamri 37 í Vestmannaeyjum, eftir kl. 18 í kvöld. Innilegar kveðjur og þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður, HJALTA ÞÓRHANNESSONAR, Kirkjustíg 1 Grindavik. Kristbjörg Jóhannesdóttir, Jóhann Hjaltason. í gærkvöldi____________í gærkvöldi Sveif lan stóð upp úr Dagskrá ríkisfjöhniðlanna í gær- kvöldi var harla bágborin með viröingarverðum undantekningum þó. Undirritaður hefur imugust á hrossum og amerískum kerlingum en þó nokkurt dálæti á djassi. Rök- rétt afleiðing: ég nennti ekki að horfa á Dallas né á Hófaljón í hindr- unarstökki. Tania Maria og Niels-Henning voru mér mjög að skapi. Allt sett í sveiflugír! Nóg um það. Fréttir horfði ég á eins og velflestir sjón- varpsáhorfendur gera. Það er ekki laust við aö manni yrði hugsað til tækjanna sem gera fréttamönnum kleift að horfa í átt til myndavélar um leið og þeir lesa er Bogi Ágústs- son las frétt frá Noregi. Vel unnin frétt — ekki vantaði það en maður hafði á tilfinningunni að Bogi væri aö tala við tærnar á sér þar sem hann grúföi sig yfir textann. Ingvi Hrafn er búinn að lofa því aö gera fréttirnar persónulegri. Frétta- maðurinn á að horfa beint í mynda- vélina um leið og hann les. Líklega er markmiöið að áhorfandanum finnist maðurinn á skerminum vera að segja sér trúnaðarmál. Ingvi Hrafn er hins vegar búinn að lýsa því yfir að maður vinni ekki í 12 ár á Mogg- anum án þess að það hafi áhrif á við- komandi. Hvernig ætli það komi út í fréttatíma sjónvarps? Á. S. 70 ára verða á morgun, 6. september, tvíburasystkinin María Eggertsdóttir Sigurðardóttir, Ljósheimum 16 A hér i Reykjavík og Ófeigur Sigurðsson mat- sveinn, Vistheimilinu Víðinesi á Kjalarnesi. Tapað -fundið Fía er týnd Hún týndist frá heimili sínu aö Álfhólfsvegi 113, Kópavogi, á sunnudaginn sl. Hún er svört og hvít meö rauða ól um hálsinn og var merkt þegar hún týndist. Þeir sem hafa orðið varir við hana vinsamlegast hringi í síma 41498. Skór töpuðust Hvítir Convers skór no. 9 töpuðust á Lækjar- torgi þriðjudaginn 3. ágúst sl. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 92-6551 milli kl. 9 og 12 f.h. eðakl. 20og22. Tilkynningar Taflfélag Reykjavíkur Yfirlit um starfsemi Taflfélags Reykjavíkur fram að næstu áramótum: 1) Septeraber-hraðskákmótið verður sunnudag 8. september kl. 20. 2) Haustmót Taflfélags Reykjavikur 1985 hefst sunnudag 22. september kl. 14. 1 aðal- keppninni verður þátttakendum skipt í flokka með hliðsjón af Eló-skákstigum. Tefldar verða ellefu umferðir í öllum flokkum. I efri flokkunum verða tólf keppendur, sem tefla allir við alla, en í neðsta flokki verður teflt eft- ir Monrad-kerfi. Umferðir verða þrisvar í viku: á sunnudög- um kl. 14 og á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Biðskákadagar verða inn á milli, nánar ákveðið um þá síðar. Síðasta umferð í aðalkeppninni verður miðvikudag, 16. októb- er og biðskákir strax daginn eftir. Lokaskrán- ing í aðalkeppnina verður laugardag, 21. sept. kl. 14-18. Keppni í flokki 14 ára og yngri hefst laugar- dag 28. sept. kl. 14. Tefldar níu umferðir eftir Monrad-kerfi, umhugsunartími 40 mínútur á skák. Keppnin tekur þrjá laugardaga, þrjár umferðir í senn. Bókaverölaun verða fyrir a.m.k. fimm efstu sæti. 3) Októbcr-hraðskákmótið veröur sunnu- dag, 20. október kl. 20. 4) Hraðskákmót TR. 1985 — hausthrað- skákmótið — fer fram sunnudag 27. október og hefst kl. 14. Tefldar níu umferðir eftir Mon- rad-kerfi, tvær skákir á fimm mínútum í hverri umferð. 5) Bikarmót TR1985 hefst sunnudag 17. nóvember kl. 14. Umhugsunartími er 1/2 klst. á skák. Keppendur falla úr eftir fimm töp (jafntefli = 1/2 tap). Teflt á sunnudögum kl. 14 og á miðvikudögum kl. 20 (þó ekki sunnu- , daginn 24. nóvember vegna skákmóts Flug- leiða sem fram fer 23. og 24. nóv.): 6) Nóvember-hraðskákmótiö verður sunnudag, 24. nóvember kl. 20. 7) Desember-hraðskákmótið verður sunnu- dag, 8. desember kl. 20. 8) Jólahraðskákmót TR 1985 hefst sunnu- dag, 29. desember og er fram haldið mánudag 30. desember. Taflið hefst kl. 20 báða dagana. 9) Skákkennsla og æfingar fyrir unglinga eru á laugardögum kl. 14—18. 10) „10 mínútna mót” eru á fimmtudögum kl. 20 (sjö umferðir Monrad). 11) „10' mínútna mót” eru á fimmtudögum kl. 20(sjö umferöir Monrad). önnur skákmót á vegum TR verða auglýst síðar. Að lokum er vakin athygli á að Skák- samband Islands gengst fyrir drengja- og Hugræktarskólinn Aðalstræti 16, tekur til starfa Bandarískur jógakennari flytur 2 fyrirlestra um jógaheimspeki. Námskeiðahald í hugleiðslu, jógaæfingum og jógaheimspeki, sem ýmsir aðilar hafa staöið að i aðalstræti 16, Rvík, hefur nú verið endurskipulagt með stofnun sérstaks hug- ræktarskóla. Markmið Hugræktarskólans er tvíþætt, annars vegar að halda námskeið í hugleiðslu og jóga sem séu bæði aðgengileg almenningi og veiti hagnýta kennslu í iðkun hugleiðslu; og hins vegar að auka umræöu og skoðanaskipti um innsæisvísindi forn og ný með fyrirlestrahaldi, umræðufundum og út- gáfustarfsemi. Tækniframfarir síðustu áratuga hafa ekki færi manninum aukna þekkingu á andlegum veruleik sjálfs sín. Tækniþróun og aukin hag- sæld eru þó ekki í andstöðu við aukna sjálfs- þekkingu og heildræna skynjun heldur oft skilyrði þess aö geta sinnt vitsmunalegum og andlegum hugðarefnum. Hugræktarskólinn nýtir sér m.a. slökunar- æf ingar sem þróaðar hafa verið á V esturlönd- um í baráttu við spennu og streitu. Grundvöll- ui'inn er þó hin fornu innsæisvísindi Austur- landa en laus við skrumskælingu trúarbragð- anna. Námskeið Hugræktarskólans hefjast seinni part septembermánaðar. Innritun er hafinísíma 46821. I tilefni opnunar skólans veröur banda- rískur jógakennari, Ac. Mahaprajinananda, með tvo fyrirlestra í húsakynnum skólans 5. og 6. september og helgarnámskeið 7.-8. september. Fyrirlesturinn fimmtud. 5. september nefnist: Heildrænn lifstíll. Ahrif jógaæfinga (asanas), heilsufæðis og hugleiðslu á daglegt lif. Fyrirlesturinn föstud. 6. september nefn- ist: Líkamanum stjórnað með einbeitingu hugans. Forn jógavísindi fá nýtt hlutverk. telpnameistaramóti Islands 1985 (14 ára og yngri) dagana 13.—15. september næstkom- andi — og unglingameistaramóti Islands 1985 (20 ára og yngri) dagana 1.—4. nóvember næstkomandi. Bæði þessi skákmót fara fram í félagsheimili TR að Grensásvegi 46. Nánari upplýsingar hjá Skáksambandi Islands. Fyrirlestrar á vegum Sálfræðingafélags íslands Dagana 9. ,10. og 11. september nk. veröur staddur hér á landi, í boði Sálfræðingafélags Islands, Dr. Hans Jurgen Eysenck, or í sálfræði viö Háskólann í London og _,hr- maöur sálfræðideildar hinnar þekktu stofnunar „Institute of Psychiatry” á sama stað. Hann mun flytja hér á landi eftirtalda fyrirlestra: 1. Personality, behavior therapy and cancer (persónuleiki, atferlismeðferð og krabba- mein) sem fluttur verður í húsi Krabbameins- félags Islands við Skógarhlíð þriðjudaginn 10. september kl. 20. 2. The biological basis of intelligence (lif- fræðilegar forsendur greindar) sem fluttur verður í Odda, hugvísindahúsi Háskóla Islands, miðvikudaginn 11. september, kl. 17.15. Jafnframt flytur prófessor Eysenck tvo fyrirlestra á Geðdeild Landspítalans. 1. Behavior therapy in theory and practice (kenningar og hagnýting atferlismeðferðar), mánudag 9. september kl. 14. 2. Evaluation of psychotherapy (mat á með- ferð geðrænna vandkvæða), miðvikudag 11. september kl. 14. Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku. Aðgangur er ókeypis. Helgarnámskeiö í hugleiðslu, jógaheim- speki og tengslum innsæisvisinda við þjóð- félagsheimspeki verður síðan haldið nk. laugardag og sunnudag frá kl. 14.00 til 18.00 báða dagana. Leiðbeinandi er Ac. Mahapraj- inananda. Innritun og uppl. í síma 23588. Námskeiðsgjald er kr. 150. Árekstraalda Tuttugu og níu árekstrar uröu í um- feröinni í Reykjavík i gær þrátt fyrir blíöskaparveöur. Er aldrei nóg- samlega brýnt fyrir ökumönnum aö fara varlega, ekki síst nú þegar þúsundir skólabarna koma út á götuna. -KÞ. Ekið á konu á gangbraut Ekiö var á fulloröna konu á gang- braut um miðjan dag í gær. Hún fót- brotnaði illa og er líðan hennar eftir at- vikum. Konan, sem er 82ja ára, var á leiö yfir gangbrautina á móts viö Fríkirkjuveg eitt þegar fólksbifreiö kom aövífandi og tókst ökumanni ekki aö stööva hana i tæka tiö. Var konan flutt á slysadeild Borgarspítalans. -KÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.