Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR11. OKTOBER1985. 5 Þeir fyrstu, sem komu til að skoða gömul húsgögn Kennedyanna, voru Gunnar Haraldsson og Bárður Halldórsson. Báðir eru þeir kunningjar brœðranna. „Ég kannast nú við þennan stól." Kennedy-bræðurnir á Akureyri ekki iðjulausir: Toku til i geymslunni og opnuðu svo verslun „Kennedyarnir” á Akureyri eru ekki aðeins þrælduglegir og lífs- glaðir menn, — þeir eru lika bráðsnjallir í viöskiptum. Þeir fá hugmyndir og framkvæma þær. Fyrir skömmu kom einn þeirra, Vilhelm Ágústsson, bílnum síniun varla inn í bílskúr vegna gamalla húsgagna í skúrnum. Og viti menn, nú er búið að opna tímabundna hús- gagnaverslun. Þeir kalla hana Odýra markaðinn. Snaggaralega gert. Vilhelm dreif sig nefnilega strax í að kanna málin hjá f jölskyldunni. I ljós kom að víðar leyndust ónotuð húsgögn sem sett voru í geymslu þegar ný voru keypt. öllum húsgögnunum var síðan safnaö saman, húsnæði leigt, verð- miðar settir á öll húsgögnin, opið frá eitt til sex, ungur maður frá bíla- leigunni afgreiðir, og meira að segja tekið við greiðslukortum. Við á DV höfum ekki komist hjá því að fylgjast með gangi mála við uppsetningu þessarar merku verslunar. Hún er í sama húsi og DV á Akureyri, við Skipagötuna númer 13. Aðeins rétt handan við þiliö, það er bara að banka á milli. Annars er gaman að segja frá þvi hvernig verð gömlu húsgagnanna var fundið út. Vilhelm náði í Arna Sævar Jónsson, kylfing og húsgagna- smið, hann var látinn slá á hlutina — síðan var bara örlitlu bætt við. Það er ekki þar með sagt að það sé endanlegt verð. Þetta er markaöur. Sölumaðurinn má slá af. Þetta er ekki beint spurning um að græða heldur frekar að losa sig við gömlu húsgögnin án þess að henda þeim. Þetta er óneitanlega gert með sér- stökum stæl — þeir eru „Kennedyar”. -JGH Bilaleigan Geysir var áöur með húsnssðið þar sem ódýri markaðurinn er. Skiltið að sjálfsögðu niður enda Bilaleiga Akureyrar skyld versluninni. DV-myndir JGH. Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra: BÚSETl HEFUR LÁNSHEIMILD Húsnæðissamvinnufélagið Búseti hefur ekki enn fengið lán úr bygginga- sjóði. Þetta hefur orðið þess valdandi að félagiö hefur orðiö að fresta fyrir- huguðum byggingarframkvæmdum í Grafarvogi. Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra var spuröur að því hvort hann ætlaði að beita sér fyrir því að málum Búseta yrði komið í höfn. „Það er sífellt verið að reyna að þoka því máli áfram og ég vona að þetta fái fljótlega úrlausn. Lánamál þeirra hafa verið í athugun hjá hús- næðisstjóm. Það eru skýr ákvæöi í lögunum, sem ég hef gert Húsnæöis- stofnun grein fyrir, um að félags- skapur eins og Búseti hafi heimild samkvæmt lögum að sækja um lán fyrir þá aðila sem falla undir þá grein í lögunum,” segir Alexander Stefánsson. Hann vitnar til 33. greinar húsnæðis- laganna og c-liðar hennar. Þar segir: Leiguibúðir sem byggðar eru eða keyptar af sveitafélögum, stofnunum á þeirra vegum og/eða ríkisins eða félagssamtökum og ætlaðar eru til út- leigu við hóflegum kjörum fyrir náms- fólk, aldraða, öryrkja, og aðra sem ekki hafa aöstöðu til þess að eignast eigið húsnæði við hæfi. Á síðasta þingi dagaði frumvarp um búseturétt uppi. Það mætti m.a. mikilli andstöðu af hálfu sjálfstæðismanna. „Það er rétt að það er óljóst hvað verður um frumvarpið um búsetu- réttarákvæðin. Eg er með þetta mál í athugun núna og hvernig verður að því staöiö á þessu þingi. Eg mun láta reyna á þaö innan Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Vestmannaeyjum fagnar því að skattrannsóknarstjóri hafi nú hert eftirlit með skattaskilum fyrirtækja. Telur fulltrúaráöið að með hertu eftirliti væri hægt að ná endum saman á fjárlögum i staö þess að setja á skattahækkanir eins og rætt er um og bitnar fyrst og fremst á hinum almenna launþega. stjómarflokkanna hvort ekki sé hægt að ná samkomulagi um skynsamlega lausn á þessu máli. Eg á bágt meö aö trúa því að menn átti sig ekki á þvi að við hér á Islandi getum ekki verið and- stæðir slikri löggjöf sem talin er sjálf- sögð annars staðar,” sagði Aiexander. I sambandi við aðgerðir í húsnæðis- málum almennt sagði ráðherrann aö hann biði nú eftir niðurstöðum frá milliþinganefnd sem fjallað hefur um húsnæðismálin í sumar. I ljósi þeirra yrði kannað hvað bæri að gera. -APH. Þessi ályktun var gerð á fundi fulltrúaráösins 1. október sl. Bent er á að ekki verði þolað lengur það mis- ræmi sem tíðkast í skattaálögum og þolinmæði almennra launþega, sem verða að greiða fullan skatt af tekjum sinum, sé á þrotum. Þess vegna sé rétt af stjómvöldum að herða eftirlit með skattheimtu til að allir taki þátt í ríkisrekstrinum. APH Fagna hertum aðgerðum Grandagarði 3, Rvk. Sími 29190 og Mánagötu 1, isafirði. NÝJAR VÖRUR Mikið úrval af nýjum vörum. Drengjapeysur, hnepptar peysur, dömupeysur, dömujogginggallar, T-bolir, herrapeysur, stutt- ar joggingbuxur, sokkar, nærföt og margt fleira á óvenjulágu verði. Opið daglega frá kl. 10—19 og laugardag frá kl. 10—16. ■ I GITAR-INN SKÓLASETNING Hljóðfæraleikarar: mim á morgun, laugardag, kl. 1.30, rstök kynning á [MS gíturum og bassagíturum. Bjorn Thoroddsen Jóhann Ásmundsson Ásgeir Óskarsson Hjörtur Howser nkvisl Laufasvegi 17 Sími25336 Gestir verða hljomsveitin Sweet Pain

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.