Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Qupperneq 8
8 Útlönd Útlönd Útlönd DV. FÖSTUDAGUR 11. OKTOBER1985. Utlönd Rændu sjóræningjunum Sjóræningjarnir: Formæltu Reagan en lofuðu Arafat Farþegar Achille Lauro tóku það rólega í gær eftir aö sjóránið var yfir- staðið. Suma mátti jafnvel sjá synda í sundlaug skipsins. Svissnesku farþegarnir voru sendir með bílum til Kairó en þaðan áttu þeir að fljúga beint heim. Farþegar sögöu að sjóræningjarnir hefðu hegðað sér mjög furðulega. Stundum hefðu þeir sýnt mikinn skap- ofsa en jafnsnöggt breytt um skap og verið vingjarnlegir. Þeim hefði greinilega ekki komiö vel saman innbyrðis. Bandarikjamenn sögðu að eftir að einn sjóræningjanna hefði skilið þá að frá hinum farþegum skipsins, hefði annar sjóræningi leyft þeim að fara aftur í hóp hinna. Ekkja Leons Klinghoffer fór beint á hótel eftir að skipið kom í höfn í Port Said. Bandaríski sendiherrann tók á móti henni þar. Bandarísk kona sagði að einn mann- ræningjanna hefði lamið frú Klinghoff- er í höfuöið þar sem hún lá varnarlaus á gólfinu. Þessi kona sagði líka að hryðjuverkamennimir hefðu stöðugt formælt Reagan Bandaríkjaforseta en lofað Yasser Arafat, leiötoga PLO. Bandarísku farþegarnir sögðu að þeim hefði ekki verið sagt af dauða Klinghoffers. En einn þeirra taldi líklegt aö áhöfn skipsins hafi vitað af dauöa gamla mannsins en ekkert viljað segja til aö koma í veg fyrir hættulegt uppþot. Klinghoffer var í hjólastól eftir hjartaáfall sem hann fékk fyrir sex árum. Pakistanar meðbombuna? Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, segir að hugsanlegt sé aö Pakistanar hafi þegar búið sér til kjarnorkusprengju. I viðtali við hann fyrir ferö sína til London í næstu viku sagðihann: „Við teljum að þeir séu annaðhvort um það bil að fá sprengjuna eða að þeir hafi þegar búið hana til og þurfi ekki að prófahana.” Gandhi sagöist vonast til að Indverjar þyrftu ekki að grípa til þess ráðs að framleiða eigin kjarna- sprengju. Indverjar hafa sprengt slíka sprengju en segjast ekki hafa aðra í fórum sínum. Öll von talin úti Eftir þrlggja vikna baráttu upp é lif og daufla eru björgunarsvaitirnar i Mexikóborg orðnar úrkula vonar um afl lifsmark leynlst mefl nokkrum sem enn liggur grafinn undir rústunum eftir jarflskjálftann mikla. Kapphlauplð vifl uppgröftinn er á enda, skóflunum er stillt til hliflar, þreytan sigur á menn og vonleysið nrar yflrhöndinni, eins og þessi mynd sýnir. Vonbrigflin yfir þvi afl bjarga ekki fleirum, eins og níu ára drengnum sam tórfll i tvser vikur grafinn langt niflri i rústunum en dó i sömu mund og björgunarmenn áttu aflelns ófarlnn örstuttan spöl afl honum, leyfa þeim i bili ekki afl glefljast yfir ótal sigrum yfir dauflanum sem unnir voru i þessari baráttu. Um þaö bil þegar sjóræningjar Achille Lauro héldu að þeir væru að komast úr klóm yfirvalda var flugvélin sem þeir fóru i út úr Egyptalandi neydd til að lenda á Sikiley. Bandariskar herflugvéiar flugu i veg fyrir egypsku flugvélina, sem sjó- ræningjamir fjórir voru í, og neyddu hana til að lenda á itölsku landsvæði snemma i morgun. „Sjóræningjamir hafa verið teknir í italska vörslu til að ganga i gegnum dómskerfið,” sagði Larry Speakes, talsmaður Bandaríkjaforseta. Loforð um f relsi Sjóræningjamir, fjórir Pai- estínumenn, sem ekki er nákvæm- lega vitað, hvaöa samtök sendu af stað, fengu loforð egypsku stjóm- arinnar um frelsi gegn því aö gefast upp og sleppa öllum farþegum italska skemmtiferöaskipsins Achille Lauro, sem þá var statt úti fyrir Port Said. En mannræningjamir lugu þvi að Egyptum aö þeir heföu engan drepiö um borö. En bandariskir og ítalskir embættismenn segja að sjó- ræningjamir hafi skotið 69 ára gamlan Bandaríkjamann og hent líki hans og hjólastól fyrir borð undan Sýrlandi. Speakes sagöi aö ævareiður Banda- ríkjaforseti hefði skipað fjórum Tomcat orrustuvélum aö fljúga í veg fyrir hryðjuverkamennina eftir viöræður við Betrtino Craxi, forsætis- ráöherra Italíu. Niðurlæging fyrir Egypta Aðgerðin er meiri háttar niður- læging fyrir Egyptaland. Stjóm Halda skipinu Þegar fréttist af flugráninu skipuðu egypsk yfirvöld að Archillo Lauro yrði haldið í egypskri höfn en skipið átti aö leggja af stað til Israels. Bandarikjamenn segjast munu sækjast eftir því að sjóræningjarnir fjórir verði framseldir. Ný bandarísk lög kveða á um að morð á banda- rískum þegnum hvar sem er í heiminum, séu refsanleg í Banda- ríkjunum. Vilja dæma þá sjálfir Bandaríkin og Italía eru strax farin að deila um hver hafi lögsögu yfir sjóræningjunum fjórum. Italir munu staðráðnir í að láta Palestínumennina fara fyrir ítalskan dómstól. Þar yrðu þeir dæmdir fyrir sjórán og fyrir morðið á Bandarikjamanninum Leon Klinghoffer. Bandaríkjamenn krefjast þess að Italir framselji sjóræningjana. Þeir vilja dæma þá fyrir morðið í Kling- hoffer, sem var bandarískur þegn. Italir segja að glæpirnir hafi verið framdir á ítölsku yfirráðasvæði vegna þess að Archille Lauro var ítalskt skip á alþjóðlegu yfirráðasvæði. Bandarikjamenn vildu í fyrstu flytja sjóræningjana strax til Banda- ríkjanna en um klukkan þrjú í nótt samþykktu þeir að ítölsk lögregla héldi þeim. Þessi samþykkt var gerð eftir símasamtal Craxis og Reagans. Nokkrir bandarísku farþeganna úr italska skipinu Achille Lauro rœfla vifl fróttamenn i Port Said í Egypta- landi eftir að þeir voru lausir orðnir úr gislingu hjá sjóræningjunum. landsins var i sárum fyrir eftir hár- beitta gagnrýni Bandaríkjamanna fyrir að leyfa hryðjuverkamönnunum aö fara úr landi. Egyptar segjast ekki hafa vitað um Bandaríkjamanninn Leon Klinghoffer, sem mann- ræningjamir skutu til bana, þegar þeir sömdu um að mannræningjamir fengju aö ganga lausir. Caspar Weinberger, varnarmála- ráðherra Bandarikjanna, sagði í nótt að flugmóðurskipiö Saratoga hefði verið á siglingu undan Albaníu þegar skipunin kom um að flugvélar af skipinu skyldu neyöa egypsku flug- vélina til lendingar. Tveim tímum síðar hófst aögeröin með því aö Tomcat orrustuvélarnar biðu í myrkrinu, nálægt Krít, eftir því að flugvél mannræningjanna færi á loft. Hún hafði ekki verið á lofti í 45 mínútur þegar bandarísku orrustuflugvélarnar runnu upp að henni með lendingar- skipanir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.