Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Page 14
14 DV. FÖSTUDAGUR11. OKTOBER1985. Menning Menning Menning Menning LÉTTUR ÞJÓDERNIS- REMBINGUR — á sýningu sem Árni Páll opnar í Salnum á morgun Húsiö er arfur frá kynslóöinni sem komst í álnir á árunum milli stríöa. Öll form þess eru hvöss meö ákveðnum dráttum. 1 bílskúrnum í bakgaröinum hefur listamaðurinn vinnustofuna. „Þaö þarf ekki annað en aö líta á húsin hérna til aö sjá livaö landinn er skemmtilega brjálaöur,” segir Árni Páll og er enn ekki farinn aö ræöa sýn- inguna sem er þó tilefni viötalsins. En verkin, sem hann sýnir að þessu sinni, eru ekki fjarri stíl hússins. Flatar- málsfræðin er viöfangsefni Árna Páls og hefur aldrei verið langt undan í verkunum, segir hann. En þegar flat- armálsfræöin í list eftirstríösáranna berst í tal neitar hann aö um aftur- hvarf sé aðræða. ,,Þaö sem ég er aö gera á sér allt annan bakgrunn. Ég byggi á öörum skoöunum og öörum tilfinningum. Það er stundum sagt aö ekkert nýtt sé til í myndlistinni. Sennilega er þaö öfugt; þaö er ekkert gamalt til í greininni. Verkin sem ég mála eru hörö og ákveðin, ef til vill svolítiö fasistísk. En þeir sem bera þessi verk saman viö nýja málverkið svokallaöa sjá aö til- finningin er ekki svo ólík.” — En nýja málverkið hefur ekki gripiö þig? Þetta er nákvæmnisverk hjá Árna Páli og sonurinn fylgist grannt mefl öllu. DV-mynd GVA „Nei, þar er veriö aö gera hluti sem ég get ekki gert. Eg er miklu upptekn- ari af formunum.” Fjölmargir bókstafir hafa ruöst inn í verk Árna Páls. Þaö er ekki bara aö bókstafirnir hafi lagt undir sig stór olíumálverk heldur er hann einnig aö móta þá í óútfylltar plötur fyrir bíl- númer. „Ég lít á bókstafina sem geometrísk form,” útskýrir Árni Páll „og margir þeirra eru mjög sterk form. Síðan má ekki gleyma aö þaö er svolítill húmor í þessulíka.” Á stóru málverki koma fyrir stafirn- ir ME samtengdir. „Sjálfsagt má spyrja hvort þetta séu ekki stafirnir hans Magnúsar Einarssonar,” segir Árni Páll. „En þaö er ekki rétt — þetta er fjármál.” En nóg um húmorinn. Nýja málverkið er enn á dagskrá. „Ég er orðinn dálítið þreyttur á nýja málverkinu,” viðurkennir listamaöur- inn, „þótt ég neiti ekki aö þar hafa ver- iö gerðir margir góðir hlutir. Svona byltingar, eins og nýja málverkið var, eru líka nauösynlegar fyrir þróunina. Nýja málverkið hefur fært okkur marga góöa málara eins og alltaf ger- ist eftir svona tímabil. En byltingar veröa aö tísku sem fleiri en geta reyna að elta. Reynslan sýnir aö sumir ráöa við þetta en aðrir ekki og þeir detta sjálfkráfa út. Nú og svo staöna sumir. Þannig gengur þetta. Eftir eitt eða tvö ár gæti þetta sem ég er aö gera orö- iö aö tísku. Þó hafa málarar alltaf veriö aö fást viö geometríu. Þaö hefur aldrei hætt. Ég sé af gamalli grafík hjá mér að þar kemur geometrían einnig fyrir. Þetta er ákveöinn stíll sem geng- ur í gegnum verkin þó hann viröist los- aralegur. Ég er alveg ægilegur patríót í mér og fer ekki 'út til aö skoöa mál- verk. Þaö væri gaman en ég gæti ekki farið til aö vera einhvern tíma. Ég hef aldrei séö neitt koma frá þessu fólki sem fariö hefur út. Islendingar eru al- veg sérstakt fólk. Þeir eru ótrúleg hörkutól. í Hollandi eru t.d. litlir hópar að spá í list en almenningur skiptir sér ekkert af henni. Hér er allt annað uppi á teningnum. Þetta er kannski léttur þjóðernisrembingur, ha? Ég er frá Stykkishólmi sem var ansi lifandi bær þegar ég var aö alast þar upp og mikiö listalíf. Ég veit ekki hvort staðurinn hefur dalað síöan þá. Þar voru Jón Svanur húsamálari og apótekarinn, Stefán Sigurkarlsson, aö fást viö málverk. Þeir kveiktu hjá mér áhugann. Stefán apótekari málaði rúllugardínumai- hjá sér. Þaö þótti mér mjög sniðugt. Síöan kynntist ég súmm- urunum, Jóni Gunnari og fleirum úti í Flatey. Þar opnaöist fyrir mér ný vídd í myndlistinni. Ég læröi ljósmyndun og kynntist þar mörgu, sérstaklega um liti og ljós. Ljósmyndirnar eru mikiö notaðar í konseptinu sem ég heillaöist af. Konseptið er eins og sköpun heimsins. Þaö byrjar á hugmynd. Ég er búinn meö hana, síöan er rykiö, þá dýrin og nú er ég kominn aö því sem maöurinn hefur fram yfir dýrin. En þaö er skítt aö geta ekki haft myndlistina aö aðalstarfi. Á sumrin vinn ég að kvikmyndagerð meö Nýju lífi. Þar geri ég allt sem til fellur, smíöa leikmynd og svo framvegis. Hjá Nýju lífi setti ég m.a. Islandsmet í kvikmyndaleik þegar ég lék fimm hlut- verk í sömu myndinni.” Þar meöhefur Árni Páll sagt sitt síðasta orö, í bili vonandi, og þrífur pensilinn og lætur ekki tef ja sig lengur. GK (tfCUREYRINGAty Gerist áskrifendur! Áskriftarsíminn á Akureyri er 25013 ATHUGIÐ! Tekið er á móti smáauglýsingum í sima 25013 og á afgreiðslunni, Skipagötu 13. Afgreiðsla okkar Skipagötu 13 er opin virka daga kl. 13—19 og laugardaga kl. 11 — 13. Blaðamaður Frjálst.óháð dagblaö Jón G. Hauksson, hefur aðsetur á sama stað. Vinnusími hans er 26613, heimasími 26385. á Akureyri, VIÐ FÆRUM YKKUR Frjalst.ohaÖ dagblaö DAGLEGA Frjalst.ohaö dagbiaö Afgreiðsla — auglýsingar — ritstjórn, Skipagötu 13 — Akureyri. Sími 25013. Laus staða Staða yfirmatsmanns á Vestfjörðum er laus til umsóknar. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi matsréttindi og reynslu í sem flestum greinum fiskiðnaðar. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 1. nóvember nk. Sjá varútvegsráðuneytið, 10. október 1985. Hjúkrunarfræðingar Stöður hjúkrunarfræðinga við eftirtaldar heilsugæslu- stöðvar eru lausar til umsóknar nú þegar: Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Breið- dalsvík. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Eyrar- bakka. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Þórs- höfn. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suður- nesja, Keflavík. Hálf staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Dalvík. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf í hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 8. október 1985.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.