Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Qupperneq 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. OKTOBER1985.
7
Neytendur Neytendur Neytendur
Prófessor Leibowitz segir að ökumönnum sé allt að fimm sinnum hœttara við að yfirsjást i myrkri en
dagsbirtu. Hann fullyrðir að á sama tima og ytri aðstæður til aksturs versni stórlega haldist öryggiskennd
ökumannsins hin sama.
Akstur í myrkri:
Fimm sinnum hættulegri
Flestir sem aka bifreið að einhverju
ráöi hafa fengið það á tilfinninguna
einu sinni eða oftar aö þeir kunni fyrir-
varalaust að missa stjórn á ökutæki
sínu og lenda í óhappi. Ef viðkomandi
er heppinn rætist þessi hugsýn aldrei
sem betur fer.
En því miður verður hún að veru-
leika hjá mörgum, í sumum tilvikum
að ömurlegum veruleika.
Ohöpp í umferðinni eru að gerast allt
í kringum okkur allan sólarhringinn,
meðal ökumanna á öllum aldri og af
hvoru kyni sem er. Þar fara hinir
óheppnu og þeir eru alltof margir
árlega.
Af hverju verða ökuslys?
Það eru til margar og misjafnar
kenningar um það af hverju slys eigi
sér stað og af hvaöa orsökum. I
mörgum tilvikum má kenna Bakkusi
um hvernig fór, of hröðum akstri,
streitu og þreytu sem leiðir af sér fát,
vondum aðstæðum, svo sem lélegu
skyggni eða misjöfnum vegi, eða
einfaldlega sljóleika og eftir-
tektarleysi.
Bandarískur sálfræöingur, sem
starfar við ríkisháskólann í
Pennsylvaníu, Herschel Leibowitz að
nafni, hefur nýverið bent á einn slysa-
vald í umferðinni sem mönnum hefur í
langan tíma hætt til að sjást yf ir.
Kenning Leibowitz
Hann segir að allflestir telji öryggi
sitt í umferðinni meira en þaö er í
raun. Fólk ofmetur getu sína til að
meta aðstæður og bregðast rétt við.
Algengt viðkvæði sé: „Þaö kemur
Gleraugna-
trygging
leiðrétt
Tryggingamálefni vefjast oft
fyrir fólki og meira að segja einnig
fyrir okkur hér á Neytendasíðu.
Síðastliðinn fimmtudag fjöll-
uðum við um bótaskyldu heimilis-
tryggingar vegna brotinna gler-
augna. I greininni fullyröum við að
ef gestur á heimili hendi í ógáti
gleraugum heimilismanns á gólf og
brjóti þau sé hann bótaskyldur svo
framarlega sem hann hefur
heimilistryggingu.
Þessi fullyrðing er röng.
Meginreglan er sú að heimilis-
trygging viökomandi, ef til staðar
er, borgi ekki slíkt tjón. Dæmi eru
auðvitað um að heimilistrygging
borgi sambærilegt tjón en það eru
undantekningartilvik og þá sam-
kvæmt sérstökum tryggingarskil-
mála innan heimilistryggingar-
innar sem tryggingarfélagið býður
uppá.
ekkert fyrir mig, ég er svo öruggur
ökumaður.”
Rannsóknir Leibowitz hafa einkum
beinst að akstri fólks í myrkri, það er
sð segja að kvöldlagi eða að nóttu til.
Hann bendir á að mönnum sé allt að
fimm sinnum hættara við að yfirsjást í
myrkri en í dagsbirtu. Slysahættan sé
því stórum meiri á þeim tíma en
öðrum. Leibowitz telur að fólk geri sér
ekki almennt grein fyrir þessum mun
ökuljósa að nóttu og dagsljóss. Þaö
veit þó að eitthvað erfiðara er að sjá í
myrkri en í dagsbirtu en öryggiskennd
þess minnki ekki aö sama skapi við
akstur að kvöldlagi eða nóttu.
Sjónkerfi augans
Þessi blekking öryggiskenndarinnar
snertir sjónina. Mannsaugað byggir á
tveimur sjónkerfum. Annars vegar er
þar um að ræða hæileikann til að átta
sig á fjarlægðum. ökumenn byggja á
þessum hæfileika þegar þeir handleika
stýrið við akstur, svo sem þegar þeir
beygja eftir langri, aflíðandi beygju.
Þá haga þeir stýrinu eftir því hversu
beygjan er löng og kröpp. Hitt kerfið,
sem mannsaugað byggir sjón sína á, er
hæfileikinn til aö greina hluti fram-
undan, eins og vegaskilti, dýr eða
holur í veginum.
Þessi tvö sjónkerfi eru aðgreind
þegar út í akstur í myrkri er komið. Þá
er hæfileikinn til að stýra bílnum ekki
svo afleitur miðað við það sem gerist í
dagsbirtu. Hins vegar er hæfileikinn til
að koma auga á ýmsa smáhluti fyrir
framan sig mun minni i myrkri en í
dagsbirtu. Þessu gera ökumenn sér
ekki grein fyrir.
„Ég sé götuna,
alltílagi"
Þar sem þeim gengur ágætlega að
sjá veginn framundan og finnst þar
með auðvelt aö stjórna bílnum telja
þeir að öllum öryggisatriðiun sé
fullnægt. Þá er sjálfsöryggið í
algleymingi: „Eg sé götuna og þá leið
sem ég ætla að aka og þess vegna ætti
ég aökomast hana,” er viðkvæðið.
Aftur á móti vill það bregða við að
menn gleymi því að hæfileikinn til að
sjá smáhlutina í kringum sig er allt að
því enginn í myrkri. Menn gleyma því
sem leynist utan sjónsviðs ljós-
geislans. Þaö eina sem þeir sjá er
vegurinn og þeir eru þannig ótruflaðir
af ýmsum utanaökomandi hlutum sem
þeir hins vegar myndu sjá greinilega í
dagsbirtu, hræöast og þar meö haga
akstri sínum öðruvísi.
„Óréttlætanlegt sjálfsöryggi "
„Þetta vandamál í akstri stafar af
óréttlætanlegu sjálfsöryggi eða eigum
við að segja oftrú manna á eigin sjón-
getu í myrkri,” segir bandariski sál-
fræðingurinn Leibowitz.
Vonandi taka menn orð hans til
greina.
UpplýsingaseðiU
til samanÐurðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
ándi í uppKsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjölsk> Idu af sömu stærð og yðar.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks.
Kostnaður í september 1985.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö kr.
Alls kr.
í
Hitatankur
Ca 6000 lítra 3X10 kW hitatankur með spíral til
sölu ásamt tilheyrandi fylgihlutum.
Upplýsingar í síma 667039.
BLAÐBERA
vantar í Helgalandshverfi í Mosfellssveit.
Upplýsingar í síma 666481.
HAFNFIRÐINGAR
Eldri borgurum í Hafnarfirði gefst kostur á að sjá Grænu
lyftuna í Broadway fimmtudaginn 17. okt. nk. kl. 20.30.
Farið verður frá íþróttahúsinu í Hafnarfirði kl. 19.30.
Þátttaka tilkynnist til Húmbjargar á Félagsmálastofnun
Hafnarfjarðar i síma 53444 fyrir miðvikudagskvöld.
Fólagsmálastjórinn i Hafnarfirði.
Tilkynning um
brunatryggingar húsa
1 Hafnarfirði
Þriðjudaginn 15. október 1985 taka Samvinnutryggingar
við lögboðnum brunatryggingum húsa í Hafnarfirði.
Endurnýjun trygginganna fer fram 1. janúar 1986 fyrir
tímabilið 15. október 1985 til 31. desember 1986.
Umboðsskrifstofa félagsins í Samvinnubankanum að
Strandgötu 33, Hafnarfirði, annast alla þjónustu
varðandi vátryggingar þessar.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMÚLA3 SIMI 81411
ÓFROSIÐ
5 stk. í kassa, 875 kr.
3 stk. I kassa, 555 kr.
Ath.! blóðið ófrosið.
Kindalifur af nýslátruðu
aðeins kr. 60 kg.
Dilkar af nýslátruðu, villibráð
af Landmannaafrétti.
Ath.! hrein náttúruafurð.
Úrvals aðrar kjötvörur.
Matvörubúðin Grímsbæ
Símar 686771 og 686744.
pE|
V-—..
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Álfaskeiöi 4, Hafnarfirði, þingl. eign Árna Aðalsteinssonar og
Hlöðvers Aðalsteinssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafn-
arfirði á eigninni sjálfri föstudaginn 18. október 1985 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á
eigninni Sunnuvegi 10, efri hæö, Hafnarfirði, talinni eign Arna Svavars-
sonar, fer fram eftir krðfu Gjaldheimtunnar i Hafnarfirði, Árna Guöjóns-
sonar hrl., Veödeildar Landsbanka Islands, Guöjóns Steingrímssonar
hrl., Valgeirs Kristinssonar hdl. og bæjarfógetans á Isafiröi, á eigninni
sjálfri föstudaginn 18. október 1985 kl. 13.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi.
SLÁTUR