Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Qupperneq 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. OKTOBER1985.
11
Stefán senn ferðbúinn i gryfjuflugið.
FUÚGANDIVOFFI í
GRYFJUM AKUREYRAR
— Stefán Bernharðsson náði sér í bjölluhræ, reif það í
sundur og smíðaði traust leikfang
Hafir þú ekki séð fljúgandi Volks-
wagen 1200 ættir þú að drífa þig í að
sjá Voffann hans Stefáns Bern-
harðssonar, tvítugs bifvélavirkja-
nema á Akureyri. Stefán náði sér í
eitt bjölluhræ, reif það í sundur og
smíðaði traust leikfang. Síðan hafa
gryf jumar verið stundaðar.
,,Ég smíðaði bíiinn siöastiiðinn
vetur, í janúar eða febrúar. Það var
alltaf draumurinn að vera á svona
verkfæri,” sagði Stefán þegar við
rákumst á hann taka tvær vænar
syrpur í gryfjunum fyrir ofan Akur-
eyri nýlega.
Stefán sagði að hann hefði verið
búinn að sjá myndir af svona bilum í
bílablöðum og á myndböndum og
þannig hefði hugmyndin komið að
smíði bílsins.
„Reyndar erum við þrír skóla-
féiagarnir á svona bílum. Hinir eru
- líka á Volkswagen en með stærri vél,
1600 geröinni. Við hvöttum hver ann-
an til að fara út í þetta.”
Stefán sagði ennfremur aö smiöi
þessara bíla væri tiltölulega lítiö
verk. „Þetta var fljótlegt og ódýrt.
Tók eitthvað um mánuð og maður
vann eingöngu í þessu á kvöldin og
umhelgar.”
Gryfjubílarnir tilbúnir. Og þá var
ekki að sökum að spyrja. „Við höfum
allir verið iðnir við að stunda
gryf jumar í sumar.”
Til gamans má geta þess að Stefán
hefur nýlega lokið viö að gera upp
gamla Volkswagenbjöilu. „Hún
verður notuð í snjónum í vetur.”-JGH
Do, do, do, da, da, da. Hér er allt ó öflrum andanum. „Nokkufl giæfra-
legt," sagfli Stefán um þessa þraut. DV-myndlr JGH.
Stjórn Tannlæknafélags íslands, þeir Birgir J. Jóhannsson, Gunnar Helga-
son, Sverrir Einarsson og Sigurgeir Steingrímsson. Á myndinni eru jafn-
framt Börkur Thoroddsen, formaflur ársþings- og eftirmenntunarnefndar
Tannlæknafólagsins, Sibilla Bjarnason, Ingegerd Mejáre, Louis W. Ripa og
Ólafur Höskuldsson og fluttu þau fjögur síflarnendu erindi á ársþingi Tann-
læknafélags Íslands.
Hægt að draga veru-
lega úr tannskemmdum
— sem eru mun tíðari hér en erlendis
A ársþingi Tannlæknafélags Islands,
sem mun vera hið fjölmennasta sem
haldið hefur verið til þessa,
var sérstaklega fjallað um tannvernd,
einkum tannvernd barna og notkun flú-
ors í því sambandi, ný viðhorf í vörn-
um gegn tannskemmdum o.fl. Fengnir
voru sérfræðingar, erlendir og innlend-
ir, til að flytja fyrirlestra.
Á blaðamannafundi, sem haldinn
var af þessu tilefni, kom fram að tann-
skemmdir meðal barna á Islandi eru
mjög tíðar. Samkvæmt tölfræðilegum
rannsóknum er hvert íslenskt bam á
aldrinum 11—12 ára með 10 sinnum
fleiri skemmdir í snertiflötum milli
tanna en sænsk böm.
Island er meðal þeirra landa í
heiminum þar sem tannlæknar eru
flestir miðað við íbúatölu. Því ættu að
vera forsendur fyrir mun betri
tannheilsu en gerist viöast annars
staðar. Svo er þó ekki og er þar fyrst
og fremst um að kenna aö sykurneysla
er hér óhóflega mikil. Islendingar
neyta um 55 kílógramma af sykri á
mann á ári og er þá ótalið innflutt
sælgæti. Aöeins Kúbumenn neyta
meiri sykurs en við.
Með markvissu starfi og áróðri fyrir
tannvernd er hægt að breyta þessum
veruleika og hyggst tannlæknafélagið
beita sér af auknum krafti í því efni og
leita eftir nánari samstarfi við
heilbrigöisyfirvöld.
Á blaðamannafundinum kom einnig
fram að hægt væri að minnka tann-
skemmdir hér á landi um 60—70% með
því að setja flúor í vatnið og væri það
óskiljanlegt með öllu hvers vegna það
atríði mætti slíkri andstöðu sem raun
ber vitni hér því samkvæmt
vísindalegum rannsóknum hefur flúor
engin skaðleg áhrif á heilsuna. Það álit
kom fram að yfirvöld hefðu engan
veginn sýnt tannvernd nægilegan
áhuga og væru háir tollar á t.d. tann-
burstum, tannstönglum og öðru, sem
þarf til tannhirðu, gott dæmi um það.
K.B.
Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður færð á kortið.
Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar
og ganga frá öllu í sama simtali.
Hámark kortaúttektar í síma er kr. 2.050,-
Hafið tilbúið:
Nafn — heimilisfang — síma — nafnnúmer — kortnúmér •«
og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar.*
Athugið!
Áfram verður veittur staðgreiðsluafsláttur af auglýsingum,
sem greiddar eru á staðnum.