Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Síða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. OKTOBER1985.
íþróttir
17
iir hyggjast
borgararétt
r út af þessu ” segja þeir Garðar og Gylfi
lyftingunum og því ekki að nota þetta
tækifæri. Það er enginn kominn til með
aö segja að við verðum Svíar ævi-
langt.”
Eins og fram kemur í viðtalinu við
þá bræður hafa þeir æft íþrótt sína frá
15 ára aldri. Þeir þykja mjög efnilegir í
lyftingunum (rétt er að taka fram að
Eiður vann
893 þús.
— ííslensku
getraununum
Eiður Guðjohnsen, faðir Arnórs Guð-
johnsen knattspyrnukappa, gerði sér
lítið fyrir um helgina og vann stærsta
pottinn i sögu Getrauna. Upphæðin
nam hvorki meira né minna en 893 þús-
undum.
um ólympískar lyftingar er að ræða,
snörun og jafnhendingu) og með bættri
aöstööu og meiri aðstoð gætu þeir
eflaust komist í fremstu röð. Garðar
tók þátt í heimsmeistaramótinu fyrir
nokkru og varð i 23. sæti af 49
keppendum. Hann snaraði 145 kílóum
og jafnhenti 175.
„Við viljum taka það mjög skýrt
fram að við gerum þetta tilneyddir.
Auövitað hefði verið mun skemmti-
legra að geta keypt fyrir Island. Báðir
elskum við land okkar og höfum verið
stoltir yfir því að fá að keppa fyrir Is-
land. En við veröum líka aö hugsa
örlítið um okkur sjálfa. Við getum ekki
fómað okkur endalaust,” sögðu þeir
Garðar og Gylfi.
Að endingu vildu þeir koma á
framfæri sérstöku þakklæti til
HENSON og SPÖRTU vegna aðstoðar
þessara fyrirtækja við útvegun á
landsliðsgöllum.
-SK.
þróttir
(þróttir
Garðar Gíslason
Revie vill
ekki Leeds
„Það er ekki ætlun min að snúa aftur
til Leeds. Félagið hefur ekki gert mér
tilboð en ég hef ekki áhuga á starfinu
hvort sem er,” sagði Don Revie en
bresk blöð hafa mjög gert því skóna að
hann muni taka við 2. deildar liði
Leeds í ensku knattspyraunni.
Revie þjálfaöi lið Leeds í byrjun sjö-
unda áratugarins. Liðiö var þá mjög
sigursælt þó flestum þætti liðið ekki
leika áferðarfallega knattspymu.
Hann tók við enska landsliðinu eftir
velgengnisár sín með félaginu en hætti
síöan árið 1977 meö landsliðið.
Síðan þá hefur hann ekki komið ná-
lægt enskri knattspyrnu.
-fros
51-8 hjá
Rapid Vín
— og liðið hefur forystu
fAusturríki
Rapid Vín, mótherjar Fram í
Evrópukeppni bikarhafa unnu góðan
útisigur á Innsbruck um helgina, 1—2.
Rapid Vín er því enn efst í austurrísku
1. deildinni, hefur hlotið 23 stig úr
þrettán leikjum, jafnmörg og aðal-
keppinautarnir Austria Vín. Rapid er
þó enn einna taplausa liðið í deildinni
og markatala þess er miklu betri en
Austria eða 51—8 gegn 39—7.
-fros
„Hef mikinn áhuga á
því að þjálfa á íslandi”
— segir Sævar Jónsson sem mun að öllum líkindum ekki skrifa undir samning hjá Cercle Brugge
„Eg hef mikinn áhuga á því að þjálfa
á tslandi en það liggur nokkurn veginn
ljóst fyrir að ég geri ekki samning við
Cercle Brugge,” sagði Sævar Jónsson
en hann dvelst nú hjá vinafólki sínu í
Brugge í Belgíu.
„Eg veit aö þjálfari Bruggeliðsins
hefur áhuga á að fá mig en ég hef
miklu meiri áhuga á að fara til Svissog
leika meö Ziirich. Eins og stendur þá
er það ekki hægt vegna þess að ég fæ
ekki atvinnuleyfi en möguleiki er á að
þaö verði fyrir næsta sumar því ég veit
að þeir hafa áhuga á því að losna við
einn útlendinginn er þeir hafa innan
sinna raða. Hvað um Val? Ef ég geri
ekki neinn samning þá má reikna með
því að ég leiki með Val á næsta sumri
eða þjálfi. Það er verst að maður þarf
að æfa eins og hálfatvinnumaður og
fær ekkert út úr því nema ánægjuna
þegar vel gengur. Þegar illa gengur er
ekkert gaman að þessu en ég get lítið
sagt um þetta nú. Málin eiga eftir að
skýrast betur,” sagði Sævar.
-fros
Mun ekki þjálfa Brann
nema samningum sé breytt
Fjolmenm
kvaddi Coeck
— og af lýsa þurfti landsliðsæf ingu vegna
jarðarfararinnar
Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara
DViBelgíu:
Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir
knattspyrnumenn verið saman-
komnir á einum stað eíns og við
jarðarför Ludo Coeck, belgíska
landsliðsmannsins sem lék með
Anderlecht og Inter Miiano. Dauði
hans á miðvikudaginn síðasta hefur
mjög ruglað Belgana í riminu en
landslið þeirra leikur fyrri leik sinn
vlð Hollendinga um sæti i heims-
meistarakeppninni i Mexíkó á mið-
I
I
vikudaginn. Leiklð verður á leikvelli «
Anderlecht og er þegar uppselt þrátt |
fyrir að völlurinn taki 40 þúsund |
manns auk þess sem leiknum er ■
sjónvarpað beint. I
Dtför Coeck á laugardagsmorgun- *
inn hafði líka sín áhrif á undirbúning |
Belganna. Landsliðsæfingu þeirra J
var frestað en margir af landsliðs- |
mönnunum voru meðal bestu vina ■
hans. Arnór Guðjohnsen, Islending- I
urinn hjá Anderlécht, var viðstaddur |
útförina.
-fros
segirTony Knapp
„Það eru nokkrar klásúlur í samn-
ingum frá Brann sem þarf að breyta,
annars mun ég ekki þjálfa liðið því að
það getur hver og einn sagt sér að mað-
ur ræður sig ekki í vinnu nema að mað-
ur sé ánægður,” sagði Tony Knapp en
hann fékk sendan samning frá Brann i
siðustu viku.
Þegar forráðamenn Brann ræddu
fyrst við mig þá spurðu þeir mig aö því
hvort ég hefði áhuga á því að þjálfa lið-
ið ef það mundi falla niöur í 2. deild. Eg
sagði þeim að þáð mundi ekki neinu
breyta fyrir mig því ég væri ekki að
ráða mig til félags eftir því í hvaða
deild það væri, heidur hvernig félagiö
starfaði. Ég hef sagt það áður að ég hef
mikla trú á Brannliðinu en ég mun ekki
fara til þess nema ég fái samningnum
breytt en nokkur atriði varðandi einka-
líf mitt fellst ég ekki á.
Hvað um íslenska landsliðið? Eg hef
lofað formanni KSI að hann muni
verða fyrsti maður til að frétta allt það
sem skeður. Eg veit ekki hvað ég geri
en ég get sagt þér að ég geri ekki neitt
heimskulegt,” sagði Tony Knapp.
-fros
STAÐAN
2. DEILD
Nokkrír leikír fóru fram i 2. deild karla um
helgina og urðu úrslit þeirra þessl:
ÍR—Þór, Ve. 26—21
UBK—Ármann 25—24
HK—Þór frestað
Staðanernúþessi:
1R 5 4 1 0 121-107 9
BreiðabUk 5 4 0 1 127—104 8
Armann 5 4 0 1 120—108 8
HK 4 3 0 1 95- 86 6
Þór, Ve. 4 1 0 3 78— 89 2
Haukar 5 1 0 4 100—111 2
Afturelding 4 0 1 3 99—110 1
Grétta 4 0 0 4 70— 95 0
Næsti leikur i deUdinnl er ekki fyrr en 22.
þessa mánaðar. Þá mætast Grótta og Aftur-
eldlng.
Völler
ekki með
'T
1
— V-þjóðverjum gegn
Portúgal á morgun.
Þríraðrirá
sjúkralista
Frá Atla Hilmarssyni, fréttarit-
ara DV í Þýskalandi:
Fjórir fastamenn í v-þýska
landsiiðshópnum eru nú meiddir
og geta ekki leikið með iiðinu i
undankeppni HM á morgun gegn
Portúgal. Leikið er í Þýskalandi
og hefur leikurinn tnikla þýðingu
fyrir Portúgall sem berjast við
Svia um sæti i Mexíkó.
Rudi Völler, sem átt hefur
hvem stórleikinn á fætur öörum,
hefur ekki enn náð sér af meiðsl-
um sínum og sömu sögu er aö
segja af Klaus Augenthaler frá
Bayera Miinchen, Frankie Mill
hjá Bor. Mönchengladbach og
Felix Magath hjá M. Hamburger
Sportverein.
-fros
„Gætu orðið
einhver
læti”
— sagði Arnór
Guðjohnsen
Frá Kristjáni Bernburg, frétta-
ritara DVí Belgíu:
„Það gætu orðið einhver læti,”
sagði Arnór Guðjohnsen en hann
Ieitaði til þýsks læknis í gær þrátt
fyrir að félag hans gæfl honum
ekki grænt ljós á að fara. Þjálfari
liðsins var því reyndar samþykk-
ur að Arnór færi en æfingar hjá
félaginu eru nú allar í iágmarki
vegna þess hve margir belglskir
og danskir landsliðsmenn eru í
liðlnu. Belgar leika landsieik við
Hollendinga á morgun og Danir
mæta frændum vorum Norð-
mönnum.
Araór, sem slasaðist í leik með
varaliði Anderiecht um helgina,
var i gær skoðaður af sjúkra-
þjálfara félagsins og hann hélt að
hann væri ekki brotinn, aðeins
illa marinn og tognaður í ökkla.
.._______________rj
Pólverji
með ÍBV
Pólverjinn Griegorz Bielatowicz
var um helgina ráðinn þjálfari 1.
deildar liðs ÍBV í knattspyrnu.
Hann þjálfaði yngri flokka Týs í
sumar við ágætan orðstir. Hann
tók því við starfi Kjartans Más-
sonar sem mun þjálfa lið Viðis úr
Garði. -fros
ittir
Íþróttir
(þróttir
iþrótt