Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Page 32
c -*■
FRÉTTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendinou
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað í DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku,
Fullrar nafnteyndar
er gœtt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1985.
Öxnadals-
heiöi ófær
♦ Flutningabifreið lenti
þar í erfiðleikum í nótt
ÖU umferð um öxnadalsheiði var lok-
uð í morgun þegar DV fór í prentun.
Mikið rigndi fyrir norðan í nótt og kl.
3.50 barst hjálparbeiðni til lögregl-
unnar á Akureyri frá vöruflutningabif-
reið sem hafði fest við Grjótá þar sem
vatnselgur hafði rofið veginn.
Lögreglan á Akureyri sendi strax
mannskap á staðinn til að veita aöstoð
en vatnselgurinn gróf undan flutninga-
bifreiðinni. Þá var veghefiU sendur á
staðinn og í morgun var byrjað að
vinna af fullum krafti við að aðstoða
flutningabifreiöina og opna öxnadals-
heiðina. — Viö vitum ekki hvenær okk-
jfc ur tekst að opna leiðina en vonumst tU
'* að það verði fljótt, sögðu þeir hjá
Vegagerðinni á Akureyri í morgun.
•sos.
„Nenni ekki
að klína
, migút”
— segir Kristófer
Márum
bandalagskrónurnar
„Ég nenni ekki að kUna mig út á
þessu röfli,” sagði Kristófer Már
Kristinsson, formaður landsnefndar
Bandalags jafnaðarmanna, í viðtali
viðDVígær.
I blaöinu í gær var birt viðtal við
Kristján Jónsson, einn landsnefndar-
mann BJ, sem sagði að „bandalags-
krónurnar” hefðu brunnið upp í hönd-
um formannsins. Þessum ummælum
Kristjáns viU Kristófer Már ekki
svara.
_ Guðmundur Einarsson, formaður
þingflokks BJ, lýsti því yfir á síðasta
helgarfundi landsnefndarinnar að
hann væri ábyrgur fyrir fjármálum
BJ. Uppgjör á fjárreiðum eiga að fara
fram á árlegum landsfundi en síðasti
var í janúar á þessu ári. Ekki náðist í
formann þingflokksins út af þessum
ummælum Kristjáns Jónssonar.
-ÞG.
EINANGRUNAR
GLER
66 6160
LOKI
Og hananú!
Sex lifandi hönum
kastað á haugana
Starfsmenn sorphauganna í Gufu-
nesi fundu sex lifandi hana í úrgangi
frá fuglabúi einu í nágrenni Reykja-
víkur. Þeim hafði verið hent á haug-
ana fyrir helgina.
„Það er margt ótrúlegt sem ber
fyrir augu okkar héma en það geng-
ur orðið fram af okkur þegar lifandi
dýrum er hent hingað,” sagði Þórður
Eyjólfsson, eftirlitsmaður Reykja-
víkurborgar á sorphaugunum.
Það var Stefán Bjarnason, starfs-
maður sorphauganna, sem sá eitt-
hvað hreyfast í ruslinu. Þegar betur
var að gáð komu í ljós sex lifandi
hanar. Fimm þeirra voru illa á sig
komnir svo aflífa þurfti þá. Einn
þeirra var hins vegar við góða heilsu
og tóku starfsmennimir hann inn í
hús. Þar hefur hann dvalið yfir helg-
inaíbestayfirlæti.
Þórður vill ekki gefa upp frá hvaða
fuglabúi hanamir komu. „En þetta
er í þriðja sinn sem lifandi dýr koma
frá þessu fuglabúi,” sagði Þórður.
Hann segir að ef þetta komi fyrir aft-
ur sé hann ákveðinn í því að kæra
eiganda búsins fyrir Dýraverndun-
arfélaginu.
Þegar DV heilsaði upp á hanann
var hann hinn sprækasti. Hann er
þegar oröinn hændur að starfsmönn-
unum og sérstaklega að lífgjafa sín-
um, Stefáni Bjarnasyni, og galar í
hvert skipti sem Stefán nálgast.
„Það er ekki búið að ákveða hvað
verður um hanann. Við hér höfum
ekki aðstöðu til að reka hænsnabú.
Hins vegar er ekki ólíklegt að við
reynum að koma honum í vist á ein-
hverju búi. En hann verður ekki
sendur aftur til síns fyrri eiganda,”
sagði Þórður og strauk stóran og
myndarlegan kamb hanans sem unir
hag sínum vel þessa stundina. -APH
Sprunga íDC-8þotu:
„Ekkert
stórmár’
Sprunga hefur fundist í burðarbita
einnar DV-8 þotu Flugleiða, sem þessa
dagana er í stórskoðun á Keflavíkur-
flugvelli. Burðarbitinn er einn
fjögurra, sem halda vængnum við
skrokkinn, ásamt öðru.
„Þetta er ekkert stórmál,” sagði
Erling Aspelund. framkvæmdastjóri
flugrekstrarsviðs Flugleiða.
„Þetta er alltaf að koma upp í svona
stórfarartækjum. Um allan heim er
verið að skipta um svona hluti á hver j-
um degi,” sagði Erling.
Skoðunin var skipulögð með löngum
fyrirvara og raskar þvi ekki flugáætl-
un. Síðar í mánuöinum fer önnur DV-8
þota í sfórskoðun sem gerð verður í
Lúxemborg. Á sama tíma verður
Fokker í stórri skoðun hérlendis.
Þær þrjár DV-8 þotur sem Flugleið-
ir eiga, eru komnar nokkuð til ára
sinna, smíðaðar 1968 og 1969. Að sögn
Erlings eiga þær þó nóg líf eftir. Þær
eigi að endast upp í 120 þúsund flug-
tíma en hafi nú að baki milli 54 og 60
þúsund tíma. -KMU.
„Þetta er í þriðja sinn sem kastað er lifandi dýrum frá þessu fuglabúi,” segir Þórður Eyjólfsson og sýnir
okkur hanann sem hræðileg örlög biðu á haugunum. -DV-myndKAE.
Seðlar fyrir 5 þúsund kr.
—gáf u hæsta getraunavinninginn, um 900 þúsund
Eiður Guðjohnsen, faðir Arnórs
knattspyrnukappa, vann um helgina
hæsta vinning í sögu íslenskra get-
rauna, tæplega 900 þúsund krónur.
Hann sló þar með vikugamalt met
DV-mannanna Eiríks Jónssonar og
Magnúsar Olafssonar, sem var 630
þúsundkrónur.
„Borga skuldir,” var svarið þegar
DV spuröi Eið í morgun hvaö hann
ætlaði að gera við peningana. „Ég
held að það verði ekkert afgangs,”
bætu nann vio.
Eiður var einn með tólf rétta á get-
raunaseðlinum. Hann spilar með
kerfi þannig að hann fékk einnig 14
seðlameöll réttum.
Eiður kvað það misjafnt eftir leikj-
um seðilsins hversu stórt kerfi hann
notaði. Núna hefði hann keypt 24
gráa seðla fyrir rúmar f imm þúsund
krónur.
1 gegnum árin hefur Eiður nokkr-
um sinnum fengið tólf rétta en aldrei
svo háan vinning sem nú.
-KMU.