Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985. Tippað á tólf—Tippað á tólf—Tippað á tólf—Tippað á tólf—Tippað á tólf—Tippað á tólf 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X X 1 X 1 1 X X 1 X 1 1 X X 1 X 1 X 1 1 X X 1 X 1 1 X X 1 X 1 1 X X 1 X 1 X 1 1 X X 1 X 1 1 X X 1 X 1 1 X 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 12 1 1 X X 2 2 1 1 X X 2 2 1 1 X X 2 2 1 1 1 1 1 1 X X X X X X 2 2 2 2 2 2 64 64 64 64 64 64 64 64 64 64 64 64 64 64 64 64 64 64 Áhlaupskerfíð Tipparar góðir. Sumir hlutir eru teknir með áhlaupi. Þess vegna kynni ég nú áhlaupskerf- ið. Þar er um að ræða kerfið RM 2-9-1152. Einungis einn leikur, er festur, níu leikir eru með Að þessu sinni eru það rúmlega eitt hundrað manns sem eru án- ægðir með tippárangurinn um síð- ustu helgi þar sem 106 raðir komu fram með 12 rétta. 1702 raðir komu tveimur merkjum en tveir leikir með þremur merkjum. Þetta kerfi gefur alltaf 11 rétta ef öll merkin koma upp. Líkindatafla er hér til hliðar sem sýnir að 25% Hkur eru á 12 réttum ef öll fram með 11 rétta og hlaut hver röð 373 krónur í vinning. Potturinn er stöðugt yfir tvær milljónir króna og var nú 2.116.890 krónur. Það er mikið að gera hjá starfs- fólki íslenskra getrauna hf. þegar úrslit eru ekki óvænt. 011 vinna nákvæmari og erfiðari. Enda var nú byrjað að fara yfir seðla á sunnudeginum til þess að því væri lokið tímanlega. 20.000 með heimasigra Það eru alltaf smáir vinningar og margir þegar úrslit eru ekki óvænt að neinu leyti. Þegar heima- sigrar eru 8 eða fieiri eru vinningár yfirleitt smáir. í Noregi eru það alltaf um það bil 20.000 raðir sem koma með 12 heimasigra, en 12 leikir eru notaðir í norsku getraun- unum. Ekki er vitað hve margar raðir koma fram á Islandi með 12 heimasigra en eitt er þó víst að vinningar verða smáir. LÍKINDATAFLA 12 11 10 likur 1 8 29 1/4 2 18 2/4 1 11 1/4 merkin koma upp. Og þá er það einungis nákvæmni tipparans sem gildir. Hafa öll merkin rétt. enham skín ekki eins hátt á knattspyrnuhimninum og á sama tíma í fyrra, en Totten- ham-liðið er að ná sér á strik aftur eftir slæman kafla í vetur. Margirmeö vinning Enn tapar W.B.A. Southampton er í banastuði um þessar mundir eftir slæma byrjun og sækir þrjú stig upp undir landa- mæri Skotlands til Newcastle. Nottingham Forest sigrar Luton, naumlega þó. Tvö af fallbaráttulið- unum, Oxford og WBA, eigast við á velli Oxford. Líklegt er að hei- maliðið sigri á sínum smáa velli. Tottenham er það lið sem erfiðast hefur verið að tippa á undanfarin ár vegna óstöðugleika. Nú sigrar það Watfordliðið á útivelli. Þrjú lið úr 2. deild eru á getraunaseðlinum. Allt erfiðir leikir. Bamsley, sem er mikið heimalið, gerir jafntefli við Charlton, eins verður jafntefli milli Blackbum og Sunderland, en Nor- wich sigrar Oldham á útivelli. Norwich er eitt sigursælasta lið í Englandi undanfarnar vikur og sækir stíft sæti í 1. deild að ári. Arsenal -Liverpool Aston Villa-Manch.Utd Chelsea-Sheff.Wed. Ipswich-QPR Manch.City-Coventry Newcastle -Southampton Nott. Forest-Lu ton Oxford-WBA Watford-Tottenham Barnsley-Charlton Blackburn-Sunderland Oldham-Norwich > Q 1 2 1 1 1 2 1 1 2 x x 2 1 1 x 1 2 2 x x 1 1 X 2 2 2 1 1 1 x 1 X 2 1 1 x c c > «o •o ja x 1 1 1 x X 1 1 1 X X 2 JD -Cl X 2 1 1 1 1 1 1 x 1 1 2 «o 'o. 33 O) ro Q O co > 2 x 1 X 1 1 1 1 2 2 1 2 2 1 1 1 2 x 1 1 X 2 1 x Eftir mikla forystu Manchester United fyrr í haust eru nokkur lið komin upp að United og baráttan að harðna. Arsenal hefur verið frekar brokkgengt í haust, ekki skorað mikið af mörkum en haft sigur að lokum. Spá mín er sigur Arsenal gegn Liverpool. Aston Villa gengur í gegnum tilrauna- skeið um þessar mundir og tapar gegn Manchester United. Chelsea er erfitt heim að sæja á „Brúna“ og sigrar Sheffield Wednesday þó svo að árangur Wednesday sé mjög góður á útivelli. Ipswich er að ná sér á strik og vinnur annan heima- leik sinn í röð, að þessu sinni gegn QPR-liðinu sem er eins og fiðrildi og vantar stöðugleika. Manchester City hefur náð þokkalegum árangri undanfarið og sigrar Coventry á Maine Road, heimavelli sínum. I dag mælir Dagfari f dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Jólagjaf ir á prenti Maður má hafa sig allan við að komast yfir að lesa bókaf- réttir dagblaðanna, svo ekki sé minnst á alla ritdómana. Höf- undar og útgefendur virðast krefjast þess að fá hálfsiðufrétt um hverja bók sem út kemur og síðan ekki minna pláss undir ritdóm - jákvæðan ritdóm vel að merkja. Svo er að sjá sem DV eitt dagblaða hafí þá skyn- sömu stefnu að pakka saman fréttum um nýjar bækur í að- gengilegt form. Hins vegar er það miður að blaðið skuli hafa hætt að láta upplýsingar um verð fylgja þessum fréttum. I Morgunblaðinu má hins vegar sjá flennistórar fyrirsagnir um útgáfu mismerkilegra bóka og eftir fylgir langlokufrétt eða viðtal við höfundinn. Á næstu síðu er svo gjarnan ritdómur um viðkomandi bók og tekur sá ritdómur gjarnan helftina úr síðu. Oftar en ekki virðist þó sem aðeins hafi verið hnusað að bókinni, eins og klerkurinn frá Laufási kýs að orða það i bráðfyndinni gagnrýni á gagn- rýni Jóhanns Hjálmarssonar um ritverk prestsins. Raunar eru gagnrýnigreinar höfunda á gagnrýnigreinar gagnrýnenda oftar en ekki eitt skemmtileg- asta lesefni blaðanna fyrir jól. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum virðast ráðamenn dagblaða hafa fengið þá flugu í höfuðið að það sé bráðnauðsyn- legt að birta umsögn þar til fenginna manna, sérfræðinga, um hverja bók sem út kemur í desember. Upplýst er frá hendi útgefenda að fyrir þessi jól komi út á fjórða hundrað titlar. Hvert blað hefur á að skipa þrem til fjórum atvinnugagnrýnendum sem þurfa þá að lesa 70-80 bækur hver í striklotu og gefa umsögn á þrem til fjórum vik- um. Hér er náttúrlega um tóma endaleysu að ræða eins og dæmin sanna á gagnrýnisíðum blaðanna á hveijum degi. Minnir þessi bókmenntarýni raunar oft á tónlistarrýni þing- mannsins úr Eyjum, sem er með sérstæðustu ritsmíðum sem sjást á síðum Morgunblaðsins og er þá mikið sagt. Almenning- ur í landinu ber uppi þá bókiðju sem hér er stunduð með bó- kakaupum fyrir jólin. Satt best að segja reynist fólki það erfitt að skilja hismið frá kjarnanum ef fara á eftir svonefndri bók- menntagagnrýni dagblaðanna. Og það er ekki til að bæta úr skák að óprúttnir útgefendur gefa út gamlar bækur án þess að láta þess getið að um endur- útgáfur sé að ræða. Svo ekki sé minnst á hástemmdar auglýs- ingar sem oft eru í litlu sem engu samræmi við innihald bókanna. Oftar en ekki kaupir fólk því köttinn í sekknum og því er oft fjörug skiptiverslunin milli jóla og nýárs. En úrvalið er nóg, því er ekki að neita. Þegar litið er yfir titlana kennir margra og óiíkra grasa. Þarna eru bækur sem fjalla um ketti, hjartasjúkdóma, morð í myrkri og mannvininn mikla. Þá eru gefnar út bækur um heimsmet og hvernig elska skuli karl- menn. Þannig mætti lengi telja. Ekki má heldur gleyma ævi- minningum og öðrum upprifj- unum úr ævi'karla sem kvenna. Sveitamenn skrifa lýsingu á bithaganum upp á fjögur bindi og sjósóknarar rita sjóferðasög- ur upp á sex hundruð síður. Sumar þessara bóka eru víst lítið annað en upptalning á mannanöfnum ef marka má bókarýni. Hlýtur það að örva mjög söluna því allir vilja eiga nafnið sitt á prenti. Svo þarf að framleiða nokkur dúsín af ást- arsögum, hrakfallasögum, klámsögum og sögum af ein- kennilegu fólki. Svo er að heyra að allt renni út eins og heitar lummur. Það eina sem ekki er gefið út fyrir jólin er guðs- orðabækur enda má enginn vera að því að leiða hugann að slíkum málum þegar jólin eru annars vegar. Hins vegar má alltaf bæta einni matreiðslubók í safnið hjá tengdamömmu þeg- arjólin bresta á. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.